Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2012
Guðmundur Felix Grétarsson bíður
enn eftir að komast í handa-
ágræðslu í Lyon í Frakklandi.
„Það er einn á undan mér. Hann
fór ekki á biðlista fyrr en í október
vegna formsatriða en átti að fara í
janúar. Nú bíður hann og það gerist
ekkert hjá mér fyrr en búið er að
græða á hann,“ sagði Guðmundur.
Endurhæfingaráætlun vegna að-
gerðarinnar mun vera langt komin,
samkvæmt fréttum frá Frakklandi.
Guðmundur er sá fyrsti sem báðir
handleggir frá öxlum verða grædd-
ir á í Lyon. Öll aðgerðin mun lík-
lega taka meira en sólarhring.
Guðmundur sagði að biðin hefði
tekið á. „Ég var svolítið í því bara
að bíða, en það var erfitt að sitja og
telja dagana. Nú reyni ég að sinna
sólbaðsstofunni minni og daglegu
lífi og halda áfram þangað til boðin
koma. Ég hef verið að æfa og koma
mér í betra form. Ég er sennilega í
einhverju besta formi sem ég hef
verið í.“ gudni@mbl.is
Bíður eftir
handa-
ágræðslu
Biðin hefur tekið á
Guðmund Felix
Morgunblaðið/Kristinn
Ágræðsla Guðmundur Felix bíður
eftir að fara í handaágræðslu.
Oddgeir Ágúst
Ottesen gefur
kost á sér í ann-
að sæti í próf-
kjöri Sjálfstæð-
isflokksins í
Suðurkjördæmi,
sem haldið verð-
ur eftir áramót.
Oddgeir er 39
ára hagfræðingur og hefur verið
flokksbundinn sjálfstæðismaður í
yfir 20 ár en ekki áður gegnt
ábyrgðarstörfum innan flokksins.
Í yfir tuttugu ár bjó hann í Hvera-
gerði og útskrifaðist sem stúdent
frá Fjölbrautaskóla Suðurlands ár-
ið 1993. Eftir að hafa lokið BA-
námi í hagfræði við Háskóla Ís-
lands lauk hann meistara- og
doktorsnámi í hagfræði frá Kali-
forníuháskóla í Santa Barbara.
Eftir að námi lauk vann Oddgeir
hjá Háskólanum í Reykjavík, ráð-
gjafarfyrirtækinu IFS greiningu
og Fjármálaeftirlitinu. Í dag starf-
ar hann sem hagfræðingur hjá
Seðlabanka Íslands.
Sækist eftir 2. sæti
í Suðurkjördæmi
Morgunblaðið/Kristinn
Fagnaðarfundir urðu í miðri heim-
sókn Gail Einarsson-McCleery til
ORG ættfræðiþjónustunnar en þá
stóð Oddur Helgason ættfræðingur
upp frá tölvunni og ávarpaði Gail
sem frænku sína. Hann hafði fundið
nafn hennar í ættfræðigrunninum
og sá að þau eru fimmmenningar.
Gail Einarsson er af íslenskum
ættum og á sæti í stjórn Þjóðrækn-
isfélags Íslendinga í Norður-
Ameríku og er ræðismaður Íslands
í Toronto. Hún hefur unnið mikið
að menningarsamskiptum þjóð-
anna. Hún hafði áhuga á að kynna
sér ættfræðigrúsk Íslendinga og
var með fyrirspurnir frá fólki vest-
anhafs sem á ættingja víða um álf-
una. Fjöldi Vestur-Íslendinga er í
ættfræðigrunni ORG og alltaf er að
bætast við. Þannig er verið að
tölvuskrá gögn um afkomendur
vesturfara sem Atli Steinarsson
blaðamaður safnaði á sínum tíma.
Nanna Sigurðardóttir fletti upp í
tölvunni fyrir Gail og Oddur og
Markús Örn Antonsson, fyrrver-
andi sendiherra, fylgdust með.
Ræðismaður kynnir
sér ættfræðigrúskið Umboðsmaður skuldara kynnti ígær nýja reiknivél á vef sínum fyrir
endurútreikning lána einstaklinga
með ólögmætri gengistryggingu.
Efnahags- og viðskiptanefnd Al-
þingis hafði óskað eftir að umboðs-
maður skuldara setti upp slíka
reiknivél sem tæki mið af nýlegum
dómum Hæstaréttar um gengislán.
Í tilkynningu frá umboðsmanni
skuldara segir að nýr endurút-
reikningur láns byggist á upp-
haflegri lánsfjárhæð annars vegar
og greiddum afborgunum höf-
uðstóls frá lántökudegi til fyrri
endurútreikningsdags hins vegar.
Sjá nánar á www.ums.is.
Reiknivél fyrir end-
urútreikning lána
Fimmtudagur 20. desember kl. 11.00 – 19.00
Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur kl. 10.00 – 20.00
Föstudagur 21. desember kl. 11.00 – 20.00
Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur kl 10.00 – 20.00
Laugardagur 22. desember kl. 11.00 – 22.00
Sunnudagur 23. desember LOKAÐ
Mánudagur 24. desember kl. 09.00 – 13.00
Þriðjudagur 25. desember (jóladagur) LOKAÐ
Miðvikudagur 26. desember (annar í jólum) LOKAÐ
Fimmtudagur 27. desember kl. 11.00 – 18.00
Föstudagur 28. desember kl. 11.00 – 19.00
Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur kl. 10.00 – 20.00
Laugardagur 29. desember kl. 11.00 – 19.00
Sunnudagur 30. desember LOKAÐ
Mánudagur 31. desember kl. 09.00 – 14.00
Þriðjudagur 1. janúar (nýársdagur) LOKAÐ
OPNUNARTÍMI
UM HÁTÍÐIRNAR
Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu,
Akureyri, í Reykjanesbæ og á Selfossi
Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vinbudin.is
vinbudin.is