Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2012 Ríkisstjórnin er ekki óvön því aðhafa tæpan stuðning fyrir málum sínum á Alþingi þannig að hún kippir sér ekki upp við að útlit er nú fyrir að meiri- hluta skorti fyrir skattahækkun á ferðaþjónustuna.    Stjórnarliðarmunu ekki láta deigan síga við slík tíðindi. Þvert á móti verður nú farið í að leita uppi ódýrasta andstæðing skatta- hækkunarinnar. Og það er ekki víst að yfirlýstir andstæð- ingar skattahækk- unarinnar verði mjög dýrir enda virðist sannfæringin ekki mjög sterk.    Það er „aðallega tímaramminnog aðferðin“ sem þvælist fyrir Róbert Marshall og félaga, en „tímaramminn“ gæti verið teygj- anlegt fyrirbæri, jafnvel hjá slíkum prinsippmönnum.    Þór Saari vill hækka skattinn ennmeira en ríkisstjórnin leggur til, eða í 25,5% eins og stjórnin vildi upphaflega og stefnir í raun að. Hann vill hins vegar fresta hækk- uninni um nokkra mánuði, sem er afstaða sem ætti ekki endilega að verða til að fyrirtæki í ferðaþjón- ustu færu að varpa öndinni léttar.    Með slíka kappa á þingi er eig-inlega sama hvaða skatta- hækkanir ríkisstjórnin lætur sér koma til hugar og hefur ekki meiri- hluta fyrir í eigin röðum, allar geta þær orðið að lögum.    Spurningin er í besta falli um„tímaramma“ og verðmiðann á ódýrasta „stjórnarandstöðu“þing- manninum. Róbert Marshall Verðlagning prinsippmanna STAKSTEINAR Þór Saari Aðsniðinn dömujakki St. S -3XL Verð 14.500 Teg. 98891 Frábær tilboð Teg. 51142 Með hrágúmmísóla Afrafmagnaðir Litir: Svart-Hvítt St. 35-46 Verð 15.900 Allt að 70% afsláttur af barnavörum Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2878 • Opið mán.- fös. kl. 11.00-18.00, lokað laugardag. friendtex.is • praxis.is • soo.dk Munið gjafakortin Veður víða um heim 28.11., kl. 18.00 Reykjavík 5 alskýjað Bolungarvík 4 alskýjað Akureyri -5 skýjað Kirkjubæjarkl. 3 alskýjað Vestmannaeyjar 5 alskýjað Nuuk -5 snjókoma Þórshöfn 1 heiðskírt Ósló 1 snjókoma Kaupmannahöfn 6 skýjað Stokkhólmur 1 slydda Helsinki -1 skýjað Lúxemborg 5 skýjað Brussel 6 léttskýjað Dublin 5 léttskýjað Glasgow 2 heiðskírt London 6 skýjað París 7 skýjað Amsterdam 7 skýjað Hamborg 5 skýjað Berlín 6 skúrir Vín 13 skýjað Moskva -1 snjókoma Algarve 15 léttskýjað Madríd 8 léttskýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 12 skúrir Róm 12 skúrir Aþena 17 skýjað Winnipeg -13 skýjað Montreal 0 skýjað New York 3 skýjað Chicago 2 heiðskírt Orlando 16 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:42 15:52 ÍSAFJÖRÐUR 11:16 15:27 SIGLUFJÖRÐUR 11:00 15:09 DJÚPIVOGUR 10:18 15:14 Tilraunaverkefni í kynjaðri fjár- hags- og starfsáætlunargerð hjá Reykjavíkurborg sýna að fleiri kon- ur en karlar nota samráðsvefinn Betri Reykjavík. Fleiri karlar en konur sækja sundlaugar Reykjavík- ur og fleiri konur en karlar sækja um styrki til Menningar- og ferða- málaráðs. Áfangaskýrsla um til- raunaverkefni í kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð sem borgin réðist í á vordögum hefur nú litið dagsins ljós. Verkefnin voru 16 tals- ins, fjölbreytt og frá hinum ýmsu sviðum, segir í frétt frá borginni. Íþrótta- og tómstundasvið rekur sex sundlaugar. Árið 2011 voru gest- ir sundlauganna 1.770.728. Í verk- efninu var aðsókn að sundstöðum kyngreind. Í ljós kom að fleiri karl- menn en konur sækja laugarnar eða 54% þegar litið er til allra sundlaug- anna. Mikill munur er á þó á aðsókn kynjanna eftir því hvaða laug á í hlut og eftir tíma dags. Áberandi fleiri karlmenn (68%) en konur sækja t.d. Sundhöllina. Aukinn hlutur kvenna Rannsakaðar voru styrkveitingar Menningar- og ferðamálaráðs 2007- 2011. Í ljós kom að á umræddu tíma- bili hefur orðið merkjanleg og stíg- andi aukning á hlut kvenna í styrkja- umsóknum og styrkveitingum hvað varðar fjölda, heildarupphæð og meðalupphæð umsókna og heildar- og meðalupphæð úthlutunar. Rannsakað var kyn notenda á samráðsvefnum Betri Reykjavík. Niðurstaðan er sú að af 6.121 not- anda eru konur 3.063, og karlar 2.582, 476 notendur er ekki hægt að kyngreina þar sem um ýmsa hópa eða félög er að ræða. Þetta þýðir að konur voru 50% notenda vefsins á móti 42% karla en 8% notenda voru hópar eða félög. Fleiri karlar sækja sundlaugarnar  Konur í borginni duglegri en karlar að sækja styrki til menningarmála Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að stefna Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn í tveimur málum. Málin varða tvær tilskipanir sem ekki hafa verið innleiddar á Íslandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá eftirlitsstofnuninni og segir þar að Íslandi hafi borið að innleiða báðar tilskipanirnar fyrir 1. nóvember 2011. Önnur tilskipunin varðar lána- samninga fyrir neytendur og tekur t.d. til auglýsinga og staðlaðra upp- lýsinga sem veita þarf neytendum og er þar af leiðandi mikilvæg fyrir neytendavernd. Tilskipunin gegnir einnig mikilvægu hlutverki í sam- ræmingu rammalöggjafar EES- réttar og styrkingu innri markaðar- ins varðandi neytendalán. Hún gildir um neytendalán að upphæð milli 200 evra og 75.000 evra. Húsnæðislán og lán tengd kaupum á landi eða fast- eign eru undanskilin gildissviði til- skipunarinnar. Lyfjablandað fóður Hin tilskipunin varðar undirbún- ing, markaðssetningu og notkun á lyfjablönduðu fóðri. Um er að ræða dýrafóður, sem hefur verið bætt með lyfjum, t.d. sýklalyfjum og mót- efnum. Íslandi stefnt fyrir EFTA-dóm- stólinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.