Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Í dag er gott að kaupa hluti fyrir heimilið eða fjölskylduna. Ef eldurinn er ekki stöðugt mataður á fóðri kólnar hann. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er ekkert að því að vilja vita hvers vegna fór sem fór. Komdu fólki á óvart, hristu upp í hlutunum, það er svo skemmtilegt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hagaðu orðum þínum svo að þú þurfir ekki að sjá eftir neinu, hvað sem ger- ist. Einhver er önugur og afundinn, þú skilur ekkert í því. Horfðu í hina áttina um stund, þetta gengur yfir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú er komið að því að fjárfesta í sjálfum sér. Reyndu að finna ástinni farveg og leggðu þig svo alla/n fram; sjálfum þér og öðrum til ánægju. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú er upplagt að framkvæma það sem þig hefur lengi langað til, slappa af. Sam- skiptahæfni þín er mikil og því er lítil hætta á að þú troðir öðrum um tær. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Allir fullorðnir eru eins og viðkvæmir og hræddir sjö ára krakkar innra með sér. Hlustaðu á það sem fólk hefur að segja en bíddu með framkvæmdir til morguns. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það freistar þín mjög að reyna eitthvað nýtt svo þú skalt fyrir alla muni láta það eftir þér. Taktu verklag þitt til endurskoð- unar og gerðu þær breytingar sem til þarf. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Upplýsingar sem þú færð breyta öllu. Efnisleg gæði eru líka nauðsyn- leg svo gefðu þér tíma til að afla þeirra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Sjáðu fyrir þér að þú hafir náð takmarki þínu. Gefðu þér nægan tíma til þess að sinna þér annars hefurðu ekkert að gefa. 22. des. - 19. janúar Steingeit Greiðvikni sem þú hefur sýnt öðrum í fortíðinni, kemur þér til góða núna. Prakkararnir í lífi þínu forða þér frá leið- indum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ættir að gæta þess að treysta á félaga og samvinnu þessa daga. Meðtaktu áhugaverðan miðpunkt í verkefni sem þú ert að vinna að og gerðu hann að þínum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu ekkert koma þér á óvart í dag. Ef þú tekur þig of hátíðlega, er hætta á að of mörg ábyrgðarhlutverk hlaðist á þig og engan annan. Bjarki M. Karlsson yrkir „einnafar sorglegan flokk“ um það grátlega kynjanna misrétti sem forðum daga tíðkaðist og þekkist því miður enn: Amma skildi að skyldan bauð að skúraði hún og þvægi en afi minn fór á honum Rauð eitthvað suður á bæi. Amma stóð og bjó til brauð svo bjarga mætti hagi en afi minn fór á honum Rauð eitthvað suður á bæi. Börnin oní amma sauð oft var tómur magi en afi minn fór á honum Rauð eitthvað suður á bæi. Ávallt sinnti, aldrei trauð, amma vinnu og stagi en afi minn fór á honum Rauð eitthvað suður á bæi. Ömmu kvaldi alls kyns nauð af ýmsu vondu slagi en afi minn fór á honum Rauð eitthvað suður á bæi. Löngum skilst mér lítinn auð að launum amma þægi er afi minn fór á honum Rauð eitthvað suður á bæi. Svo var amma alltaf snauð að við lá hún dæi en afi minn fór á honum Rauð eitthvað suður á bæi. Niður amma datt loks dauð dó af starfsálagi en afi minn fór á honum Rauð eitthvað suður á bæi. Helgi Björnsson smitaðist af áhuganum á afa og ömmu og bætti við: Maðurinn var mesta gauð svo mörgum fannst í lagi að afi færi á honum Rauð eitthvað suður á bæi En Vigfús Vigfússon yrkir svolít- ið andóf við ofangreint: Með ógn í fasi amma bauð: „Eitthvert suður á bæi, sæktu gamli sykur og brauð, sitt af hvoru tagi.“ Og kúvent: Löngum afi landann sauð, lap og hélt ei þvagi. Þá flýði amma á honum Rauð eitthvað suður á bæi. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af ömmu og afa sem fór á honum Rauð Í klípu „JÚ, ÉG HEYRI ÁGÆTLEGA Í ÞÉR. BARA EINS OG ÞÚ SÉRT Í NÆSTA HERBERGI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ VERÐUR AÐ SETJAST Í SÆTIÐ ÞITT HERRA, VIÐ ERUM AÐ HEFJA AÐFLUG OG ÞÁ ÞARF FLUGSTJÓRINN AÐ VERA MEÐ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hafa allt sem maður gæti óskað sér. HÉR ER KVÖLD- MATURINN. FRÁBÆRT! VILTU GERA MÉR EINN GREIÐA? JÁ JÁ, HVAÐ? REYNDU AÐ KLÁRA ÞETTA EKKI ÁÐUR EN ÉG KEM MEÐ DISK HANDA MÉR! ODDI, VILTU VITA HVAÐ GRETTIR FÆR Í JÓLAGJÖF? HVÍSL HVÍSL HVÍSL SKRÖLT SKRÖLT Víkverji ber ekkert skynbragð áhvað veldur vinsældum. Ætti að nota smekk hans sem mælikvarða á tónlist myndi hann sennilega nýtast best við að komast að því hvað úti- lokað sé að slái í gegn. Víkverji er líklegri til að hitta á vinningslagið í Evróvisjón með bundið fyrir eyrun, en fái hann að hafa þau opin. Vík- verji hefði til dæmis aldrei spáð því að suðurkóreski popparinn Psy myndi leggja heimsbyggðina að fót- um sér með laginu Gangnam Style og meðfylgjandi knapadansi, sem fer sem logi um akur. Hátt í millj- arður manna hefur nú skoðað upp- runalega myndbandið, sem Psy gerði við lagið, á samskiptavefnum YouTube. Myndbandið hafði þegar Víkverji gáði síðast verið skoðað 971,5 milljón sinnum. Þá er rétt að taka fram að myndbandið er einnig að finna á ýmsum vefjum öðrum, þannig að líklega hefur það verið skoðað mun oftar á netinu. x x x Vefir á borð við YouTube hafa los-að verulega um tök tónlistariðn- aðarins á heimi slagarans, sem oftar en ekki virðist bjóða flatneskjunni heim. Þar geta undarlegustu hlutir náð flugi, þótt auðvitað sé það til- viljunum háð hvaða efni nær aðeins til nánustu vina og kunningja og hvað kemst út fyrir hinn þrönga hóp og nær almennum vinsældum. Þá gerir Víkverji sér enga grein fyrir því hvaða þýðingu það hefur fyrir þá, sem gerðu efnið, að það njóti vinsælda á YouTube, en er þess fullviss að þeir, sem eiga vef- inn, kunna að gera sér slíkt að fé- þúfu með því að selja auglýsingar út á alla smellina. x x x Annars er netið ólíkindatól,heillandi og fráhrindandi, þar sem allt er í einni bendu, helstu sigrar mannsandans og dreggjar mannlífsins, leiftrandi hugsanir og argasti óhróður, innblástur og vilpa. Víkverji man hins vegar netlausa tíð þegar það gat kostað ómælda vinnu og tíma að nálgast einföldustu upp- lýsingar, sem nú tekur nokkrar sek- úndur við lyklaborðið að dýrka fram, og er ekki til í að hverfa aftur til þeirra tíma. víkverji@mbl.is Víkverji Kenn mér, Drottinn, veg laga þinna og ég mun fylgja honum allt til enda. (Sálmarnir 119:33)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.