Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 20
Tíbeskir útlagar í Siliguri í Indlandi hrópuðu slagorð gegn kínverskum ráðamönnum í gær og mótmæltu stefnu þeirra. Kínverjar innlimuðu Tíbet fyrir liðlega 60 árum. Á síðustu árum hafa margir Tíbetar kveikt í sér til að vekja athygli á kúguninni í Tíbet, alls 20 það sem af er þessum mánuði. Allmargir munu hafa dáið. Aðgerðum af þessu tagi fjölgaði mjög í aðdraganda flokksþings kínverskra kommúnista fyrir skömmu þar sem kosin var ný forysta til næstu 10 ára. Að sögn vefsíðu BBC efndu um 1000 tíbetskir stúd- entar til mótmæla á mánudag í þrem héruðum í Kína, Gansu, Sichuan og Qinghai. Ströng ritskoðun er í Kína og því erfitt að fá nákvæmar fregnir. Helsti leiðtogi Tíbeta, hinn útlægi Dalai Lama, krefst ekki fulls sjálfstæðis frá Kína en aukins forræðis Tíbeta í eigin málum. Milljónir Kínverja hafa sest að í Tíbet und- anfarna áratugi og eru nú líklega í meirihluta í höfuð- borginni Lhasa. AFP Mótmæla kúgun Kínverja í Tíbet 20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2012 YçÜ|Ü )ö áxÅ {≠ÇÇâÇ Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Kristján Jónsson kjon@mbl.is Áfrýjunardómstóll í Egyptalandi ákvað í gær að leggja niður störf þar til Mohamed Morsi forseti drægi til baka ákvörðun sína um að taka sér nánast einræðisvöld. Stjórnarskrárdómstóll landsins sakaði auk þess forsetann í gær um óréttmæta árás á sjálfstæði stofn- unarinnar. Morsi fullyrðir að dóm- stóllinn sé hlutdrægur og hafi lekið úrskurðum fyrirfram í fjölmiðla. Vilja dómararnir sjá sannanir fyrir þessum ásökunum. Í tilskipun Morsis frá 22. nóv- ember kemur m.a. fram að dóms- kerfið geti ekki hnekkt ákvörð- unum hans. Sjálfur segir forsetinn að um sé að ræða tímabundna að- gerð til að „bjarga byltingunni“. Sérstakt stjórnlagaþing semur nú nýja stjórnarskrá en andstæðingar Morsis og samtaka hans, Bræðra- lags múslíma, hafa hætt þátttöku í störfum þess. Segja þeir íslamista- samtökin ætla að koma á hinum gömlu, harkalegu lögum íslams, sharia, sem að grunni til voru sam- in á miðöldum. Yrðu þá ýmis rétt- indi, þ. á m. kosningaréttur kvenna, afnumin. Áfram urðu hörð átök milli lög- reglu og andstæðinga Morsis í mörgum borgum í Egyptalandi í gær, í Kaíró beitti lögreglan tára- gasi gegn hundruðum stjórnarand- stæðinga. „Farðu, farðu“, var hróp- að og átt við að Morsi ætti að segja af sér. Á þriðjudag var reynt að kveikja í aðalstöðvum Bræðralags- ins. Fjölmenn mótmæli urðu til að velta úr sessi fyrrverandi forseta, Hosni Mubarak, í ársbyrjun 2011. Egypskir dómar- ar mótmæla með verkföllum  Heimta að Morsi dragi til baka tilskipun um stóraukin völd forseta AFP Táragas Andstæðingar Morsis flýja undan lögreglu í Kaíró í gær. Marton Gyön- gyösi, talsmaður flokks ung- verskra hægri- ofstækismanna, Jobbik, hefur beðið ríkisstjórn landsins að setja saman lista yfir þá gyðinga sem hættulegir séu öryggi ríkisins, að sögn Dagens Nyheter. Leiðtogar ungverskra gyðinga hafa mótmælt harðlega. Segja þeir að tillagan minni mjög á aðgerðir í tíð fasistastjórnar landsins í seinni heimsstyrjöld. kjon@mbl.is Vill svartan lista yfir „hættulega“ gyð- inga í Ungverjalandi Marton Gyöngyösi Kristján Jónsson kjon@mbl.is Sýrlenskir uppreisnarmenn skutu í gær niður eina af flugvélum stjórn- arhers Bashars al-Assads forseta yf- ir borginni Daret Ezza, norðan við stærstu borg landsins, Aleppo og handsömuðu flugmanninn. Þetta var önnur vélin sem uppreisnarmenn skutu niður á tveim dögum, á þriðju- dag var um að ræða herþyrlu. Gæti þetta bent til þess að þeir ráði nú yfir fullkomnari vopnum en fram til þessa og vilji brjóta á bak aftur yfir- burði stjórnarhersins í lofti. „Hún hrapaði hægt og logaði áður en hún lenti á jörðunni, þetta var hrikalegt,“ sagði Ugur Cuneydioglu, Tyrki sem fylgdist með atburðinum frá þorpi rétt handan landamær- anna, að sögn New York Times. Hryðjuverk í Damaskus Minnst 50, þ. á m. konur og börn, féllu í Jaramana, úthverfi minni- hlutahópa kristinna manna og drúsa í Damaskus, í gærmorgun þegar tvær öflugar bílsprengjur sprungu, að sögn AFP-fréttastofunnar. Aðrar heimildir álitu þó að færri hefðu fall- ið. Vitað er að Assad nýtur verulegs stuðnings í hverfinu. Íbúarnir óttast að hlutskipti þeirra verði verra ef of- stækisfullir íslamistar úr röðum sunní-múslíma taka völdin. Súnnítar eru í miklum meirihluta í Sýrlandi og vitað að liðsmenn hermdarverkahópa súnníta taka þátt í uppreisninni. Sjálfur tilheyrir Assad enn einum minnihlutahópn- um, alavítum. Ógna yfirburðum í lofti  Sýrlenskir uppreisnarmenn skjóta niður herflugvélar Assads forseta  Tugir manna féllu í bílsprengjutilræðum í hverfi kristinna og drúsa í Damaskus Slæmur aðbúnaður » Um 2,5 milljónir Sýrlendinga hafa flúið heimili sín og dvelja flestir í flóttamannabúðum við afar slæman aðbúnað. » Einnig hafa margir flúið land. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð 125 þúsund sýr- lenska flóttamenn í Líbanon. Sett voru lög í Þýskalandi fyrir lið- lega 40 árum sem heimiluðu kynlíf manna með dýrum en nú er ætlunin að breyta lögum um velferð dýra og banna slíkt athæfi, það sé „óviðeig- andi“, að sögn Guardian. Dýraverndarmenn hafa birt myndir af hrottalegri meðferð á dýr- um við kynlífsathafnir. Um 100 manns, er kalla sig „dýravini“, eru í félagi sem berst gegn lagabreyting- unni. Talsmaður þess, Michael Kiok, segir að breytingin verði kærð. „Grundvallaratriði í sannfæringu dýravina er að við gerum ekkert sem dýrin vilja ekki sjálf,“ segir hann. „Við sýnum þeim ekki grimmd. Dýr er alveg fært um að sýna nákvæm- lega hvað það vill og hvað ekki.“ Talsmenn dýraréttinda fagna tíð- indunum en segja þó enn mikilvæg- ara að banna athæfi eins og brenni- merkingu hrossa og geldingu grísa án deyfingar. kjon@mbl.is Vilja banna kynlíf með dýrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.