Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2012 Betra kaffi! Kaffivél með hitabrúsa Tekur aðeins 7 mínútur að hella upp á 2,2 lítra af kaffi. Síðumúla 16 ~ 108 Reykjavík ~ Sími: 580 3900 ~ fastus.is Fastus til framtíðar Árið 1988 var Arafat forseti enn útlagi í Tún- is, PLO-samtökin voru stimpluð af Ísrael og Bandaríkjunum sem hryðjuverkasamtök og Yasser Arafat að sjálf- sögðu yfirhryðjuverka- maðurinn. Hann fékk því ekki vegabréfsárit- un til Bandaríkjanna og til þess að Arafat gæti ávarpað Allsherjar- þingið ákvað þingheimur að flytja sig um set, frá New York til Genfar í Sviss, og þar flutti Arafat sína eft- irminnilegu ræðu um sjálfstæði Pal- estínu og leiðina til friðar. Hernám Palestínu, uppreisn og eftirgjöf Í stríðinu frá 1948-1949 bættu gyðingar við sig meira en fjórðungi landsins til viðbótar þeim helmingi sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu ætl- að þeim með samþykkt Allsherj- arþingsins um skiptingu Palestínu 29. nóvember 1947. Þá voru 22% landsins eftir, Gaza og Vesturbakk- inn að meðtalinni Austur-Jerúsalem. Ísraelsmenn hernámu fimmtung- inn sem eftir var í Sex daga stríðinu 1967, en landamærin frá því fyrir hernámið 1967 eru einu alþjóðlega viðurkenndu landamærin. Árið 1987 brutust út friðsamleg mótmæli Palestínumanna gegn her- náminu, Intifada hinn fyrri. Þrátt fyrir friðsemd létu hundruð Palest- ínumanna lífið og þúsundir hlutu ör- kuml. Sjálfstæðisyfirlýsingin 15. nóv- ember 1988 vísaði til Palestínu innan landamæranna frá árunum 1949- 1967. Það var ekki lítil eftirgjöf af hálfu þeirrar þjóðar sem byggt hafði Palestínu frá örófi alda, en Arafat tókst að sannfæra þjóð sína um að þessi eftirgjöf væri söguleg nauðsyn og allir flokkar Palestínumanna hafa síðan fallist á þessa niðurstöðu, þar á meðal Hamas-samtökin. Friðarviðræður og sjálfstæðisbarátta Árið 1991 hófust friðarviðræður í Madrid fyrir tilstuðlan Bandaríkj- anna en áður en þeim lauk var gerð- ur samningur á laun, sem kallaður var Oslóar-yfirlýsingin og var hún undirrituð í Washington í sept- ember 1993. Rabin for- sætisráðherra var nokkru síðar myrtur af öfgamönnum úr eigin röðum sem engan frið vilja semja. Síðan hafa slíkir ver- ið við völd í Ísrael, frá Sharon til Netanyahu, stjórnmálamenn sem látast stundum vilja ræða frið og tala um friðarferli, en verkin tala og segja aðra sögu. Árásir á íbúa herteknu svæðanna halda stöð- ugt áfram, landránið verður æ um- fangsmeira og nú hefur hálf milljón landtökufólks verið flutt inn á Vest- urbakkann, þvert á Genfarsáttmála. Forysta Palestínumanna hefur leitað leiða til að styrkja stöðu þjóð- arinnar með því að fá alþjóðlega við- urkenningu í von um að það gæti aukið möguleika á raunverulegum friðarviðræðum. Meirihluti þjóða heims við- urkenndi Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki strax eftir sjálfstæð- isyfirlýsinguna 1988 en í þeim hópi voru ekki hin svokölluðu vestrænu ríki. Þegar Suður-Ameríka fór að losa sig undan oki bandarísku heimsvaldastefnunnar á síðustu ár- um viðurkenndu þau hvert af öðru Palestínu. Frumkvæði Íslands Síðan gerðist það fyrir ári, að Al- þingi Íslendinga ályktaði samhljóða, að viðurkenna bæri Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki og árétt- aði jafnframt rétt palestínsks flótta- fólks til að snúa heim aftur. Þessi ályktun, sem var gerð 29. nóvember, er því miður enn einstæð í röðum vestrænna ríkja, þar á meðal hinna Norðurlandaþjóðanna, sem hafa ekki viðurkennt sjálfsagðan rétt pal- estínsku þjóðarinnar til sjálfs- ákvörðunar og sjálfstæðis. Hlutur utanríkisráðherra og Alþingis í þessu máli er íslenskri þjóð til sóma. En þessi stefnumótun varð ekki til í tómarúmi. Hún var rökrétt fram- hald af stefnu Alþingis sem mótuð var samhljóða árið 1989. Annar ógleymanlegur atburður á þeim ferli var heimsókn Steingríms Her- mannssonar, þáverandi forsætisráð- herra, til Yassers Arafats, forseta Palestínu, í maí 1990 sem hafði þá aðsetur með útlagastjórn í Túnis. Steingrímur varð fyrstur vestrænna þjóðarleiðtoga til að rjúfa múrinn. Össur og Alþingi leiða okkur í þau fótspor. Fyrir frelsi, mann- réttindum og friði Í dag höldum við upp á eins árs af- mæli samþykktar Alþingis og 25 ára afmæli Félagsins Ísland-Palestína. Í tilefni þessa flytur dr. Mustafa Barghouthi, læknir og mannrétt- indafrömuður, fyrirlestur í hátíð- arsal háskólans kl. 17 í dag og um kvöldið kl 20 hefst samstöðu- og af- mælishátíð á Hótel Borg. Vonir eru bundnar við að í dag samþykki Allsherjarþing SÞ tillögu sem felur í sér viðurkenningu á sjálf- stæði og fullveldi Palestínu, þótt full aðild fáist ekki strax. Þetta mun auð- velda Palestínu aðild að al- þjóðastofnunum eins og Al- þjóðaglæpadómstólnum, þannig að hægt verði að draga ísraelska ráða- menn til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi. Bandaríkjastjórn og Ísrael hamast gegn þessu og þegar eru hafnar efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Palestínu fyrir þá sök að framfylgja sínum sjálfsagða rétti. Evrópuríkin standa mörg hikandi hjá. Nýafstaðnar eru grimmdarlegar árásir á íbúa Gazasvæðisins þar sem sprengjm rigndi látlaust í átta sólar- hringa og yfir 160 manns létu lífið og meira en 1.000 manns særðust og hlutu örkuml. Palestínski fáninn féll ekki til jarðar og þjóðin er samein- aðri en áður í baráttu sinni fyrir frelsi, mannréttindum og friði. Sýn- um þeirri baráttu samstöðu. Leið Palestínu til frelsis og friðar Eftir Svein Rúnar Hauksson » Þetta mun auðvelda Palestínu aðild að Alþjóðastríðsglæpa- stólnum, þannig að hægt verði að draga ísr- aelska ráðamenn til ábyrgðar fyrir stríðs- glæpi. Sveinn Rúnar Hauksson Höfundur er læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína. Sagan sýnir okkur að upp úr hnignun og kreppum samfélaga rís ávallt ný framtíðarsýn og skapandi kraftur sem endurnýjar sam- félagið á öllum sviðum. Ástæðan fyrir hnignun samfélaga er oft sú sama, stöðnuð og úrelt hugmyndafræði sem í upphafi var ný og skapandi hugsun en í tímans rás lagaði sig ekki þeim breytingum sem urðu á samfélaginu. Þetta birtist okkur Íslendingum glöggt í kreppunni sem nú herjar, ekki aðeins á Íslandi heldur um all- an hinn vestræna heim. Úr rústum heimsstyrjaldarinnar reis ný heimssýn, ný hugsun, endalok ný- lendustefnunnar lauk með sjálf- stæði undirokaðra þjóða. Aukin við- skipti milli þjóða, stórauknir flutningar, aukin samkeppni, al- þjóðlegt peningakerfi. Ný tækni kom fram á öllum sviðum sem leiddi m.a. til kapphlaups milli þjóða um lífsgæði og vopnafram- leiðslu. Síðan hafa Vesturlönd náð bestu lífskjörum á jörðinni og við teljum jafnvel að þau batni enn. Endimörk vaxtarins? Nú í upphafi nýrrar aldar hefur komið æ betur í ljós að hag- vöxtur Vesturlanda síðustu áratugi hefur að miklu leyti byggst á fullnýtingu og jafnvel ofnýtingu eigin nátt- úruauðlinda sem og þróunarlanda. Vís- indin benda okkur á að olían sem knýr all- ar samgöngur á jörðunni muni kannski duga í eina öld. Kapp- hlaupið heldur engu að síður áfram. Vaxandi stórveldi, Indland og Kína sem hagnast hafa á framleiðslu fyr- ir Vesturlönd í áratugi eru nú að auka lífsgæði sinna eigin þegna og komin í samkeppni við Vesturlönd um náttúruauðlindir hvar sem eru í heiminum sem endurspeglast í stöðugri verðhækkun allra hráefna. Yfirburðir Vesturlanda duga ekki í þessari samkeppni, hagvöxtur þeirra hefur minnkað og þau aukið skuldasöfnun til að halda stöðu sinni og lífskjörum. Þetta sést skýrt í kreppu evruríkjanna sem er til- komin vegna skuldasöfnunar fátæk- ari ríkjanna innan sambandsins til að ná lífsgæðum ríkjanna í norðri. Gífurleg skuldasöfnun Bandaríkj- anna m.a. vegna vopnaframleiðslu og eyðslu til að viðhalda stöðu sinni sem stórveldi er mikið hættumerki. Vegna stöðu dollarsins hefur enn ekki komið að skuldadögum. Fjár- magnið hefur verið drifaflið í þess- ari efnahagsþróun og hefur nú náð slíku pólitísku afli að kjörnir vald- hafar Vesturlanda kjósa að verja hagmuni þess umfram atvinnu og lífsgæði þegna sinna. Allt þetta er ekki tímabundnir efnahagsörð- ugleikar heldur augljós merki stöðnunar og jafnvel hnignunar. Tregðan og endurmat Ráðandi öfl viðhalda og verja regluverk samfélagsins og bregðast seint við breytingum, hvorki utan að eða innan úr samfélaginu. Tregðan við breytingar er innbyggð í stjórnkerfið en engu að síður ráða viðbrögð þeirra því hvort sam- félagið finnur leiðir til að viðhalda lífskjörum sínum á vistvænni hátt en hingað til. Umræðan mun snúast um það á næstu árum. Óhjákvæmulegar breytingar eru framundan og þeim fylgja pólitísk átök um stefnur og átök við ríkjandi hagsmuni um ný gildi og nýja hugsun, nýja nálgun til lausna á sameiginlegum vandamálum. Mörg þeirra verða flókin úrlausnar og því nauðsyn að fjölmiðlar rísi upp úr meðalmennskunni og verði raunverulega það afl sem almenn- ingur geti treyst til að fjalla um málefnin án hlutdrægni og á gagn- rýnan hátt. Hlutverk þeirra í lýð- ræðinu verður ekki ofmetið. Efna- hagslegar breytingar, félagslegur jöfnuður og umhverfismál verða meginviðfangsefni stjórnmálanna fram á næst áratug. Ný stefna til úrlausna í viðfangs- efnum stjórnmálanna á ekki að byggjast á ímyndaðri „vinstri“ eða „hægri“ stefnu heldur út frá gildum sem þjóðfélagið vill standa fyrir. Hvað á að ráða? Við eigum að hafa í huga að ein- staklingurinn og fjölskyldan er kjarni samfélagsins og ef það á að standa sterkt verður það að hvíla á þeim gildum sem einstaklingar vilja sjá í eigin lífi. Frelsi hvers manns vilja allir hafa til orðs og athafna. Jafnrétti milli manna er jafn sjálf- sagt og að draga andann. Hver maður getur verið smár og brot- hættur og við viljum að samfélagið hugi jafnt að öllum. Réttlæti er öll- um mönnum í blóð borið og þeir vilja að það sé í heiðri haft í öllum reglum samfélagsins og ákvörð- unum valdhafa. Þessi þrjú gildi eiga að gegnsýra allt samfélagið. Þau eiga að vera undirstaða þess og tryggja velferð allra, hvers manns. Ef einhver þarf aðstoð og er ekki sinnt er samfélagið veikt. Þessi gildi eiga að vera hornsteinninn í lagasetn- ingu, í framkvæmd laganna, þann- ig skilar það sér í siðferði sam- félagsins. Ákvörðun manna að setja samfélagi sínu skipulag og grunnreglur í stjórnarskrá ættu að byggjast á þeim. – Frelsi- Jafnrétti-Réttlæti. „Einn fyrir alla og allir fyrir einn“ er ekki merkingarlaust mál- tæki og endurspeglast best í nánu samfélagi manna. Hverjum þegn er ljóst að hann verður að gefa af frelsi sínu við að gangast undir sameiginlegar skyldur og við- urkenndar reglur samfélagsins en í staðinn fær hann stuðning þess og betra líf í samvinnu með öðrum. Í lýðræði er valdið til stjórnunar veitt sameiginlega og því eiga allar stofnanir samfélagsins að vinna að því að efla það og þroska í anda þessara gilda. Ný hugsun – nýir tímar Eftir Sigurbjörn Svavarsson » Óhjákvæmulegar breytingar eru framundan og þeim fylgja pólitísk átök um stefnur og átök við ríkjandi hagsmuni um ný gildi og aðferðir til lausna. Sigurbjörn Svavarsson Höfundur er annar varaformanna Samstöðu. ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.