Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Blaðsíða 37
GOOGLE NEXUS 7 Asus Nexus 7 er fyrsta spjaldtölvan sem er framleidd sérstaklega fyrir Google. Margir gagnrýnendur telja að þetta séu skynsamlegustu kaupin miðað við hvað þú færð fyrir verðið. Nexus 7 er með gúmmí- klæddu baki og mjög þægileg í hendi, hún býður og upp á nýj- ustu útgáfu Android-stýrikerfisins og öflugan örgjörva. Enn er þó skortur á Android-forritum sem eru hönnuð fyrir spjaldtölvur og í staðinn er boðið upp á teygð símaforrit. Myndavél- in er fremur frumstæð, einungis 1,2 megapixlar. Kostir: Verð, hönnun, hraði. Ókostir: Myndavél, lítið fram- boð af sérhönnuðum forritum. Nýherji tilkynnti í vikunni að hægt væri að draga úr umfangi á tölvu- búnaði um hálft tonn í 50 manna fyrirtæki með notkun sýnd- arútstöðva, sem eru smávélar án stýrikerfa, diska, minnis og ör- gjörva. Þær nota minna rafmagn og bilanatíðni er lægri þar sem sýnd- arútstöð er einungis birtingalag fyr- ir gögn. Hefðbundnum verkefnum tæknifólks og eftirliti með vírus- vörnum er sinnt miðlægt og enginn hugbúnaður í útstöð hjá notanda. SÝNDARÚTSTÖÐVAR 50 tonnum minna umfang Vísindamenn hafa þróað leið til að „prenta“ brjósk sem nota má til að meðhöndla sjúkdóma og íþrótta- meiðsl. BBC segir frá því að búið sé að gera tilraunir með efnið sem notað hafi verið á músum sem gefi góða raun. Með því að nota spuna- vél og blekprentara má búa til gervi- brjósk sem gæti hjálpað mörgum sjúklingum sem eiga í erfiðleikum sökum brjósklosvandamála, en efnið sem notað er mun hafa verið þróað úr eyrum af kanínum. BRJÓSKFRAMLEIÐSLA Nota spunavél og prentara Nintendo-fjölskyldan fær nýjan „fjölskyldumeðlim“ í lok mánaðar- ins þegar Nintendo Wii U kemur út. Búast má við góðum viðtökum enda mun hún leysa af hólmi eina mest seldu leikjatölvu í heimi, Nin- tendo Wii, sem hefur selst í meira en 100 milljón eintökum. Nintendo Wii U hefur upp á margt að bjóða. Auk þess að vera hefðbundin leikja- tölva er hægt að spila golf heima í stofu og fylgjast með líkams- starfseminni með hennar hjálp. Væntanleg 30. nóvember NINTENDO WII U Opnunartímar: Smáralind Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330 Laugavegi 182 Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 | Sími 512 1300 Tvöfalt hraðari og ótrúlega skarpur iPad 4 með Retina skjá IPAD MINI Minni útgáfa af hinni vinsælu iPad- spjaldtölvu sem er framleidd til að mæta auknum vinsældum 7 tommu tækja. iPad Mini býður upp á flest það sem fullvaxinn iPad býður upp á, er léttari og fyrirferðarminni, en kraftmikil og þægileg í meðförum. iPad Mini nýtir þó síðustu kynslóð örgjörva og skjárinn er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Skartar iOS 6 stýrikerfinu sem er ennþá leiðandi í þessum flokki. En iPad Mini er nokkuð dýr mið- að við sambærileg tæki í þessum stærðarflokki. Kostir: Stýrikerfi, framboð af forritum, rafhlöðu- ending, tvær myndavélar, hönnun. Ókostir: Ófullkominn skjár, verð. IPAD Fjórða kynslóð iPad með Retina-skjá er ennþá drottning spjald- tölvanna. iOS er leiðandi í þróun forrita fyrir spjaldtölvur og úrval- ið er framúrskarandi, skjárinn er verulega góður og myndavél og afköst til fyrirmyndar. Það er eiginlega ekki veikan blett að finna á þessu tæki. En þegar öllu er til tjaldað, er augljóst að verðmiðinn er hár og það má vissulega spyrja hvort það sé réttlætanlegt að kaupa spjaldtölvu sem kostar á við fartölvu. Kostir: Hönnun, framboð forrita, stýrikerfi, myndavélar. Ókostir: Verð. SAMSUNG GALAXY NOTE II Samsuða af síma og spjald- tölvu. Minnsta tækið í þessum flokki, aðeins rúmar 5 tomm- ur. Virkar dálítið eins og sími í yfirstærð, en fyrir suma er himnasending að þurfa ekki að bera tvö tæki þegar eitt nægir. Notar Android-stýri- kerfið og skartar öflugri 8Mpx myndavél. Kostir: Rafhlöðuending, góð vinnslugeta, myndavél, sími/ stærð. Ókostir: Sími/stærð, verð. 25.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.