Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2012 Matur og drykkir Þ rír vinir ákváðu fyrir nokkrum misserum að stofna viskíklúbb og hann tók til starfa fyrr á þessu ári. „Við erum orðnir 15 í klúbbnum en 20 er hámark. Menn geta sótt um aðild ef þeir eru áhugasamir en stjórnin tekur ákvörðun. Hún er alráð,“ segir Snæbjörn Ingi Ingólfsson, einn þremenninganna, við Morgunblaðið. Auk Snæbjörns sitja saman í stjórn klúbbsins þeir Vilhelm Sig- urðsson og Hreinn Sigmarsson, sem er formaður. Þegar hefur verið fundað þrívegis. Samkvæmt reglum verða fjórir fundir árlega, þar sem félagarnir hittast, fræðast um, smakka og ræða um mjöðinn. „Við buðum mönnum að vera með sem hafa áhuga á viskídrykkju, smökkun og menn- ingu. Tilgangurinn er að víkka sjóndeildarhringinn; smakka og kynnast sem flestum tegundum, ekki bara single malt, heldur bourbon og öllum öðrum viskítegundum sem heim- urinn hefur upp á að bjóða,“ segir Snæbjörn Ingi. „Við viljum kynnast öðrum viskítegundum en fást í Vín- búðunum. Okkur finnst vanta meiri þekkingu á viskíi hér á landi. Því hefur ekki verið gert nógu hátt undir höfði. Í Vín- búðunum er tiltölulega lítið úrval og gríðarlega hefur dregið úr því undanfarið með hækkandi gjöldum. Minnkandi fram- boð er á góðu viskíi en það hefur aukist á þeim ódýrari.“ Viskíið verið í felum „Hugsanlegt er að viskíklúbbar séu starfandi, en við vitum a.m.k. um koníaksklúbba og léttvínsklúbba en viskíið hefur verið meira í felum,“ segir Snæbjörn. Fulltrúar frá birgjum hafa haldið fræðsluerindi á fundum og starfsemin er í stöðugri þróun. Á síðasta fundi var t.d. boðið upp á mat í fyrsta skipti. Einn meðlima klúbbsins, matreiðslumeistarinn Friðrik V. Karlsson, eldaði þá skoskt slátur, haggish, og Edinborgarpylsu, á veitingastað sínum, Friðriki V, og félagarnir snæddu kræsingarnar áður en sest var að viskísmökkun. Snæbjörn Ingi segir klúbbfélaga gefa tegundunum ein- kunnir og stefnt sé að því að velja viskí ársins, viskíinnflytj- anda ársins, jafnvel viskímann ársins og fleira í þeim dúr. Gaman er að segja frá því að í herraklúbbi þessum gilda ákveðnar reglur um klæðaburð. „Menn þurfa að vera með hálstau á fundum og eru viðurlög við því ef einhver mætir ekki þannig; þá þarf sá að setja upp ljóta bindið! Menn gleyma sér því ekki nema einu sinni!“ Snæbjörn Ingi Ingólfsson, viðmælandi Morgunblaðsins, er lengst til vinstri, við hlið hans Jónas Rafnar Ingason, andspænis Jónasi er Vilhelm Sigurðsson og lengt til hægri formaður klúbbins, Hreinn Sigmarsson. VISKÍVINIR STOFNA KLÚBB Merkileg menning VISS-SKÝ ER KLÚBBUR KARLA SEM ERU EINLÆGIR ÁHUGAMENN UM VISKÍ. FUNDAÐ VAR NÝLEGA Á VEITINGSTAÐ EINS MEÐLIM- ANNA, FRIÐRIKS V., SEM ELDAÐI HAGGISH OG EDINBORGARPYLSUR. OG SVO VAR AUÐVITAÐ SMAKKAÐ VISKÍ. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Það var glatt á hjalla þegar klúbbmeðlimir fengu sér haggish og Edinborgarpylsu, að hætti Friðriks V. Frá vinstri: Dagbjartur Vilhjálmsson, Guðmundur Þór Reynisson, Friðrik V. og Halldór Ingólfsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.