Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 31
Ég á mér draum um lítið ljóð sem lýsir því sem fegurst er. Og þótt ég geti ei ort þann óð þá er hann til í brjósti mér. Ég á mér draum um unga menn sem enginn blettur fellur á. Og þótt ég hafi ei hitt þá enn ég hlakka til að finna þá. (Guðmundur Ingi Kristjánsson.) Ekki óraði okkur fyrir því að símtal til okkar að morgni til fyr- ir þremur vikum myndi snúast um slys sem hefði svo djúp áhrif á okkur. Það veit enginn sinn endastað þegar farið er út að morgni. Hinn venjulegi dagur umbreyttist í sorgardag. Guð- mundur var í sinni venjubundnu morgungöngu þegar slysið varð. Við Anna kynntumst Guð- mundi þegar hann kom inn í líf okkar sem verðandi tengdafaðir yngri sonar okkar, rólegur, yf- irvegaður og hafði sig lítt í frammi. Við áttum ýmislegt sam- eiginlegt, hann hafði áður verið starfsmaður Meitilsins hf. í Þor- lákshöfn á sama tíma og ég vann við skipasmíðar hjá Bátanaust hf. í Reykjavík en við unnum mikið fyrir Meitilinn. Ekki kynntist ég Guðmundi þá þó að efalaust hafi hann heimsótt okk- ur í dráttarbrautina. Við þekkt- um sömu mennina og rifjuðum upp gamla tíma sem var okkur ómetanlegt. Við vorum guðfeður Stefáns Inga, sonar Dóru og Sigga Elv- ars, leiddum þau upp að altarinu þegar þau giftu sig og studdum þau sameiginlega í einu og öllu sem þau gerðu. Það var yndis- legur dagur sem aldrei gleymist. Guðmundur var hjartahlýr maður og góður og vildi öllum allt gott gera. Nú þarf að venjast því að hann er ekki lengur með þegar eitthvað er um að vera í fjöl- skyldunni. Honum var mjög um- hugað um dætur sínar og fjöl- skyldur þeirra og var í góðu sambandi við þær. Í erfiðri sjúkralegu voru dæt- ur og tengdasynir á sólarhrings- vakt og sýndu þar hvers virði hann var þeim. Við söknum góðs og trausts vinar og vottum Haf- dísi, dætrum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Megi guð fylgja ykkur. Anna og Sigurður (Siggi). Það er gömul saga og ný að slys gera ekki boð á undan sér. Skref stigið og ekkert er eins á eftir. Í dag kveðjum við Guð- mund Sigurðsson, sem lést af völdum áverka sem hann hlaut í hörmulegu umferðarslysi. Guðmundur ólst upp fyrstu árin sín í Selvogi, en á þeim tíma var blómlegt líf í Voginum, búið á um tíu bæjum og mörg börn á hverjum bæ. Er útgerð hófst í Þorlákshöfn um miðja síðustu öld flutti margt af þessu unga fólki í Höfnina og svo var með mæðginin Sigríði og Guðmund. Sigga gerðist ráðskona hjá Meitlinum og vann þar nær allan sinn starfsaldur. Enginn skóli var í Höfninni á þeim tíma og því sótt Guðmundur nám sitt í Hveragerði. Er gagnfræðanámi lauk fór Guðmundur að vinna í fiski hjá Meitlinum og starfaði við það um tíma. En dag nokk- urn vantaði mann á skrifstofuna til að reikna laun og vegna eðl- iskosta Guðmundar var honum boðið að taka starfið að sér. Skrifstofustarfið átti vel við Guð- mund, hann var snöggur að af- greiða hlutina, skipulagður og hafði mikla röð og reglu á öllum pappírum. Á þessu árum voru mikil umsvif hjá Meitlinum, jafnt í útgerð báta sem og í fisk- vinnslu. Verkefnin hlóðust á Guðmund og fyrr en varði varð hann gerður að skrifstofustjóra og þann starfa hafði hann með höndum í um aldarfjórðung. Guðmundur var stakur reglu- maður og lét á þessum árum einnig til sín taka í félagsmálum, hann sat m.a. í stjórn Ábyrgðar, SÁÁ á Sogni og FÍB. Guðmund- ur hafði einnig brennandi áhuga á öllu sem laut að framförum og uppbyggingu Þorlákshafnar. Á þessum árum starfaði undirrit- aður að sveitarstjórnarmálum og er óhætt að segja að betri bandamann var vart hægt að hugsa sér. Guðmundur var fréttaritari hjá RÚV í mörg ár og var duglegur að segja fréttir frá Þorlákshöfn. Vegamál voru honum einnig mjög hugleikin og lagði hann mikið á sig til að vekja athygli á hve Þorlákshafn- ar- og Þrengslavegir væru slæmir. Margar ferðir voru einnig farnar suður til að vekja athygli á að úrbóta væri þörf. Mér er ein ferð sérstaklega minnisstæð, en þá gengum við á fund Eggerts Haukdal, alþing- ismanns og stjórnarformanns Byggðastofnunar, og á þeim fundi skýrði Eggert okkur frá því að búið væri að tryggja fjár- magn til að malbika Þrengsla- veg. Það má segja að lífið hafi leik- ið við Guðmund á þessum árum, þau Hafdís felldu hugi saman og hófu búskap og eignuðust þrjár dætur. Þau reistu sér nýtt hús og Guðmundur naut sín í starfi og félagsmálum. En ekkert varir að eilífu og það varð mikil breyt- ing á högum Guðmundar er út- gerð Meitilsins dróst saman og svo fór að þau hjón tóku sig upp ásamt dætrum sínum og fluttu suður. Guðmundur bar sig ávallt vel og var mikið snyrtimenni. Hann hafði mikinn áhuga á þjóð- málum og var vanur að hringja reglulega og samtalið hófst á orðunum: „Hvað segir þú, hvernig líst þér á …? Ég mun sakna þess mikið að Guðmundur hringi ekki framar, það sem var er breytt. Við Birna vottum Haf- dísi, Helgu, Halldóru, Sigrúnu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minn- ing Guðmundar Sigurðssonar. Þorsteinn Garðarsson. Öflugur og góður liðsmaður Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, Guðmundur Sigurðsson, er fallinn frá. Stjórn og starfs- fólk FÍB vottar aðstandendum hans og ástvinum samúð. Guð- mundur átti lengi sæti í stjórn FÍB og vann af skilningi og vel- vilja að hagsmunum bifreiðaeig- enda. Guðmundur var einn af mátt- arstólpum Þorlákshafnar og var um langt skeið skrifstofustjóri útgerðarfélagsins Meitilsins sem var stærsta fyrirtæki bæjarins allt frá því að það tók til starfa í ársbyrjun 1950. Umfangsmikil starfsemi Meitilsins, gerði Þor- lákshöfn að öflugum útgerð- arbæ. Og þar tók Guðmundur virkan þátt. Guðmundur var framsýnn maður og skildi vel nauðsyn góðra samgangna fyrir sinn heimabæ og hérað og lands- menn alla. Hann fann þessum áhuga sínum farveg með virkri þátttöku í félagsstarfi og bar- áttumálum FÍB. Hann var öfl- ugur talsmaður þess að núver- andi Þrengslavegur var lagður auk fleiri vega- og samgöngu- bóta. Um það leyti sem baráttan fyrir akfærum Þrengslavegi stóð var Guðmundur umboðsmaður FÍB í Þorlákshöfn. Hann var stjórnarmaður á þriðja áratug í FÍB. Eftir að Guðmundur var hættur stjórnarsetu skildi ekki leiðir hans og FÍB, síður en svo. Eftir að breytingar höfðu orðið á eignarhaldi Meitilsins og Guð- mundur lét af störfum sem skrifstofustjóri þar, fluttist hann til höfuðborgarinnar og var þá sem fyrr mikill aufúsugestur á starfsstöð FÍB í Borgartúninu og síðan á Skúlagötunni, ætíð ráðhollur og velviljaður. Blessuð veri minning Guð- mundar Sigurðssonar. F.h. stjórnar og starfsfólks FÍB, Runólfur Ólafsson. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2012 ✝ Adólf Adólfssonfæddist í Ólafs- vík 4. janúar 1942. Hann lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans 10. desem- ber 2012. Hann var sonur hjónanna Adólfs Ás- björnssonar, f. 27. október 1910, d. 13. febrúar 1942, og Sólborgar Huldu Þórðardóttur, f. 28. júní 1914, d. 13. júní 2009. Systkini Adólfs voru Guðríður, f. og d. 1936, Ragnheiður, f. og d. 1937, og Þórður Marteinn, f. 1938. Hálf- systir Adólfs er Kolbrún Karls- dóttir, f. 1944. Adólf ólst upp í Reykjavík hjá föðurforeldrum sínum þeim Ragnheiði Eyjólfs- dóttur og Ásbirni Eggertssyni og eftir lát þeirra hjá frænku sinni, Ragnheiði Ásbjörgu Guðjóns- dóttur, f. 28. nóvember 1923, d. þeirra eru Saga Guðrún, Arney Vaka og Kjartan Bragi. Adólf lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík ár- ið 1962, prófi í lögfræði frá Há- skóla Íslands 1971 og fékk rétt- indi sem héraðsdómslögmaður árið 1975. Adólf starfaði hjá bæj- arfógetanum á Húsavík ásamt sýslumanninum í Þingeyj- arsýslum á árunum 1972-1985. Frá árinu 1986-1990 starfaði hann sem bæjarfógeti í Bolung- arvík og sem héraðsdómari Vest- fjarða frá 1990-1991. Frá 1991- 2008 starfaði hann við firmaskrá og í þinglýsingardeild hjá Sýslu- manninum í Reykjavík. Adólf starfaði lengi innan Skátahreyf- ingarinnar, í Reykjavík með skátafélaginu Landnemum og á Húsavík með skátafélaginu Vík- ingi. Einnig var hann virkur í starfi Lions-hreyfingarinnar bæði á Húsavík og Bolungarvík, auk þess sem hann gegndi ýms- um öðrum trúnaðarstörfum. Útför Adólfs fer fram frá Nes- kirkju í dag, 20. desember 2012, kl. 13. 4. nóvember 2012. Hinn 14. sept- ember 1966 kvænt- ist Adólf eftirlifandi eiginkonu sinni, Mo- niku Magnúsdóttur, f. 11. nóvember 1942. Foreldrar hennar voru Magn- ús Már Lárusson og María Guðmunds- dóttir. Börn Adólfs og Moniku eru: 1) Ragnheiður María, f. 11. júlí 1967, gift Brynjari Guðbjartssyni, börn þeirra eru Iðunn og Ari, 2) Magn- ús Már, f. 9. mars 1970, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur og börn þeirra eru Óttar Már og Ólöf, 3) Steinunn Adólfsdóttir, f. 7. nóv- ember 1972, í sambúð með Valde- mari Sæberg Valdemarssyni, þeirra börn eru Ída María og Ern- ir Varg, 4) Soffía Adólfsdóttir, f. 3. október 1983, í sambúð með Ólafi Sverri Kjartanssyni, börn Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið: Gleymdu ei mér. Væri ég fleygur fugl flygi ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engu ég unna má öðru en þér. (Þýsk þjóðvísa) Okkur fannst gott að skríða upp í afafang og gera krossgátur, horfa á sjónvarpið og bara kúra og knúsa hann afa. Okkur fannst afi ótrúlega duglegur að tálga og skera út og okkur finnst gaman að eiga hluti sem hann bjó til handa okkur. Afi var mjög skemmtilegur og við mun- um sakna elsku afa mjög mikið. Saga Guðrún, Arney Vaka og Kjartan Bragi. Ég man eftir afa í Hamrahlíð og ég man eftir afa á Birkimel. Afi í Hamrahlíð opnaði bílhurðina fyrir afastelpunni sinni og tók iðulega á móti henni með orðunum: „Góðan daginn, sagði gæinn, þegar það sprakk í honum maginn. Hann sagði ekki fleira þann daginn.“ Hann bjó til bíla og bílskúra úr soð- inni ýsu og kartöflum með smjöri. Sá afi færði eitt sinn hjónarúm á milli veggja svo afastelpan gæti horft á barnaefnið og kúrt undir sæng á sama tíma. Afi á Birkimel sagði svipaða sögu. Hann kenndi mér að drekka kaffi og ráða krossgátur. Að gista hjá honum þýddi undantekninga- laust að rennt var eftir rjómaís. Nú síðast var það stelpuskottan sem færði honum ís með heitri súkku- laðisósu. Hávaxni afi minn sem ilmaði svo vel. Bókmenntaafi. Unglingsstelp- an lærði að hringja í hann þegar hún gat ómögulega munað hver sagði hvað í Gunnlaugs-sögu. Afi sem sagði stundum svo skrýtna hluti sem hægt var að hlæja að. Með húmorinn í lagi. Afi sem safnaði pennum og klæddist skyrtu með brjóstvasa fulla af skriffærum. Það sem hann gat þulið upp af vísum og kvæðum þegar barnabarnið uppgötvaði ljóðaáhugann sinn. Áttum þetta saman. Afi sem gladdist og bauð mér að vera hjá þeim ömmu eins lengi og ég vildi þegar þar að kom. Hann sem gaf mér Sturlungu, út- stæð eyru og vísnabók eftir Káin. Afi sem gerði heiðarlega tilraun til þess að kenna mér að borða hamsa- tólg með nætursöltuðum fiski en hafði ekki erindi sem erfiði. Afi minn í öllu sínu veldi var ynd- islegur maður sem naut sín sjaldan betur en umkringdur sínu fólki. Ég á fátt annað en ljúfar minningar um hann og er óendanlega glöð að hafa búið með þeim ömmu síðustu mán- uði. Iðunn Brynjarsdóttir. Fjögur bekkjarsystkin úr 6-C sem útskrifuðust úr MR vorið 1962 eru fallin frá. Núna síðast er það Adólf Adólfsson. Við vorum fimm strákar í bekknum, Adólf, við tveir sem skrifum þessa grein, Guð- mundur M. Jóhannesson læknir, en hann er látinn, og Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra. Margs er að minnast frá verunni í MR í kringum 1960. Oft var gaman í tímum og einnig utan skólans. Briddskvöldin urðu mörg eftir- minnileg. Og margt er minnisstætt úr fimmtabekkjarferðalaginu til Akureyrar og Húsavíkur. Samlest- ur Einars og Adda á níundu hæð stórhýsis í Sólheimum þar sem hann bjó hjá Ragnheiði Guðjóns- dóttur, fóstru sinni, lifir í minning- unni. Blessuð sé minning Ragnheið- ar. Einnig koma upp í hugann minn- ingar um sumarvinnu við málningu hjá Ingþóri Haraldssyni en þar voru m.a. Adólf, Einar og Guðmundur. Nokkru eftir að Adólf útskrifað- ist úr lögfræðinámi fluttist hann með fjölskyldu sinni til Húsavíkur og var fulltrúi sýslumanns. Þar voru þau í fimmtán ár og fluttust þaðan til Bolungarvíkur. Loks endaði hann starfsferilinn við embætti sýslumannsins í Reykjavík. Kynnin voru fremur lausleg með- an Adólf og eiginkona hans, Monika Magnúsdóttir, bjuggu úti á landi og af ýmsum ástæðum jukust þau lítið eftir að þau fluttust aftur á mölina. Alltaf var ætlunin að bæta úr skák. En þannig vill stundum fara. Við sendum Moniku, börnum, tengdabörnum og barnabörnum samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Adólfs Adólfssonar. Björn Baldursson. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast og starfa með Adólfi í hartnær tvo áratugi, um örstutt skeið hjá borgarfógetanum i Reykjavík og síðan hjá sýslumann- inum í Reykjavík uns við létum báð- ir þar af störfum árið 2008. Þegar við hittumst fyrst hafði ég lokið lagaprófi fyrir nokkrum misserum en hann hafði a.m.k. 20 ára reynslu sem dómarafulltrúi, í mörg ár á Húsavík og síðar bæjarfógeti á Bol- ungarvík. Adólf var einstakur maður, þægi- legur í umgengni, húmoristi, vinnu- samur, sanngjarn og úrræðagóður. Þessir góðu eiginleikar Adólfs nýtt- ust honum vel í starfi. Hann mætti gjarnan fyrstur að morgni og iðu- lega byrjaður á tímafreku og kannski leiðinlegu verki þegjandi og hljóðalaust. Í kosningavinnu við ut- ankjörfundarkosningar naut hann sín sérstaklega vel. Hann var kapp- samur sem oft var nauðsyn og hafði yfirsýn yfir allt. Oft hugsaði ég með mér hversu gott væri að eiga hann sem samstarfsmann. Aldrei varð okkur sundurorða þann tíma sem við unnum saman. Adólf var mikill fjölskyldumaður og heimakær og stoltur af fjöl- skyldu sinni. Því miður höfðum við ekki samband eftir að leiðir skildi hjá sýslumanninum eins og gengur en leiðir okkar lágu engu að síður saman annað veifið í vesturborginni. Á leiðum okkar fyrir örfáum vikum fékk ég síðasta faðmlagið frá hon- um. Blessuð sé minning Adólfs Adólfssonar. Eiginkonu hans og fjölskyldu sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Þórir Hallgrímsson. Þá er öðlingurinn Adólf Adólfs- son fallinn frá. Hann hafði unnið hjá Sýslumanninum í Reykjavík (áður Borgarfógetaembættið í Reykjavík) sem lögfræðingur í um 16 ár þegar hann lét af störfum í apríl 2008. Við sem unnum með honum minnumst hans með sökn- uði og þakklæti fyrir velvilja og vin- samlegt viðmót til samstarfsfólks. Gott var að leita til hans og tók hann jákvætt við öllum fyrirspurn- um jafnt frá samstarfsfólki sínu sem viðskiptavinum embættisins. Hann vildi leysa úr þeim vanda- málum sem upp komu í vinnunni fljótt og greiðlega. Hann naut þess sérstaklega að vinna við utankjör- fundarkosningarnar og var gaman að fylgjast með honum í þeim störf- um. Á þessu ári höfum við kvatt tvo fyrrverandi samstarfsmenn okkar sem áttu vel saman, þau Erlu og Adólf. Þegar Adólf lét af störfum fékk hann eftirfarandi kveðju frá okkur samstarfsfólki sem honum þótti vænt um: Hann Adólf er engum líkur annar finnst ekki slíkur. Þegar hann frá okkur fer góður og gæskuríkur gjöfum að okkur víkur hvenær og hvar sem er. Eftirsjá er að honum einkum hjá samstarfskonum því hann fara varð. Þótt sakni hans allir, þá vonum því Ísland á gnótt af sonum að annar fylli hans skarð. Starfsfólk þinglýsingardeildar sendir Moniku og fjölskyldu Adólfs innilegar samúðarkveðjur. F.h. fyrrverandi samstarfsfólks, Eva H. Þorkelsdóttir og Bergþóra Sigmundsdóttir. Adólf Adólfsson 24 tíma vakt Sími 551 3485 Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947 ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ ÚTFA RARÞJÓNUSTA ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, JÓN M. JÓNSSON, Hvítanesi, Vestur- Landeyjum, andaðist á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu sunnudaginn 16. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ásta Helgadóttir, dætur og tengdasynir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, ÓLÖF DÓMHILDUR JÓHANNSDÓTTIR, Kópavogsbraut 1a, lést á hjartadeild Landspítala þriðjudaginn 18. desember. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Guðmundur Sigurðsson, Aldís Unnur Guðmundsdóttir, Jörgen L. Pind, Jóhann Þ. Guðmundsson, Þórunn Ólafsdóttir, Ólafur Ó. Guðmundsson, Sigríður Eyjólfsdóttir. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir og afi, HRÓÐMAR MARGEIRSSON, Ögmundarstöðum, Skagafirði, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki fimmtudaginn 13. desember. Útför hans verður gerð frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 21. desember klukkan 14.00. Jarðsett verður að Reynistað. Sigríður Hróðmarsdóttir, Guðmundur Kr. Eydal, Jón Margeir Hróðmarsson, María Jónsdóttir, Hróðmar G. Eydal, Ríkey G. Eydal, Urður Jónsdóttir, Hörn Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.