Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2012 Lætur allt glitra og ljóma. Fimm kerfi. Orkuflokkur A. Hljóð: 48 dB (re 1 pW). Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Jólaverð: Uppþvottavél Fullt verð: 149.900 kr. 109.900 kr. stgr. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kristján Jónsson Jón Pétur Jónsson Enn hefur ekkert spurst til Matt- híasar Mána Erlingssonar sem strauk frá fangelsinu á Litla-Hrauni á mánudag. Umfangsmikil leit stóð yfir í gær og hátt í 80 manns leituðu að honum í nágrenni fangelsisins. Lögreglan telur þó líklegt að hann sé í felum einhvers staðar á Suðvesturlandi. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að óvenjulegt sé að svo langur tími líði þar til fangi náist á ný, fyrir nokkrum árum hafi fangi með dags- leyfi þó ekki skilað sér fyrr en eftir nokkra daga. Strok fanga séu sjaldgæf og oft geti lögreglan nánast gengið að strokumönnum vísum á ákveðnum stöðum, þeir náist oftast samdæg- urs. En er hægt að auka öryggið á Litla-Hrauni og draga úr hættunni á stroki þangað til nýja fangelsið rís á Hólmsheiði? „Já, það er hægt og það er í raun það sem við höfum verið að gera á þessu ári,“ segir Páll. „Við fengum til þess 50 milljónir króna og að auki fimm milljónir til að bæta öryggis- mál í Hegningarhúsinu og Kópa- vogsfangelsinu. Það kostar miklu meira að uppfæra öryggiskerfi sem ekki hafa verið uppfærð í áratugi. En þetta er gott, menn hafa þó skilið að það þarf að gera þetta en við ger- um þetta í áföngum eftir því sem fjármagn berst. Það er þegar búið að vinna undir- búningsvinnu fyrir móttökuhús á Litla-Hrauni, allt sem fer inn verður skannað og leitað á öllum. Næsta skref er svo frekari öryggisbúnaður. Í fjárlögum er gert ráð fyrir öðrum 50 milljónum á næsta ári og veitir ekkert af því.“ Jafnframt verði síðar reist raun- veruleg fangelsisgirðing sem sé hönnuð með allt öðrum hætti, úti- lokað sé að klifra yfir hana. Páll seg- ir að stjórnvöldum hafi árum saman verið gerð grein fyrir vandanum vegna öryggis í fangelsum en á síð- ustu misserum hafi fjárveitingar- valdið loks farið að sýna þessum málum skilning. Þrátt fyrir niðurskurð síðustu ár- in standi þetta allt til bóta. Fyrir að- eins hálfu öðru ári hafi Fangelsis- málastjórn þurft að berjast gegn þeirri lausn að reist yrði fjörutíu gáma byggð inni á lóð Litla-Hrauns án þess að tekið yrði nokkurt tillit til öryggisatriða. Morgunblaðið/Júlíus Litla-Hraun Fangavörður, lögreglumenn og björgunarsveitarmaður við þann stað á girðingunni þar sem húfan fannst og talið er að Matthías hafi farið yfir þegar hann flúði fangelsið mánudaginn 17. desember. Efla öryggisbúnað fangelsa í áföngum  Fyrirhugað að reisa girðingu sem útilokað sé að klifra yfir Skúli Hansen skulih@mbl.is „Mér finnst það athyglisvert í þess- ari breytingu að það skuli einhliða af hendi ríkisins sagt um sveitar- félög sem hafa tekjur af öðru en út- svarstekjum, að það skuli mælast í framlögum Jöfnunarsjóðsins vegna grunnskólans sem er náttúrlega ekki getið í þessu samkomulagi í upphafi,“ segir Gunnar Þorgeirs- son, oddviti Grímsnes- og Grafn- ingshrepps, um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (hlut- verk Jöfnunarsjóðs) sem nú liggur fyrir Alþingi. Vísar hann með orð- um sínum til samkomulags sem gert var á sínum tíma á milli ríkis og sveitarfélaga um flutning grunnskólastigsins til sveitarfélag- anna. Markmið frumvarpsins er það að skilgreina markmið og hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í lögum og að lögbinda heimildir til skerð- ingar á fjárframlögum. Grímsnes- og Grafningshreppur skilaði nýlega inn umsögn um frumvarpið til um- hverfis- og samgöngunefndar Al- þingis ásamt fjórum öðrum sveit- arfélögum, Hvalfjarðarsveit, Ásahreppi, Fljótsdalshreppi og Skorradalshreppi. Í umsögninni kemur meðal annars fram að fimm daga umsagnarfrestur um frum- varp sem felur í sér grundvallar- breytingar á tekjustofnum sveitar- félaga sé óviðunandi. Að sögn Gunnars mun þessi breyting kosta sveitarfélagið um 30-35 milljónir króna. „Það verður tekið af öðru því að ekki hættum við að reka grunnskóla þó að menn breyti leikreglunum,“ segir Gunn- ar, aðspurður hvernig hægt verði að fjármagna grunnskólann ef frumvarpið verður að lögum. Ósátt við breyt- ingar á framlög- um Jöfnunarsjóðs  Lagabreyting gæti kostað Grímsnes- og Grafningshrepp 30-35 milljónir kr. Morgunblaðið/Eggert Skóli Gunnar segir að til að reka skólann þurfi að skera annað niður. Spáð er frost- leysi meira og minna um allt land í dag og á morgun. Þó er ekki öll nótt úti varðandi jóla- snjó en sam- kvæmt spá Veðurstofu Ís- lands má gera ráð fyrir lítilsháttar snjókomu á Norðaustur- og Austurlandi sem og á Steingrímsfjarðarheiði á sjálfan aðfangadag. Þá er von á slyddu eða snjókomu á Vestfjörðum og víða norðanlands og á Austurlandi. skulih@mbl.is Veðurstofan spáir hvítum jólum á Norðausturlandi Óvissa er um hvenær og hvort kvóta- frumvarpið verður lagt fyrir Alþingi fyrir kosningar. Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar slá varnagla við frumvarpinu í núverandi mynd. Steingrímur J. Sigfússon atvinnu- vegaráðherra sagði í Ríkissjónvarps- fréttum í gær að hann muni ekki leggja frumvarpið fram, nema hann fái svar fá nokkrum þingmönnum Samfylkingarinnar, hvort þeir falli frá fyrirvörum við frumvarpið. „Ég hyggst ekki falla frá mínum fyrirvara ef frumvarpið verður lagt fram óbreytt. Ef frumvarpið verður lagt fram breytt, þá væntalega kem- ur það aftur fyrir þingflokkinn,“ seg- ir Mörður Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinnar. Hann segir að Steingrímur hafi ekki persónulega rætt við sig um að falla frá fyrirvör- unum en sagði jafnframt: „Það voru fundarhöld um daginn sem voru þó ekki formleg. Ég held að þar hafi verið spjall um málið en ég sá mér ekki fært að mæta því ég var á þingi,“ segir hann. „Staðan er þannig að málið hefur verið afgreitt úr þing- flokki Samfylkingarinnar. Það var samþykkt að leggja þetta fram og engin andstaða við það,“ segir hann. „Ég fellst á að frumvarpið verði lagt fram, að því gefnu að þær breyt- ingar sem gerðar voru til að mæta mínu sjónarmiði fái að standa,“ segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hún segist styðja kvótafrumvarp- ið á grundvelli opins markaðar með aflaheimildir; að þær séu að minnsta kosti 20 þúsund tonn í upphafi og hafi nægilega vaxtarmöguleika til að geta staðið undir verðmyndun og jafnræði. thorunn@mbl.is Óvissa um kvótafrumvarpið  Mörður hvikar ekki frá fyrirvörum sínum  Steingrímur krefst svara frá þing- mönnum Samfylkingarinnar  Ólína mun styðja frumvarpið í núverandi mynd Mörður Árnason Ólína Þorvarðardóttir Í gærmorgun fannst húfa Matthíasar og staðurinn þar sem honum tókst að komast út í frelsið, en honum tókst að fara undir gaddavírsgirðingu við fangelsið. Arnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglu höf- uðborgarsvæðisins, stýrir aðgerðum, en hann stað- festi þetta í samtali við blaðamann. „Það var smá dæld í girðingunni. Hann náði að fara undir gaddavír og þannig út, og það er búið að rekja spor þarna eitt- hvað í burtu,“ segir Arnar. Hann segir að allt landið sé undir í leit að Matthíasi og bætir við að ábendingar séu að berast úr ýmsum landshlutum frá fólki sem telur sig hafa séð strokufangann. Aðspurður segir hann að fleiri flíkur hafi ekki fundist við leitina. Telji fólk sig hafa séð Matthías er það beðið að hafa samband við 112. Það er jafnframt beðið um að halda sig fjarri Matthíasi, sem er dæmdur ofbeldismaður. Húfan fannst við girðinguna ALLT LANDIÐ UNDIR Í LEIT AÐ STOKUFANGANUM MATTHÍASI Matthías Máni Erlingsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.