Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2012 „Þarna er verulegum upphæðum bætt við húsaleigubætur, eða alls um einum milljarði króna. Með breytingunum fjölgar þeim jafn- framt mikið sem fá húsaleigu- bætur. Það er meginbreytingin,“ segir Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra, um skref í átt til nýs húsnæðisbótakerfis á Íslandi sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. „Þá verður tekjuviðmiðum breytt og dregið úr skerðingaráhrifum tekna á bætur leigjenda. Með því geta fleiri nýtt sér bæturnar.“ Spurður hvort hann telji að breytingarnar muni vinna bug á þeim vanda sem margir telja að sé uppi á leigumarkaði, vegna lítils framboðs og hás leiguverðs, segir Guðbjartur að breytingarnar einar og sér muni ekki gera það. „Það er hins vegar áfram unnið að undirbúningi þess að hefja rekstur leigufélags Íbúðalána- sjóðs. Svo eigum við von á 300 íbúðum fyrir námsmenn í Vatns- mýri, auk þeirra íbúða sem eru að fara í byggingu.“ Spurður hvort hækkun húsaleigubóta í formi minni tekjuskerð- ingar muni halda í við verðbólgu kveðst Guðbjartur vona það. „Framkvæmdin verður áfram á höndum sveitarfélaganna og þann- ig nýtt það kerfi sem fyrir er. Þetta er fyrsta skrefið í átt til nýs hús- næðiskerfis. Það þarf meira að koma til gagnvart þeim hópi sem fór verst út úr húsnæðiskaupum fyrir hrunið. Það mun hins vegar auðvitað létta undir með mörgum ef fleiri fá aðgang að húsaleigu- bótum og ef þær hækka,“ segir hann og boðar aðstoð við lántaka hjá ÍLS sem eiga í greiðsluvanda. Húsaleigubætur hækkaðar RÁÐHERRA BOÐAR FREKARI AÐGERÐIR Guðbjartur Hannesson Svanur telur tvöföldun skatts á húsaleigu hafa ýtt undir undanskot. „Það eru sterkar vísbendingar um að skattahækkanir hafi leitt til þess að leigusalar leigi í vaxandi mæli út húsnæði án þinglýsingar til að kom- ast hjá opinberum gjöldum. Þinglýs- ingum hefur fækkað og það er ekki vegna þess að það sé minna að gera á leigumarkaði. Það er langt í frá.“ Geta valið um leigjendur Guðlaugur Örn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Leigulistans, tel- ur líka að húsaleiga sé að hækka. „Leiga á íbúðarhúsnæði hefur al- mennt verið að hækka. Leiga á tveggja herbergja íbúðum er frá 100 þúsund krónum og upp í 150.000 krónur. Flestar eru þó á bilinu 100 til 120 þúsund. Eftirspurnin er tölu- verð. Þeir sem vilja leigja húsnæði geta því valið um leigjendur. Margt ungt fólk hefur farið út á leigumarkaðinn, enda er byggingar- markaðurinn búinn að vera í kyrr- stöðu í fjögur ár. Leigumarkaðinn hefur hins vegar stækkað um 50% síðan 2008. Leigan mun halda áfram að hækka á meðan byggingariðn- aðurinn er í lamasessi,“ segir hann. Á vef Leigulistans eru eignir í ýmsum stærðum til leigu og má nefna að 20 fermetra herbergi í Engihjalla kostar 65.000 krónur á mánuði í leigu og kostar fermetrinn því 3.250 krónur. Þá eru nokkur 10 fermetra herbergi á 50.000 kr. Þá kostar 30 fermetra íbúð í Bugðulæk 80.000 kr. í leigu á mánuði og 54 fer- metra íbúð í Melgerði kostar 120 þúsund krónur á mánuði. Telur að verðið muni lækka Vilhjálmur Einarsson, löggildur fasteignasali hjá Eignaborg, telur hins vegar að verðið muni lækka. „Mesti kúfurinn var í haust. Verð- ið hefur lækkað síðan. Tveggja her- bergja íbúðir sem fóru á 110-120 þúsund krónur í haust eru ekki að fara á nema 100 þúsund krónur í dag. Ég tel að eftirspurnin á leigu- markaði hafi minnkað. Framboðið á leigumarkaði jókst í haust þegar margir töldu að markaðurinn væri að springa og að rétti tíminn væri til að láta íbúðir í útleigu.“ Vilhjálmur telur marga frekar kjósa að leigja úti á landi en að borga háa leigu á höfuðborgarsvæðinu. „Margir sem vinna í bænum leigja orðið í Keflavík og keyra á milli. Svo hefur töluvert af eignum í Hvera- gerði verið til leigu. Þar geta menn fengið gott húsnæði til leigu á 110.000 krónur og látið sig hafa það að keyra heiðina, í staðinn fyrir að leigja sambærilegt húsnæði á 300 til 400 þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Ég hef ekki trú á því að leiguverð- ið muni hækka meira og að eftir- spurnin verði eins mikil og verið hef- ur. Það verður að horfa til þess að mikill fjöldi fólks hefur flutt af landi brott og leigir nú út sínar eignir. Mikið af eignum kemur því inn vegna þess að fólk hefur yfirgefið hólmann. Það hefur verið meira um það í sumar en í fyrra. Fyrstu tvö ár- in eftir hrunið var algengt að menn skildu konuna og börnin eftir heima en kæmu einu sinni heim í mánuði á kostnað fyrirtækjanna. Nú lítur út fyrir að margir hafi ákveðið að taka fjölskyldurnar með út. Þá er mikið um að ungt fólk fari út í framhaldsnám. Maður heyrir það á ungu fólki að það hefur ekki áhuga á að berjast um leiguhúsnæði hér heima. Það fer frekar út. Þá eru mörg dæmi um að eldra fólk sem hefur leigt íbúðir hætti að gera það þegar það kemst á ellilífeyrisaldur vegna skerðingarákvæða,“ segir Vil- hjálmur sem telur ríkisstjórnina vinna gegn eigin markmiðum um að auka framboð á leiguhúsnæði. Skilja ekki leigumarkaðinn „Alþingismenn og ráðherrar segj- ast undirbúa stofnun nýs leigufélags eftir áramót með nýjum lögum. Þetta er tilkynnt eftir að búið er að hækka skatt á húsaleigu úr 10% í 20% og jafnframt loka fyrir frádrátt frá leigusköttum vegna viðhalds og fasteignagjalda. Í ofanálag rýrir auðlegðarskatturinn tekjurnar. Stjórnvöld skerða því möguleika fólks til að leigja út húsnæði á sama tíma og þau boða stofnun leigu- félags. Þetta bendir til þess að stjórnvöld skilji ekki hvernig leigu- markaðurinn virkar,“ segir Vil- hjálmur Einarsson. Sjötíu vildu skoða eina íbúð Morgunblaðið/ÞÖK Úr Hallgrímskirkjuturni Margt bendir til að spenna sé á leigumarkaði.  Leigumiðlari segir mikinn skort á húsnæði til útleigu  Sumir leigusalar vilji hjálpa barnafólki  Löggildur fasteignsali telur hins vegar að verðið muni lækka  Fjöldi Íslendinga leiti enda til útlanda BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Markaðurinn er ákaflega rólegur. Það er lítið af eignum að koma inn og lítil hreyfing á leigumarkaðnum. Vandamálið er skortur á framboði. Það vantar mun meira af eignum á markaðinn til að mæta eftirspurn og slá á hana,“ segir Svanur Guð- mundsson, löggiltur leigumiðlari hjá leiguvefnum húsaleiga.is, um stöð- una á leigumarkaði. Svanur telur að meira framboð gæti lækkað leiguverð um minnst 10%. „Ég myndi halda að leigan gæti lækkað meira. Verðið er í hæstu hæðum. Það er geysilega lítið fram- boð af leiguhúsnæði en eftirspurnin er sem fyrr mikil. Við gætum leigt út miklu meira af eignum,“ segir Svan- ur og tekur dæmi um eftirspurnina. Sjötíu manns vilja skoða „Ég er að sýna íbúð í 108 Reykja- vík. Sjötíu manns hafa boðað komu sína til að skoða hana. Íbúðin er á fjórðu hæð og það er engin lyfta í húsinu. Svona hefur þetta verið í allt haust. Þegar nýjar íbúðir koma til leigu er slegist um þær. Það er geysilega erfitt að velja á milli fólks til að leigja. Eigandinn tekur alltaf lokaákvörðun en í sumum tilfellum velja leigusalar fólk sem er í mestu vandræðunum og vilja með því hjálpa ungu barnafólki að komast í gegnum erfiðleikana.“ Á R N A S Y N IR util if. is CASALL MAGAHJÓL 3.790 kr. MIKIÐ ÚRVAL SPORTAUKAHLUTA. Kimmidoll á Íslandi | Ármúla 38 | Sími 588 5011 Hugljúfar gjafir Stærðir frá 6 cm – 40 cm Verð frá 2200,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.