Morgunblaðið - 20.12.2012, Side 22

Morgunblaðið - 20.12.2012, Side 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2012 Maya-indíánar í Mexíkó undirbúa mikil hátíðarhöld sem verða á morgun í tilefni af því að þá lýkur dagatali þeirra, svonefndri löngu talningu sem hófst árið 3114 fyrir Krist. Fram hafa komið kenningar um að maya- indíánar hafi spáð heimsendi á morgun, en sérfræð- ingar segja þær byggjast á misskilningi. Tímatal maya- indíána sé endalaust og þegar núverandi dagatali ljúki hefjist nýtt tímabil. AFP Löngu talningu að ljúka Newtown. AFP. | Lisa Peterson leitaði huggunar hjá meðferðar- hundum í bænum Newton í Conn- ecticut eftir að hún frétti af skot- árásinni í Sandy Hook-skólanum þegar tvítugur maður myrti tuttugu ung börn og sex starfsmenn skólans. „Ég sá þá og varð bara að koma til þeirra og faðma þá,“ sagði Peterson þegar hún strauk Abbie Einstein og Smartie Jones, tveimur blíðum hundum sem hafa það markmið í líf- inu að láta fólki líða betur. „Það er eitthvað við skilyrðislausa ást hunda sem er svo endurnærandi. Með hundi er hún það eina sem skiptir máli – allt hitt, sem er svo skelfilegt, verður bara að engu.“ Eigandi hundanna segir þá sér- þjálfaða í því að veita huggun og að- stoða við áfallahjálp. Nær 25.000 hundar hafa verið skráðir hjá Therapy Dogs Inter- national, samtökum sem eru með höfuðstöðvar í Flanders í New Jer- sey og skipuleggja áfallahjálp með aðstoð hunda sem „færa gleði og huggun til þeirra sem eiga um sárt að binda“. Tíu hundar komu til Newtown frá Illinois og Indiana fyrir milligöngu kristinna hjálparsamtaka, Lutheran Church Charities, sem hafa skipu- lagt slíka áfallahjálp í Bandaríkj- unum með aðstoð „huggunarhunda“ frá árinu 2008. Hundar hugga syrgjendur  Sérþjálfaðir í því að hughreysta fólk AFP Huggarar Hundarnir Smartie Jones og Abbie Einstein í Newtown. Ljósmyndavefur- inn Instagram á Facebook hefur neitað því að friðhelgisskil- málum hans hafi verið breytt til að hann gæti selt auglýsendum ljósmyndir sem þeir setja þar inn. „Það er ekki ætl- un okkar að selja myndir ykkar,“ sagði talsmaður vefjarins. Hann viðurkenndi að orðalag skilmál- anna væri óljóst og því yrði breytt. FACEBOOK „Ætlum ekki að selja myndir ykkar“ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnendur breska ríkisútvarpsins eru gagnrýndir í nýrri skýrslu um viðbrögð þeirra við máli sjónvarps- mannsins Jimmy Savile. Þeir eru þó hreinsaðir af ásökunum um yfir- hylmingu. Nick Pollard, fyrrverandi yfir- maður Sky News, stjórnaði rann- sókninni sem var gerð fyrir tilstilli BBC. Niðurstöður hans urðu til þess að næstæðsti yfirmaður frétta- deildar BBC, Stephen Mitchell, sagði af sér í gær eftir 38 ára störf fyrir ríkisútvarpið. Ennfremur var tilkynnt að ritstjóri fréttaskýringar- þáttarins Newsnight, Peter Rippon, og aðstoðarritstjóri hans, Liz Gibb- ons, yrðu færð í önnur störf. Savile lést 29. október á síðasta ári, 84 ára að aldri. Eftir andlátið hóf Newsnight rannsókn á ásökun- um um að hann hefði gerst sekur um kynferðisbrot gegn ungum stúlkum. Sex vikum síðar var rann- sókninni hætt án þess að fjallað væri í þættinum um niðurstöður hennar. Um jólin og áramótin sýndi BBC síðan sérstaka þætti þar sem fjallað var með lofsamlegum hætti um störf Savile. Mál hans komst í hámæli fyrir tveimur mánuðum þegar breska sjónvarpið ITV sýndi þátt þar sem nokkrar konur sökuðu Savile um kynferðislega áreitni og nauðganir. Málið vatt hratt upp á sig og lög- reglan segir að grunur leiki á að Jimmy Savile hafi gerst sekur um alls 199 kynferðisbrot, þar af meira en 30 nauðganir. Í rannsóknarskýrslunni segir að ekki hafi fundist neinar vísbending- ar um að yfirmenn BBC hafi gerst sekir um yfirhylmingu eða stöðvað rannsókn Newsnight vegna þátt- anna sem sýndir voru um jólin og áramótin. Yfirstjórn ríkisútvarpsins er hins vegar gagnrýnd harkalega og sagt er að allt hafi logað í ill- deilum innan stofnunarinnar. „Glundroðinn og ringulreiðin var jafnvel meiri en talið var á þessum tíma,“ segir í skýrslunni. „Sú ákvörðun að hætta uppruna- legu rannsókninni var ekki rétt og ranglega var staðið að henni, en ég tel að þetta hafi verið gert í góðri trú,“ sagði Pollard. „Þetta var ekki gert til að verja þættina til heiðurs Savile eða af einhverjum óviður- kvæmilegum ástæðum.“ Hörð gagnrýni á BBC í nýrri skýrslu  Þó ekki sakað um yfirhylmingu í Savile-málinu AFP Rannsókn Nick Pollard (t.h.) kynnti skýrslu um Savile-málið í gær. Skaðabætur greiddar » BBC hefur beðið Alistair McAlpine, fyrrv. gjaldkera Íhaldsflokksins, afsökunar á ásökunum sem fram komu í fréttaskýringarþættinum Newsnight 2. nóvember. » McAlpine var ekki nafn- greindur en sagt var að „háttsettur íhaldsmaður“ væri sakaður um barnaníð. Seinna kom í ljós að enginn fótur var fyrir þessari ásök- un. BBC hefur greitt Mc- Alpine bætur að andvirði 38 milljóna króna. Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is Kimmidoll á Íslandi | Ármúla 38 | Sími 588 5011 Hugljúfar gjafir Stærðir frá 6 cm – 40 cm Verð frá 2200,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.