Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Blaðsíða 47
ferðamönnum að heimsækja þennan stað. Og
svo er spurning hvernig ferðaþjónustan getur
nýtt sér það.“
Þór nefnir sem dæmi að eftir tökur á Bond
hér á landi á sínum tíma hafi Ferðamálaráð
nýtt sér það í New York, efnt til James Bond-
teitis fyrir ferðaskrifstofur þar í landi til þess
að kynna Ísland, en í myndinni var mikil ís-
höll á Jökulsárlóni. „Icelandair fór einnig í
kynningarherferð í kjölfarið á Die Another
Day á sínum tíma og Hrafninn flýgur hafði
gríðarleg áhrif á Íslandsmarkaðinn í Svíþjóð,
af því að myndin varð vinsæl þar. Stórmyndir
sem teknar eru á Íslandi geta haft áhrif, þó
að þær hverfist ekki endilega um Ísland í
handriti. Í þeim rannsóknum sem ég vísa til
kemur skýrt fram að þetta er ekki eini áhrifa-
valdurinn, heldur einn af mörgum sem hafa
áhrif á ákvarðanir fólks. Og nú erum við að
horfa á fjórar stórmyndir á einu sumri sem
hlýtur að bjóða upp á tækifæri í þessum efn-
um.“
Það þarf ekki að fela í sér að leikmynd sé
varðveitt eða eitthvað skilið eftir,“ að sögn
Þórs. „Það er nóg að vísa í það að þetta sé
staðurinn, fossinn eða húsið þar sem myndin
hafi verið tekin. Síðan er það undir sveit-
arfélögum á viðkomandi svæði og ferðaþjón-
ustunni komið að vinna úr upplýsingunum
fyrir ferðamenn, til dæmis með því að bjóða
upp á skoðunarferðir. Ferðirnar geta hugs-
anlega snúist um allt annað, en þessum
fróðleik verið skotið inn í til að
krydda frásögnina. Ég nefnt eina
hugmynd sem varðar Bat-
man-myndina sem tekin
var á Svínafellsjökli
fyrir nokkrum
á Íslandi höfum við aðgengi að snjó og jöklum
allt árið um kring.“
Það spilar líka inn í að uppgangur er í
kvikmyndagerð og framtíðarmyndir eða vís-
indaskáldsögur hafa átt upp á pallborðið hjá
framleiðendum. „Þar kemur Ísland sérlega
vel út með sína svörtu eyðisanda og hraun-
breiður. Það felst líka mikil náttúrufegurð í
auðninni, hana ber að varðveita, hún er mikil
auðlind.“
Svartur sandur og Öræfajökull séð frá Ingólfshöfða.
Svona verkefni byrja með því að við fáumsendar upplýsingar um landslag eðaskírskotanir sem menn eru að leita
að,“ segir Þór. „Oftast nær förum við á stúf-
ana og leitum að tökustöðum sem gætu pass-
að fyrir myndina og handritið. Ef það kveikir
í framleiðendum, þá koma fulltrúar þeirra til
landsins til að skoða þá tökustaði sem við
leggjum til, bæði með aðgengi í huga, árstíma
og annað sem viðkemur tökum. Svo gerist
þetta stig af stigi og fleiri skoðunarferðir
fylgja í kjölfarið, þangað til búið er end-
anlega að ákveða hvaða tökustaðir verða fyr-
ir valinu. Síðan hefst undirbúningur sem get-
ur tekið hálft eða heilt ár, allt þar til tökuliðið
kemur til landsins og byrjar að undirbúa tök-
ur.
Styrkleiki Ísland sem tökustaðar byggist í
grunninn á 20% endurgreiðslu á þeim kostn-
aði sem til fellur og góðu aðgengi að töku-
stöðum. „Styrkur Íslands er í raun sambland
af eldi og ís, svartir sandar og hraun, jök-
ulbreiður og jökultungur,“ segir Þór. „Við
getum jafnvel verið með skriðjökul norðan
megin við þjóðveg og
svarta eyðisanda sunnan
megin. Fjarlægðir eru
litlar og aðgengið gott,
þannig að við getum
jafnvel verið með
gjörólíka töku-
staði í innan við klukkutíma radíus. Ef við töl-
um um jökla, þá má nefna að íslensk ferða-
þjónusta hefur sérhæft sig í fólksflutningum
á jöklum og snjó og um slóða hálendisins á
sérútbúnum jeppum og trukkum. Það gefur
okkur forskot á mörg önnur lönd að geta far-
ið með tökulið á þessa staði. Svo hefur aðbún-
aður og aðgengi ferðaþjónustunnar að jökl-
unum stórbatnað síðustu tíu ár, sem er mikill
plús fyrir erlenda kvikmyndagerð, og hérna
Fegurð í auðninni
25.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47