Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 31
þróunarsjóðs Suðurlands þar sem ég var ferðamálafulltrúi fyrir Suður- land, sem ég gegndi til haustsins 1995.“ Með kennarastarfinu sinnti Val- geir Ingi ýmsum aukastörfum allt frá árinu 1974 og voru það mest þjón- ustustörf á veitingahúsum og hót- elum. Má þar nefna Veitingahúsið Glæsibæ og Þórskaffi, Hótel Valhöll á Þingvöllum og Hótel Örk í Hvera- gerði. Hann var aðstoðarhótelstjóri á Hótel Eddu á Kirkjubæjarklaustri sumarið 1985 og 1986 og vann einnig í sal og við bókhald næstu sumur þar á eftir. „Svo rak ég félagsheimilið Kirkju- hvol á Kirkjubæjarklaustri frá haust- inu 1982 til 1992. Veitti forstöðu, skipulagði og mótaði starfssvið upp- lýsingaþjónustu fyrir ferðamenn á Kirkjubæjarklaustri sumarið 1983 og 1984 og síðan aftur sumarið 1989. Svo var ég auk þess fréttaritari DV á Kirkjubæjarklaustri í nokkur ár. Árið 1995 stofnuðum við hjónin veitingastaðinn Gullöldina í Graf- arvogi og rákum hann allt til síðla árs 2004 er við seldum hann. Tók ég þá að starfa við bókhald og sölumennsku hjá Víkurverki ehf. og starfaði þar til ársins 2009.“ Þá tóku hjónin að sér rekstur Þrastalundar í Grímsnesi á vordögum 2010 og hættu þeim rekstri haustið 2012, en þá hófst auglýsingasala hjá Sunnlenska fréttablaðinu sem gefið er út á Selfossi. Verið virkur í félagsstarfi Valgeir Ingi hefur tekið virkan þátt í félagsmálum. Hann sat í stjórn Ung- mennafélagsins Ármanns á Kirkju- bæjarklaustri og var formaður leik- deildar ungmennafélagsins í nokkur ár og annaðist útgáfu fréttabréfs fyrir félagið um nokkurn tíma. Hann átti sæti í stjórn Bandalags íslenskra leik- félaga um fjögurra ára skeið og var lengi í stjórn Ferðamálasamtaka Suð- urlands, lengst af sem ritari samtak- anna. „Ég sat einnig um tíma í Leik- listarráði og svo skipulagði ég fjölskyldu- og útihátíð, Klausturlíf, sem haldin var í nokkur ár á Kirkju- bæjarklaustri.“ Frá árinu 1991 annaðist Valgeir Ingi útgáfu Árbókar Selfoss- kaupstaðar í nokkur ár. „Í tilefni sextugsafmælis míns ætl- um við hjónin að taka á móti vinum og kunningjum á heimili okkar á Greni- grund 18 á Selfossi nk. laugardag milli kl. 17 og 20. Fjölskylda Eiginkona Valgeirs Inga er Kristín Anný Jónsdóttir veitingamaður, fædd 9.6. 1958. Foreldrar hennar eru Jón Guðmundsson og Vigdís Tryggva- dóttir. Börn Valgeirs af fyrra hjónabandi eru Helga Berglind, f. 12.7. 1974, og Jón Ómar, f. 23.4. 1991. Saman eiga Kristín og Valgeir, Ólaf Jón, f. 30.10. 1994, og Vigdísi Björgu, f. 22.12. 1997. Fyrir átti Kristín Tómas Rizzo, f. 6.6. 1987, Önnu Kristínu f. 11.4. 1979, og Ómar Örn, f. 19.6. 1976. Systir Valgeirs er Margrét Ólafs- dóttir, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 13.1.1954. Hennar maki er Ingi Krist- inn Magnússon viðskiptafræðingur. Foreldrar Valgeirs eru hjónin Ólaf- ur Jón Jónsson, f. 2.11. 1927, og Sveinbjörg Ingimundardóttir, f. 2.1. 1931, fv. bændur á Teygingalæk á Brunasandi. Þau hafa nú hætt búskap og sest að á Kirkjubæjarklaustri. Úr frændgarði Valgeirs Inga Ólafssonar Valgeir Ingi Ólafsson Sveinn Ingimundarson bóndi á Melhól Gróa Bjarnadóttir húsfreyja á Melhól Ingimundur Sveinsson bóndi á Melhól í Meðallandi Valgerður Ingibergsdóttir húsfreyja á Melhól Sveinbjörg Ingimundardóttir húsfreyja á Teygingalæk Guðríður Árnadóttir húsfreyja á Melhól Ingibergur Þorsteinsson bóndi á Melhól Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja í Eystri-Dalbæ Auðunn Þórarinsson bóndi í Eystri-Dalbæ í Landbroti Guðríður Auðunsdóttir húsfreyja á Teygingalæk Jón Jónsson bóndi á Teygingalæk Ólafur Jón Jónsson bóndi á Teygingalæk á Brunasandi Ólöf Bergsdóttir húsfreyja á Teygingalæk Jón Sveinsson bóndi á Teygingalæk Valgeir Ingi Heldur afmælisveislu á laugardaginn á heimili sínu. ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2012 Sighvatur Árnason fæddist íYsta-Skála undir Vestur-Eyjafjöllum 29. nóvember 1823. Foreldrar hans voru Árni Sveinsson (f. 1. sept. 1780, d. 26. júní 1853) bóndi þar og kona hans Jór- unn Sighvatsdóttir (f. 19. okt. 1792, d. 6. febr. 1885) húsfreyja. Árið 1843 giftist Sighvatur Stein- unni Ísleifsdóttur, ekkju í Eyvind- arholti undir Vestur-Eyjafjöllum og gerðist bóndi þar. Steinunn fæddist 17. september 1805 og var átján ár- um eldri en Sighvatur. Fyrri eig- inmaður hennar var Sigurður Sæ- mundsson, bróðir Tómasar Fjölnismanns. Sighvatur og Stein- unn eignuðust fjögur börn: Jórunni, Sigurð, Arnleif og Sæmund. Stein- unn lést 7. nóvember 1883. Sighvatur giftist síðan Önnu Þor- varðsdóttur árið 1885. Hún var fædd 31. maí 1853 og lést 2. febrúar 1915. Þau eignuðust fimm börn: Sigríði, Árna, Björn, Steinunni og Sighvat. Að auki átti Sighvatur son með Guðnýju Brynjólfsdóttur, Jón að nafni sem fæddist 1856. Sighvatur bjó Eyvindarholti til 1901 og var hreppstjóri þar í sveit í 34 ár. Hann var alþingismaður Rangæinga 1864-1869, 1874-1899 og 1902 fyrir Heimastjórnarflokkinn. Sighvatur var áhugamaður um samgöngumál og skrifaði grein í Þjóðólfi árið 1883. Hét hún Um samgöngumál og vegagjörðir og hefst hún svo: „Það er orðið lýðum ljóst að fram- faraþjóðirnar leggja langmest kapp á það að geta haft sem allra fljótust og best samskipti hverjar við aðrar. Þetta sýna þær og í verkinu með því að þær leggja fram ógrynni fjár ár- lega til ýmsra fyrirtækja t.d. gufu- magnsins á sjó og landi, járnbrauta, fréttaþráða, skurðgrafta gegnum löndin, brúargjörða og fleira, svo allt mögulegt lifandi og dautt, fréttir og flutningar geti verið á fljúgandi ferð ríkja og landa í milli.“ Sighvatur fluttist til Reykjavíkur þegar hann brá búi og átti þar heima til æviloka. Hann var bókavörður við Alþýðubókasafnið um skeið. Sig- hvatur lést 20. júlí 1911. Merkir Íslendingar Sighvatur Árnason 101 árs Hólmfríður Stefánsdóttir 85 ára Guðbjörg Magnúsdóttir Margrét Jónsdóttir Valgerður Vilhjálmsdóttir 75 ára Arnheiður Jónsdóttir Hörður Kristinsson 70 ára Björn Z. Sigurðsson Jóna Egilsdóttir Jónas Georgsson Jónína Ólöf Högnadóttir Kristín Hjaltadóttir Valgerður Sverrisdóttir Vigfús Guðmundsson 60 ára Ása Jónsdóttir Dagbjört Sigrún Torfadóttir Guðmundur Bjarnason Gunnlaugur Snorrason Helga Guðjónsdóttir Kristín Á. Arnberg Þórðardóttir Sigríður Olsen 50 ára Eiríkur Sigurðsson Fanney Margrét Jósepsdóttir Hjörtur Helgi Hermansen Jónína Björnsdóttir Kristján Gestsson Sveinn Steinar Sveinsson Víðir Gunnarsson 40 ára Arnar Helgason Bergdís Ásta Ásgeirsdóttir Brenton Joe Birmingham Brynjar Smári Þorgeirsson Eglé Bucyté Héðinn Hólmjárn Jóna Mary Hafsteinsdóttir Margrét Sigrún Höskuldsdóttir Soffía H. Weisshappel Stefanie Scheidgen Stefán Þór Gunnarsson Trausti Grétar Guðmundsson 30 ára Aðalheiður Arnbjörnsdóttir Aleksandrs Russaks Álfrún Óskarsdóttir Ásrún Karlsdóttir Elvar Már Arnþórsson Guðrún Valdís Agnarsdóttir Jónas Valtýsson Jón Steinar Magnússon Karsten Hermann Spaans Nicole Beljean Samúel Orri Stefánsson Sigurður Svavar Adolfsson Til hamingju með daginn 30 ára: Sigrún fæddist í Stykkishólmi og ólst þar upp. Býr í Reykjavík og vinnur hjá Össuri hf. Maki: Hlynur Benedikts- son, 1982, tónlistarmaður og starfsmaður Össurar. Börn: Rakel Helga, 2005, og Þröstur Nói, 2011. Foreldrar: Þröstur Gunn- laugsson, 1961, húsa- smiður í Stykkishólmi og Helga Guðmundsdóttir, 1964, fiskvinnslukona í Stykkishólmi. Sigrún Þrastardóttir 30 ára Andrés er Akur- eyringur og er bílstjóri hjá Eimskip. Maki: Hafdís Maríudóttir Sæmundsdóttir, 1973, húsmóðir. Börn: Einar Geir Ingólfs- son, 2002; Helgi Þór Andr- ésson, 2006; Davíð Már Andrésson, 2010. Foreldrar: Jón Andrésson, 1958, starfsmaður Reykja- fells, og Margrét Páls- dóttir, 1958, starfsmaður hjá Daglegu brauði. Andrés Jónsson 40 ára Orri ólst upp á Blönduósi en býr nú í Reykjavík. Fjármálastjóri og rekur bókhaldsstofu. Maki: Eva Daney Ragn- arsdóttir, 1973, leikskóla- kennari. Börn: Hanna Katrín, 1995; Brynja Lind, 2001; Baldur Orri, 2004. Foreldrar: Baldur Val- geirsson, 1945, atvinnu- ráðgjafi og Þuríður Her- mannsdóttir, 1946, vinnur hjá Sýslumanninum á Blönduósi. Þormóður Orri Baldursson 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.