Morgunblaðið - 13.12.2012, Side 44

Morgunblaðið - 13.12.2012, Side 44
44 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012 Jólin nálgast Sívinsælu smákökurnar og smákökudeigin komin í hillurnar. Njótum aðventunnar Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Sími: 564 4700 Opnunartími Dalvegi: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 Sigurður Páll Sigurðsson er sannarlega fjölhæfur hagleiks-maður. Hann er kennari að mennt, smiður, myndlistarmaður,kvikmyndagerðarmaður og húðflúrari. „Ég er svona skorpu- kall; ég ræðst í ákveðin verkefni í ákveðinn tíma og svo fæ ég pínu- lítinn leiða á þeim og þá sný ég mér að öðru á milli,“ segir Sigurður, eða Siggi Palli, eins og hann er kallaður. Siggi Palli er önnum kaf- inn þessa dagana og því verður ekkert af afmæliskaffi fyrir fjöl- skylduna þetta árið. Það er listagyðjan sem kallar um þessar mund- ir en einnig á að hamra saman skjólvegg og innréttingar fyrir hátíðirnar og taka svo gott jólafrí að því loknu. Innblásturinn í myndlistinni er popplist og graffítí. „Mér finnst graffítí-listamenn oft vera einu alvörulistamennirnir,“ segir Siggi Palli. „Þeir eru í myndlistinni ekki vegna eigin hégóma og ekki vegna peninganna, heldur vegna þessarar þarfar, að fá að tjá sig á opinberum vettvangi með myndlist.“ Svo er hoppað í eitt og eitt húðflúr þegar tími gefst. „Það er allt leyfilegt núna. Menn eru að fá sér allar tegundir af húðflúri,“ segir Siggi Palli aðspurður um tattútískuna í dag. „Fólk fær sér mára- tattú, gömlu tribal-tattúin og svo klassísk málverk og portrett- myndir og gömlu sjóaratattúin. Það er allt inni í dag.“ Sjálfur hefur Siggi Palli mest gaman af því að flúra á fólk amerísk sjóaratattú; erni, hjörtu, rósir, demanta, akkeri. Tattú af gamla skólanum, eins og hann orðar það, með sterkum útlínum og grófum skyggingum. holmfridur@mbl.is Sigurður Páll Sigurðsson er 44 ára í dag Myndlist Popplist og graffítí veita Sigga Palla helst innblástur. Frjáls til að fara úr einu verkefni í annað Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Katrín Embla Frið- riksdóttir og Embla Ingibjörg Hjaltalín héldu tombólu við Glæsibæ í Reykjavík. Þær söfnuðu 4.541 krónu sem þær gáfu Rauða krossinum. Hlutavelta Hafnarfjörður Eyþór Ingi fæddist 16. mars kl. 10.19. Hann vó 3.245 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Guð- rún Eyþórsdóttir og Sigurður William Brynjarsson. Nýir borgarar Akranes Alexander Steinn Kaad fæddist 17. mars kl. 20.41. Hann var 2.780 g og 49 cm langur. Foreldrar hans eru Rebecca Cathrine Kaad Os- tenfeld og Hjalti Freyr Kristjánsson. G ylfi fæddist á Selfossi en ólst upp í Kjarnholtum. Hann var í grunnskól- anum í Reykholti og í Skálholti, lauk stúd- entsprófi frá ML 1983 og sinnti síð- an verktakastörfum næstu árin. Gylfi lauk BSc.-prófi í viðskipta- fræði frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og MBA-prófi frá Edinborg- arháskóla 1998. Á námsárunum var Gylfi í bygg- ingarvinnu og starfaði sjálfstætt, m.a. við hellulagnir. Gylfi var lektor í fjármálum og stefnumótun við Viðskiptaháskólann á Bifröst 1998-99 og sinnti ráðgjöf hjá Iðntæknistofnun 1999-2000, var fjármálastjóri Eyktar – bygging- arverktaka 2001-2004. Gylfi og Guðmundur B. Gunn- arsson húsasmíðameistari festu kaup á fyrirtækinu JÁ Verktakar árið 2004 og hafa starfrækt það síð- Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks – 50 ára Í sveitasælunni Gylfi, Oddný Mjöll og synirnir, Gísli og Arnar, austur í Kjarnholtum í Biskupstungum. Laugarvatnsstúdent Í hestaferð Gylfi, ásamt meðreiðarsveinum: Auðunni Hermannssyni, mjólk- urbússtjóri MS í Reykjavík, Sigurði Inga Jóhanssyni alþingismanni og Elsu Ingjaldsdóttur framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.