Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 43
frásögnum er því söguleg skáld- saga, en það er bara einn af mörg- um þráðum.“ Talandi um uppbyggingu bók- arinnar, þá vekur athygli hvað þú brýtur textann mikið upp með stuttum innskotum uppfullum af upplýsingum úr sögunni. Ertu með- vitað að láta reyna á þanþol skáld- sögunnar? „Uppbygging skáldsögunnar var miklu flóknari í fyrstu drögum en í útgefnu bókinni. Í fyrsta uppkast- inu var ég að segja sex sögur í einu. Mér fannst það mjög fasínerandi en það var fullkomlega ólæsilegt, þannig að nú er ég búinn að skipta bókinni upp í þrjá hluta. Mig lang- aði til að geta blandað saman skáld- skap og veruleika og geri það með þessum mikla fjölda af litlum anek- dótum. Þegar maður er með svona stórt söguefni vill maður geta farið út um víðan völl og þá þarf maður strúktúr sem leyfir manni það. Ég var einnig innblásin af frásagn- araðferðum kvikmynda og sjón- varps, en þar er iðulega verið að segja margar sögur í einu og skipta eldsnöggt á milli sjónarhorna. Það heillaði mig að vinna skáldsögu þar sem þú gætir klippt saman frásagn- irnar á þennan máta.“ Hversu mikilvægt finnst þér að afstaða höfundar komi skýrt fram í bókinni? „Ég lít svo á að höfundur bók- arinnar sé í einhverjum skilningi líka skáldsagnapersóna. Skoðanir hans eru ekki endilega skoðanir mínar, heldur tilraun til þess að búa til ákveðið sjónarhorn. Þar sem frásagan hefur greiðan að- ganga að tilfinningalífi lesenda og getur hrært upp í huga hans og hugsanlega breytt afstöðu hans, þá felst í raun mikil ábyrgð í því hvernig er skrifað. Auðvitað er þessi bók í einhverjum skilningi hluti af mér og mér er það mjög mikilvægt að eiga í heiðarlegum samskiptum við lesendur. Mín ósk er að fólk komi aðeins víðsýnna út úr bókinni minni, en það fór inn í hana. Því upplýsingin er besta vopnið.“ Morgunblaðið/Golli Sjónarhorn „Illska er tilraun til að miðla ólíkum sjónarhornum og reyna að skilja hvers vegna vondir atburðir ger- ast. En vissulega er titillinn Illska stór munnbiti,“ segir Eiríkur Örn Norðdahl um samnefnda skáldsögu sína. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2012 Út er komin ljósmyndabókin Vest- firðir // Westfjords með 109 ljós- myndum eftir fimmtíu Vestfirð- inga. Ljósmyndararnir eru jafnt byrjendur sem lengra komnir, ung- ir sem aldnir, og eru myndirnar teknar víðsvegar á Vestfjörðum. Ritstjóri bókarinnar er Eyþór Jó- vinsson og segir hann lesendum boðið í „óvissuferð um Vestfirði“. Bók með myndum 50 Vestfirðinga Tófa Kápumynd tók Haukur Sigurðsson. Hið íslenska bók- menntafélag hef- ur sent frá sér bókina Söguþjóð- in, eftir dr. Jónas Kristjánsson, fyrrverandi for- stöðumann Stofnunar Árna Magnússonar. Í bókinni er sögð saga ís- lensku þjóðarinnar frá landnámi og allt til loka þjóðveldisins laust eftir miðja 13. öld og endursegir Jónas hinar fornu sögur á einfaldan hátt. Söguþjóð Jónasar Kristjánssonar Jónas Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.