Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2012 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarfélögin Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur hafa mót- mælt skipun fulltrúa í Breiða- fjarðarnefnd. Umhverfis- og auð- lindaráðherra ákvað að skipa tvær konur sem tilnefndar voru vara- menn í stað tveggja karlmanna sem verið hafa virkir í nefndinni og sveitarfélög höfðu tilnefnt sem aðalmenn. Ráðherra skipar sjö fulltrúa í Breiðafjarðarnefnd sem á að vera ráðherra til ráðgjafar við fram- kvæmd laga um vernd Breiða- fjarðar. Fjóra á að skipa sam- kvæmt tilnefningu ýmissa samtaka sveitarfélaga við Breiða- fjörð, tvo samkvæmt tilnefningu opinberra stofnana og formanninn skipar ráðherra síðan án tilnefn- ingar. Sveitarfélögin tilnefndu öll að nýju þá fulltrúa sem verið hafa í nefndinni, allt karlmenn, en konur til vara. Það gerði Fornleifavernd ríkisins einnig en Náttúrufræði- stofnun og náttúrustofur tilnefndu karlmenn sem aðal- og varamenn. Að óbreyttu stefndi í ójöfn kynja- skipti í nefndinni, að allir fulltrú- arnir utan formanns sem ráðherra skipar án tilnefningar yrðu karl- menn. Þegar skipun nefndarinnar var tilkynnt kom í ljós að ráðherra hafði skipað sem aðalfulltrúa kon- urnar sem sveitarfélögin í Vestur- Barðastrandarsýslu og Héraðs- nefnd Snæfellinga höfðu tilnefnt sem varafulltrúa og skipað hina sem varamenn. Þórólfur Hall- dórsson sýslumaður sem verið hef- ur fulltrúi í Breiðafjarðarnefnd frá upphafi og Ásgeir Gunnar Jónsson í Stykkishólmi voru þar með orðn- ir varamenn en þeir hafa báðir verið virkir í starfi nefndarinnar, meðal annars í umræðum um breytingar á skipulagi vegna end- urbóta á Vestfjarðavegi. Hafa þar vegist á sjónarmið íbúa sveitarfé- laganna og náttúruverndarfólks. Breiðafjarðarnefnd hefur þó ávallt komist að sameiginlegri nið- urstöðu utan einu sinni þegar fulltrúi náttúrustofanna lét bóka sérálit. Breyting á tilnefningum var gerð án samráðs við sveitarfélögin og án þess að hún væri rökstudd í skipunarbréfi fulltrúa. Vestur- byggð og Tálknafjarðarhreppur mótmæltu og óskuðu eftir rök- stuðningi. Í svarbréfi Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra er vísað til heimilda í jafnréttis- lögum. Þegar legið hafi fyrir að tilnefningar væru töluvert frá því að ná markmiðum jafnréttislaga hafi ráðuneytið ákveðið að velja þannig úr tilnefningum að kynja- hlutfall yrði jafnara. Vísað til Umboðsmanns Ásthildur Sturludóttir, bæjar- stjóri Vesturbyggðar, vekur at- hygli á því að ráðuneytinu hefði verið í lófa lagið að laga kynja- hlutföll í nefndinni með því að breyta tilnefningum opinberra stofnana, eins og Náttúrufræði- stofnunar sem heyrir undir um- hverfisráðuneytið, og Forn- leifaverndar ríkisins. „Það skýtur skökku við að það breyti tilnefn- ingum sveitarfélaga sem hafa upp- fyllt ákvæði jafnréttislaga með því að tilnefna karl og konu sem aðal- og varafulltrúa og gangi þannig gegn sjálfsákvörðunarrétti sveit- arfélaga,“ segir Ásthildur. Hún telur víst að leitað verði álits Umboðsmanns Alþingis á því hvort brotin hafi verið stjórn- sýslulög við meðferð málsins. Varamenn urðu aðalmenn  Tveimur virkum fulltrúum í Breiðafjarðarnefnd skipt út  Umhverfisráðherra vísar til ákvæða jafnréttislaga  Bæjarstjóri Vesturbyggðar telur brotið gegn sjálfstjórn sveitarfélaga Morgunblaðið/G. Rúnar Úr Flatey Breiðafjarðarnefnd er til ráðgjafar um verndun Breiðafjarðar. Launuð ársverk í skógrækt, lands- hlutaverkefnum og gróðrarstöðvum voru um 250 talsins í fyrra. Þar af voru um 200 ársverk í sjálfum skóg- argeiranum, að því er kemur fram í 2. tölublaði Skógræktarritsins 2012. Launuð ársverk í skógargeiran- um voru 134 árið 2010 og 125 árið 2009 samkvæmt tölum sem Einar Gunnarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands, hefur tekið saman um ýmsa þætti skóg- ræktarstarfsins á árinu. Hann segir að fjölgun starfa hjá skógræktar- félögum skýrist að miklu leyti af sérstöku atvinnuátaksverkefni. Í fyrra voru gróðursettar tæp- lega 3,9 milljónir skógarplantna en árið 2010 voru gróðursettar rúm- lega 4,1 milljón skógarplantna. Ein- ar segir að samdráttur í gróður- setningu hafi verið talsvert minni en haldið var og fjárveitingar gáfu til kynna. Meðaltal árin 2004-2008 var rúmlega 5,8 milljónir plantna á ári og er því um þriðjungs samdrátt að ræða í gróðursetningum. Nýjar góðursetningar þöktu um 1.460 hektara lands árið 2011. Þar af voru 160 hektarar endurgróður- setning og því jókst skógarþekja landsins um 1.300 hektara í fyrra. Sala á íslenskum jólatrjám var svipuð í fyrra og undanfarin ár. Samkvæmt samantekt Einars voru höggvin hér 9.314 jólatré árið 2011 en líklega voru höggvin fleiri tré því upplýsingar vantaði frá nokkrum. Það gæti munað 1-2 þúsund trjám. Því má ætla að fjöldi íslenskra jóla- trjáa hafi verið svipaður og þegar best lét. Eins eiga margir þess kost að höggva jólatré úr eigin ræktun. Staða íslenskra jólatrjáa er því sterkari en tölurnar gefa til kynna. Samkvæmt upplýsingum frá samtökum jólatrjáaframleiðenda í Danmörku voru árið 2010 flutt 47.807 jólatré til Íslands og kemur þar fram „að þau séu það ódýr að gæðum hljóti að vera mjög ábóta- vant,“ eins og segir í Skógræktar- ritinu. gudni@mbl.is Störfum fjölgar í skógrækt  Minni sam- dráttur í gróð- ursetningu trjáa en búist var við Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Jólatré Friðrik Aspelund, starfsmaður Skógræktarfélags Borgarfjarðar, með grenitré úr Daníelslundi í Svignaskarði. Myndin var tekin 2010. Einungis einn sölustaður af 16 seldi unglingum sígarettur í könnun á því hvort unglingar gætu keypt síg- arettur á sölustöðum tóbaks í Hafn- arfirði. Þessi könnun skilar lang- bestu niðurstöðu sem sést hefur síðustu ár, segir í tilkynningu. Forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar stóð fyrir könnuninni um miðjan nóvember og fóru tveir unglingar úr 10. bekk á sölustaði undir eft- irliti, ekki var farið á vínveit- ingastaði sem selja tóbak. Sölu- staðnum er seldi börnunum tóbak verður send ábending frá for- varnarfulltrúa og búast má við því að sá staður sem seldi börn- um tóbak fái áminningu frá heil- brigðiseftirliti. Einn sölustaður seldi unglingum tóbak Njótum aðventunnar saman Járnskortur er oft ein af ástæðum þess að við erum þreytt og slöpp. Floradix járnmix-túrurnar eru hreinar náttúruafurðir, gerðar úr nýpressuðu grænmeti, ávöxtum og hveitikími, fullar af vítamínum og steinefnum. Engin aukefni hrein náttúruafurð. Floradix blandan stuðlar að : • Betri upptöku járns, vegna c vítamín innihalds. • Myndun rauðra blóðkorna og hemóglóbíns, aukið súrefnisflæði. • Orkugefandi efnaskiptum • Betra ónæmiskerfi • Eðlilegri frumuskiptingu • Auknu blóðstreymi • Aukinni orku • Auknum lífskrafti Floradix formúlurnar er hægt að kaupa í apótekum, matvöru- verslunum og heilsubúðum. Þreytt og slöpp ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.