Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Blaðsíða 56
Rithöfundurinn Ransom Riggs var hérá landi á dögunum til að kynna skáld-sögu sína Heimili fröken Peregrine
fyrir sérkennileg börn, sem nú er komin út
í íslenskri þýðingu hjá Sölku. Þetta er fyrsta
skáldsaga hins 33 ára gamla rithöfundar og
hún hefur slegið rækilega í gegn, verið þýdd
á rúmlega 30 tungumál og sat mánuðum
saman á metsölulista New York Times. Tim
Burton hyggst leikstýra kvikmynd eftir sög-
unni og virðist einmitt rétti maðurinn til
þess því sagan er afar ævintýraleg og sér-
stök. Bókin er einnig merkileg fyrir það að
hana prýða gamlar ljósmyndir sem urðu
uppspretta sögunnar.
Riggs, sem lærði kvikmyndafræði, segir að
þegar hann var yngri hafi sig dreymt um að
skrifa bækur. Þegar hann svo fyrir tíu árum
fór í nám í kvikmyndaskóla taldi hann að
starfsvettvangurinn væri þar. Fyrir þremur
árum ætlaði hann að taka saman gamlar
myndir í ljósmyndabók en síðan vaknaði
hugmynd um að semja sögu í kringum
myndirnar og þá varð til bókin um Heimili
fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn.
„Þetta er fantasía en það er erfitt að upp-
lýsa það á bókakápu því um leið er verið
segja frá ýmiss konar vendingum í sambandi
við söguþráðinn,“ segir Riggs. „Á yfirborðinu
er sagan dramtísk nútímasaga en svo fellir
hún grímuna. Ég vissi ekki hvort lesendur
yrðu ánægðir með hina skyndilegu breytingu
á söguþræðinum. Í byrjun fjallar sagan um
dreng sem reynir að sætta sig við dauða afa
síns en breytist síðan og verður saga um
tímaferðlag og börn með einstaka hæfileika.
Þegar ég var krakki las ég Stephen King og
Narníu-bækurnar. Þessi bók er eins og sam-
bland af þeim.
Ég skrifaði bókina fyrir sjálfan mig, ég
var ekki að hugsa sérstaklega um lesendur
og leit ekki á bókina sem barnabók. Við út-
komu var bókin flokkuð sem bók fyrir ung-
menni og ég skilgreindur sem unglingabóka-
höfundur.“
Ljósmyndirnar í bók-
inni vekja óhjákvæmi-
lega athygli, svo sér-
stakar eru þær og
jafnvel draugalegar.
„Þessar myndir minntu
mig á hryllingssögur
frá Viktoríutímanum,“
segir Riggs. „Þær gefa
til kynna annan heim
en þann sem við lifum
í. Ég hef ekki hitt
neinn sem þekkir fólkið
á þessum myndum.
Þær eru eldgamlar og afar einkennilegar.
Sennilega eru margar þeirra teknar á
hrekkjavökum eða grímuböllum.“
Hann segir hinar gríðarlegu vinsældir
bókarinnar hafa komið sér óvart. „Ég átti
engan veginn von á þessum viðtökum. Þetta
er lítil bók og fyrsta bókin mín og hún bygg-
ist á furðulegri hugmynd og í henni eru
gamlar ljósmyndir sem ég var ekki viss um
að börn yrðu hrifin af. Ég bjóst við að eiga
einhvern smálesendahóp sem myndi líka við
þetta efni. Það hvarflaði ekki að mér að sá
lesendahópur yrði gríðarstór þannig að við-
tökurnar komu mér á óvart. Útgefandinn
minn er ekki risi á bókamarkaði og það voru
ekki fjármunir til að setja heilsíðuauglýs-
ingar í New York Times og aðra fjölmiðla.
Ég veit ekki hvað gerðist en mér finnst ég
hafa verið heppinn og er mjög þakklátur.“
Riggs, sem vinnur nú að framhaldsbók,
segist hlakka til að sjá hvað Tim Burton geri
úr bók hans. „Samt veit ég ekkert ýkja mik-
ið um framleiðsluna. Í Hollywood halda
menn svona hlutum fyrir sig og hleypa höf-
undinum ekki of mikið að málum, sem er í
góðu lagi mín vegna.“
Saga sem fellir grímuna
„Ég veit ekki hvað gerðist en mér finnst ég hafa verið heppinn og er mjög þakklátur,“ segir Ransom
Riggs en fyrsta skáldsaga hans hefur slegið rækilega í gegn hjá ungmennum víða um heim.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
METSÖLUBÓKIN HEIMILI FRÖKEN
PEREGRINE FYRIR SÉRKENNILEG
BÖRN EFTIR RANSOM RIGGS ER
KOMIN ÚT Á ÍSLENSKU.
Metsölubókin sem Tim
Burton mun kvikmynda.
BÓK VIKUNNAR Eftirréttir Sollu eru að slá í gegn
en þar er að finna uppskriftir að gómsætum réttum
þar sem hollustan er í fyrirrúmi.
Bækur
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
kolbrun@mbl.is
Það er alltaf sérstök stemning þar sem
bækur eru. Í bókasafni skapast ósjálfrátt
ákveðin lotning, eins og gerist sennilega á
flestum stöðum þar sem ætlast er til að
fólk tali lágum rómi, sýni stillingu og trufli
ekki aðra. Bókabúðir eru fjörugri staðir,
þar er leyfilegt að kalla á afgreiðslufólk og
leita ráða við bókakaup, rabba við næsta
mann og troðast að kassanum til að borga.
Á báðum stöðum eru þó bækurnar aðal-
atriðið – það sem allt snýst um.
Bækur voru í aðalhlutverki í Ráðhúsinu
um síðustu helgi þegar þar var haldin
Bókamessa. Lesendur á öllum aldri
mættu, hittu rithöfunda og útgefendur og
forvitnuðust um bækurnar. Alls kyns
uppákomur voru í boði og allir áttu að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi. Það var
troðningur og það var fjör. Þeir sem til
þekkja segja að þetta árið hafi Bókamess-
an verið mun betri en árið áður, skipulagið
hafi verið til fyrirmyndar og dagskráin
þétt. Bókamessan næsta ár verður svo
örugglega enn betri enda læra skipuleggj-
endur af hverri hátíð.
Hátíð eins og þessi er mikilvæg, eins og
reyndar allt það sem minnir á bækur.
Bóklestur skiptir máli því hann þroskar og
gleður og víkkar sjónardeildarhringinn.
Þess vegna er bókinni aldrei gert of hátt
undir höfði. Og með öllum góðum ráðum
eigum við að leggja okkur fram við að
auka bóklestur.
Þeim okkar sem aldrei hafa farið á stóru
bókamessuna í Frankfurt en alltaf langað
þangað leið eins og að þarna í Ráðhúsinu
værum við að fá smásárabætur. Við vor-
um í stórri byggingu þar sem allt var fullt
af básum og bókum og útgefendum og rit-
höfundum. Þetta var okkar Litla-
Frankfurt.
Reyndar var uppsetningin nokkuð lýs-
andi fyrir skiptinguna á bókamarkaðnum.
Litlu bókaútgefendurnir voru í eins til
tveggja manna básum. Aðrir örlítið
stærri. Forlagið lagði síðan undir sig risa-
stórt svæði. Manni fannst alveg ljóst hver
væri stærstur á markaðnum. En það er
ekki aðalatriðið. Aðalatriðið er að bókin
vann þessa helgi.
Orðanna hljóðan
BÓKA-
FJÖR Í
RÁÐHÚSI
Svavar Gests kom til Arnbjörns í Setbergi.
Unga kynslóðin mætti á Bókamessu.
Uppáhaldsbækurnar mínar nákvæmlega þessa stundina eru
bókin sem ég er að lesa, Ósjálfrátt eftir Auði Jóns-
dóttur, og bókin sem ég var að enda við að lesa, Ljós-
móðirin, söguleg skáldsaga eftir Eyrúnu Ingadóttur
sagnfræðing.
Ég les bókina hennar Auðar hægt og rólega því ég vil
njóta hverrar setningar og ekki missa úr eitt orð. Auð-
ur er svo skemmtilegur og góður penni. Og ég er mik-
ið fyrir sögulegar skáldsögur og Ljósmóðirin hennar
Eyrúnar er mjög fróðleg, vel gerð og áhugaverð í alla
staði. Ég les yfirleitt svona tvær bækur á viku og vil helst
lesa eitthvað sem ég læri af. En af og til vil ég gleyma mér
í spennusögum og þá er Lisa Marklund í algjöru uppá-
haldi. Eini ókosturinn við hana er að hún er ekki nógu af-
kastamikil. Ég er búin með allar bækur hennar og
óþreyjufull að lesa meira eftir Lisu. Þegar ég er ekki með
nýtt lesefni á borðinu gríp ég aftur og aftur í bækur Hall-
dórs Laxness. Hann er númer eitt, tvö og þrjú hjá mér. Ég held mest upp á Ís-
landsklukkuna og Sölku Völku af hans bókum. Bækur eftir nóbelsskáldið og
barnabarnið hans eru því á náttborðinu hjá mér núna.
Í UPPÁHALDI
Sirrý heldur mikið upp á tvær nýjar skáldsögur.
SIRRÝ FJÖLMIÐLAKONA
OG FYRIRLESARI
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2012
TIM BURTON MUN LEIKSTÝRA MYND SEM GERÐ ER EFTIR BÓK RANSOM RIGGS