Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2012 ö frandi gjafir Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com L’Occitane en Provence - Ísland Raksápa 100 ml - 1.980 kr. • Andlitshreinsir 50 ml - 1.120 kr. • Eau de Toilette 50 ml - 5.280 kr. • Sturtusápa 150 ml - 1.990 kr. r tö frandi gjafir FRá PROVENCE VERDON - FYRIR HERRA 7.990kr. Verð áður:10.3 70 kr . GJAFAKASSI FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Guðrún Ebba Ólafsdóttir og biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, áttu fund í gær þar sem þær ræddu m.a. baráttuna gegn hvers kyns of- beldi og með hvaða hætti kirkjan gæti lagt sitt af mörkum til þeirrar baráttu. Í júlí síðastliðnum var und- irrituð sátt milli Guðrúnar Ebbu og þjóðkirkjunnar, þar sem segir m.a. að þjóðkirkjan harmi að ekki hafi verið rétt staðið að erindi Guðrúnar Ebbu þegar hún leitaði til kirkjunnar vegna meintra kynferðisbrota föður hennar, Ólafs Skúlasonar biskups, og hún beðin afsökunar. Þá var samþykkt að þjóðkirkjan greiddi Guðrúnu Ebbu þrjár milljónir króna til áframhald- andi baráttu hennar gegn kynferð- islegri misnotkun. „Það má segja að þegar skýrsla rannsóknarnefndar kirkjuþings kom út í júní 2011 þá staðfesti hún að það var ekki faglega staðið að málum og mér fannst mjög mikilvægt að fá yf- irlýsingu frá kirkjunni þar sem þetta væri viðurkennt,“ segir Guðrún Ebba. Samkomulag náðist milli aðila eftir mikið og langt samtal, segir hún, og var samþykkt á síðasta kirkjuráðs- fundinum sem Karl Sigurbjörnsson biskup stjórnaði. Í meðferð með áföll á bakinu Guðrún Ebba segist sátt við þessa niðurstöðu mála, mistökin hafi verið viðurkennd og hún beðin afsökunar. Þá hafi henni þótt mjög mikilvægt að kirkjan drægi lærdóm af málinu og endurskoðaði vinnubrögð sín og það hafi gengið eftir. „Það var mjög faglega að verki staðið af hálfu rannsóknarnefnd- arinnar og hún gerði mjög ákveðnar tillögur um úrbætur og það hefur ver- ið lagt til núna að stuðst verði við þær. Og það er mun opnara sam- félagið núna innan kirkjunnar,“ segir hún. Mikilvægt sé að kirkjan haldi áfram á þessari braut og afli sér fag- þekkingar þegar þörf þykir. „Ég hugsaði alltaf að það þyrfti að koma eitthvað gott út úr þessu og það hefur gert það svo sannarlega,“ segir Guðrún Ebba. Guðrún Ebba segir málið allt hafa verið erfitt og sársaukafullt, bæði fyr- ir sig og fyrir kirkjuna, en hún hefur unnið ötullega að baráttunni gegn hvers kyns ofbeldi með félagasam- tökunum Blátt áfram og Drekaslóð, fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra, og Kvenfélagi SÁÁ, sem stofnað var í haust. Hana dreymir um að koma á samstarfi milli meðferð- arstofnana og samtaka á borð við Drekaslóð og Stígamót, þar sem unn- ið sé með þeim sem hafa orðið fyrir hvers konar áföllum. „Við vitum að gríðarlega margir sem fara í áfengismeðferð eru með áföll á bakinu og það er ekki nóg að taka bara út áfengið og vinna ekki úr áföllunum. Þannig að við erum að skoða hvaða leiðir meðferðarstofnanir hafa til að vera í samstarfi við fagaðila eins og sálfræðinga og geðlækna og samtök sem bjóða upp á starf til að vinna úr afleiðingum ofbeldis,“ segir Guðrún Ebba. Ekki sé þó alltaf um kynferðisofbeldi að ræða heldur ann- ars konar ofbeldi eins og einelti, en einnig missi. Margir séu auk þess með fleiri en eitt áfall á bakinu. Falinn vandi hjá konum Guðrún Ebba segir að rannasaka þurfi betur afleiðingar áfalla og sam- spil þeirra við fíknisjúkdóma til að auka líkurnar á því að fólk nái bata en ótækt sé að fólk ljúki meðferð en þurfi svo að leita á marga staði til að vinna á rót vandans. Þá segir hún konur enn eiga erfiðara um vik að leita sér aðstoðar en karlmenn þegar kemur að áfengisfíkn. „Það er bara stundum þannig að menn gleðjast yfir því, nú er ég kannski að alhæfa, að karlmaður taki á áfengisneyslu sinni, en hjá konunni er þetta oftar falin neysla, inni á heimilinu og oft mikil skömm,“ segir Guðrún Ebba. Hún segir að einnig þurfi að beina sjónum að kynferðislegri áreitni á meðferðarstofnunum. Þess séu því miður dæmi að einstaklingar verði fyr- ir áreitni í meðferð. „Ég hef engar tölur um þetta en þetta er eitt af því sem við þurfum að rannsaka betur,“ segir hún. „Það er, hvernig við getum komið í veg fyrir slíkt en einnig hvað sé gert ef upp koma tilfelli einhvers konar áreitni inni í meðferðinni, til dæmis á milli þeirra sem eru á jafn viðkvæmum stað í lífinu og í meðferð. Við þurfum að tala um það.“ Guðrún Ebba segir að sem betur fer hafi umræðan um kynferðisofbeldi, og ofbeldi yfirhöfuð, stóraukist en enn sé margt sem draga þurfi í dagsljósið. „Því miður er það þannig með kyn- ferðisofbeldi að það er í langflestum til- vikum þannig að gerandi og þolandi þekkjast og þar sem þetta er í fjöl- skyldum er þetta ennþá erfiðara og lokaðra. Og þetta eru brotnar fjöl- skyldur þótt fólk vilji halda andlitinu og halda áfram,“ segir hún. Hefur komið góðu til leiðar Morgunblaðið/Kristinn Sátt Guðrún Ebba og Agnes áttu fund í gær og voru sammála um að líta til framtíðar.  Guðrún Ebba Ólafsdóttir fundaði í gær með biskupi Íslands  Sátt milli Guðrúnar Ebbu og þjóðkirkjunnar undirrituð síðasta sumar  Þörf á að samþætta meðferðarúrræði og áfallaþjónustu væru búnir að senda verðskrár, sem gildi fram í tímann, út um allan heim og búnir að prenta bæklinga með verði sem ekki yrði breytt. „Þar er allt næsta ár undir og sums staðar fram á árið 2014,“ sagði Erna. Bílaleigugjöld enn í vinnslu Stjórnvöld hafa einnig áform um breytingu á vörugjöldum af innflutt- um bílaleigubílum til tekjuöflunar. „Auðvitað er þetta skref í rétta átt, en við höfum margoft sagt við stjórn- völd að ef hækka eigi skatta á ferða- þjónustuna þurfi að gera það með 20 mánaða fyrirvara. Það hefur ekkert breyst,“ sagði Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar (SAF). Sem kunnugt er lagði Katrín Júl- íusdóttir, fjármála- og efnahagsráð- herra, fram breytingartillögu á Al- þingi í fyrradag þess efnis að fyrirhugaðri hækkun virðisauka- skatts á útleigu hótel- og gistiher- bergja úr 7% í 14% verði frestað um fjóra mánuði. Hækkunin taki gildi 1. september 2013 í stað 1. maí 2013. Erna sagði SAF hafa sagt þegar í ágúst sl., þegar lagt var til að hækka virðisaukaskatt á gistingu, að það þyrfti 20 mánaða fyrirvara. „Við skiljum ekki hvers vegna er ekki hægt að hafa þennan fyrirvara á varðandi grein eins og ferðaþjón- ustuna sem selur vörur og þjónustu svo langt fram í tímann. Skyndi- ákvarðanir um skattahækkanir eru ekki boðlegar,“ sagði Erna. Hún sagði að þennan fyrirvara þyrfti til þess að fyrirtækin þyrftu ekki sjálf að taka á sig skattahækk- unina. Erlendir ferðaheildsalar SAF hefur hins vegar lagt fram til- lögur um innheimtu leyfisgjalds og ýmis önnur gjöld á bílaleigur sem nýta sér afslátt af vörugjöldum af innfluttum bílum. Erna sagði að enn væri verið að vinna í þessum tillögum og að þær væru ekki fullmótaðar. Hún sagði hugmyndina hafa fengið hljómgrunn en ítrekaði að málið væri í vinnslu. gudni@mbl.is Fyrirvari skattbreytinga of skammur að mati SAF  Ferðaþjónustan þarf að fá 20 mánaða fyrirvara Morgunblaðið/Ómar Gistihús Stjórnvöld leggja til að fresta hækkun virðisaukaskatts á gistingu um fjóra mánuði. Myndin var tekin á hinu nýja Hótel Marina í Reykjavík. „Við Guðrún Ebba ræddum um nauðsyn þess að berjast gegn hvers konar ofbeldi og ég sagði henni það að kirkjan liði ekki ofbeldi af neinu tagi. Og hún sagði að hún væri tilbúin til að vinna með kirkjunni að þeim málum,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, um fund hennar og Guðrúnar Ebbu í gær. Agnes segir þær hafa verið sammála um að líta til framtíðar og læra af fenginni reynslu en þjóðkirkjan geti tvímælalaust látið til sín taka á sviði fræðslu og forvarna gegn kynferðislegu ofbeldi. „Umræða er eitt og svo náttúrlega fræðsla og bæði að bæta við þekkingu þeirra sem starfa innan kirkjunnar og eins að vekja almenning til meðvitundar um það sem betur má fara í lífi okkar og þjóðfélagi,“ segir Agnes. Kirkjan getur látið til sín taka SAMMÁLA UM AÐ HORFA TIL FRAMTÍÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.