Morgunblaðið - 13.12.2012, Síða 29

Morgunblaðið - 13.12.2012, Síða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012 Á ljósum Vegfarendur á götum höfuðborgarinnar eru margskonar og ekki láta allir kuldann reka sig inn í bifreiðar. Sumir fara um á hjólafákum, aðrir á tveimur jafnfljótum. Kristinn Í frumvarpi meirihluta stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar til stjórnarskip- unarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er ým- islegt forvitnilegt að finna, sumt hreinar perlur. Þar er t.d. að finna 97. greinina um sjálfstæðar ríkisstofnanir. Væntanlega hefur frétta- maður sem lagði stund á lög- fræði fyrir rúmum 50 árum og jafnvel fleiri snillingar komið að gerð hennar. Með lögum sem eru samþykkt með 2/3 hlutum atkvæða á Alþingi má, sem sé, kveða á um að tilteknar stofn- anir ríkisins sem gegna mikilvægu eft- irliti eða afla upplýsinga sem nauðsyn- legar eru í lýðræðisþjóðfélagi njóti sérstaks sjálfstæðis. Starfsemi slíkra stofnana verður ekki lögð niður, henni breytt að verulegu leyti eða hún fengin öðrum stofnunum nema með lögum sem eru samþykkt með 2/3 hlutum atkvæða á Alþingi. Ekkert segir um það í frumvarpinu hvenær og hvar þetta eigi við. Á þetta skv. orðanna hljóðan ekki við um allar stofnanir ríkisins sem gegna mikilvægu eftirliti eða afla upplýsinga sem nauð- synlegar eru í lýðræðisþjóðfélagi, njóta sérstaks sjálfstæðis og hafa notið þess trausts að þingið hefur samþykkt starf- semi þeirra með lögum sem samþykkt hafa verið með 2/3 hlutum atkvæða á Al- þingi? Starfsemi stofnananna verður ekki heldur breytt að verulegu leyti. Hvað þýðir þetta? Jú, fækkun starfsfólks svo einhverju skipti er þar með óheimil. – Rás 2 aflar upplýsinga. Hana má lík- lega ekki leggja niður eða fækka þar fólki. Tímabundnar stofnanir, svo sem Umboðsmaður skuldara, eru líklegast orðnar varanlegar, svo og fjöldi starfs- fólksins að mestu. Sendiráð afla upplýs- inga. Má breyta þeim að verulegu leyti? Og svo má áfram halda; endalaust. Að vísu er ráðagerð um það í grein- argerð að þessu séu takmörk sett: „Þessu ákvæði er ætlað að standa vörð um starfsemi og sjálfstæði ríkisstofnana sem þurfa samkvæmt eðli máls að geta starfað sjálfstætt og í friði fyrir pólitískum afskiptum meirihluta og jafnvel minni- hluta hverju sinni. Löggjaf- anum er falið að meta hvaða stofnanir skuli falla undir ákvæðið, en þó með þeirri takmörkun að þær gegni mikilvægu eftirliti eða afli upplýsinga sem eru nauðsynlegar í lýðræðis- þjóðfélagi. Í umræðu í Stjórnlagaráði voru nefndar í þessu sambandi nokkrar helstu eftirlits- og gagnaöflunarstofnanir á sviði efnahagsmála, svo sem Seðla- banki, Fjármálaeftirlit, Samkeppniseft- irlit og Hagstofa Íslands. Þá má nefna til sögu stofnanir sem gegna mikilvægu eft- irliti og gagnaöflun á sviði umhverf- ismála.“ „Gert er ráð fyrir að verndin sem ákvæðið mælir fyrir um sé veitt með því að tiltaka í lögum að nafngreind stofnun njóti sérstaks sjálfstæðis skv. 97. gr. stjórnarskrár.“ En þessi orð hafa bara ekki ratað inn í frumvarpið og hafa því ekkert lagagildi. – Þessi hraksmán- arlega smíð 97. greinar frumvarpsins er bara eitt dæmi af aragrúa úr frumvarp- inu. Væri ekki ráð að þetta fólk tæki næst að sér læknis- og hjúkrunarstörf? Það er jú búið að afgreiða lagaþekk- inguna. Um skipan dómsvaldsins, annarra en Hæstaréttar, segir hins vegar ekkert slíkt. Skipan dómsvaldsins, þar á meðal dómstig og fjölda dómara, skal ákveða með lögum. Sjálfstæði dómstóla skal tryggt með lögum, o.s.frv. Enda sat hvorki dómari né lögmaður í Samfylk- ingarráðinu sem samdi Samfylking- arskrána. – Þurfti allt þetta skemmd- arverk til, til að geta afnumið fullveldi Íslands á góðum degi sem hentar Sam- fylkingunni og tveimur bandingjum hennar? Eftir Einar S. Hálfdánarson » Þurfti allt þetta skemmd- arverk til, til að geta af- numið fullveldi Íslands? Einar S. Hálfdánarson Höfundur er löggiltur endurskoðandi og hæstaréttarlögmaður. Frumvarp um stjórnarskrá Íslands Oscar Wilde sagði eitt sinn að hann gæti staðist allt nema freist- ingar. Fyrir stjórnlynda stjórn- málamenn á borð við Ögmund Jón- asson er sömuleiðis fátt meira freistandi en gott tækifæri til að stjórna freistingum annarra enda eru stjórnlyndir að öllu jöfnu ófær- ir um að hafa stjórn á eigin of- stjórnunaráráttu. Þó að Ögmundur Jónasson sé þekktur fyrir flest annað en aðdáun sína á frelsi einstaklingsins til að taka sjálf- stæðar ákvarðanir um eigið líf, er óhætt að full- yrða að stjórnlyndisæði ráðherrans og ofstæk- isflokks hans, VG, hafi náð nýjum hæðum með lagafrumvarpi um svokallaða „Happdrætt- isstofu“ sem líklega væri nær að kenna við stjórnlyndisfíkilinn og kalla Ögmundarstofu. Fjárhættuspil þar sem veðjað er á móti hug- búnaði sem forritaður er til þess að bera sigur af hólmi má segja að sé ígildi skattlagningar á heimsku. Því má segja að tilvonandi „Happ- drættisstofa“ Ögmundar sé tilraun til þess að vinna á heimsku með stjórnvaldi. Eins og frum- varp Ólínu Þorvarðar um niðurgreiðslu á galdralækningum sýnir, er fátt svo heimskt að stjórnlyndir sjái ekki tækifæri til að sólunda al- mannafé í opinberar „lausnir“, svo dæmi sé tek- ið af handahófi. Líkurnar á að mælanlegur ár- angur verði af happdrættisstofu Ögmundar eru reyndar slíkar að líklega væri vænlegra að nið- urgreiða heimsku spilafíkla beint þannig að þeir verði ekki fyrir fjárhagstjóni frekar en að ráð- ast í stofnun og rekstur heillar stofnunar. Hug- myndin að Happdrættisstofu er því heimskari en sú heimska sem henni er ætlað að fyrir- byggja. Til einföldunar má skipta fjárhættuspili þjóð- arinnar í tvennt. Annarsvegar innlenda spila- kassa og happdrættismiða sem hver sem er get- ur keypt, börn jafnt sem fullorðnir, andlega vanheilir sem heilbrigðir. Þá starfsemi telur Ög- mundur að „njóti virðingar og sé samfélaginu mikilvæg“. Hinsvegar eru erlendar veð- málasíður sem samkvæmt Ögmundi eru upp til hópa reknar af alþjóðlegum glæpahringjum sem af einhverjum ástæðum takmarka þó aðgang við þá sem hafa greiðslukort og náð hafa 18 ára aldri. Að stöðva hið síðarnefnda er að mati Ög- mundar hvorki meira né minna en „brennandi“ málefni og það þó að um 99% þjóðarinnar stundi alls ekki neins konar netspilun. Ögmund- ur telur erlendar veðmálasíður hina mestu vá en engu að síður „… nauðsynlegt að fólki standi til boða sambærileg spil á vegum trúverðugra íslenskra fyrirtækja“. Engu skiptir þó að íslenskir veð- bankar bjóði mun óhagstæðari þjónustu, þ.e. verri stuðla í veð- málum heldur en erlendir keppi- nautar. Hér er því ámóta virðing borin fyrir hagsmunum neytenda eins og t.d. með innflutnings- höftum á landbúnaðarvörum. Ögmundur ætlar að „koma í veg“ fyrir eitthvað sem hann flokkar sem „ólöglega netspilun á erlendum sem innlendum vefsíð- um“. Til að leysa slíkt er Ögmundur trúr rótum sínum og horfir til þess hvernig sósíalísk ríki á borð við Kúbu, Kína og Norður-Kóreu leysa slík mál með ritskoðun á netinu og skorðum við notkun greiðslukorta. Ekki fylgir þó með frum- varpinu ítarleg útflærsla, t.d. um hvernig loka eigi fyrir notkun erlendra greiðslukorta á er- lendum síðum, hvernig hægt verði að stöðva notkun íslenskra greiðslukorta ef korthafi ferðast erlendis, hvort tengingar við greiðslu- miðlunarkerfi á borð við PayPal, sem aldrei mun beygja sig fyrir meinlokuhugmyndum Ögmund- ar, verði bannaðar, nú eða hvort úlendingum á Íslandi verði meinaður aðgangur að erlendum síðum sem Ögmundi eru ekki þóknanlegar. Veruleikafirring Ögmundar er reyndar slík að í greinargerð með frumvarpinu er beinlínis við- urkennt að: „Enginn vafi er á því að greiðslu- miðlunarbann telst hindrun á þjónustufrelsi í skilningi Evrópuréttar.“ Að viðurkenna lögbrot í greinargerð með lagafrumvarpi hlýtur að vera nýlunda hér á landi og verðugt rannsóknarverk- efni fyrir svokallaða stjórnsýslufræðinga. Fyrir flest hófsemdarfólk eru veðmál eitthvað sem við viljum sem minnst vita af og allir hafa heyrt reynslusögur af fíklum sem ánetjast slíkri iðju. Því er viðbúið að flestum þyki einfaldlega bara þægilegt að losna við vandamálið með laga- boði. Því er til að svara að sögulega hverfa þjóð- ir sjaldnast í einni svipan frá frelsi til alræðis heldur er einstaklingsfrelsið étið einn bita í einu, ávallt með göfugum tilgangi hverju sinni. Fjárhættuspil er hinsvegar löstur en ekki glæp- ur. Eftir Arnar Sigurðsson Arnar Sigurðsson Ögmundarstofa Höfundur starfar á fjármálamarkaði. »Hugmyndin að Happdrættis- stofu er því heimskari en sú heimska sem henni er ætlað að fyrirbyggja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.