Morgunblaðið - 29.11.2012, Síða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2012
✝ ÞorbergurÓlafsson fædd-
ist á Akureyri 25.
janúar 1951. Hann
lést á heimili sínu í
Garðastræti í
Reykjavík 17. nóv-
ember 2012.
Þorbergur ólst
upp á Brekkunni á
Akureyri. For-
eldrar hans voru
Ólafur Þorbergs-
son, f. 1926, d. 1992 og Dýrleif
Jónsdóttir Melstað, f. 1919, d.
1999. Þorbergur á þrjú systkini,
Ragnheiði, f. 1948, Pétur, f.
1949 og Ágústu, f. 1954.
Þorbergur giftist Elsu
Þorbergs er Hildur Birkisdóttir.
Dóttir þeirra er Thelma, f. 1981.
Samýlismaður Thelmu er Krist-
inn Jónasson. Börn þeirra eru
Kristófer Karl, f. 2009, og Hild-
ur Emelía, f. 2010.
Þorbergur útskrifaðist úr
Gagnfræðaskóla Akureyrar ár-
ið 1968. Hann var m.a. smiðs-
lærlingur áður en hann hóf
verslunarrekstur á Akureyri ár-
ið 1974, rak fyrst verslunina
Brekku og síðar Borgarsöluna
til ársins 1985. Síðustu ár starf-
aði Þorbergur við blaðaútgáfu,
gaf út Málefni aldraðra og bíla-
söluskrár. Hann spilaði hand-
bolta með KA og Þór á sínum
yngri árum og var á tímabili for-
maður handknattleiksdeildar
Þórs. Þá var hann meðlimur í
golfklúbbum í þrjátíu ár, lengst
af í Nesklúbbnum.
Þorbergur verður jarðsung-
inn frá Akureyrarkirkju í dag,
29. nóvember 2012, kl. 13.30.
Björnsdóttur árið
1974. Þau skildu.
Börn þeirra eru
Ólafur Árni, f.
1968, og Rakel, f.
1971. Eiginkona
Ólafs er Valborg
Gunnarsdóttir.
Synir þeirra eru
Þorbergur, f. 1992,
og Arnar, f. 1998.
Sonur Valborgar af
fyrra sambandi er
Ísak Sigurjónsson, f. 1988. Sam-
býlismaður Rakelar er Ragnar
Santos. Börn þeirra eru Sölvi, f.
2003, og Elsa, f. 2008. Sonur
Ragnars af fyrra sambandi er
Alex Viðar, f. 1993. Barnsmóðir
„Ég ætla að kitla úr þér fýluna“
sagði pabbi hlæjandi þegar hann
hljóp á eftir mér um stofuna hjá
ömmu og afa á jólunum þegar ég
var 10 ára. Þetta var dæmigerður
pabbi. Hressi, skemmtilegi pabbi
með brandara á reiðum höndum.
Mamma og pabba byrjuðu ung
að búa í Þorpinu með tvö lítil
börn. Og 23 ára gamall keypti
pabbi verslunina Brekku og
tveimur árum síðar bættist önnur
verslun við og hann varð fljótt
aldrei kallaður annað en Biggi í
Borgarsölunni. Síðar sneri hann
sér að blaðaútgáfu og auglýsinga-
vinnu enda átti það aldrei við
hann að vera í vinnu hjá öðrum.
Árin hans fyrir norðan voru litrík
og fjörug. Hann var hrókur alls
fagnaðar og örlátur.
Ég var ekki há í loftinu þegar
ég var farin að afgreiða með
pabba í Borgarsölunni. Súrt og
sætt skiptust á en ein af uppá-
haldsminningum mínum þaðan
var þegar pabbi fékk nætursölu-
leyfið. Ég stóð vaktina með hon-
um þessa fyrstu helgi. Creedence
Clearwater hljómaði í kassettu-
tækinu, pabbi bláedrú við af-
greiðslustörf og ég, 10 eða 11 ára,
ljómaði af stolti og spenningi.
Framtakssami og flinki pabbi
minn.
Golfið og enski boltinn voru
ekki bara áhugamál heldur
ástríða. Við Óli bróðir vorum í
mörg ár fastagestir með pabba
uppi á Jaðri og síðar eyddi hann
heilu sumrunum úti á Nesi. Og á
haustin tók enski boltinn við.
Harðari stuðningsmann Man-
chester United er erfitt að finna
og ég gleymi aldrei þegar Man. U.
kom og spilaði við KA á Akureyr-
arvelli sumarið 1982. Pabbi fékk
að gefa boltann sem leikið var
með og dró mig með sér að bún-
ingsklefunum til að hitta átrúnað-
argoðið sitt George Best. Hann
var alsæll og myndirnar af okkur
með Best héngu enn uppi í íbúð-
inni hans.
Þegar pabbi flutti suður 35 ára
gamall hófst nýr kafli hjá okkur.
Unglingurinn heimtaði að hann
ræktaði sambandið með enda-
lausum bíóferðum eða vídeóglápi
og pabbi féllst meira að segja á að
borða kjúkling, sem hann hafði
lagt fæð á í sveitinni í gamla daga,
í þetta sinn með brúnni sósu á
KFC. Og þegar ég klessti gamla
BMW-inn hans þegar ég var
sautján spurði hann bara hvort
ekki væri örugglega í lagi með
mig, bíllinn skipti engu máli.
Þrátt fyrir skilnað ykkar
mömmu fyrir rúmum þrjátíu ár-
um slitnaði strengurinn aldrei á
milli ykkar. Vinkonur mínar í
menntaskóla skildu ekki af hverju
pabbi var reglulega í mat hjá
mömmu, fyrrverandi eiginkonu
sinni, og Jóa, nýja manninum
hennar. Og þegar mamma bauð
þér að vera hjá okkur á jólunum
vakti þessi skringilega fjölskylda
okkar ekki minni athygli. Biggi
með Elsu, Jóa og stelpunum varð
fastur liður allt til hinsta dags. Í
mömmu áttir þú dýrmætan vin.
Þú varst viðkvæmari en ég átt-
aði mig oft á. Skemmtilegi pabbi
minn sem ætlaði sér svo stóra
hluti í lífinu fór erfiðu leiðina og
alkóhólisminn tók sinn toll. Síð-
ustu ár voru ekki auðveld og í
hvert sinn sem ég tók utan um þig
skynjaði ég hversu þungar byrðar
þú barst. Góðu tímabilin voru sum
löng og þegar pabba leið vel þá
leið mér vel. Mótvindur blæs okk-
ur kannski tímabundið til og frá
en góðar minningar hverfa aldrei.
Ég sagði þér í sumar að ég yljaði
mér oft við allar okkar góðu minn-
ingar. Vegferð okkar saman var
lærdómsrík, full af hlátri, gráti,
sigrum og vonbrigðum. Ég elska
þig, pabbi minn, hvíl í friði.
Rakel Þorbergsdóttir.
Jæja, þá ertu farinn gamli fé-
lagi, pabbi, afi, góður vinur og
Betsson-bróðir. Málið er það að ef
ég ætti að rifja upp gamla tíma þá
væri af mörgu að taka. Það sem
þið gerðuð félagarnir Gylfi,
Smári, Einar Pálmi, Einar Gunn
og fleiri var ótrúlegt, t.d. spiluðuð
þið lengstu golfholu á Íslandi, sem
var spiluð frá Vaðlaheiði inn á ní-
undu flöt á GA. Mér og sonum
mínum þótti alltaf vænt um kall-
inn og hann var alltaf velkominn
til okkar á Krókinn.
United-maður var hann harð-
ur, hann sendi Ísaki og Þorbergi
(junior) alltaf United-búninga á
jólum og afmælisdögum, í dag eru
þeir harðir United-menn, hann
ætlaði að gera það sama við Arnar
en þá sagði ég stopp, þessi verður
Poolari eins og ég. Í gamla daga
vorum við feðgar góðir félagar en
síðustu 15-20 árin vorum við mjög
góðir vinir og þú varst minn helsti
trúnaðarvinur. Eitt áhugamálið
okkar var golfið og fórum við í
eina golfferð til Sotogrande sem
er þekktur drykkur hjá þér og fé-
lögum þínum, þessi ferð var al-
gjör snilld.
Þú komst á Krókinn í viku í júlí
á þessu ári og brölluðum við ým-
islegt, ég þú og Arnar, t.d. fórum
við í Grettislaug, sund á Hofsósi
og í golf. Þín verður sárt saknað af
öllum í Raftahlíð 46 á Króknum,
gamli félagi, pabbi, afi og Bets-
son-bróðir.
Þinn sonur,
Ólafur Þorbergsson.
Í dag mun ég fylgja þér, kæri
vinur, æskuást og fyrrverandi
eiginmaður, til grafar. Við Biggi
kynntumst í gleðskap hjá skóla-
bróður okkar veturinn sem við
urðum sextán ára. Fljótlega varð
ég skotin í þessum gæja sem var
alltaf að segja sögur og brandara.
Veturinn leið og um mitt sumar
fórum við á fast eins það var kall-
að á þeim tíma. Við hittumst ann-
aðhvort á HA þegar hann var að
koma af handboltaæfingu hjá KA
í Skemmunni eða heima hjá hon-
um í Þórunnarstræti. Við hlust-
uðum á Bítlana og Hljóma og lög-
in okkar voru Fyrsti kossinn og
Bláu augun þín. Helgunum var
svo eytt í útilegum í Vaglaskógi.
Biggi átti ekki langt að sækja
skemmtilegheitin því hann var al-
inn upp á heimili þar sem mikil
gleði og fjör ríkti. Við vorum ansi
ung, bara rúmlega sautján ára,
þegar við eignuðumst soninn Ólaf
og þegar við vorum tvítug fæddist
Rakel. Það var nú stundum erfitt
þegar vinirnir voru að fara á
sveitaböll um helgar en með góðri
hjálp tengdamömmu tókst þetta
ágætlega.
Leiðir okkar skildu eftir 11 ára
samband en vinátta okkar hélst til
dauðadags. Það voru nú ófá jólin
og áramótin sem þú eyddir með
okkur Jóa og stelpunum á Nes-
veginum og margar eru minning-
arnar.
Ég kveð þig, Biggi minn, með
þessu fallega ljóði.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Elsa Björnsdóttir.
Þorbergur
Ólafsson
✝ María RebekkaGunnarsdóttir
fæddist á Stað í
Aðalvík 3. júní
1933. Hún lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 15. nóv-
ember 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Gunnar
Sigurðsson skipa-
smiður frá Bæjum
á Snæfjallaströnd,
f. 1907, d. 1996, og Steinunn
Sigurborg Jakobsdóttir frá Sæ-
bóli í Aðalvík, f. 1905, d. 1986.
Systkini Maríu Rebekku voru
Sigríður Erla, f. 1927, d. 1928,
Gunnar Snorri, f. 1929, d. 1988,
eftirlifandi maki Erla Ólafs-
dóttir, Sigþrúður, f. 1930, gift
Jóni Rafni Oddssyni, Sigurður,
f. 1937, kvæntur Erlu Lúðvíks-
dóttur, Sigríður, f. 1939, gift
Einari Hirti Þorsteinssyni, og
Steinunn Sigurborg, f. 1943, d.
2002, eftirlifandi maki Svein-
björn Guðmundsson.
María Rebekka eignaðist
eina dóttur, Sigríði Erlu, með
Jóhanni R. Símonarsyni. Erla
er gift Stefáni Þorvaldi Tóm-
assyni frá Grindavík, börn
þeirra eru fjögur: Hulda María,
f. 1976, í sambúð
með Eiríki Rafni
Rafnssyni og eiga
þau eina dóttur,
Örnu Maríu, f.
2008. Gunnar,
maki Kristín Lind
Albertsdóttir, þau
eiga tvær dætur,
Ragnheiði Sunnu,
f. 2008, og Stein-
unni Björk, f. 2010.
Rebekka Sif, f.
1992, og Arnar Kristinn, f.
1994.
María Rebekka ólst upp á
Ísafirði frá sex ára aldri en
fluttist til Reykjavíkur árið
1973. Hún vann lengst af hjá
Útvegsbanka Íslands, síðar Ís-
landsbanka, bæði á Ísafirði og í
Reykjavík. María Rebekka
starfaði ötullega í Skátahreyf-
ingunni frá unga aldri og
gegndi þar ýmsum trún-
aðarstörfum, þar á meðal sem
kvenskátahöfðingi. Hún starf-
aði einnig í Slysavarnafélagi Ís-
lands um árabil.
Útför Maríu Rebekku fer
fram frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði í dag, 29. nóv-
ember 2012, og hefst athöfnin
kl. 15.
Amma var alltaf reiðubúin til
að gera allt fyrir okkur barna-
börnin, hún var alltaf til staðar.
Hún var yndisleg kona sem lifði
fyrir fjölskylduna sína og stund-
irnar sem hún átti með okkur.
Það var alltaf svo þægilegt að
stökkva á neðri hæðina til ömmu
eftir skóla, fá sér smá velling og
horfa á barnaefni þangað til
mamma og pabbi komu heim.
Það eru ekki allir krakkar svo
heppnir að geta haft ömmu alltaf
innan handar til að knúsa og tala
við.
Amma kunni allar heimsins
sögur, sérstaklega af álfum og
huldufólki. Rebekka og Arnar,
minnstu ömmubörnin hennar,
sátu hjá henni tímunum saman
og spiluðu Olsen olsen eða léku
með gamla íslenska mynt sem
hún átti í risastórri krukku. Það
var alltaf eitthvað ævintýralegt
til að leika sér með hjá ömmu,
enda víkkaði hún ímyndunaraflið
okkar með því að lesa fyrir okkur
Enid Blyton og íslenskar barna-
bækur.
Amma nennti alltaf að fara
með okkur niður í fjöru að tína
skeljar og þótti okkur ótrúlega
spennandi að fara með henni í
strætó í bæinn eða jafnvel leigu-
bíl. Það var auðvitað áður en hún
fékk litla bláa bílinn með núm-
erinu „Amma M“. Það þekktu
sko allir krakkarnir í hverfinu
hana Ömmu M.
En það mikilvægasta sem við
munum alltaf varðveita er hvað
henni þótti ótrúlega vænt um
okkur og leyfði öllum heiminum
að snúast í kringum okkur þegar
við vorum með henni.
Guð geymi þig elsku amma
okkar.
Hjartagullin þín,
Hulda María, Gunnar,
Rebekka Sif og Arnar
Kristinn.
Á þessu ári er þess minnzt, að
100 ár eru liðin frá stofnun fyrsta
skátafélags á Íslandi. Á Ísafirði
voru skátafélögin Einherjar og
Valkyrjan stofnuð árið 1928 og
urðu þau félög brátt öflugt afl í ís-
firzku æskulýðsstarfi, starfi sem
margir unglingar tóku þátt í með
ýmsum hætti.
María R. Gunnarsdóttir gekk
ung til liðs við skátahreyfinguna
og starfaði þar ötullega öll árin
sín á Ísafirði og var um tíma fé-
lagsforingi Valkyrjunnar. Þar
lágu okkar leiðir saman og voru
þar bundin órjúfanleg tryggðar-
og vináttubönd. Skátafundir,
fyrst í Kátakoti í Túngötunni hjá
Hafsteini og Stínu, síðar í Skáta-
heimilinu og ekki skyldi gleyma
öllum ferðunum og útilegunum í
gömlu Dyngju. Allt skilur þetta
eftir minningar sem ylja á lífs-
göngunni.
Maja tók þátt í skátastarfinu
eftir að hún flutti til Reykjavíkur,
var um tíma varaskátahöfðingi
og starfaði með St. Georgs skát-
um.
Hún var líka mikil íþróttakona,
stundaði skíðin af kappi og tók
þátt í mörgum landsmótum og
keppnum og á sumrin var hún í
handboltanum. Á þessum árum
áttum við Ísfirðingar marga
frækna skíðamenn og -konur og
litum við sem vorum aðeins yngri
upp til þessa duglega fólks. Mér
verður hugsað til skíða-
kvennanna okkar, auk Maju voru
það Jakobína Jakobsdótir, Marta
Bíbí Guðmundsdóttir, Karólína
Guðmundsdóttir og svo mætti
upp telja.
Maja eignaðist dótturina Erlu
Sigríði og voru þær mæðgur alla
tíð mjög nánar og eftir að Maja
flutti suður bjuggu þær nálægt
hvor annarri. Var það Maju mik-
ils virði að vera nálægt Erlu og
fjölskyldu hennar og átti hún
einkar gott samband við barna-
börnin sem reyndust ömmu sinni
afar vel.
Að leiðarlokum hugsa ég til
Maju með hjartans þökk fyrir
vináttu og samveru í skátahópi og
bið henni blessunar á nýjum leið-
um. Erlu, fjölskyldu hennar og
systkinum Maju færi ég einlægar
samúðarkveðjur frá okkur
Snorra og kveð Maju með kvöld-
söng kvenskáta:
Sofnar drótt, nálgast nótt,
sveipast kvöldroða himinn og sær.
Allt er hljótt, hvíldu rótt.
Guð er nær.
(H.T.)
Auður H. Hagalín.
María Rebekka
Gunnarsdóttir
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Næg bílastæði
ERFIDRYKKJUR
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma
og langamma,
HERDÍS JÓNSDÓTTIR,
Sæbólsbraut 26,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 23. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Áskirkju mánudaginn 3. desember
kl. 13.00.
Jón Hallgrímsson,
Garðar Jónsson, Jóhanna Lára Eyjólfsdóttir,
Arnfinnur Þór Jónsson, Lofthildur Kristín Bergþórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
VALBORG SIGURÐARDÓTTIR,
fyrrv. skólastjóri Fósturskóla Íslands,
andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund sunnudaginn 25. nóvember.
Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn
30. nóvember kl. 15.00.
Sigríður Ásdís Snævarr, Kjartan Gunnarsson,
Stefán Valdemar Snævarr,
Sigurður Ármann Snævarr, Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir,
Valborg Þóra Snævarr, Eiríkur Thorsteinsson,
Árni Þorvaldur Snævarr
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ELÍSABET MAGNÚSDÓTTIR
frá Ballará,
lést á Landspítalanum í Reykjavík sunnu-
daginn 25. nóvember.
Útförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn
30. nóvember kl. 13.00.
Svavar Guðmundsson,
Guðmundur M. Sigurðsson, Guðrún B. Sigurðardóttir,
Páll Línberg Sigurðsson, Halldóra Guðrún Hinriksdóttir,
Guðrún Ósk Sigurðardóttir, Sigurjón Bruno Walthersson,
Böðvar Ágúst Ársælsson, Íris Helga Jónatansdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÞORSTEINN EINARSSON,
Funalind 7,
lést á heimili sínu sunnudaginn 25. nóvember.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánu-
daginn 3. desember kl. 13.00.
Halldóra Hálfdánardóttir,
Hálfdán Guðmundsson,
Siggeir Þorsteinsson,
Einar Þorsteinsson, Linda Björk Bragadóttir,
Elín Ósk Þorsteinsdóttir
og barnabörn.