Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012 ✝ Kristín Bald-ursdóttir fædd- ist í Reykjavík 22. janúar 1982. Hún lést í Reykjavík 3. desember 2012. Foreldrar Krist- ínar voru hjónin Karítas Kvaran, forstöðumaður Al- þjóðaskrifstofu Há- skóla Íslands, og Baldur Guðlaugs- son, lögfræðingur og fyrrver- andi ráðuneytisstjóri. Systkini Kristínar eru Arnaldur Skúli, f. 1971, Ólafur Hrafnkell, f. 1978 og Þórhildur, f. 1987. Kristín lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2001 og BA-prófi í stjórn- börnum og unglingum. Vetur- inn 2011-2012 var hún aðstoðar- kennari í ensku við grunn- og framhaldsskóla í Madrid. Eftir að Kristín lauk stúdentsprófi var hún einn vetur við sjálf- boðastörf á Spáni á vegum Al- þjóðlegra ungmennaskipta (AUS) þar sem hún aðstoðaði börn og unglinga sem bjuggu við erfiðar félagslegar aðstæður við heimanám. Eftir heimkomu tók hún um nokkurt skeið virk- an þátt í starfi AUS hér á landi og var m.a. formaður samtak- anna 2004-2005. Kristín lærði á fiðlu og þverflautu sem barn og tók þátt í kórstarfi frá unga aldri. Hún söng m.a. í Graduale- kór Langholtskirkju, kór Menntaskólans í Reykjavík, Há- skólakórnum, Mótettukór Hall- grímskirkju og kór Complu- tense-háskólans í Madrid. Útför Kristínar fer fram frá Áskirkju v. Vesturbrún í Reykjavík í dag, 13. desember 2012, og hefst athöfnin kl. 13. málafræði og spænsku frá Há- skóla Íslands árið 2006. Er hún lést var hún við meist- aranám í þýðingar- fræðum og spænsku við Há- skóla Íslands sem hún hugðist ljúka næsta vor. Kristín tók hluta af náminu sem skiptinám við háskóla í Madrid á Spáni. Krist- ín stundaði ýmis störf með námi og eftir að hún lauk BA-prófi. Hún vann m.a. sem verkefna- stjóri hjá AFS á Íslandi, sem rit- stjóri vefja í markaðsdeild Húsasmiðjunnar og Blómavals og sem frístundaráðgjafi með Mér er minnisstætt hversu glaðvær og hláturmild Kristín var strax sem lítið barn. Það þurfti ekki mikið til að kalla fram fallega brosið hennar og hún hreinlega geislaði af gleði og hamingju. Hún var einnig ein- staklega falleg, með stór blá augu og hvítar krullur. Þetta fallega barn vakti mikla athygli og það gerðist oft á ferðalögum erlendis, að ókunnugir nálguðust hana, til að virða betur fyrir sér. Þetta framkallaði iðulega stærðarinnar bros og skríkjandi hlátur hjá Kristínu sem smitaði gleði út frá sér. Eitt sinn þegar Kristín var í grunnskóla vantaði einhvern til að leika engil í hæfileikakeppni. Kristín var hið augljósa val. Annað sem gerði Kristínu sér- staka var gott hjartalag hennar og umhyggja fyrir öðrum. Eitt skiptið þegar Kristín var barn að aldri bárust ömmu okkar sorgar- fréttir, Kristín var of ung til að skilja það sem gerst hafði, en skynjaði sorg ömmu sinnar, hljóp til hennar, faðmaði hana að sér og grét sáran. Þegar Kristín lauk stúdents- prófi einsetti hún sér að ferðast til útlanda og stunda sjálfboða- störf. Hún dvaldist á Spáni og að- stoðaði börn sem bjuggu við erf- iðar aðstæður. Tungumál lágu einkar vel fyrir Kristínu og eftir þessa dvöl gat hún talað spænsku en gat auk þess talað ensku, dönsku, þýsku og frönsku. Eftir að hafa lokið námi í stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands ákvað Kristín að beina kröftum sínum að tungumálanámi og lauk námi í spænsku og var við fráfall sitt ná- lægt því að ljúka meistaranámi í þýðingarfræðum. Hún dvaldist við nám og störf í Madrid á Spáni um tveggja ára skeið og full- komnaði spænskukunnáttu sína og naut spænskrar menningar sem hún hafði mikið dálæti á. Það var virkilega gaman að heim- sækja hana til Madridar og njóta leiðsagnar hennar um borgina. Hún kynnti manni sína uppá- haldsstaði og var frábær leið- sögumaður, fór sér í engu óðs- lega, hafði ekki áform um að dekka alla helstu túristastaðina, heldur fór um í rólegheitum, gaf sér tíma á hverjum stað og tryggði að við fengjum einnig notið samverunnar. Björt og fallega ásjóna Krist- ínar fylgdi henni alla tíð og einnig umhyggja hennar gagnvart öðr- um. Hún lét aldrei styggðaryrði falla um nokkurn mann þó eflaust hafi stundum verið ástæða til. Kristín hafði stórt en óvarið hjarta en auk þess mikið stolt og lét því aldrei í ljós ef henni sárn- aði eitthvað. Síðastliðin ár skynjaði maður það að Kristínu liði ekki alltaf vel, því þótt brosið væri enn til staðar þá var depurð í augunum. Þegar Hekla, dóttir mín, fædd- ist síðasta vor samgladdist Krist- ín mér innilega og var æ síðan manna duglegust við að spyrjast frétta, hrósa og gleðjast yfir litlu frænku sinni. Hekla fer á mis við svo ótrúlega mikið að fá ekki að kynnast Kristínu betur, en við sem eftir erum munum segja henni frá Kristínu frænku sinni og hversu falleg og einstök hún var. Sofðu rótt, elsku systir mín. Þinn bróðir, Ólafur (Óli). Þegar ég hugsa til elsku Krist- ínar minnar og allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman, fyll- ist hjarta mitt gleði. Þegar við hittumst í fyrsta sinn, fyrir sjö ár- um, færði hún mér fallega gjöf, kærleikstré, sem skyldi færa mér gleði og hamingju. Gjöfin gladdi mig mikið og gerir enn og mér varð strax ljóst að Kristín var yndisleg stúlka og besta mág- kona sem ég gat hugsað mér. Mér fannst ég alltaf velkomin og mikils virði í návist Kristínar. Á liðnum árum áttum við saman margar góðar stundir, í Seattle, Berlín, Madrid, Kaupmannahöfn og ekki síst á Íslandi. Kristín var sérlega umhyggjusöm og fólki leið vel í félagsskap hennar. Þessi eiginleiki gerði hana að einstakri manneskju. Ég minnist allra stundanna, þar sem við sátum saman og ræddum framtíðar- drauma og tilgang lífsins yfir te- bolla. Það er svo margt sem ég hlakkaði til að gera með henni. Það fyllir mig yfirþyrmandi sorg að hún skuli farin frá okkur. Kristín var mér sem systir og mun ávallt eiga stað í hjarta mínu. Eitt sinn var sólskinið einungis sól- skinið, indælt og gullbjart að sjá. Nú eru alheimsins áhyggjur komnar og eiga að dragast frá. Fengi ég viðtal hjá veraldarstjórninni viki ég orðum að því að fá okkar skuldlausa, gamla og gullna og glaðværa sólskin á ný. (Piet Hein. Þýð. Helgi Hálfdánarson) Charlotte. Ég á enn erfitt með að átta mig á atburðarás síðustu daga. Í hug- anum hef ég þrætt göturnar í Laugarnesinu og leitað skjóls í fallegum minningum um mína elskuðu frænku og bernskuvin- konu. Myndir af okkur skjóta upp kollinum hér og þar. Við sem börn að borða stafasúpu á Lau- gateignum, í leit að fjögurra blaða smára á Hraunteigi, að leik á skólalóðinni við Laugarnes- skóla og á rölti í gegnum Laug- ardalinn að ræða yfirgang eldri bræðra og skipuleggja mótað- gerðir. Þegar ég rifja upp barnæsk- una birtist ævinlega mynd af okkur Kristínu saman. Við bjugg- um í sama hverfi og nutum þess hve nánar fjölskyldur okkar voru. Við eyddum saman öllum stund- um og vorum vinkonur í blíðu og stríðu. Kristín var sérlega traust og góð vinkona. Hún var ljúf og brosmild og til hennar var gott að leita þegar eitthvað bjátaði á. Á unglingsárunum fórum við í ólíkar áttir og síðar áttum við eft- ir að dveljast í ólíkum landshlut- um og hvor í sínu landinu. Stund- um leið langur tími á milli þess sem við hittumst og stundum komu hnökrar á samband okkar. Við náðum alltaf saman aftur og fyrir það er ég þakklát. Vinátta okkar var djúp og sérlega dýr- mæt. Hvorug okkar átti margar vinkonur frá barnæsku en við átt- um alltaf hvor aðra. Og fleiri minningar streyma að: Við á bar á Akureyri að reyna að tala saman á spænsku. Hlaup- andi upp og niður Klapparstíginn að reyna að handsama innikött sem hafði sloppið út og fundið langþráð frelsi. Að drekka súkkulaðite úr fallega doppótta katlinum þínum á Meistaravöll- um og eiga saman notalega stund. Gönguferð í kringum tjörnina með Huga minn í barna- vagni nú í haust og rabb um lífið, tilveruna og fólkið okkar. Við átt- um saman falleg og hlý samtöl stuttu áður en hún fór. Það er í senn hjartsárt og huggandi. Nú hefur hún fundið frið, elsku frænkan mín. Ég reiknaði alltaf með því að við myndum fylgjast að og verða samferða í gegnum lífið og það er óbærilegt að hugsa til þess að við munum ekki hittast aftur. Þetta eru þungbær tímamót, ég hef misst mína bestu vinkonu. Elsku Baldur, Kaja, Óli og Þórhildur. Hugsanir mínar eru hjá ykkur ávallt. Megi Guð vaka yfir ykkur á þessum erfiðu tímum. Fljótt líður hver draumur, og fljótt líður hver stund, fljótt lokast vor augu í hinum síðasta blund. Þá byrjar eilíf æska og eilíft tímabil, og aldrei mun þá skilnaður framar vera til. (Undína.) Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir. Líkt og skáldinu á Borg forð- um tíð, þá er mér tregt tungu að hræra, þegar ég kveð nú ná- frænku mína, unga, efnilega stúlku á besta aldri, sem hefur yf- irgefið okkur alltof fljótt, og eftir stöndum við, fjölskylda, ættingj- ar og vinir, sorgmædd með spurningar á vörum, sem aldrei fást svör við. Kristín var ein af uppáhalds- frændbörnum mínum, afar góð og elskuleg stúlka, sem mikil eft- irsjá verður að. Hún var líka af- skaplega hæfileikarík og greind stúlka, sem gaman var að hitta og tala við og átti vissulega framtíð- ina fyrir sér. Því sárar er að vita, að hún skuli nú vera horfin á braut inn í hina himnesku hásali, þar sem hún mun án efa syngja með öðrum englum jólabarninu til lofs og dýrðar, og við munum hitta hana aftur, þegar okkar tími kemur. Guð varðveiti hana þar að eilífu. Foreldrum hennar, systkinum og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð og bið algóð- an Guð að styrkja þau og styðja á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning þessarar elskulegu frænku minnar. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Það var mikið áfall að heyra af fráfalli elskulegrar frænku okkar Kristínar. Ótal minningar hrannast upp, t.d. frá Kaplaskjólsvegi, Hraun- teignum og Hvassaleitinu. Krist- ín með ljósu lokkana, ómótstæði- lega brosið og smitandi hláturinn. Það var ætíð svo gott að vera í návist hennar. Kristín var alltaf svo góð við alla og fyrst til að rétta fram hjálparhönd, sama hvað á bjátaði. Einlægari, yndislegri og hjarta- hlýrri manneskju var ekki hægt að hugsa sér. Elsku Baldur, Kaja, Óli, Þór- hildur og Arnaldur, við sendum ykkur allan þann kraft sem hugs- ast getur til að takast á við þessa miklu sorg. Við erum sannfærð um að Kristín hvílir nú sæl og glöð í faðmi afa Guðlaugs. Við munum varðveita minn- inguna um Kristínu frænku okk- ar alla tíð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Karen og Guðlaugur. Elsku frænka. Það er svo sárt og óraunveru- legt að þurfa að horfast í augu við að þú sért farinn. Þakka þér fyrir alla hlýjuna og nærveruna þína. Ég man eftir hlátrinum þínum, glettnislegu brosi. Hvað þú varst hjálpsöm og styðjandi og hvað það var gott að tala við þig. Ég man aldrei eftir að hafa heyrt þig tala illa um annað fólk eða að þú hafir tekið þátt í þannig umræðu. Að þessu leyti, og á svo marga aðra vegu, varstu einstök. Elsku frænka, það voru for- réttindi að fá að kynnast þér. Minningin um þig er af fegurð og hlýju. Einar frændi. Það er margs að minnast þeg- ar við kveðjum Kristínu, ástkæra frænku og vin sem hefur verið órjúfanlegur hluti tilveru okkar síðustu 30 árin. Ekkert okkar grunaði að leiðir myndi skilja svo skjótt og við gerðum svo sann- arlega ekki ráð fyrir öðru en að Kristín tæki þátt í gleði og sorg- um fjölskyldunnar hér eftir sem hingað til. Við minnumst þess þegar Kristín kom í heiminn og við fylgdumst með henni vaxa úr grasi, lítilli hnátu umvafinni ást og umhyggju foreldra sinna. Kristín var frá fyrstu stund mikill gleðigjafi, hláturmild, fínleg og falleg. Hún var smávaxin fram eftir aldri og þótt hún væri skýr og kotroskin var hún af og til lítil í sér. Á slíkum stundum sótti hún styrk til foreldra sinna og systk- ina. Þannig er okkur minnisstætt hvernig faðir hennar kenndi henni að hjóla með því að hlaupa með henni kvöld eftir kvöld úti á lóð Laugarnesskóla þar til hún hafði náð nægri færni á reiðhjól- inu sínu til að taka þátt í leikjum jafnaldranna sem brunuðu um hverfið. Og móðir hennar var ætíð reiðubúin að stappa stálinu í litlu stúlkuna sína og hvetja hana til dáða. Fjölskyldurnar eru nákomnar og hafa lengst af búið í nágrenni hvor við aðra, auk þess að eiga saman unaðsreit við Þingvalla- vatn. Þær frænkur og jafnöldrur, Kristín og Hrafnhildur dóttir okkar, eyddu því löngum stund- um saman á uppvaxtarárunum. Í minningunni eru þær næstum sem ein að bardúsa við eitthvað skemmtilegt heima fyrir, skott- ast um Teigana, sinna sameigin- legri tómstundaiðju eða syngja, spila eða bara stússa saman í sveitinni. Menntaskólaárin og fyrstu há- skólaárin voru sérlega góður tími í lífi Kristínar. Hún blómstraði í námi og félagsstarfi, söng í kór og um tíma tók hún þátt í störfum hjálparsveitar. Frá henni stafaði hlýju og væntumþykju og hún var afar ræktarsöm við þá sem næstir henni stóðu. Síðustu tvö árin dvaldi Kristín að mestu við nám og störf á Spáni en við heim- komuna síðastliðið sumar var augljóst að henni leið ekki vel. Það var aðdáunarvert að fylgjast með því hve foreldrarnir og systkinin lögðu sig fram um að styðja hana. Vegna þess hvað Kristín var eljusöm í veikindum sínum og sinnti náminu vel grun- aði engan hve þungbær líðan hennar var. Hún vildi hins vegar ekki íþyngja öðrum með erfið- leikum sínum og kaus að takast á við þá á sinn hátt. Því kom fráfall hennar öllum í opna skjöldu. Það er afar sárt að sjá á eftir Kristínu en minningarnar um ljúfa stúlku og góðan vin munu lifa í hugum okkar og hjörtum. Snæfríður og Gunnar. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Elsku Baldur, Karítas, Arn- aldur, Ólafur og Þórhildur, við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð. Minningin um góða vinkonu lifir í hjörtum okkar. Þórhildur og Ágústa. Þau hræðilegu tíðindi sem mér bárust fyrir rúmri viku voru svo óraunveruleg og eru enn. Að þessi yndislega stelpa, sem ég var svo heppinn að kynnast í gegnum vináttu mína við Óla, væri ekki lengur á meðal vor. Þegar ég minnist Kristínar er brosið það fyrsta sem kemur upp í hugann. Fallegra og bjartara bros verður vart fundið. Þegar ég kom í heimsókn á Laugarásveg- inn og hún var heima tók hún allt- af á móti manni brosandi og lýsti upp allt í kringum sig. Fyrir mér þá lýsir einmitt þetta einlæga og fallega bros hvernig karakter Kristín hafði að geyma. Kristín var yndisleg stelpa, skemmtileg, hlý, með þægilega nærveru og sýndi því sem maður hafði frá að segja alltaf raunverulegan áhuga, þó svo sumt af því hafi nú ef til vill ekki verið mjög áhugavert. Slík- ur eiginleiki er sjaldséður í fólki en þann eiginleika kann ég virki- lega að meta. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Kristínu og finnst sárt að þurfa að kveðja hana í dag. Kristínar verður sárt saknað um ókomna framtíð. Kæra fjölskylda, missir ykkar er mikill, megið þið finna styrk hvert í öðru til að takast á við sorgina. Guðmundur Sigbergsson. Orð mega sín lítils til að tjá til- finningar sínar þegar ástkær vin- kona fellur frá í blóma lífsins. Fregnin um fráfall minnar gömlu bekkjarsystur og vinkonu, Krist- ínar Baldursdóttur, kom sem reiðarslag sem erfitt er að sætta sig við. Fáar manneskjur, sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, bjóða af sér svo mikinn þokka og birtu sem Kristín gerði. Hún var ein af okkur sjö sem fórum saman í MR úr Lauga- lækjarskóla og milli okkar mynd- uðust sterk vináttubönd. Eitt af því sem við Kristín áttum sam- eiginlegt var að feður okkar höfðu starfað saman í ungliða- hreyfingu Sjálfstæðisflokksins hér á árum áður og við göntuð- umst stundum með það, sérstak- lega um ljósmyndina af þeim tveimur með Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Í seinni tíð vorum við mest- megnis sitt í hvoru landinu, en við reyndum þó ávallt að hittast og ræða málin þegar tækifæri gáf- ust til. Kristín var þá, eins og hún hafði alltaf verið, björt og skemmtileg og þannig verður hún í minningu minni og allra þeirra sem urðu þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast henni. Hugur minn hvílir hjá fjöl- skyldu Kristínar á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning minnar kæru vinkonu. Stefán Gunnar Sveinsson. Samferð okkar með yndislegri vinkonu er á enda í bili og við sitj- um eftir í tárum, söknuðurinn nístir hjartað. Það er svo óskilj- anlegt að þurfa að halda áfram að lifa án Kristínar. En minningarn- ar um vináttu okkar og samveru- stundir fylla okkur þakklæti fyrir að hafa átt svona góðan og trygg- an vin. Við munum aldrei gleyma. Við huggum okkur við þá til- hugsun að hittast aftur í ríki Krists þar sem ekkert fær aftur skilið okkur að, því „dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er fram- ar til.“ (Opb. 21:4). Hvíl í friði, elsku vinkona. Karítas, Baldur, Arnaldur, Óli og Þórhildur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að veita ykkur styrk. Þóra Lilja og Helga. Elsku fallega Kristín, ég vil ekki trúa því að það sé komið að kveðjustund. Ég man þegar við hittumst fyrst í félagsmiðstöðinni Árseli þar sem Aus var með mót- tökuráðstefnu fyrir erlenda sjálf- boðaliða. Ég tók strax eftir því hversu mikla útgeislun þú hafðir og varst einstaklega hlý og vina- leg. Svona varstu alltaf, svo hlý, góð, dugleg og umhyggjusöm. Við störfuðum saman í stjórn Aus í nokkur ár. Það var mjög gefandi tími og upphaf að okkar vinskap. Seinna leigðum við sam- an á Hrannarstígnum og áttum þar margar góðar stundir. Þótt leiðir okkar hafi ekki legið jafn- mikið saman síðustu ár reyndum við þó að hittast af og til en alltof sjaldan. Ef mögulegt væri að sjá fram í tímann þá hefði ég sann- arlega nýtt tímann betur. Ég er þakklát fyrir heimsóknina þína um daginn, að þú sást litla dreng- inn minn, en svo sorgmædd yfir að hann skuli ekki fá að kynnast þér. Ég er þakklát fyrir vinskap okkar, fyrir þann tíma sem við áttum saman og hafa kynnst eins miklum öðlingi og þú varst. Eftir lifir minningin um einstaka manneskju. Megi Guð vera með þér elsku vinkona. Ég votta fjölskyldu Kristínar alla mína samúð. Áslaug Ármannsdóttir. Skólasystir okkar, Kristín Baldursdóttir, er fallin frá, langt um aldur fram. Fregnin af and- láti hennar fyllti okkur sorg og við minnumst yndislegrar stúlku með mikilli hlýju. Kristín setti sterkan svip á hópinn okkar í grunnskóla en hún var brosmild og glettin, félagslynd og vildi öll- um vel. Hún var trygg og sönn vinkona. Kristín Baldursdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.