Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2012 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Væri ég Íslendingur myndi ég ekki spyrja hvaða slæmu hlutir gætu gerst ef við göngum ekki í Evrópusam- bandið. Ég myndi spyrja öðruvísi og ekki eins pragmatískt: „Við erum Evrópuland, við deilum gildum með öðrum Evrópuríkjum og viljum veg Evrópu sem mestan. Af hverju leggj- um við henni ekki lið, höfum áhrif og tökum þátt?““ svaraði Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, spurn- ingu á opnum fundi í Þjóðmenning- arhúsinu í gær. Hann hafði verið spurður um hvaða gjald Íslendingar gætu þurft að greiða fyrir að standa utan við ESB. Paet er í opinberri heimsókn hér á landi og hefur fundað með íslenskum ráðamönnum. Í gær sat hann fyrir svörum á opnum fundi til að ræða reynslu Eistlands af verunni í ESB og þátttöku landsins í evrusamstarfinu. Eistar hafa átt aðild að sambandinu frá 2004 og myntbandalaginu frá 2010. Stuðningurinn jókst Um 68% Eista samþykktu aðild landsins að ESB í þjóðaratkvæða- greiðslu og segir Paet að nokkrar efa- semdir hafi verið á meðal þjóðarinnar um inngönguna, sérstaklega hjá fólki á landsbyggðinni og í landbúnaði. Eftir inngönguna í sambandið hafi stuðningurinn hins vegar farið vax- andi og sé nú einn sá mesti innan nokkurs ríkis ESB. „Fólk sá hvað það fól í sér að eiga aðild að ESB. Mesta breytingin var hjá þessum hópi, landsbyggðinni og bændum. Þeir sáu alla kostina með landbúnaðarstyrkjum og sameigin- lega markaðinum. Þetta viðhorf breiddist um allt samfélagið og nú eru yfir 80% ánægð með aðildina,“ segir ráðherrann. Verði aldrei aftur einir Paet var spurður út í það hvort þau álitamál um sjálfstæði og fullveldi sem hafa einkennt mjög umræðu á Íslandi um hugsanlega aðild að ESB hefðu verið uppi á borðinu í Eistlandi. Ráðherrann svaraði því til að vissu- lega væri stærsta málið að halda sjálfstæðinu. Vísaði hann til fyrrver- andi sovétlýðvelda sem hefðu verið í sömu sporum og Eistland árið 1991 þegar það öðlaðist sjálfstæði. Sum þeirra ríkja séu enn undir áhrifum Rússa. Fyrir Eista hafi það hins vegar verið mikilvægt að vera aldrei aftur einir á báti eins og þegar þeir lentu undir yfirráðum Sovétríkjanna. „Það getum við nú gert með löndum sem deila grundvallargildum okkar. Hvað gæti verið betra?“ Eistar hafi afsalað sér ákvörðunar- rétti í einhverjum málum en í staðinn fái landið í fyrsta skipti í sögunni að taka ákvarðanir um mál sem varði Evrópu og heiminn allan. „ESB bygg- ist á sátt. Ákvarðanir eru ekki teknar nema með vilja allra aðildarríkjanna. Með tilliti til stærðar okkar og sögu þá fáum við því miklu meira til baka,“ segir Paet. Evran skynsamleg ákvörðun Eistland er nýjasta ríkið í evrópska myntbandalaginu. Þrátt fyrir þá erf- iðleika sem hafa steðjað að evrusvæð- inu undanfarin ár telur Paet það hafa verið skynsamlega ákvörðun að taka upp evruna. Áður var gjaldmiðill landsins tengdur gengi evrunnar og þýska marksins þar áður. Myntin var smá og sífellt hafi verið vangaveltur um hvort gengið yrði fellt. Þær vangaveltur hafi horfið með tilkomu evrunnar. Stóru mistökin við evruna að mati Paets voru þó þau að ekki hafi verið settar reglur um fjármál ríkjanna og hvað eigi að gera við þau ríki sem ekki standast skilyrði bandalagsins. „Núna er ég nokkuð viss um að evrusvæðið og Evrópa komist ágæt- lega út úr kreppunni,“ segir hann. „Af hverju ekki að taka þátt?“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Samræður Urmas Paet í ræðupúlti í Þjóðmenningarhúsinu. Með honum í pallborði voru meðal annars Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, forsvarsmenn ASÍ og SA auk Gylfa Magnússonar, dósents í hagfræði.  Utanríkisráðherra Eistlands ræddi um reynslu landsins af Evrópusambandinu og evrusamstarfinu  Mestu efasemdirnar innan landbúnaðar og landsbyggðar en það breyttist eftir að aðild var samþykkt „Ég tel að borgarfulltrúar Samfylk- ingar og Besta flokksins hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að kynna sér ekki mikilvæg gögn um afhend- ingaröryggi á heitu vatni í vestur- hluta borgarinnar þegar tekin var ákvörðun í borgarstjórn að heimila kaup á Perlunni og gerð leigusamn- ings um einn af hitaveitutönkunum undir henni,“ segir Kjartan Magn- ússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. Kjartan sem einnig situr í stjórn Orkuveitunnar, segir mikil- vægar upplýsingar að finna í minn- isblaði sem kynnt var á stjórnarfundi OR en trúnaður ríkir yfir. „Ég hef ítrekað óskað eftir því við forstjóra og stjórnarformenn Orku- veitunnar og í borgarstjórn að trún- aði verði aflétt af minnisblaðinu með vísan til þess að í því er að finna mik- ilvægar upplýsingar um ríka al- mannahagsmun, en verið hafnað.“ Mögulega brotið á meginnreglu Á fundi borgarstjórnar um málið fóru Kjartan og Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, fram á að ákvörðun um málið yrði frestað þar sem ónógar upplýsingar lægju fyrir. Bæði telja þau vinnubrögð meirihlutans dæmi um óvandaða stjórnsýslu. „Þó að stjórnsýslulögin eigi ekki við í þessu tilviki þá er það ein af grunnreglum stjórnsýslunnar að ákvarðanir eiga að byggjast á sem bestum upplýsingum, segir Trausti Fannar Valsson, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands. Þá bendir Trausti á að samkvæmt sveitarstjórnarlögum skuli fundarboði fylgja m.a. gögn sem nauðsynleg eru til að sveitar- stjórnarmenn geti tekið upplýsta af- stöðu til mála. „Mat á því hvort um brot á þessum reglum sé að ræða núna er hins veg- ar ekki hægt að framkvæma án þess að þekkja gögnin,“ segir Trausti sem telur ábyrgðina fyrst og fremst póli- tíska í þessu máli. vilhjalmur@mbl.is Gögn vegna Perl- unnar ekki kynnt  Afhendingaröryggi mögulega ógnað Morgunblaðið/Árni Sæberg Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.is GULL- OG SILFURSMIÐJA Hannað af Ríkarði Jónssyni og Karli Guðmundssyni myndskera frá Þinganesi. Verð108.000.- Njáluarmbandið Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily Fékk gömlu góðu orkuna til baka ! Auk þess sléttari húð og nýtt glansandi heilbrigt hár í kaupbæti. Ég byrjaði að taka brokkolitöflurnar Cognicore efir að hafa séð vin minn sem hafði alltaf verið orkulaus og þreyttur taka ótrúlegum breytingum eftir að hann fór að taka töflurnar. Sjálf er ég alsæl því ég fékk gömlu góðu orkuna mína til baka. Ekki bara það, heldur hrökk meltingin hjá mér líka í lag eftir rúman mánuð og nú fæ ég varla kvef og pestir. Betra útlit ! Það er klárt mál að brokkolítöflurnar vinna gegn öldrunaráhrifum því fínu andlitshrukkurnar sem koma jú bara, eru ekki nærri eins sýnilegar og áður. Húðin er sléttari, ásýndin afslappaðri og mér finnst ég líta betur út. Eins er það með hárið sem alltaf var svo líflaust og þreytt - halló.... það er allt í einu orðið glansandi og vex meira nú en fyrir 20 árum. Það eru forréttindi að hafa kynnst brokkolí áhrifunum ! Hrafnhildur Hákonar 53 ára Brokkolítöflurnar Cognicore fást í helstu apótekum og heilsubúðum www.brokkoli.is Náttúrulegt fagnaðarefni fyrir frumurnar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.