Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2012 Föt og fylgihlutir E flaust hafa margir leitt hugann að því undanfarið hvernig þeir séu búnir í veturinn sem í hönd fer, enda enn nóvember og nóg eftir af þessari köld- ustu árstíð. Svo virðist sem fjölbreytnin ráði ríkjum í vetrarskótísk- unni í ár, svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mikið er um grófa ökklaskó, bæði fyrir konur og karla, sem koma í hinum ýmsu útfærslum. Dömurnar hafa þar úr að velja flatbotna skó eða skó með fylltum hælum og ekki. Mikilvægt er að skórnir séu með góðum sóla og grófum svo betur gangi að fóta sig í hálkunni og snjónum. Þá er ekki verra ef skórnir eru fóðraðir svo að þeir haldi hlýju á fótunum. Vert er að minnast á að mikilvægt er að hugsa vel um skótau á slabbtímum þ.e. muna að vatnsverja það fyrir notkun með tilheyrandi úða eða leðurfeiti. Síðan borgar sig að fara aðra umferð með efnin, af og til yfir veturinn, allt eftir notkun og veðrun. Að sögn eins skókaupmanns sem Sunnudagsblaðið ræddi við hefur sýnt sig að þróunin undanfarin ár hefur verið á þá leið að fólk er í auknum mæli farið að leggja upp úr að klæða sig eftir veðri. Þykir þar gott að eiga góða vetrarskó til að fara í til vinnu og vera þá jafnvel með aðra fínni með sér í poka, til að skipta yfir í þegar þangað er komið. Mætti því bæta við að skótískuna í ár einkenni einnig skynsamleg nálgun, sem er viðeigandi. VETUR KONUNGUR HEFUR MINNT ALLHRESSI- LEGA Á SIG UM LAND ALLT UNDANFARIÐ. HVORT SEM JÓL VERÐA RAUÐ EÐA HVÍT BORG- AR SIG AÐ VERA VIÐ ÖLLU BÚIN HVAÐ SKÓTAU VARÐAR ÞEGAR KULDINN SÆKIR AÐ. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is BULLBOXER Dökkbrúnir, ökklaháir herra- leðurskór. Fást í Gallerý 17. Verð 18.995 kr. GABOR Fallegir loðfóðraðir dömu- ökklaskór með grófum sóla. Fást hjá Skór.is. Verð 19.995 kr. YELLOW BOOTS Klassísk herrahönnun. Fást í Timberland- verslununum. Verð 34.990 kr. SOREL Fóðraðir og vatns- heldir Sorel-skór fyrir dömur. Fást í GS Skóm. Verð 24.995 kr. BILLI BI Fóðruð dömustíg- vél m/lágum hæl. Fást í GS Skóm. Verð 32.995 kr. MANAS Ítalskir, fóðraðir dömuskór. Fást í Bossanova. Verð 23.600 kr. BOBBIE BURNS Bláir „Brogue“ rúskinnsherraskór . Fást í Gallerý 17. Verð 20.995 kr. RIME TIDE Vatnsheldir herra- kuldaskór. Fást í Timberland- verslununum. Verð 26.990 kr. COQUETERRA Spænskir, fóðraðir dömu- skór. Fást í Bossanova. Verð 25.400 kr. SKÓTÍSKAN SKYNSAMLEG Vel búin til fótanna SOREL – UNISEX vetrarstígvél frá Sorel – fyrir bæði börn og fullorðna. Rúskinn að ofan og hægt að taka innri skósokk úr. Fást hjá Skór.is Verð 26.995 kr. BULLBOXER Loðfóðraðir herraökkla- skór með grófum sóla. Fást hjá Skór.is Verð 19.995 kr. DR. MARTENS Ökklaháir, leð- urdömuskór. Fást í GS Skóm Verð 24.995 kr. SIX MIX Loðfóðraðir dömuleð- urskór. Fást hjá Skór.is Verð 20.995 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.