Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Blaðsíða 22
Þ
eir hafa báðir lent í því
að vera staddir á hóteli
erlendis, dauðlangað út
að hlaupa en endað á
hlaupabretti í kjallaranum, þar
sem þeir rötuðu ekki um viðkom-
andi borg. Nú eða með því að
hlaupa í hringi í nálægum al-
menningsgarði. Það er lítið vit í
því fyrir útlending að láta eftir
löngunum sínum við þessar að-
stæður. Gildir þá einu hvort
maður heitir Hávar Sigurjónsson,
Óskar Jakobsson eða eitthvað
allt annað.
„Ég hef reyndar gert það,“
upplýsir Hávar. „Fyrir nokkrum
árum var ég staddur í Zagreb í
Króatíu og stóðst ekki mátið að
fara út að hlaupa. Hljóp upp í
einhverjar hæðir og vakti óskipta
athygli á harðahlaupum á stutt-
buxunum. Skynjaði fljótt að fólk
var þessu ekki vant. Margir veif-
uðu til mín, eins og ég væri frá
annarri plánetu. Þegar ég kom
aftur á hótelið færði ég þetta í
tal við starfsfólkið sem saup
hveljur: „Hvernig datt þér í hug
að hlaupa gegnum þetta hverfi?“
Þá var þetta greinilega ekki eitt
af fínni og öruggari hverfum
borgarinnar.“
Öruggt og afslappað
Alveg eins og Hávar og Óskar
hafa átt í erfiðleikum með að
svala hlaupaþorsta sínum ytra
hafa erlendir áhugamenn um
víðavangshlaup örugglega komist
í bobba hér heima. Til að freista
þess að greiða úr þeirri flækju
hafa þeir nú stofnað til þjónustu
við þetta fólk, Running Guide
Reykjavík. Það setur sig í sam-
band við þá og semur um tíma,
eina klukkustund, tvær eða fleiri,
þar sem Hávar og Óskar hlaupa
með því og leiðsegja um hlaup-
astíga og götur á höfuðborg-
arsvæðinu.
„Með þessu lagi getur fólk
hlaupið öruggt og afslappað án
þess að hafa stöðugar áhyggjur
af því að villast eða verða fyrir
áreiti,“ segir Óskar.
Þeir félagar eru margreyndir
víðavangshlauparar og geta fyrir
vikið sinnt breiðum hópi fólks,
allt frá skemmtiskokkurum upp í
maraþonhlaupara í þjálfun.
„Menn þurfa að vera býsna góðir
til að hlaupa okkur af sér, sér-
staklega Óskar. Hann er mjög
hraður,“ segir Hávar. „Þurfi
menn að hlaupa hraðar en við
ráðum við getum við örugglega
útvegað rétta leiðsögumanninn.
Menn þekkjast býsna vel í þessu
samfélagi hlaupara,“ bætir Óskar
við.
Og það eru ekki bara hlaup,
þeir eru einnig reiðubúnir að
hjóla með fólki, auk þess sem
Óskar er vanur skíðagöngumaður
– enda Ísfirðingur. Þeir segja
fyrirvarann ekki þurfa að vera
langan, jafnvel sé hægt að ná
saman samdægurs. En því fyrr
sem fólk hefur samband, þeim
mun betra.
Félagarnir segja gróðasjón-
armið ekki ráða för. „Við erum
ekki að hætta í dagvinnunni okk-
ar út af þessu,“ segir Hávar
sposkur á svip. „Þetta er alfarið
til gamans gert og gjaldi mjög
stillt í hóf. Við hlaupum sjálfir
þrisvar til fimm sinnum í viku og
höfum bara gaman af því að geta
hjálpað einhverjum erlendum
gestum í leiðinni.“
Þeir segjast ekki hafa hinn al-
menna ferðamann í huga, hans
dagskrá sé yfirleitt vel skipulögð.
„Þetta hentar frekar ráðstefnu-
og fundagestum sem hafa fáeina
tíma aflögu til að hreyfa sig milli
funda,“ segir Óskar.
Fyrsta skrefið var að dreifa
kynningarspjaldi á hótel og gisti-
heimili á höfuðborgarsvæðinu á
dögunum og eru fyrirspurnir
þegar farnar að berast.
Fyrsti viðskiptavinurinn kom
raunar eftir öðrum leiðum.
GLÆNÝ ÞJÓNUSTA FYRIR ERLENDA HLAUPARA
Meðhlaupari
óskast!
VÍÐAVANGSHLAUPARARNIR HÁVAR SIGURJÓNSSON OG
ÓSKAR JAKOBSSON HAFA STOFNAÐ TIL ÞJÓNUSTU FYRIR
ERLENDA GESTI Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU, ÞAR SEM
ÞEIR LEIÐSEGJA ÞEIM Á HLAUPUM ÞEIRRA.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
* Þá var þettagreinilega ekkieitt af fínni og
öruggari hverfum
borgarinnar.
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2012
Heilsa og hreyfing
Fyrir fimm árum fékk Alan Burg-
ess, 64 ára gamall Breti, slag.
Náði sér merkilega fljót á strik
aftur enda þótt hann sé ekki
samur maður og áður. Þannig er
nefnilega mál með vexti að hann
varð fyrir heilaskaða sem gerir
það að verkum að hann nemur
ekkert sem er honum á vinstri
hönd, hvorki hljóð, fólk né hluti.
Ekkert amar að sjón Burgess,
samt sem áður verður hann ekki
var við nokkurn skapaðan hlut
snúi hann sér til vinstri. Heil-
kennið kallast „hemispatial neg-
lect“ á ensku. Burgess vann sem bílstjóri áður en veikindin
knúðu dyra en varð að vonum að láta af störfum. Hann
hefur nú snúið sér að málaralist. Engum sögum fer af póli-
tískum skoðunum Burgess en hann hlýtur að fylgja Íhalds-
flokknum að málum, Verkamannaflokkurinn er ekki til fyrir
honum.
SJALDGÆFUR HEILASKAÐI
Ed Miliband. Ekki til í heimi
Alans Burgess.
AFP
Sér ekki til vinstri
Sértu hresst og hamingjusamt ung-
menni áttu meiri möguleika á að
þéna vel þegar þú nærð þrítugu.
Þetta er niðurstaða breskrar rann-
sóknar sem náði til tíu þúsund
manna úrtaks á mörgum árum.
Komust rannsakendur að því að
þeir sem eru óhamingjusamastir
milli sextán og átján ára aldurs eru
30% undir meðalinnkomu áratug
síðar, meðan þeir gæfusömustu
eru að jafnaði 10% yfir meðaltal-
inu. Að sögn rannsakenda gætu
ýmsir þættir haft áhrif á nið-
urstöðuna, meðal annars eru
ánægðir unglingar líklegri til að sækja sér framhalds-
menntun á grundvelli almennrar bjartsýni og sterkra tauga.
Þá sé ungt fólk sem er glatt og uppbyggilegt í hugsun lík-
legra til að taka að sér störf leiðtoga eða stjórnenda þegar
fram líða stundir en hinir sem sjá ekkert nema eymd og
volæði.
NÝ BRESK RANNSÓKN
Glaðir þéna betur
Ef þú smælar framan í
heiminn þá smælar
heimurinn framan í þig.
AFP
Atvinnuleysi er álíka stór
áhættuþáttur þegar kemur
að hjartaáfalli og reykingar
þegar fólk er komið á sex-
tugs- og sjötugsaldur. Þetta
kemur fram í rannsókn á yfir
þrettán þúsund manns í
Bandaríkjunum. Rannsóknin
leiddi líka í ljós að líkur á
hjartaáfalli aukast um fjórð-
ung fyrsta árið eftir fyrsta
atvinnumissinn. Líkurnar
aukast enn verði fólk fyrir
þeirri ógæfu að missa vinn-
una öðru sinni, að ekki sé
talað um oftar. Að sögn sérfræðinga er einkum og sér í lagi
við streitu að sakast. Aðstandendur rannsóknarinnar taka
fram að þeir vilji rannsaka málið betur áður en frekari álykt-
anir eru dregnar. Áður hafa rannsóknir bent til þess að er-
ilsamt starf geti aukið líkurnar á hjartaáfalli og skyldum sjúk-
dómum.
ATVINNULEYSI Á EFRI ÁRUM
Vont fyrir hjartað
Atvinnulausir mótmæla.
AFP