Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ P étur Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, er merkilegur stjórnmálamaður. Hann stendur ætíð við sannfæringu sína og er óhræddur við að vera ósammála flokkssystkinum sínum í ýmsum málum. Kjósendur kunna greinilega að meta þetta því þess verður vart að fjölmargir sem eru ósammála Pétri í flestu virða hann og prin- sippfestu hans. Pétur náði góðum árangri í prófkjöri sjálfstæðismanna sem sýnir að flokksmenn vilja að þessi dugmikli þingmað- ur haldi áfram að vinna í takt við sannfær- ingu sína og samvisku. Pétur er óhræddur við að vera hann sjálfur. Þess vegna virkar hann ekta meðan alltof margir þingmenn líta út fyrir að hafa verið hannaðir á auglýs- ingaskrifstofu síns flokks og verða því allir skelfilega mikið eins. Allir jafn karakterlausir. Stundum heyrast æstar raddir hrópa að enginn ætti að fá að sitja á Alþingi árum saman og því síður fá að gegna ráðherraembætti í langan tíma. Þetta eru skrýtin rök því í öllum störfum skiptir reynsla máli og ekki síst í pólitík. Þess vegna er til dæmis afar ábyrgðarlaust af ríkisstjórn að skipta um fjármálaráðherra á nokkurra mánaða fresti bara af því að framapotarar innan flokks- ins vilja komast í fínan stól. Vitaskuld þarf einhver endurnýjun að eiga sér stað í stjórnmálum, en enginn skyldi vanmeta reynslubolta á við Pétur Blöndal og fleiri slíkir finnast innan flokka. Er þá komið að því að hrósa Steingrími J. Sigfús- syni sem er sterki maðurinn í veikri ríkis- stjórn. Einhverjir sjá kannski litla ástæðu til að bera sérstakt lof á Steingrím, en þeir hinir sömu ættu að skoða málið af yfirvegun. Sann- ir baráttujaxlar verða að fá að njóta sann- mælis og Steingrímur á hrós skilið, jafnvel þótt hann sé formaður í afar afturhalds- sömum flokki. Hann er seigur maður, vinnu- samur og harðskeyttur. Orðið uppgjöf er ekki til í hans orðabók. Reyndar virðist Steignrím- ur J. vera ódrepandi, ólíkt sumum formönn- um stjórnmálaflokka sem virðast ansi valtir í sessi og reikandi í málflutningi. Vinstri- grænir ættu að þakka fyrir að eiga formann sinn og að sjá sóma sinn í að meta hann að verðleikum. Hann er alvörumaður. Á sama hátt mega sjálfstæðismenn gleðjast yfir því að Hanna Birna Kristjánsdóttir er komin yfir í lands- málin. Hún er sterkasta vopn Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttunni fyrir næstu þingkosningar. Á næstu mánuðum kemur svo í ljós hvort Hanna Birna er sannur baráttujaxl sem lætur ekki vaða ofan í sig. Hér skal veðj- að á að hún sé slíkrar gerðar þótt hún ætli ekki á næsta ári að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Þeir fá byr sem bíða, segir einhvers staðar. Hanna Birna hefur efni á að vera róleg. Hún er sjálfri sér trú og slíkt fólk gefst ekki upp heldur vinnur af heiðarleika í takt við sannfæringu sína. Hægt og örugglega ávinnur það sér virðingu og lendir því á réttum stað. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Sannir baráttujaxlar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Áframhaldandi geldingargrísa án deyfingar, drekk-ing minka og eyrnamerk-ingar lamba og kiðlinga eru á meðal þeirra atriða nýs frum- varps um velferð dýra sem margir gerðu athugasemdir við. Alls bárust 42 umsagnir og athugasemdir við frumvarpið, frá einstaklingum, sér- fræðingum, félögum og stofnunum. Stjórnarfrumvarp atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um velferð dýra er nú til umfjöllunar í atvinnu- veganefnd að lokinni fyrstu umræðu á Alþingi. Markmiðið með frumvarp- inu er að setja heildstæða löggjöf um velferð dýra og munu lögin koma í stað núgildandi laga um dýravernd Stefnt er að gildistöku í ársbyrjun 2013. Frumvarpið var fyrst lagt fram síðasta þingi og er nú endurflutt. Margvíslegar athugasemdir Umsagnirnar 42 um frumvarpið eru misjafnlega ítarlegar. Þegar flett er í gegnum umsagnirnar er áber- andi hvað margir mótmæla eða gera aðrar athugasemdir við ákvæði 15. greinar frumvarpsins um geldingar ungra grísa. Þar segir m.a.: „Við sársaukafulla aðgerð eða meðhöndlun skal ávallt deyfa eða svæfa dýr og veita því verkjastillandi meðhöndlun, nema við eyrnamörkun lamba og kiðlinga og geldingar grísa yngri en vikugamalla. Við geldingu grísa skal þó ávallt beita verkjastill- andi lyfjagjöf.“ Nokkrar umsagnir einstaklinga voru raunar einungis sendar til að mótmæla undanþágunni varðandi geldingu grísa án deyfingar. Dýra- verndarráð o.fl. benda á að ESB hafi markað þá stefnu að óheimilt verði að gelda grísi án deyfingar í náinni framtíð. Einnig hreyfa nokkrir at- hugasemdum við að áfram verði leyft að eyrnamarka lömb og kið- linga án deyfingar eða svæfingar. Í því sambandi bendir Dýraverndar- ráð á að nauðsynlegt sé að setja tímamörk eigi að heimila eyrna- mörkun án deyfingar. Margir tjá sig einnig um aflífun dýra, einkum drekkingu minka, sem kveðið er á um í 20. grein frumvarps- ins. Þar segir m.a.: „Óheimilt er að aflífa dýr með því að drekkja þeim, nema um sé að ræða gildruveiði minka sem hluta af skipulögðum að- gerðum til að halda minkastofninum í skefjum.“ Bæði dýralæknar og einstaklingar lýsa sig andvíga þessari undanþágu varðandi veiðar á mink sem hluta af skipulögðum aðgerðum. Hins vegar vilja m.a. Landssamband veiðifélaga og Æðarrækt- arfélag Íslands að áfram verði leyft að veiða mink í gildrur þótt þær veiðar séu ekki hluti af skipulögðum aðgerðum. Morgunblaðið/Ásdís Grísir Margir, jafnt dýralæknar og einstaklingar, lýstu andstöðu sinni við að leyft yrði að gelda unga grísi án deyf- ingar eða svæfingar. Samkvæmt frumvarpinu á að beita verkjastillandi lyfjagjöf eftir aðgerðina. Ódeyfðri geldingu grísa mótmælt  Alls bárust 42 umsagnir um frumvarp um velferð dýra Í frumvarpi um velferð dýra fel- ast mörg nýmæli. Nefndin sem samdi frumvarpið kynnti sér löggjöf nágrannaþjóða á þessu sviði. Einnig var reynt að gæta samræmis við reglur Evrópu- sambandsins þar sem við átti. Einkum var stuðst við nýlega löggjöf Norðmanna, samkvæmt athugasemdum við frumvarpið. Gert er ráð fyrir því í frum- varpinu að sett verði á lagg- irnar fagráð um velferð dýra og kemur það í stað núverandi dýraverndarráðs. Fagráðið mun hafa aðsetur hjá Matvæla- stofnun og verður yfirdýra- læknir formaður ráðsins. Almenn ákvæði um meðferð dýra, meðhöndlun, aðbúnað og umhverfi eru styrkt í frum- varpinu. Þá munu yfirvöld fá aukin úr- ræði til að grípa inn í ef brotið er á vel- ferð dýra og eins verður eftirlit með málaflokknum treyst. Mörg nýmæli í frumvarpinu STJÓRNARFRUMVARP UM VELFERÐ DÝRA Enn hefur til-löguromsansem á að kollvarpa stjórn- arskránni sem þjóð- in samþykkti eins samhljóða og hægt er við stofnun lýð- veldis á Íslandi ekki fengið raun- verulega efnisumræðu á Alþingi. Málamyndatal í þingsal er ekki efnisleg meðferð á slíkum til- lögum. Og allt bendir til að núver- andi stjórnarmeirihluti ætli sér að koma í veg fyrir að nokkur slík efnisleg umræða muni eiga sér stað. Allur er þessi málatilbúnaður með miklum ólíkindum. Hann væri það hvaða þingmál sem í hlut ætti. En hér er um stjórn- arskrána sjálfa að ræða. Hingað til hefur þess verið gætt að víð- tæk, jafnvel almenn sátt tækist um breytingar á stjórnarskrá ís- lenska lýðveldisins. En í öll þau skipti hafa verið forystumenn á velli stjórnmálanna sem höfðu skilning á þýðingu þess, hvar sem þeir stóðu í flokki. Nú er þessu öðru vísi farið. Síð- asti glannaskapurinn, sem nátt- úrlega er framinn í óþökk stórs hluta þings og þjóðar, gerðist nú síðustu daga. Þá voru sérnefndum þingsins sendar tillögurnar til að fara efnislega yfir þær tillagn- anna sem að þeim snúa. Sjálfsögð vinnutilhögun. En á daginn kom að þetta var „allt í plati“ eins og hvert einasta skref þessarar undarlegu aðfarar að stjórnarskránni fram að þessu. Nefndirnar áttu einungis að fá eina viku til að fara yfir tillög- urnar, kalla til sérfræðinga á sínu sviði, fela þeim athugun, fara yfir þær efnislega, leita sátta í við- komandi nefnd og senda þær til baka. Tíminn sem nefndunum var skammtaður nægir til þess að þær geti votttað móttöku og end- ursent tillögurnar. Valgerður Bjarnadóttir, sem er í formennsku þeirrar nefndar sem á að tryggja vandaða meðferð málsins, er fjarri því að valda sínu hlutverki, þótt hún hefði vilja til þess, sem hún hefur augljóslega ekki. Hún gerir ekki neitt í sinni eigin nefnd til að tryggja að nokk- ur sátt geti náðst í málinu, þvert á móti. Með ögrandi framkomu og taktlausum yfirlýsingum gerir hún allt sem hún getur til að vekja upp úlfúð um svo mikilvægt mál. Nú síðast tekur formaðurinn sig til og sendir bréf til svo kall- aðrar Feneyjanefndar, sem var stofnuð til að aðstoða fyrrverandi kommúnistaríki til að koma skikki á þeirra gömlu stjórn- arskrármál, sem voru raunar innihaldalausir óskalistar sem enginn tók mark á. Ekki ólíkt sumu af því sem sést í drögum að uppkasti að efniviði sem mætti líta á í vinnu að hugsanlegri stjórnarskrá, sem umboðslaus nefnd setti saman hér á landi á fá- einum vikum. Núverandi stjórnvöld hafa svo mjög hampað því fram að þessu að réttara væri og heiðarlegra að „fræðasamfélagið“ og „fræðimenn“ hefðu meira að segja um úrslit mála á öll- um sviðum en verið hefði og jafnvel að endanlegar ákvarð- anir skyldu í aukn- um mæli vera í þeirra höndum. Þetta andlýðræðislega viðhorf hefur sína galla, svo ekki sé meira sagt. En enginn getur mælt á móti því að þeir sem hafa sér- fræðiþekkingu og hafa lagt sig fram með viðurkenndum hætti til að fjalla um tiltekna málaflokka eru mikilvægir aðilar í mótun endanlegra niðurstaðna. En þeg- ar komið hefur á daginn að „fræðasamfélagið“ leggur sig fram um að koma í veg fyrir að anað sé út í ógöngur með stjórn- arskrána, skal ekki á það hlustað. Fundaröð á vettvangi háskóla landsins hefur tekið þessi mál til umræðu með efnislegum og vönd- uðum hætti. Ekki þarf að skrifa undir hvert orð sem þar er sagt, en sú mynd sem við sérhverjum manni blasir eftir þá umræðu er að meðferð stjórnarskrármálsins er í skötulíki, raunar hreinum ógöngum. Sérfræðingar á borð við Björgu Thorarensen og Skúla Magnússon hafa vakið athygli á atriðum sem verður ekki horft fram hjá, en stjórnarliðið blæs á þetta allt með yfirgengilegilegri fyrirlitningu. Það vísar til „vilja fólksins“ í þjóðaratkvæða- greiðslu, þar sem alls ekki var spurt efnislega og beint um neina þeirra tillagna sem böðlast á í gegn með. Einn af þeim fræðimönnum Háskólans sem hefur staðið nær ríkisstjórn Samfylkingar en nokkrum fræðimanni er hollt og hefur jafnvel látið sig hafa að uppnefna meinta andstæðinga hennar fær þó ekki orða bundist þegar svona er komið. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor sagði í Háskólanum í tengslum við fyrr- nefnda fundaröð um þjóð- aratkvæðagreiðsluna sem stjórn- völd telja forsendu þess að ekkert þurfi að ræða: „Þjóðaratkvæða- greiðsla, í þessu tilviki, er að mínu viti gott dæmi um misnotk- un á þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar sem þú heldur þjóðaratkvæða- greiðslu áður en efnisleg umræða hefur farið fram og reynir síðan að nota niðurstöðuna til að þagga niður umræðuna.“ Prófessorinn fer varlega í um- mælum sínum því tilefni hefði verið til að taka fastar á. En Val- gerður Bjarnadóttir sem er for- maður nefndarinnar sem á að ná saman um stjórnarskrána brást þannig við: „Ég á ekki orð yfir það að þessi maður skuli telja sig fræðimann.“ Stjórnarandstaða á Íslandi hefur aldrei í sögu sinnar lýð- frjálsu þjóðar haft verðugra verkefni en að gæta þess að glæfrafólk vinni ekki óbætanlegt skemmdarverk með framgöngu sinni. Hún þekkir vonandi sinn vitjunartíma. Ekkert verkefni er verðugra en að af- stýra skemmd- arverki stjórnvalda } Ein vika til að ræða tillögu að stjórnarskrá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.