Morgunblaðið - 20.12.2012, Síða 16

Morgunblaðið - 20.12.2012, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2012 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Mikið er sungið og spilað á Ak- ureyri í desember. Hverjir tónleik- arnir hafa rekið aðra, ýmist í Hofi, Akureyrarkirkju eða annars staðar. Nú síðast afskaplega vel heppnaðir, árlegir Ljósberatónleikar, sem Björg Þórhallsdóttir söngkona kom á fót í minningu föður síns, séra Þór- halls Höskuldssonar.    Bekkurinn var þétt setinn í Akureyrarkirkju á þriðjudags- kvöldið. Fólk skemmti sér greinilega afar vel og tók hraustlega undir þeg- ar um var beðið. Einsöngvarar voru, auk Bjargar, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Einar Clausen.    Annað kvöld gefst Akureyr- ingum og gestum þeirra svo tæki- færi til að syngja sjálfir inn jólin, á Kaupfélagshorninu sem gjarnan var kallað. Samkoman hefst kl. 19.30.    Leikarinn góðkunni, Gestur Ein- ar Jónasson, hrindir þá í fram- kvæmd hugmynd sem hann hefur gengið með í maganum í mörg ár. „Það var annaðhvort að hella sér í verkefnið, eða hætta að hugsa um það,“ segir Gestur, sem hafði sam- band við ýmis fyrirtæki í bænum og beiðnum um stuðning var svo vel tekið að hann ákvað að slá til.    Sett verður upp sena á horni Hafnarstrætis og Kaupvangsstrætis þar sem kórar og söngvarar koma fram. Á stórt tjald verður varpað ljósmyndum frá jólum fyrri ára í bænum, sem og jólakveðjum frá Ak- ureyringum. „Við dempum ljósin og gerum þetta eins notalegt og hægt er,“ segir Gestur. „Sjálfur er ég mik- ill jólamaður og nýt jólanna alveg í botn. Þess vegna hef ég haft mjög gaman af því að undirbúa þennan jólasöng.“    Vert er að hrósa Gesti fyrir þessa frábæru hugmynd. Ekki kæmi það mér á óvart þó slíkur jólasöngur bæjarbúa yrði árlegur héðan í frá, því margir hafa gaman af að syngja jólalög og sálma. En rétt er að benda fólki á að koma vel klætt, þótt auð- vitað sé hægt að syngja sér til hita …    Um 80 nemendur útskrifast í dag frá Verkmenntaskólanum á Ak- ureyri við hátíðlega athöfn í Hofi. Þar af eru um 50 stúdentar, 13 sjúkraliðar, átta rafvirkjar, þrír matartæknar og nokkrir meistarar í iðngreinum.    Einn þeirra sem útskrifast sem rafvirkjar, Ásmundur Kristjánsson, slær í dag einingamet skólans. Hann hefur þegar brautskráðst sem tæknistúdent, fjórða stigs vélstjóri og bifvélavirki og einingar hans eru alls orðnar 331.    Óvenjulegt verður um að litast í Sundlaug Akureyrar í dag frá kl. 17.00 til 21.00 þegar haldið verður svokallað kertaljósakvöld. Kertum verður dreift um úti- og innisvæðið, ljós deyfð og hugljúf tónlist spiluð. Boðið verður upp á kaffi, kakó og piparkökur. Kominn tími til að drífa sig í sund!    Gleðileg tónlistarjól verða á Græna hattinum um hátíðarnar. Þar hafa verið haldnir um 140 tónleikar það sem af er ári og tíu eru eftir. Það er hinn vinsæli Jón Jónsson sem ríð- ur á hátíðarvaðið og treður upp ásamt hljómsveit annað kvöld. Jón gerði nýverið útgáfusamning við Sony-risann í Bandaríkjunum.    Hjaltalín heldur útgáfutónleika á Græna hattinum á laugardags- kvöldið og vegna mikillar eftir- spurnar verða þeir tvennir. Sveitin gaf nýverið út plötuna Terminal, mörgum að óvörum, og hefur hún hlotið gríðargóðar viðtökur.    Milli jóla og nýárs verða tón- leikar öll kvöld; árlegir jólatónleikar Hvanndalsbræðra verða annan dag jóla, hljómsveitin Brother Grass kemur fram kvöldið eftir og 28. des- ember stíga á svið á tvennum tón- leikum bæði Ásgeir Trausti ásamt hljómsveit og Moses Hightower.    Ásgeir Trausti verður jafnframt með unglingatónleika laugardaginn 29. desember kl. 15.    Diskódúettinn Þú og ég kemur fram á Græna hattinum um kvöldið. Moses Hightower leikur undir og flytur auk þess efni af plötunum sín- um tveimur, Búum til börn og Önnur Mósebók.    Hefð er orðin fyrir því að Helgi og Hljóðfæraleikararnir haldi síð- ustu tónleika ársins á Græna hatt- inum. Þeir stíga á svið 30. desember.    Því hefur verið fagnað á árinu að aldurfjórðungur er liðinn frá því Há- skólinn á Akureyri tók til starfa. Af því tilefni er komið út hjá Völuspá afmælisrit í ritstjórn Braga Guð- mundssonar prófessors. Nánar um bókina síðar en rétt að vekja athygli á henni ef einhvern vantar gjöf! Kyrrð Eyjafjörður er kominn í jólabúninginn, menn og önnur dýr í jólaskap. Akureyringar þenja raddbönd- in á aðventunni Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gaman Afskaplega góð stemning var á árlegum Ljósberatónleikum í Akureyrarkirkju. Hilmar Örn Agnarsson hljómsveitarstjóri fékk áheyrendur til að syngja með einsöngvurum og kórum undir lok tónleikanna. Jólapakkaskákmót Hellis verður haldið laugardaginn 22. desember nk. í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mótið hefst kl. 13 og er ókeypis á mótið. Mótið er fyrir börn og unglinga og fer nú fram í 15. skipti en það var fyrst haldið fyrir jólin 1996. Síðan hefur það verið haldið nánast á hverju ári og alltaf verið eitt fjöl- mennasta skákmót ársins. Keppt verður í allt að fimm flokkum: Flokki fæddra 1997-1999, flokki fæddra 2000-2001, flokki fæddra 2002-2003 og flokki fæddra 2004 og síðar og peðaskák fyrir þau yngstu. Tefldar verða fimm um- ferðir með tíu mínútna umhugs- unartíma á mann. Jólapakkar eru í verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum aldursflokki. Jólapakkaskákmót Hellis í Ráðhúsinu www.gilbert.is ÍSLENSK ÚR FYRIR ÍSLENDINGA BRETTAPAKKAR 20% AFSLÁTTUR ÞEGAR KEYPT ERU BRETTI, BINDINGAR OG BRETTASKÓR. Á R N A S Y N IR util if. is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.