Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 45
an undir heitinu Jáverk. Það er nú
eitt af stærstu verktakafyrirtækjum
landsins. Gylfi er framkvæmdastjóri
Jáverks frá 2004.
Gylfi sat í skólaráði Viðskiptahá-
skólans á Bifröst á námsárunum.
Hann flutti í Mosfellsbæinn 2001,
hefur starfað mikið á vegum Aftur-
eldingar, situr í aðalstjórn félagsins
frá 2011 og var formaður taekwon-
dodeildar félagsins 2006-2008.
Hestar, hænsni og brids
Gylfi hefur í mörg horn að líta
þegar kemur að áhugamálunum:
„Við Menntaskólann á Laugar-
vatni hefur lengi verið sterk brids-
hefð enda hafa einhverjir landsliðs-
menn komið frá þeim góða skóla.
Þar var enginn maður með mönnum
sem ekki var sleipur í brids. Maður
spilaði því heilmikið og tók jafnvel
þátt í keppnum hér á árum áður.
Ég tek að vísu ennþá í spil við
gamla skólafélaga, en það er ekki
nema nokkrum sinnum á vetri við
vinafólk í heimahúsum.“
En það eru fleiri áhugamál?
„Já, já. Ég er náttúrlega alinn
upp við hesta og hestamennsku, hef
alltaf haldið hesta og á eitthvað um
10-12 hross um þessar mundir. Ég
hef verið með hesta hér í Mosfells-
bænum en síðan höfum við aðstöðu
á æskustöðvunum í Kjarnholtum.
Ég nýti helst hestamennskuna til
að komast í snertingu við landið og
skepnurnar. Ég hef hins vegar eng-
an sérstakan áhuga á hestamennsku
sem keppnisíþrótt.
Hestamennskan tengist einnig
gömlum skólafélögum frá Laug-
arvatni. Þetta er ansi þéttur og
skemmtilegur hópur þaðan sem
hittist til að taka í spil og eins vegna
hestamennskunnar. Við höfum farið
á hverju sumri í lengri og skemmri
hestaferðir um landið en slíkar ferð-
ir með gömlum félögum verða ómet-
anlegar í minningunni.“
En þú heldur svo fleiri skepnur?
„Já, það má ekki gleyma hænsn-
unum en konan hefur komið sér upp
landnámshænsnum svo við höfum
nóg af eggjum.
Loks má svo geta þess að þetta er
skíðafjölskylda. Synirnir eru býsna
sleipir á skíðabrettum og konan er
liðtæk á skíðum, en ég steig ekki á
skíði fyrr en ég var orðinn 44 ára.
Ég læt mig þó hafa það og við
förum yfirleitt einu sinni á ári á
skíði til Austurríkis. Nú ætlum við
hins vegar til Colorado í Bandaríkj-
unum. Þetta er frábær fjöl-
skylduíþrótt.“
Fjölskylda
Eiginkona Gylfa er Oddný Mjöll
Arnardóttir, f. 16.1. 1970, lagapró-
fessor við HÍ. Hún er dóttir Arnar
Harðarsonar, rennismiðs í Mos-
fellsbæ, og Höllu Hallgrímsdóttur,
fyrrv. aðalbókara.
Synir Gylfa og Oddnýjar Mjallar
eru Gísli Gylfason, f. 12.10. 1995,
nemi, og Arnar Gylfason, f. 22.11.
2001, nemi.
Systkini Gylfa eru Einar Gísla-
son, f. 18.12. 1955, framkvæmda-
stjóri í Þorlákshöfn; Jón Ingi Gísla-
son, f. 28.5. 1959, atvinnurekandi og
formaður Framsóknarfélags
Reykjavíkur, og Jenný Gísladóttir,
f. 11.7. 1969, húsfreyja í Reykjavík.
Foreldrar Gylfa voru Gísli Ein-
arsson, f. 2.9. 1932, d. 30.5. 1999,
oddviti í Kjarnholtum, og Ingibjörg
Jónsdóttir, f. 10.12. 1932, d. 3.5.
2008, húsfreyja í Kjarnholtum.
Úr frændgarði Gylfa Gíslasonar
Gylfi
Gíslason
Oddfríður Þorsteinsdóttir
húsfr í Tröðum og í Landakoti
Guðmundur Magnússon
b. á Tröðum og í Landakot i
í Staðarsveit
Jenný Guðmunsdóttir
húsfr. á Skárastöðum
Jón Sveinsson
b. á Skárastöðum í Miðfirð
Ingibjörg Jónsdóttir
húsfr. í Kjarnholtum
Jóhanna Dagbjört Jóhannsd.
húsfr. á Gilsbakka
Sveinn Jónsson
b. á Gilsbakka
Ingibjörg Guðmundsdóttir
húsfr. á Efri-Reykjum
Ingimar Guðmundsson
b. á Efri-Reykjum í
Biskupstungum
Guðrún Ingimarsdóttir
húsfr. í Kjarnholtum
Einar Gíslason
b. í Kjarnholtum
Gísli Einarsson
b. og oddviti í Kjarnholtum
II í Biskupstungum
Gísli Guðmundsson
b. í Kjarnholtum
Dóróthea Gísladóttir
húsfr. á Hofsá í Svarfaðardal
Rögnvaldur Þorleifsson
læknir
Guðmundur Oddsson
matreiðslum. í Hafnarfirði
Sveinn Guðmundsson
síldarkaupmaður á Siglufirði
Jón Gunnlaugur Sveinsson
skipstjóri á Siglufirði
Guðrún Sveinsdóttir
húsfr. í Kjarnholtum
Afmælibarnið Gylfi Gíslason.
ÍSLENDINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012
Ármúla 32 · 108 Reykjavík · Sími 568 1888 · parketoggolf.is · Þú finnur okkur líka á Facebook
Parket & gólf - Sérfræðingar í gólfefnum!
Vönduð gæðateppi á heimilið
og skrifstofuna
Gunnar Bjarnason ráðunauturfæddist á Húsavík 13.12.1915, sonur Bjarna Bene-
diktssonar, kaupmanns og útgerð-
armanns, og Þórdísar Ásgeirs-
dóttur, hótelstjóra og bónda.
Gunnar lauk búfræðiprófi frá
Hvanneyri, BSc-prófi frá Den
kongelige Veterinær- og Landbohøj-
skole og námi í alifugla- og svína-
rækt við Búnaðarháskólann í Kaup-
mannahöfn. Hann var ráðunautur
Búnaðarfélags Íslands í hrossarækt
og hestaverslun 1940-61, í alifugla-
og svínarækt 1963-78 og í hesta-
útflutningi hjá landbúnaðarráðu-
neyti og Búnaðarfélagi Íslands 1965-
87, var forstöðumaður Fóðureftirlits
ríkisins 1973-80, kennari við Bænda-
skólann á Hvanneyri og skólastjóri
Bændaskólans á Hólum 1961-62.
Gunnar stoppaði stutt við sem
skólastjóri á Hólum og lenti þá í úti-
stöðum við ýmsa, enda atorku- og
ákafamaður. Hann lagði þó margt af
mörkum til nútímalandbúnaðar, átti
þátt í að koma á nútíma-alifugla- og
svínarækt, lét hanna járnristaflóra
sem ollu byltingu í fjósagerð og var
einn helsti frumkvöðull að útflutn-
ingi íslenska hestsins.
Meðal rita Gunnars: Á fáki (með
Boga Eggertssyni), kennslubók í
tamningum og hestamennsku, 1953;
Búfjárfræði, kennslubók, 1966; Ætt-
bók og saga íslenska hestsins á 20.
öld, I.-VII. bindi, 1968-91, og Líka-
böng hringir, ádeilurit 1982. Þá kom
út árið 1995 ævisaga Gunnars,
Kóngur um stund, eftir Örnólf Árna-
son.
Gunnar var heiðursfélagi Félags
tamningamanna; Landssambands
hestamannafélaga; Deutscher Pony-
Klub í Bonn; landssambands Þýska-
lands um íslenska hestinn, Austur-
ríkis og Kanada, fyrsti heiðurs-
forseti Alþjóðasamtaka um íslenska
hestinn og var sæmdur riddara-
krossi íslensku fálkaorðunnar 1980.
Gunnar var fluggreindur, afkasta-
mikill, kappsamur og geislandi af
lífsgleði. Hann var glettinn og hlýr
persónuleiki og afskaplega skemmti-
legur í viðkynningu.
Gunnar lést 15.9. 1998. Minnis-
varði um hann var afhjúpaður á
Hvanneyri sl. sumar.
Merkir Íslendingar
Gunnar
Bjarnason
90 ára
Jónatan Kristjánsson
85 ára
Knútur Otterstedt
Kristjana M. Finnbogadóttir
Sveinn Jóhann Þórðarson
80 ára
Ásta Svanlaug
Magnúsdóttir
Garðar Alfonsson
Gottfred Árnason
Guðmundur Guðmundsson
Jóhannes Elíasson
Snjólaug S. Guðjónsdóttir
Sverrir Arnar Lúthersson
75 ára
Gillý Sigurveig Skúladóttir
Gísli Þór Sigurðsson
Jóhanna Óskarsdóttir
Jónína Lilja Jóhannsdóttir
Stella Halldórsdóttir
70 ára
Bergur Ingimundarson
Guðmundur Hjálmtýsson
Guðmundur Sveinbjörn
Másson
Kristinn Vermundsson
Óskar Stefánsson
Sævar Berg Mikaelsson
Valdimar Steinþórsson
60 ára
Auður Oddgeirsdóttir
Einar Gíslason
Elínborg Bergþórsdóttir
Gísli Guðlaugur Geirsson
Guðlaug A. Sigurðardóttir
Hallveig Elín Indriðadóttir
Hildur Rannveig
Diðriksdóttir
Jóna Rúna Kvaran
Jón Ingi Cæsarsson
Magnús Ólafsson
Pétur Axel Pétursson
Pétur Oddgeirsson
Snæbjörn Guðbjörnsson
Þórður Daníel Bergmann
Þórhildur Karlsdóttir
50 ára
Auður Ásdís Markúsdóttir
Auður Ólína Svavarsdóttir
Bylgja Sveinbjörnsdóttir
Gunnbjörn Óli Jóhannsson
Hlíf Magnúsdóttir
Kári Þór Rafnsson
María Jane Ammendrup
Ólöf Eðvarðsdóttir
Stefán Rúnar Sævarsson
40 ára
Einar Örn Þorkelsson
Hólmfríður Oddsdóttir
Sólrún Valdimarsdóttir
Örn Snorrason
30 ára
Agnieszka Wilk
Anna Þorbjörg Björnsdóttir
Aya Arakaki
Björn Gísli Gylfason
Edyta Herba
Höskuldur Darri Ellertsson
Izabela Podobajew
Jón Haukur Ólafsson
Lilja Kjalarsdóttir
Sigríður Hrönn Pálmadóttir
Thorsten Ludwig Arnold
Vilborg Guðjónsdóttir
Til hamingju með daginn
40 ára Rannveig lauk
BSc-prófi í vélaverkfræði
frá DTU í Kaupmannahöfn
og er framkvæmdastjóri
framleiðslusviðs hjá EL-
KEM.
Maki: Hilmar Þórðarson,
f. 1971, starfsmaður hjá
Samkeppniseftirlitinu.
Börn: Klara Rún, f. 1994,
og Baldur Freyr, f. 1995.
Foreldrar: Jóhann S.
Gunnarsson, f. 1946, og
Matthildur Sif Jónsdóttir,
f. 1946.
Rannveig
Jóhannsdóttir
50 ára Ásta er leikskóla-
kennari frá HA og hefur
starfað við leikskóla frá
1989.
Maki: Heimir Freyr Heim-
isson, f. 1969, hópferða-
bílstjóri.
Börn: Eygló, f. 1979;
Freyja Pálína, f. 1987, og
Tryggvi Jón, f. 1995, d.
2011.
Foreldrar: Reynir Björg-
vinsson, b. og húsasmíða-
m., og Freyja Sigurvins-
dóttir, b. og húsfreyja.
Ásta F.
Reynisdóttir
40 ára Eggert fæddist í
Keflavík og er nú örygg-
isvörður við Flugstöð
Leifs Eiríkssonar.
Bróðir: Gunnar Jón
Ólafsson, f. 1980, sjúkra-
flutingamaður hjá
Slökkviliðinu í Reykja-
nesbæ.
Foreldrar: Ólafur Egg-
ertsson, f. 1945, fyrrv.
slökkviliðsmaður, og
Kristjana Björg Gísladótt-
ir, f. 1949, starfsmaður
við Reykjaneshöllina.
Eggert
Ólafsson
mbl.is/islendingar