Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 355. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Húfa Matthíasar fundin
2. Ökumaður í stolnum bı́l myndaður
3. Fylgdist með þegar fangi fór yfir
4. Kostar neytendur 27 kr. á lítra
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hljómsveitin Júpíters rís úr dvala
nú um áramótin og leikur á áramóta-
balli með söngvaranum Engilbert
Jensen og hljómsveitinni Varsjár-
bandalaginu. Ballið fer fram í Iðnó
29. desember og hefst kl. 22. Júpí-
ters verður óvenjufjölmenn að þessu
sinni, 16 hljóðfæraleikarar saman á
sviði þegar mest verður.
Morgunblaðið/Arnaldur
Júpíters, Engilbert
og Varsjárbandalagið
Tónlistar-
myndband sem
myndlistarmað-
urinn Ragnar
Kjartansson leik-
stýrði fyrir hljóm-
sveitina Sigur
Rós, við lag henn-
ar „Ég anda“, er
meðal þeirra
bestu sem gerð voru á árinu, að mati
tónlistarvefjarins Pitchfork. Lagið er
af nýjustu breiðskífu Sigur Rósar,
Valtari.
Myndband Ragnars
meðal þeirra bestu
Kosningu í jólalagakeppni styrkt-
arverkefnisins Geðveik jól lauk í gær
og varð fyrirtækið Samskip hlut-
skarpast en starfsmenn þess fluttu
lagið „Frá ljósanna há-
sal“ eftir J.F. Wade. Í
öðru sæti varð Ar-
ion banki og í því
þriðja Bláa lónið.
Þeir sem kusu sitt
uppáhaldslag í
keppninni styrktu
um leið Geð-
hjálp.
Jólalag Samskipa það
„geðveikasta“
Á föstudag Austlæg átt 8-13 m/s. Rigning og sums staðar slydda
S- og A-lands, en annars úrkomulítið. Hiti víða 1 til 6 stig.
Á laugardag Áframhaldandi austlæg átt, víða 8-13 með rigningu
en slyddu til fjalla, en úrkomulítið N-til. Milt veður.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG A og SA 8-13 m/s og væta S- og A-til en
annars þurrt að kalla. Hiti 0 til 8 stig síðdegis, mildast syðst.
VEÐUR
Kristinn Friðriksson, körfu-
boltaspekingur Morgun-
blaðsins, fjallar ítarlega um
Dominos-deild karla í körfu-
knattleik. Deildin hefur
sjaldan eða aldrei verið
jafnspennandi og í ár og
spáir Kristinn í spilin og
metur frammistöðu liðanna
til þessa en hann spáir því
að baráttan um titilinn
muni standa á milli fjögurra
liða. »2-3
Fjögur lið munu
berjast um titilinn
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í
handknattleik, er ekki bjartsýnn á að
Alexander Petersson geti verið með
íslenska landsliðinu á HM á Spáni í
næsta mánuði en Alexander glímir
við meiðsli í öxlinni. Aron er búinn að
velja 28 manna landsliðshóp. »1
Aron reiknar ekki með
því að Alexander spili
Tito Vilanova, þjálfari Barcelona, hef-
ur greinst með krabbamein í annað
sinn á rúmu ári. Það var staðfest í
gær og fer hann í aðgerð í dag, eftir
því sem forráðamenn félagsins
greindu frá í gær. Eftir aðgerðina tek-
ur síðan við nokkurra vikna meðferð
með geislum og lyfjum. Ekki liggur
fyrir hver tekur við þjálfun liðsins í
fjarveru Vilanova. »1
Vilanova fer í aðgerð í
dag vegna krabbameins
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Þetta er helvítis ritræpa, en ég byrj-
aði ekki á þessu fyrr en ég varð lög-
gilt gamalmenni,“ segir Vilhjálmur
Hjálmarsson, rithöfundur og fyrr-
verandi alþingismaður og ráðherra,
um bókaskrifin undanfarna þrjá ára-
tugi, en á dögunum sendi hann frá
sér bókina Glettur og gamanmál.
„Ég kann ekkert handverk svo ég
verð að hafa einhvern fjárann að
gera og hef verið að nudda við þetta.“
Það er örugglega ekki margt 98
ára gamalt fólk sem situr við skriftir
og sér að minnsta kosti tvö ár fram í
tímann hvað bókaútgáfu varðar. Vil-
hjálmur á Brekku í Mjóafirði lætur
ekki deigan síga þrátt fyrir aldurinn
og hefur verið iðinn við kolann, en
fyrsta bók hans, Raupað úr ráðu-
neyti, kom út 1981. Hann segir að á
yngri árum hafi hann ekki haft neina
sérstaka löngun til bókaskrifa. „Ég
hafði samt alltaf gaman af því að
skrifa og skrifaði löng sendibréf þeg-
ar ég var um tvítugt, bæði til konu-
efnisins og skólafélaga minna. Þetta
var einhver árátta enda skrifaði ég
auðveldlega 20 síðna bréf.“
Gaman og alvara
Vilhjálmur segir að sérstaklega
hafi verið gaman að skrifa um
bernsku- og æskuárin. „En nauðsyn-
legast var að skrifa bókina Þeir
breyttu Íslandssögunni sem kom út
1995,“ segir hann. „Á hverri öld hef-
ur orðið horfellir á Íslandi
þangað til á 20. öldinni.
Þegar illviðrin gengu yfir
1951 voru nokkrir bílstjórar
með jarðýtur og fleira sem
björguðu Fljótsdalshér-
aðinu. Það var ægileg snjó-
dyngja á Austur- og Norð-
austurlandi, sú mesta um
mína daga. Símalínan var til
dæmis komin á kaf sum-
staðar á Fagradal. Bókin er
að hálfu leyti um styrjöldina við
óveðrið og að hálfu leyti um útgerð
Færeyinga á árabátum, en þeir voru
mjög margir hérna fyrir austan um
áratugaskeið og ekkert annað hefur
verið skrifað um þessa útgerð á ís-
lensku.“
Bóndinn hefur búið á Egilsstöðum
síðan í haust. „Ég var ekki spítala-
tækur og varð því að fá mér íbúð því
það var ekkert vit í því að vera á
Brekku á veturna. Þegar maður er
orðinn svona gamall þarf maður ekki
annað en reka tærnar í og detta á
hausinn til þess að allt fari úr skorð-
um. Tengdadóttir mín á Brekku, Jó-
hanna Lárusdóttir, gerði allt sem
þurfti að gera fyrir mig. Ég var hel-
víti slæmur í bakinu í sumar, hryggj-
arliðir hrundu og ég er því mjög bog-
inn, en þetta gekk yfir og nú snúast
10 til 20 konur í kringum mig.“
Nær 100 ára með ritræpu
Kann ekkert
handverk en
nuddar við skrif
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Rithöfundur Vilhjálmur Hjálmarsson gerir fátt annað en skrifa þessa dagana og er hress með það.
„Það stefnir í 27 bækur,“ segir Vil-
hjálmur Hjálmarsson um afköstin
á ritvellinum og áréttar
að hann geti ekki alfarið
eignað sér tvær bókanna
en bendir jafnframt á að
tvö handrit séu nánast
tilbúin til prentunar,
annað á næsta ári og
hitt, Örnefnaskrá Mjóa-
fjarðar, á 100 ára af-
mælisári hans. „Ég
ætla að gefa út eina
bók 2014, sama hvort
ég verð lifandi eða dauður,“ segir
Vilhjálmur, sem handskrifar allan
texta. „Með penna, bara eins og
Þórbergur,“ segir hann, en Sigur-
borg Jóna Sigmarsdóttir hefur síð-
an tölvusett textann og búið hann
undir prentun.
Vilhjálmur segir að hann hafi
eitt sinn farið með gamanmál á
árshátíð í Karphúsinu og í kjölfarið
hafi Torfi Hjartarson, þáverandi
sáttasemjari, hvatt sig til þess að
skrifa sögurnar. Bókin Glettur og
gamanmál sé afraksturinn.
Gefur út bók lifandi eða dauður
VILHJÁLMUR HJÁLMARSSON Á BREKKU