Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 36
36 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2012 Það eru engin plön um að halda upp á daginn. Þetta er svostuttu fyrir jól. Það er voðalega sjaldan sem ég held upp á af-mælið. Það er kannski þess vegna sem maður er ekki mikið jólabarn, út af samkeppninni við afmælið!“ segir Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson, bóndi á Hlemmiskeiði II í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi, sem fagnar 35 ára afmælidegi sínum í dag. Hann ætlar því að láta sér nægja að halda upp á jólin og áramótin. Vilhjálmur segist vera mjög íþróttalega sinnaður og hafa fengist við nær allar íþróttir sem snúast um bolta eða kúlur. „Núna upp á síðkastið er maður helst í golfi því lappirnar eru ekki lengur í nógu góðu standi,“ segir Vilhjálmur en hann vann meðal annars mótaröð Golfklúbbs Selfoss í sumar þar sem hann er félagi. Hann segir ekki marga bændur vera í golfinu en að það fari ágæt- lega saman að vera bóndi og kylfingur. Hann sé þó ekki mikið fyrir það að grípa í kylfurnar á milli verka á bænum. „Það eru margir sem spyrja mig að þessu og hvort ég ætli ekki að hætta búskapnum og breyta landinu í golfvöll!“ segir Vilhjálmur og hlær. „Ég nenni ekki að taka í kylfurnar heima. Það þarf góð tún fyrir kúlurnar. Ef maður slær langt þá týnast þær bara!“ segir hann. kjartan@mbl.is Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson er 35 ára Bóndi Vilhjálmur Andri er með kýr, fé og hross heima í sveitinni. Á sumrin leggur hann svo meðal annars stund á golf af miklum móð. Afmælið undir í samkeppni við jólin R agnheiður fæddist á Húsavík og ólst þar upp. Hún var í barna- skóla á Húsavík, stundaði nám í ljós- myndun hjá Eðvarði Sigurgeirssyni, ljósmyndara á Akureyri, og fór til Kaupmannahafnar þar sem hún starfaði á saumastofu í eitt ár. Eftir að hún kom aftur heim, skömmu fyr- ir stríð, var hún búsett í Reykjavík og starfaði þá hjá VR, Versl- unarmannafélagi Reykjavíkur. Ragnheiður tók ökupróf er hún hafði aldur til, fyrst kvenna í Þing- eyjarsýslu, og vann um skeið við fyr- irtæki föður síns, Verslun Bjarna Benediktssonar á Húsavík. Eftir að Ragnheiður gifti sig var hún húsfreyja á Akureyri og þar bú- sett til ársloka 1992 er hún flutti til Reykjavíkur. Hún dvelur nú á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík. Með eitthvað handa á milli Ragnheiður var alin upp við hand- verk og byrjaði að sauma föt á dúkk- urnar sínar er hún var lítil stúlka. Þessar flíkur saumaði hún á fyrstu saumavélina sem kom í Þingeyjar- Ragnheiður Bjarnadóttir húsfreyja - 100 ára Systkinin Efri röð frá vinstri: Ragnheiður, Regína, Kristín, Ásta, Bryndís, Þórdís, Hansína og Rannveig. Neðri röð frá vinstri: Gunnar, Stefán, Vernharður, Ásgeir og Baldur. Myndin var tekin árið 1977, er hundrað ár voru liðin frá fæðingu Bjarna föður þeirra. Allur systkinahópurinn hittust aðeins tvisvar, fyrst 1965 og síðan 1977. Listfeng hannyrða- kona frá Húsavík Morgunblaðið/Valdís Thor Afmælisbarnið Ragnheiður Bjarnadóttir frá Húsavík. Myndin var tekin fyrir fjórum árum. Hún býr núna á Grund við Hringbraut. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Cicely Steinunn Pálsdóttir, Elísa Björnsdóttir og Hörður Pálsson bjuggu til jólaskraut og seldu í Seljahverfi og Hlíðagerði. Þau söfnuðu 2.109 kr. sem þau gáfu Rauða krossinum. Söfnun Reykjavík Kári Björn fæddist 7. mars kl. 2.27. Hann vó 3.740 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Bríet Frið- björnsdóttir og Kristján Sturlaugs- son. Nýir borgarar Akureyri Elvar Breki fæddist 31. mars kl. 7.17. Hann vó 2.700 g og var 47 cm langur. Foreldrar hans eru Eydís Stef- anía Kristjánsdóttir og Pétur Ingi Kol- beins. www.brynja.is - brynja@brynja.is 9 - sími 552 4320 MIKIÐ AF ÚRVALS VERKFÆRUM TILVALIÐ Í JÓLAPAKKANN TRÉRENNIJÁRN, TRÉ ÚTSKURÐARJÁRN, HVERFISTEINAR OG HEFILBEKKIR. LYKILVERSLUN VIÐ LAUGARVEGINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.