Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2012 Árviss rithöfundalest fer um Aust- urland um helgina. Verða fjórir höfundar frá Forlaginu þar á ferð og lesa úr nýjustu verkum sínum. Kristín Steinsdóttir segir frá Bjarna-Dísu, Kristín Ómarsdóttir les úr Millu, Eiríkur Örn Norðdahl kynnir Illsku og Einar Már Guð- mundsson segir frá Íslenskum kóngum. Þá fræðir Steinunn Krist- jánsdóttir gesti um Söguna af klaustrinu á Skriðu sem kemur út hjá Sögufélagi. Jafnframt verður kynnt bókin Sonur þinn er á lífi eft- ir Óttar Sveinsson. Lesið verður í Kaupvangskaffi á Vopnafirði föstudagskvöld 30. nóv- ember. kl. 20:30. Laugardaginn 1. desember klukkan 14 verða höf- undarnir á Skriðuklaustri í Fljóts- dal og um kvöldið lesa þeir í Skaft- felli á Seyðisfirði kl. 20:30. Á sunnudaginn verða þeir í Safnahús- inu á Norðfirði kl. 14. Skriðuklaustur Rithöfundarnir munu m.a. lesa upp á Skriðuklaustri. Rithöfundar á ferð um Austurland Palestínski mannréttinda- frömuðurinn Mu- stafa Barghouti verður heið- ursgestur á 25 ára afmæl- issamkomu Fé- lagsins Ísland- Palestínu, sem haldin verður á Hótel Borg í kvöld og hefst klukkan 20 Aðgang- ur er ókeypis og öllum opinn. Heimsókn Barghoutis er skipu- lögð af Félaginu Íslandi-Palestínu í samvinnu við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og utanríksráðu- neytið. Hann mun jafnframt flytja fyrirlestur i hátíðarsal Háskóla Ís- lands klukkan 17 í dag dag undir yfirskriftinni: Palestína – Vegferð til frelsis. Heiðursgestur á afmælissamkomu Mustafa Barghouti. Neytendastofa og tollyfirvöld tóku upp og skoðuðu innihald allra send- inga sem komu til landsins sem innihéldu kveikjara á um tveggja mánaða skeiði. Leiddi sú skoðun ekki í ljós neina ágalla. Þá voru gerðar kannanir á hvort seldir væru kveikjarar með óvenju- legt útlit og var ein tegund tekin af markaði. Öruggir kveikjarar STUTT ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Starfsmenn Rafeyrar og Akur- eyrarbæjar unnu að því hörðum höndum í gær að moka upp Akur- eyrarhjartað í Vaðlaheiði. Það var á bólakafi; tveir metrar niður á hjart- að þar sem mest var.    Hjartslátturinn mun gleðja Akureyringa á aðventunni eins og undanfarin ár. Það er á stærð við fótboltavöll, sló fyrst í árslok 2008, og vekur sannarlega mikla gleði þegar ljósin eru tendruð ár hvert. Í hjartanu eru alls 375 perur. Starfs- menn Rafeyrar settu það upp á sín- um tíma og sjá um að það slái ár hvert.    Stjórn Leikfélags Akureyrar var töluvert gagnrýnd á aðalfundi fé- lagsins í vikunni fyrir að fara ekki að lögum þess þegar Ragnheiður Skúladóttir var ráðin leikhússtjóri á dögunum, án auglýsingar. Lögð var fram tillaga um að ráðningin yrði ógilt en hún var felld.    Ragnheiður var ráðin listrænn stjórnandi LA fyrir veturinn og leik- hússtjóri til þriggja ára fyrir skömmu. „Við tókum þessa ákvörð- un með hagsmuni leikhússins að leiðarljósi, fyrst og fremst, og þessi tillaga var felld á aðalfundinum,“ sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður stjórnar Leikfélags Akur- eyrar, við mbl.is í vikunni.    „Menn náttúrlega greinir á um aðferðina,“ sagði Sigrún Björk. „Fé- lagsmenn, að mínu mati, tjáðu sig hreinskilnislega um þetta [á aðal- fundinum] og svo er það bara búið. Það er mikilvægt að Leikfélagið fái frið til að klára sitt starf og halda áfram hinu flotta starfi sem Ragn- heiður hefur hafið.“    Sala áskriftakorta hefur verið dræm í haust. Sigrún segir að gríð- arlegt magn og úrval viðburða sé á Akureyri þessar vikurnar. „Við sjáum það sem eðlilegan hlut að menn séu ekki að festa sig við leik- húsið frekar en eitthvað annað. Það er bara mjög mikið um að vera í menningarlífinu á Akureyri og full- komlega eðlilegt að fólk velji hverja sýningu fyrir sig,“ segir hún.    Fyrsta sýning LA í vetur, Leigu- morðinginn, er frábær að mati þess sem þetta skrifar, en aðsókn hefur þó verið dræm. Hún virðist ekki mælast sérlega vel fyrir hjá fólki, þrátt fyrir allt. Er kannski „óvenju- leg“ um of.    Ljósin verða kveikt á jólatrénu á Ráðhústorgi á laugardaginn. At- höfnin hefst kl. 14.45. Fjöldi annarra viðburða er á dagskrá aðventu- ævintýris bæjarins þennan dag.    Meðal þess sem er á dagskrá um helgina er Fullveldishátíð Háskól- ans á Akureyri, fyrsti glugginn á jóladagatali Menningarhússins Hofs og Myndlistarskólans á Akureyri verður opnaður í Hofi, ljós- myndasýningin Aðventa á fjöllum og Ferðalangar á fjöllum verður opnuð í Ketilhúsinu, jólamarkaður Hæf- ingastöðvarinnar, danssýning Önnu Richards og Camilo í Rýminu, Að- ventuveisla Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Hofi, tónleikar með Kiryama Family á Græna hattinum, Jólagjafir liðins tíma verða til sýnis á Leikfangasýningunni í Friðbjarn- arhúsi. Þá mun jólastrætó keyra um götur Akureyrar á Aðventunni.    KEA veitti í gær styrki úr Menn- ingar- og viðurkenningarsjóði og fór úthlutunin fram í Ketilhúsinu á Ak- ureyri. Auglýst var eftir umsóknum í september síðastliðnum og barst 141 umsókn. Veittir voru 36 styrkir, samtals að fjárhæð 6 milljónir kr. Fundu hjartað í hjarninu Ljósmynd/Kristinn Hreinsson Grófu hjartað upp Kristján Hermannsson (t.v.) og Tomasz Wojcinski, starfsmenn Rafeyrar, í Vaðlaheiðinni í gær. Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, efnir til hádegisfundar þriðjudaginn 4. des- ember þar sem fjallað verður um vernd þjóðaröryggis og rannsókn lögreglu á voðaverkum á borð við það sem unnið var í Noregi í júlí í fyrra. Norskur lögregluforingi, Sture Martin Vang, og Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti rík- islögreglustjóra, munu fjalla um málið á fundi Varðbergs, sem hald- inn verður í stofu 101 í Odda, húsi Háskóla Íslands. klukkan 12-13. Vang hefur í 13 ár verið í yf- irstjórn norsku lögreglunnar. Jón hefur verið yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra frá 1997 og er sviðsstjóri löggæslu- og öryggissviðs. Ræða um voðaverk gegn þjóðaröryggi Mannanafnanefnd hefur sam- þykkt karlmannsnafnið Hyl en hafnað kvenmannsnafninu Svan- hild. Millinafnið Eldberg er sam- þykkt og sömuleiðis karlmanns- nafnið Anfinn. Hins vegar var kvenmannsnafninu Franziscu hafnað. Í greinargerð nefndarinnar um eiginnafnið Hyl segir að nafnið taki íslenskri beygingu í eign- arfalli, Hyljar eða Hyls, og teljist að öðru leyti uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Nafnið Svanhild er talið upp- fylla ákvæði mannanafnalaga um millinöfn en beiðni um eigin- nafnið Svanhild var hafnað. Þá hafnaði nefndin á ný ósk um að breyta rithætti nafnsins Frans- isku í Franzisca. Segir nefndin að eiginnafnið Franzisca get ekki talist ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls þar sem bókstafirnir z og c teljist ekki til íslenska stafrófsins þótt þeir komi fyrir í nokkrum mannanöfnum sem hafa unnið sér hefð. Nú þegar eru tvær gerðir þessa nafns á manna- nafnaskrá, Fransiska og Franz- iska. Um mannanafnanefnd gilda ákvæði laga frá 1996. Innanrík- isráðherra skipar nefndina til fjögurra ára í senn.Ekki er hægt að áfrýja úrskurðum manna- nafnanefndar, þeir hafa síðustu árin verið um eitt hundrað á ári. Hylur í lagi en Svanhild ekki  Ekki samþykkt að breyta rithætti nafnsins Fransisku Skírnarkjóll Mannanafnanefnd kveður árlega upp um 100 úrskurði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.