Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 44
44 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012 Jólin nálgast Sívinsælu smákökurnar og smákökudeigin komin í hillurnar. Njótum aðventunnar Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Sími: 564 4700 Opnunartími Dalvegi: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 Sigurður Páll Sigurðsson er sannarlega fjölhæfur hagleiks-maður. Hann er kennari að mennt, smiður, myndlistarmaður,kvikmyndagerðarmaður og húðflúrari. „Ég er svona skorpu- kall; ég ræðst í ákveðin verkefni í ákveðinn tíma og svo fæ ég pínu- lítinn leiða á þeim og þá sný ég mér að öðru á milli,“ segir Sigurður, eða Siggi Palli, eins og hann er kallaður. Siggi Palli er önnum kaf- inn þessa dagana og því verður ekkert af afmæliskaffi fyrir fjöl- skylduna þetta árið. Það er listagyðjan sem kallar um þessar mund- ir en einnig á að hamra saman skjólvegg og innréttingar fyrir hátíðirnar og taka svo gott jólafrí að því loknu. Innblásturinn í myndlistinni er popplist og graffítí. „Mér finnst graffítí-listamenn oft vera einu alvörulistamennirnir,“ segir Siggi Palli. „Þeir eru í myndlistinni ekki vegna eigin hégóma og ekki vegna peninganna, heldur vegna þessarar þarfar, að fá að tjá sig á opinberum vettvangi með myndlist.“ Svo er hoppað í eitt og eitt húðflúr þegar tími gefst. „Það er allt leyfilegt núna. Menn eru að fá sér allar tegundir af húðflúri,“ segir Siggi Palli aðspurður um tattútískuna í dag. „Fólk fær sér mára- tattú, gömlu tribal-tattúin og svo klassísk málverk og portrett- myndir og gömlu sjóaratattúin. Það er allt inni í dag.“ Sjálfur hefur Siggi Palli mest gaman af því að flúra á fólk amerísk sjóaratattú; erni, hjörtu, rósir, demanta, akkeri. Tattú af gamla skólanum, eins og hann orðar það, með sterkum útlínum og grófum skyggingum. holmfridur@mbl.is Sigurður Páll Sigurðsson er 44 ára í dag Myndlist Popplist og graffítí veita Sigga Palla helst innblástur. Frjáls til að fara úr einu verkefni í annað Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Katrín Embla Frið- riksdóttir og Embla Ingibjörg Hjaltalín héldu tombólu við Glæsibæ í Reykjavík. Þær söfnuðu 4.541 krónu sem þær gáfu Rauða krossinum. Hlutavelta Hafnarfjörður Eyþór Ingi fæddist 16. mars kl. 10.19. Hann vó 3.245 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Guð- rún Eyþórsdóttir og Sigurður William Brynjarsson. Nýir borgarar Akranes Alexander Steinn Kaad fæddist 17. mars kl. 20.41. Hann var 2.780 g og 49 cm langur. Foreldrar hans eru Rebecca Cathrine Kaad Os- tenfeld og Hjalti Freyr Kristjánsson. G ylfi fæddist á Selfossi en ólst upp í Kjarnholtum. Hann var í grunnskól- anum í Reykholti og í Skálholti, lauk stúd- entsprófi frá ML 1983 og sinnti síð- an verktakastörfum næstu árin. Gylfi lauk BSc.-prófi í viðskipta- fræði frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og MBA-prófi frá Edinborg- arháskóla 1998. Á námsárunum var Gylfi í bygg- ingarvinnu og starfaði sjálfstætt, m.a. við hellulagnir. Gylfi var lektor í fjármálum og stefnumótun við Viðskiptaháskólann á Bifröst 1998-99 og sinnti ráðgjöf hjá Iðntæknistofnun 1999-2000, var fjármálastjóri Eyktar – bygging- arverktaka 2001-2004. Gylfi og Guðmundur B. Gunn- arsson húsasmíðameistari festu kaup á fyrirtækinu JÁ Verktakar árið 2004 og hafa starfrækt það síð- Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks – 50 ára Í sveitasælunni Gylfi, Oddný Mjöll og synirnir, Gísli og Arnar, austur í Kjarnholtum í Biskupstungum. Laugarvatnsstúdent Í hestaferð Gylfi, ásamt meðreiðarsveinum: Auðunni Hermannssyni, mjólk- urbússtjóri MS í Reykjavík, Sigurði Inga Jóhanssyni alþingismanni og Elsu Ingjaldsdóttur framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.