Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 56
FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 348. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Jón Gnarr sendi bréf til Obama 2. Linda Pé er orðin dökkhærð 3. Spilavíti lokað og 8 handteknir 4. Liggur við að manni verði flökurt »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tveir aðalrapparar afró-karabísku hipphopp-hljómsveitarinnar The Welfare Poets frá Harlem í New York, M.I.C og Rayzer Sharp, koma til landsins í næstu viku og munu þeir halda tónleika, flytja fyrirlestra og standa fyrir vinnusmiðjum. Welfare Poets beita sér fyrir félagslegu rétt- læti og hafa um 15 ára skeið barist gegn kúgun, mismunun og ójafnrétti með tónlistarflutningi sínum. Með röppurunum kemur kvikmyndatöku- maður sem mun m.a. skrásetja heim- ildir um málefni flóttamanna hér á landi og stendur einnig til að taka upp myndband. Rapparar úr Welfare Poets væntanlegir  Matreiðslubók- in Heilsuréttir fjölskyldunnar, eftir Berglindi Sigmarsdóttur, hefur verið til- nefnd til al- þjóðlegu Gour- mand-matreiðslubókaverðlaunanna, í flokki bóka um heilsu og næringu. Tilnefnd til Gour- mand-verðlauna  Ferðafélag Íslands heldur í kvöld kl. 20 Aðventukvöld í sal félagsins í Mörkinni 6, helgað skáld- sögu Gunnars Gunnars- sonar, Aðventu. Sigur- jón Pétursson sýnir ljósmyndir af Mývatns- öræfum og Pétur Eggerz flytur einleik sem byggður er á Að- ventu. Aðventa hjá Ferðafélagi Íslands Á föstudag Austan og norðaustan 10-20 m/s, hvassast með SA-ströndinni. Dálítil él SA- og A-lands. Frost 0 til 12 stig. Á laugardag Norðaustan 8-18 og áfram hvassast SA-til. Él N- og A-lands, en bjartviðri SV-til. Frost víða 0 til 5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 5-15 m/s, hvassast syðst. Dálitlar skúrir eða él með SA- og A-ströndinni, en bjartviðri V- og N-lands. VEÐUR Keflavíkurkonur eru óstöðvandi Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari danska handknattleiksliðsins Viborg, stóð í ströngu í gær en stíf fundahöld voru hjá félaginu með leikmönnum liðsins og þjálfara í kjölfar þeirrar ákvörðunar stjórnarinnar að allur kraftur yrði settur í kvennaliðið en karla- liðið, sem Óskar Bjarni stýrir, yrði hálfpartinn leyst upp. »3 Óvissa hjá Óskari Bjarna hjá Viborg Stefán Rafn Sigurmannsson fór vel af stað með þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen í gærkvöld en Haukamaðurinn snjalli lék þá sinn fyrsta leik með liðinu. „Tilfinningin var rosalega góð,“ sagði Stefán við Morgunblaðið eftir leikinn en hann skoraði sigurmarkið þegar Löwen lagði Magdeburg í fram- lengdum bikarleik. »1 Stefán Rafn fór vel af stað með Löwen ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Stekkjarstaur kom til byggða í fyrri- nótt. Hann lagði leið sína í Þjóðminja- safnið í gær og hitti þar fyrir stillt og prúð börn úr Austurbæjarskóla. Á meðan börnin biðu eftir honum sátu þau á gólfinu og sungu hástöfum jóla- lög af mikilli innlifun. Fagnaðarfundir urðu þegar Stekkjarstaur lét loksins á sér kræla, eftir töluverða bið. Hann var í sínu fínasta pússi; með sauðskinnsskó á fótum, belgvettlinga og í hlýjum ull- arflíkum, og að sjálfsögðu með staf í hendi. Börnin voru að vonum ánægð að sjá fyrsta jólasveininn og fóru öll á ið, svo sá undir iljarnar á nokkrum. Þau reyndu flestöll að ná tali af Stekkjar- staur og vildu ólm segja honum frá glaðningnum sem hafði beðið þeirra um morguninn. Stekkjarstaur rifjaði upp með krökkunum hvaðan nafngift hans væri komin. Hann sagði þeim að í gamla daga hefði hann alltaf verið að laumast í að drekka mjólkina úr án- um þegar búið var að mjólka þær. Hann beið ævinlega við stekkinn, eins og staur, eftir að mjaltakonurnar hefðu lokið störfum. En þegar hann ætlaði að hreyfa sig var hann svo stirður að hann átti erfitt með að hreyfa sig. Stekkjarstaur viðurkenndi að hann væri mjólkursjúkur. Þá spurði eitt barnanna, af hverju hann héti þá ekki Mjólkurstaur. Hann var ekki alveg dús við það og sagðist kunna ágætlega við nafnið sitt. Gotterí í skóinn Margir velta fyrir sér stærð og lögun gjafanna, sem liggja í litlu skónum sem standa núna í gluggasyll- unum. Einn af þeim er Gísli Björgvin Gíslason. Hann skrifaði opið bréf til jólasveinanna og fjölskyldu þeirra sem birtist í net- heimum. Margir facebook-notendur deildu greininni og miklar umræður spunnust um innihaldið. Þar hvetur Gísli jólasveinana til að stilla gjöfunum í hóf og gleyma sér ekki í að gefa dýrar gjafir. Hann segir ennfremur: „Mig langaði bara aðeins að minna þig á tilganginn með þess- um gjöfum þínum; að gleðja lítil börn og stytta biðina eftir jólunum.“ Gleði barnanna í Þjóðminjasafninu var ósvikin þegar þau veifuðu dótinu sem Stekkjarstaur hafði gaukað að þeim yfir nóttina. Eflaust leggja mörg börn glaðbeitt út í daginn eftir glaðninginn frá Giljagaur, sem kíkti við hjá þeim í nótt. Þriðji bróðirinn, Stúfur litli, kemur næstur. Stekkjarstaur kominn  Börnin tóku syngjandi á móti sveininum Morgunblaðið/Kristinn Stekkjarstaur Krakkarnir í öðrum bekk í Austurbæjarskóla tóku Stekkjarstaur fagnandi þegar hann kom í Þjóð- minjasafnið. Þau furðuðu sig á því að hann héti ekki Mjólkurstaur, því hann sagðist vera sólginn í mjólk. Þrír krakkar í 2. GÞ í Austurbæjarskóla höfðu fengið frekar nútíma- legar gjafir í skóinn. Nikolai Daðason fékk risaeðlur í slími, Teresa Kristinsdóttir fékk pez og sokka og Máni Norðfjörð jólasveina- pezkarl og voru þau hæstánægð. Þau sögðust öll hafa verið stillt og prúð að fara að sofa og ætl- uðu að halda því áfram. Tvö barnanna höfðu fengið kartöflu í skóinn og hreyktu sér ekki mikið af því. Þau sögðust ekki vera vitund hrædd við Stekkjarstaur en „það er soldið mikil fýla af honum,“ sagði Teresa. Þau voru sammála um að jólasveinarnir væru aðeins hrekkj- óttir. Þau höfðu öll lent í því að einhverjir þeirra hefðu stolið hangikjöti og bjúgum frá þeim. Slímugar risaeðlur og pez NÚTÍMALEGAR JÓLAGJAFIR FRÁ STEKKJARSTAUR Teresa Kristinsdóttir Keflavíkurkonur geta farið í jólafríið með bros á vör en þær unnu í gærkvöld sinn 14. sigur í jafnmörgum leikjum og eru með fjögurra stiga forskot á toppi Dominos- deildarinnar. Keflavík hafði betur gegn botnliði Fjölnis. Snæfell er í öðru sæti en lið- ið hrósaði sigri gegn KR í Hólminum og Haukar unnu góðan sigur á heimavelli sín- um að Ásvöllum þegar þeir sigruðu Grindavík. »2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.