Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2012 Litið um öxl Þótt mikilvægt sé að horfa fram á við getur stundum verið freistandi og fróðlegt að líta um öxl þegar gengið er um Þingholtin í Reykjavík á leiðinni heim til sín eftir langan skóladag. Kristinn Hinn 20. nóvember sl. samþykkti ríkisstjórnin til- lögu Guðbjarts Hann- essonar velferðarráðherra, um að veita Sjúkratrygg- ingum Íslands heimild til samningaviðræðna við tannlækna með það að markmiði að tannlækn- ingar fyrir börn og ung- linga verði niðurgreiddar að fullu. Þessi viljayfirlýsing byggist á því að samningum sé náð við tannlækna, þannig að hægt sé að veita endurgjaldslausa tannlæknaþjónustu fyrir 12-17 ára unglinga sem og þriggja ára börn. Tveir árgangar eiga síðan að bætast við árlega til ársins 2018. Þá eiga allir árgangar barna og unglinga að vera komnir inn í kerfið. Hugmyndin er sú að sjúklingarnir borgi einungis hóflegt komugjald, líkt og tíðkast hefur hjá læknum. Viljayfirlýsingunni ber að fagna og þeirri viðhorfsbreytingu stjórnvalda til þessa mikilvæga málaflokks sem snert- ir allar barnafjölskyldur í landinu. Hér þarf þó að vinna mikið og þarft verk. Sjúkratryggingar Íslands og Tann- læknafélag Íslands hafa ekki setið við samningaborð svo heitið geti í nær fjór- tán ár. Á meðan hafa gjaldskrár tann- lækna hækkað í takt við almennt verð- lag í landinu, en endurgreiðslugjaldskrá ráðherra hefur ekki breyst, fyrr en velferðarráðherra hækkaði hana um 50% hinn 1. júlí sl. Til viðmiðunar má nefna að bens- ínlítrinn kostaði 69 krónur árið 1998 þegar samningur tannlækna og Trygg- ingastofnunar féll úr gildi. Við höfum jú öll orðið vör við einhverja verðhækkun í þjóðfélaginu síðan. Ekki einungis hefur verðlag breyst á þessum tíma, heldur hafa tannlækningar tekið miklum fram- förum, með nýjum efnum og aðferðum. Það kallar á breytta og nákvæmari að- gerðaskrá með nýjum og breyttum að- gerðaliðum. Það hefur ekki verið skipulega samræmt hjá tann- læknum, þar til fyrir tveimur árum, þegar ráðist var í gerð ítarlegr- ar aðgerðaskrár. Sú vinna var gerð að frum- kvæði Tannlæknafélags- ins í góðri samvinnu við Sjúkratryggingar Ís- lands. Gerð aðgerða- skrárinnar tók marga mánuði og 60 tann- læknar komu að verkinu. Sem betur fer er sá grunnur nærri tilbúinn, því annars hefði framkvæmd aðgerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar verið óvinnandi vegur á þeim stutta tíma sem gefinn er. Næsta skref er að semja um verð fyrir þjónustuna. Þar munu tann- læknar leggja fram tillögu, sem tekur mið af þeim verðhækkunum sem orðið hafa í þjóðfélaginu frá árinu 1998 þegar samningurinn féll úr gildi. Fjárlögin fyrir árið 2013 hafa hingað til ekki gert ráð fyrir þessari breytingu, en það er alveg ljóst að þetta mun hafa aukin út- gjöld ríkisins í för með sér. Tannlæknar hafa nú þegar brett upp ermar og hafist handa við að hrinda að- gerðaáætluninni í framkvæmd. Vel- ferðarráðherra, með stuðningi rík- isstjórnar, þarf einnig að sýna vilja í verki með því að hækka sýnileg fram- lög til málaflokksins. Það þarf tvo í tangó. Eftir Kristínu Heimisdóttur » Velferðarráðherra, með stuðningi rík- isstjórnar, þarf einnig að sýna vilja í verki með því að hækka sýnileg framlög til málaflokksins. Kristín Heimisdóttir Höfundur er formaður Tannlæknafélags Íslands. Það þarf tvo í tangó Niðurstaða í próf- kjörum VG um helgina er öllum andstæðingum vinstristefnu á Ís- landi mikil Þórð- argleði. ESB-sinnar unnu ekki þann sig- ur að flokkur Stein- gríms J. Sigfússonar geti hér eftir gengið í takti með Ólaf Þór Gunnarsson og Björn Val Gíslason í broddi fylk- inga í höfuðstaðnum. Raunar er útreið þeirra félaga harður dóm- ur formanni sem hefur marg- bjargað Íslandi með píslarvætti sínu og sértækum skilningi á heiðarleika. En þó svo að Ögmundur Jón- asson hafi unnið nauman sigur í Kraganum fer því fjarri að flokkurinn verði við það trúverð- ugur valkostur. Vinstri vaktin sem er vefsíða vinstrisinnaðra ESB-andstæðinga lagði í vikunni spurningar fyrir frambjóðendur VG í forvali sem fóru fram nú um helgina. Er fljótsagt að nær allir fram- bjóðendur flokksins hafa gengist undir jarðarmen ESB og vilja í orði kveðnu halda aðlögunarferl- inu til streitu. Ögmundur einn var þar í öðru liði og er þó sá maður sem á mesta sök á upp- hafi ESB-mála með launmálum við Össur Skarphéðinsson. Átök eða pissukeppni Fyrr á þessu ári stigu þrír þingmenn VG óvænt fram og töl- uðu fyrir þeirri skoðun að ESB vegferðin yrði að taka enda á kjörtímabilinu. Þetta voru þau Árni Þór Sigurðsson, Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jak- obsdóttir. Um stund var eins og þjófstartað væri til nokkurrar keppni um það hver myndi nú best hina yfirlýstu og samþykktu un við erlend stórríki. Mestur efnahagsbati okkar Íslendinga verður hinsvegar rakinn til neyðarlaganna svokölluðu og krónunnar sem vinnur sitt verk þegjandi og hljóðalaust þrátt fyrir snuprur húsbænda. Í bankamálum og atvinnu- málum hefur ríkisstjórnin fylgt úreltum Blair-isma hægri krata sem hefur fátt fram yfir klíku- kapítalisma hægristjórna. Í stað þess að nýta hrunið til að brjóta upp einokun og fákeppni hefur stjórnin eftirlátið útrás- arvíkingum að hramsa í sínu gamla góssi. Vinstristefnu sér hvergi stað en ómaklegu óorði hefur verið komið á hana og alla félagshyggju. Þaulsætnir villikettir Það sem lengst situr eftir í arfleifð stjórnarinnar verða nafngiftir. Þannig kallaði for- sætisráðherra stefnufasta VG- menn villiketti og Steingrímur J. gaf eigin armi flokksins skúrkanafnið, óviljandi þó! Það er ekki slæmt að vera talinn til villikatta enda fáar skepnur jafn aðdáunarverðar og kötturinn sem fer sínar eigin leiðir. Eftir því sem liðið hefur á kjörtímabilið hefur fækkað í villikattadeildinni og nú erum við aðeins örfáir eftir og ekki seinna vænna að skrifa sig út svo enginn láti sér detta í hug að við kettirnir gefum út heil- brigðisvottorð á þá pissukeppni sem framundan er. stefnu flokksins. Þessir atburðir gerðust einmitt meðan formaður flokksins dvaldi er- lendis og allt var skjótlega leiðrétt þegar hann kom heim. En glæðurnar lifa. Ekki vegna þess að fyrrnefndir þingmenn séu svo ákafir hug- sjónamenn fyrir fullveldi landsins heldur miklu frekar hafa þeir hugsjónir sem tengjast þingsæt- um. Nú korteri fyrir kosningar er líklegt að umrædd keppni hefjist að nýju og er það vel, sér í lagi ef það mætti verða til þess að ESB-málið færi í pappírskörf- una. En þessi keppni mun engu breyta um það að Steingrími J. Sigfússyni hefur á undraskömm- um tíma tekist að eyðileggja flokk sinn til nokkurrar fram- tíðar. Það er raun og veru snöf- urmannlega gert á ekki lengri tíma en fyrir aðeins fjórum árum horfðu landsmenn með velþókn- un og trausti á flokk VG og for- mann hans. Á sama tíma hefur áætlunin um að búa til einn stór- an ESB-flokk með samruna við Samfylkinguna runnið út í sand- inn. Þórðargleði íhaldsins er því mikil og að óbreyttu stefnir í stórsigur sjálfstæðismanna sem nýlega keyrðu þó íslenskt efna- hagslíf fram af bjargbrún. Það verður einstæður sigur sem sjálfstæðismennirnir sjálfir eiga engan þátt í að skapa. Skömm vinstristjórnar Svokölluð vinstristjórn Jó- hönnu Sigurðardóttur og Stein- gríms J. Sigfússonar hefur sára- lítið á afrekaskrá sinni. Kraftur hennar hefur farið í slagsmál um ESB-aðlögun og almenna þjónk- Eftir Bjarna Harðarson »… svo enginn láti sér detta í hug að við kettirnir gefum út heilbrigðisvottorð á þá pissukeppni sem framundan er. Bjarni Harðarson Höfundur er bóksali. ESB-flokkur í kreppu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.