Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Blaðsíða 8
Vettvangur
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2012
Dylan og deilan
Eiður Svanberg Guðnason var
ekki ánægður með Hrað-
fréttadrengina sem Álfheiður
Ingadóttir þingmaður vændi um
að auglýsa í þætti sínum. Þeir
drengir svöruðu með því að aug-
lýsa fjölmörg vörumerki í næsta
þætti. Eiður Guðnason tók málið
upp í pistli á vef DV: „Þar var
óbeint sagt: Þingmenn skulu ekki
voga sér að gagnrýna okkur.“
Valgeir Örn
Ragnarsson
fréttamaður á
RÚV gerði deil-
unum skil á Fa-
cebook. „Bob
Dylan súmmeraði Hraðfréttadeil-
una upp ágætlega og það árið 1964
þegar Eiður var á þrítugsaldri.
„Come mothers and fathers Thro-
ughout the land And don’t criticize
What you can’t understand Your
sons and your daughters Are
beyond your command.“
Ísrael-Palestínudeilan
Helgi Seljan, fréttamaður Kast-
ljóss, telur að stjórnmálamenn geti
nú einbeitt sér að öðru eftir að
vopnahléssamkomulag náðist á
milli Palestínu og Ísraels.
„Nú þegar vopnahléssam-
komulag virðist í augsýn fyrir botni
Miðjarðarhafs geta hægri og vinstri
menn á Íslandi snúið sér að hefð-
bundnari verkum; að snobba upp
eða niður fyrir sig, allt eftir því
hvorum hópnum þeir tilheyra.“
Bergsteinn
Sigurðsson
blaðamaður var
kaldhæðinn í
stöðuuppfærslu á
Fésbókinni á
föstudag um myndir af frambjóð-
endum: „Á kosningavetri og próf-
kjörstíð freista sumir stjórn-
málamenn þess að afla sér fylgis
með myndaþáttum í dagblöðum og
tímaritum þar sem þeir kjassa
börnin sín. Og þetta svínvirkar.
Þegar ég sé mynd af stjórnmála-
manni kjassa hvítvoðung hugsa ég:
„Þessi ann barni sínu. Ég gæti hugs-
að mér að kjósa hann.““
AF NETINU
Nýlega varð ríkið að hlaupa undir bagga tilað afstýra því að hlutafélagið sem rekurFarice- og Danice-sæstrenginn lenti í
hremmingum. Ekki var í boði að stefna fjar-
skiptatengingu Íslands við umheiminn í voða. Ef
fjarskiptin eru rofin gengur margt úr skorðum.
Fjarskiptum og netinu í nútímasamfélagi má
jafna við heilabú og taugakerfi lífveru. Í styrj-
öldum framtíðarinnar – takist okkur ekki að út-
rýma þeim með öllu – verður án efa allt kapp lagt
á að kippa þessum lífæðum úr sambandi, eða sem
mun hugsanlega þykja enn fýsilegri kostur, ná
valdi á þessum kerfum.
Þegar grunnkerfi í fjarskiptaþjónustu eru
smíðuð leggja ríki stöðugt meira upp úr því að
engir komi að því verki sem kunni að hafa ann-
arlegra hagsmuna að gæta – gangi til dæmis er-
inda stórvelda.
Í þessu ljósi er ekki undarlegt að farið sé að líta
á netöryggismál sem fullveldismál þjóða. Þetta
ræður því líka að við erum fyrir okkar leyti að
styrkja okkur hvað varðar þekkingu og yfirsýn á
þessu sviði með stofnun netöryggissveitarinnar
sem vistuð er hjá Póst- og fjarskiptastofnun.
En við getum ekki verið sjálfum okkur nóg að
öllu leyti, við þurfum að sækja vit, þekkingu og
reynslu erlendis frá. En hvert eigum við að snúa
okkur? Til Bandaríkjanna, hefðum við treyst
Bush til að annast öryggisgæslu fyrir tölvukerfi
ríkisins, með lúkurnar þar inni í hverri tölvu, eða
Obama? Það kom reyndar einhvern tímann upp
að aðstoð var boðin úr þeirri átt á nákvæmlega
þessu sviði. Eða Pútín? Væri hann góður stóri
bróðir? Kannski Kína eða Þýskaland?
Á fundi norrænna ráðherra almannavarna sem
haldinn var í Reykjavík í vikunni voru þessi mál
rædd. Við hlýddum á afar fróðlegt erindi stjórn-
anda netöryggismála í Danmörku. Hann sagði að
úti í hinum stóra heimi væri litið á Norðurlöndin
sem eina, nánast einsleita, heild. Ekki væri gerður
greinarmunur á löndunum. Og þá væri spurningin
hvort ekki væri rétt að við efldum samstarf okkar
í millum á þessu sviði. Um það voru fulltrúar allra
Norðurlandanna einhuga.
Einhver kanna að spyrja hvers vegna svo hafi
verið, en svarið liggur nánast í augum uppi. Það er
vegna þess að Norðurlöndin eru í okkar augum al-
mennt traustsins verð. Þau leggja öll mikið upp úr
lýðræðislegum hefðum, eru laus við heims-
yfirráða-bakteríuna og eru vinsamleg hvert í ann-
ars garð. Allt þetta kom ágætlega fram í öðru um-
ræðuefni á fundinum: Skýrslu sem út kom í ágúst
síðastliðnum um fjöldamorðin í Osló 22. júlí í
fyrra. Fram kom að Norðmenn eru nú lagstir í
mikla sjálfsskoðun til að finna allar hugsanlegar
brotalamir í öryggiskerfum sínum en jafnframt
eru þeir staðráðnir í því að í viðleitni til að gera
þjóðfélagið öruggara skuli lýðréttindum aldrei
fórnað. Það er þessi afstaða sem gerir Norðmenn
og hinar Norðurlandaþjóðirnar einnig að eft-
irsóknarverðum samstarfsaðilum þegar kemur að
því að verja heilabú og taugakerfi þjóðar. Mín nið-
urstaða er sú að í erlendu samstarfi eigum við eft-
ir sem áður að horfa til Norðurlandanna. Þau vilja
byggja á opnu samfélagi, lýðræði og svipuðum
grunngildum og við. Þess vegna eigum við sam-
leið.
Hver er góður stóri bróðir?
*Hefðum við treyst Bushtil að annast öryggis-gæslu fyrir tölvukerfi ríkisins?
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Ögmundur Jónasson
ogmundur@althingi.is
Þótt dauða eldri útgáfuforma eins og vin-
ylplötunnar hafi margoft verið spáð virðist
langt í að þær hrakspár rætist. Útgáfa á ís-
lenskri tónlist á vinyl er blómleg og á laug-
ardag er efnt til vinylmarkaðar á KEX Hostel
við Skúlagötu þar sem ætlunin er að selja vin-
ylplötur eftir íslenska tónlistarmenn. Eins og
venja er með slíka viðburði er vinylmarkaður-
inn auglýstur á Fésbókinni og í gær höfðu á
þriðja hundrað sagst myndu mæta á mark-
aðinn. Meðal þeirra listamanna sem flytja tón-
list sína fyrir gesti eru Retro Stefson, Ólöf
Arnalds, Borko, Tilbury og Snorri Helgason.
Vinylmarkaðurinn er á laugardag kl.13-17.
Ólöf Arnalds er einn þeirra tón-
listarmanna sem troða upp á
vinylmarkaði KEX á laugardag.
Morgunblaðið/Kristinn
Vinyllinn lifir enn
Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson virðist
eiga upp á pallborðið hjá Frökkum því í
desember kemst íslensk mynd með hann í
aðalhlutverki inn á eina helstu kvik-
myndahátíð Frakklands, Les Arcs Euro-
pean Film Festival, annað árið í röð.
Kvikmyndin XL eftir Martein Þórsson
leikstjóra verður sýnd á hátíðinni í
flokknum „verk í vinnslu“ en í þann flokk
falla myndir sem eru á höttunum eftir al-
þjóðlegum dreifingaraðila. Yfir 60 kvik-
myndir frá löndum Evrópu verða sýndar
á hátíðinni. Á síðasta ári voru gestir rúm-
lega 12.000, þar af um 800 úr kvikmynda-
iðnaðinum. Kvikmyndin Djúpið eftir Balt-
asar Kormák var á hátíðinni í fyrra en
þar er Ólafur Darri einnig í aðal-
hlutverki.
XL fjallar um örlagakafla í ævi þing-
manns sem hefur verið skikkaður í vímu-
efnameðferð. Myndina á að frumsýna í
janúar 2013.
Ólafur Darri heillar Frakka
Ólafur Darri og Marteinn
Þórsson við tökur á XL.