Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2012
Í
umræðum um síðustu atburði fyrir botni
Miðjarðarhafsins, átökin á milli Ísraels og
Hamas, hafa sérfræðingar bent mjög á, að
þótt hernaður af þessu tagi sé ekki nýr,
þá hafi eðli hans breyst mikið. Og í þeim
breytingum halli á Ísrael. Nefnt er þessu
mati til stuðnings að Egyptaland Morsis forseta sé
allt annað en Mubaraks, sem hafi lagt mikið upp
úr því að tryggja að samskipti við Ísrael, sem eiga
rót í svo kölluðum Camp David samningi, héldust í
meginatriðum.
Morsi lætur muna um sig
Sérfræðingarnir benda á að Morsi forseti standi
mun nær Hamas en Mubarak, enda tengi sameig-
inlegt Bræðralag múslima þessa aðila sterkum
böndum. Og þótt Morsi hafi gætt sín á að styggja
ekki Bandaríkin um of í þessari lotu, af fjárhags-
legum ástæðum, þá hafi honum þó tekist að færa
Hamas-samtökin upp um eitt þrep á stiga póli-
tískrar viðurkenningar. Þannig hafi Hamas í raun
verið meira en óbeinn samningsaðili í aðdraganda
þess vopnahlés, sem heldur enn, þegar þetta er
skrifað. Umræður í ýmsum fjölmiðlum í Ísrael ýta
undir þessa niðurstöðu og ganga þeir sumir svo
langt að segja að þess vegna megi líta á Hamas
sem eiginlegan sigurvegara átakanna, þótt mjög
hafi hallað á þá hernaðarlega, í manntjóni og fjár-
hagslegum skaða. En jafnvel í hernaðarlegum efn-
um hafi komið í ljós þættir sem ástæða sé fyrir
Ísrael að hafa áhyggjur af.
Heimatilbúin vopn
eða bara heimatilbúin rök
Sú mynd hefur verið dregin upp sums staðar á
Vesturlöndum (eins og var gert fyrir fáeinum dög-
um af Össuri Skarphéðinssyni) að Hamas sé að
slást við Ísrael með heimatilbúnum vopnum gegn
herveldinu. Árásir á óbreytta borgara í Ísrael eru
dregnar upp sem hluti af þessari samúðarfullu
mynd. Þær séu aldrei meining Hamasliða, en vopn
þeirra, sem búin séu til af vanefnum í þvottahúsinu
heima fyrir, geti bara ekki verið nákvæmari en
þetta. Þessi áróðurskenning hefur lengi gölluð ver-
ið, þótt í henni hafi verið hálfsannleikur eða a.m.k.
sannleikskorn. En í þeirri atlögu sem Hamas hóf nú
beittu samtökin miklu öflugri vopnum en áður, ekki
síst flaugum. Þær koma flestar frá Kína og Íran.
Flaugarnar eru langdrægari en þær sem Hamas
hefur áður notað og þeim var beint að almenningi í
Ísrael, og ekkert reynt að fela það. (Og eru þá orð
íslenska utanríkisráðherrans ekki talin með.)
Ný og aukin hætta
Hinar nýju flaugar og fjöldi þeirra sýna að til-
raunir Ísraels til að koma í veg fyrir að slík vopn
berist til Gaza takast ekki nema að litlu leyti.
Þessar staðreyndir hljóta að valda miklum áhyggj-
um í Ísrael. Og það getur verið rétt hjá sérfræð-
ingunum að „arabískar veðurbreytingar“ hafi hér
mikla þýðingu. Vorið í Egyptalandi og þau valda-
skipti sem því fylgdu, þýði að slaknað hafi á því
eftirliti með vopnasmygli, sem ríkið hafði skuld-
bundið sig til að tryggja.
Morsi forseti Egyptalands hefur smám saman
verið að sýna merki um að hann haldi um sífellt
fleiri spotta í valdakerfi landsins og hann gerist
sífellt djarftækari. Hann rak á sínum tíma æðstu
herforingjana úr embætti og nú hefur hann rekið
ríkissaksóknarann fyrir að taka ekki við fyrir-
mælum um að beita sér harðar gegn Mubarak,
fjölskyldu hans og aðilum tengdum gömlu vald-
höfunum. Og Morsi virðist ætla að ganga enn
lengra.
Nýr faraó?
Á ritstjórnarvettvangi þessa blaðs var bent á við
kjör Morsis að fjarri væri að leikið hefði verið til
enda í valdataflinu í Egyptalandi. Egypski herinn
hefði að vísu horfið um sinn til búða sinna og hefðist
ekki að. Herinn lék biðleik, en gaf ekki skákina.
Bent var á að ótímabært væri að álykta að hann
hefði þar með selt sig undir forsetann og viðurkennt
óskorað vald hans. Réttara væri að segja að herinn
biði átekta.
Herinn er brenndur eftir að hann náði ekki að
hemja aðförina að stjórn Mubaraks. Herinn átti
óhægt um vik því Bandaríkjastjórn hótaði að svipta
landið hernaðarlegri og efnahagslegri aðstoð ef her-
inn „stöðvaði hina lýðræðislegu þróun“.
Gamli forsetinn var heilsutæpur orðinn, lúinn og
óvinsæll. En þó að hið persónulega fall væri hans
fólust stórtíðindin fremur í vanmætti hersins, sem
Verður það
örugglega
til bóta?
* Þegar mótmæli almenningsaukast í Egyptalandi allt þar tilað svo er komið að lögreglan ein ræð-
ur ekki lengur við þau, og þegar ein-
ræðistilburðir Morsis verða komnir
upp í kok á valdamönnum vestra, er
ekki ólíklegt að egypski herinn haldi
aftur út úr búðum sínum.
Reykjavíkurbréf 23.11.12