Morgunblaðið - 20.12.2012, Síða 37

Morgunblaðið - 20.12.2012, Síða 37
sýslu og hafði verið í eigu ömmu hennar, Regínu Sívertsen, prestsfrú á Grenjaðarstað. Eftir Ragnheiði liggja skírnar- kjólar, barnaflíkur, altarisdúkar, jóladúkar, veggmyndir og sæng- urver svo eitthvað sé nefnt. Hún saumaði auk þess út í stóran kaffi- dúk og tók mynstrið upp eftir pá- fuglum og fiðrildum á kaffistelli frá Royal Crown Derby sem þau hjónin höfðu fengið í brúðargjöf fyrir 70 ár- um. Forstjóri verksmiðjunnar Royal Crown Derby á Englandi vildi kaupa dúkinn dýrum dómi en hann hefur ekki verið falur. Ragnheiður starfaði lengi með kvenfélaginu Framtíðinni á Ak- ureyri og sat í stjórn þess. Fjölskylda Ragnheiður giftist 1942 Arthur Guðmundssyni, f. 8.3. 1908, d. 6.12. 1982, innkaupastjóra KEA. Hann var sonur Guðmundar Vigfússonar, söðla- og skósmiðs á Akureyri, og Guðrúnar Guðmundsdóttur hús- freyju. Börn Ragnheiðar og Arthurs eru Guðmundur Garðar, f. 23.11. 1947, bankastarfsmaður í Reykjavík, kvæntur Katrínu Ólöfu Ástvalds- dóttur skrifstofumanni og eiga þau þrjú börn; Bjarni Benedikt, f. 11.4. 1949, fyrrv. framkvæmdastjóri í Reykjavík, kvæntur Jónínu Jós- afatsdóttur læknaritara og eiga þau þrjú börn; Þórdís Guðrún, f. 29.3. 1953, starfar við ferðamannaþjónstu og á hún tvo syni. Systkini Ragnheiðar: Ásgeir, f. 10.6. 1910, d. 13.4. 1978, skrif- stofustjóri í Reykjavík; Benedikt, f. 3.10. 1911, d. 10.4. 1917; Stefán, f. 5.7. 1914, d. 23.4. 1982, verkfræð- ingur og ættfræðingur í Reykjavík; Gunnar, f. 13.12. 1915, d. 15.9. 1998, hrossaræktarráðunautur í Reykja- vík; Vernharður, f. 16.6, 1917, d. 1.3. 2001, verslunarmaður, fram- kvæmdastjóri; Regína, f. 19.9. 1918, d. 16.5. 1994, húsfreyja á Englandi; Kristín, f. 6.9. 1920, d. 2.6. 1995, hús- freyja í Reykjavík; Ásta, f. 16.2. 1922, d. 23.2. 2007, húsfreyja í Reykjavík; Bryndís, f. 1.10. 1923, húsfreyja í Reykjavík; Þórdís, f. 23.4. 1925, d. 1.4. 2012, húsfreyja í Garðabæ; Hansína Margrét, f. 13.7. 1926, d. 27.8. 2004, húsfreyja á Reykjum í Mosfellsbæ; Rannveig Karólína Vandeskog, f. 2.6. 1929, d. 16.8. 2006, húsfreyja í Noregi; Bjarni Benedikt, f. 12.8. 1930, d. 22.8. 1930; Baldur, f. 27.3. 1932, út- varpsvirki og framkvæmdastjóri í Reykjavík. Fóstursystir Ragnheiðar er Þóra Ása Guðjohnsen, f. 17.3. 1930, hús- freyja í Reykjavík. Foreldrar Ragnheiðar voru Bjarni Benediktsson, f. 29.9. 1877, d. 25.6. 1964, kaupmaður og útgerð- armaður á Húsavík, og k.h., Þórdís Ásgeirsdóttir, f. 30.6. 1889, d. 23.4. 1965, hótelstjóri og bóndi. Úr frændgarði Ragnheiðar Bjarnadóttur Ragnheiður Bjarnadóttir Soffía Vernharðsdóttir húsfr. á Vogi Ragnheiður Helgadóttir húsfr. á Knarrarnesi Ásgeir Bjarnason b. í Knarrarnesi á Mýrum Þórdís Ásgeirsdóttir húsfr. á Húsavík Þórdís Jónsdóttir húsfr. á Knarrarnesi Bjarni Benediktsson b. á Knarrarnesi á Mýrum Christiane Charoline Hansdóttir Linnet af dönsku og sænsku konungsættunum en meðal forfeðra hennar var Caspar Bartholin, einn virtasti vísindamaður 17. aldar Hans Sívertsen kaupm. í Rvík, sonarsonur Bjarna Sívertsen riddara Regine Magdalene Sívertsen húsfr. á Grenjaðarstað Benedikt Kristjánsson prófastur á Grenjaðarstað Bjarni Benediktsson kaupm. og útgerðarm. á Húsavík Sigurlaug Sæmundsdóttir vinnuk. á Snæringsstöðum Kristján Jónsson b. í Stóradal, af Harðabóndaætt Pétur Jónsson b. á Refsstöðum Sveinn Pétursson b. á Geithömrum Þórður Sveinsson yfirlæknir á Kleppi Kristján Kristjánsson b. í Stóradal Jónas Kristjánsson læknir á Sauðárkróki Hansína Benediktsdóttir húsfr. á Sauðárkróki Ásta Jónasdóttir húsfr. í Rvík Kristján Jónasson læknir í Rvík Jónas Kristjánsson fyrrv. ritstj. DV JónasBjarnas. efnaverkfr. og næringa- fræðingur Bjarnþór Bjarnason b. á Grenjum á Mýrum María Bjarnþórs- dóttir húsfr. í Rvík Sturla Friðriksson erfða- fræðingur Bjarni Ásgeirsson alþm. og ráðherra Jóhannes Bjarnason verkfr. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis Sigríður Helgadóttir húsfr. á Grímsstöðum Helgi Hallgrímsson kennar og bókari í Rvík Hallgrímur Helgason tónskáld Helgi Helgason b. á Vogi Ingibjörg Helgadóttir húsfr. í Vatnfirði Kristján Eldjárn pr. á Tjörn Þórarinn Eldjárn b. á Tjörn Kristján Eldjárn forseti Íslands Bryndís Bjarnadóttir móðir Sigtryggs Sigtryggssonar, fréttastjóra Morgunblaðsins Gunnar Bjarnason hrossaræktar- ráðunautur ÍSLENDINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2012 Jón Baldvinsson, fyrsti formað-ur Alþýðuflokksins og forsetiASÍ, fæddist á Strandseljum í Ögurhreppi við Djúp 20.12. 1882. Hann var sonur Baldvins Jónssonar, bónda þar, og Halldóru Sigurð- ardóttur húsfreyju. Langafi Jóns í fóðurætt, Auðunn, var bróðir Arnórs, prófasts í Vatnsfirði, langafa Hannibals Valdimarssonar, föður Jóns Bald- vins sem skírður var í höfuðið á þessum fyrsta formanni flokksins. Sigurður, móðurafi Jóns, var bróðir Rósinkrans, langafa Sólveigar, móð- ur Jóns Baldvins. Jón lærði prentiðn hjá Skúla Thoroddsen í Prentsmiðju Þjóðvilj- ans á Ísafirði og á Bessastöðum 1897-1901, var prentari á Bessastöð- um og síðan í Gutenberg 1905-18, var forstjóri Alþýðubrauðgerð- arinnar 1918-30 og bankastjóri Út- vegsbankans frá 1930 til æviloka. Hann var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1918-24, sat á Alþingi fyrir Reykvík- inga 1920-26 en var landskjörinn 1926-38 og var forseti sameinaðs þings frá 1933. Jón var formaður Hins íslenska prentarafélags 1913-14, var forseti Alþýðusambands Íslands frá fyrsta sambandsþingi þess 1916 og til dauðadags. Þá var sambandið hvort tveggja, stéttarsamband og stjórn- málaafl. Á þessum árum klofnaði Al- þýðuflokkurinn tvisvar, 1930, við stofnun Kommúnistaflokks Íslands, og 1938, er nokkrir alþýðuflokks- menn með Héðin Valdimarsson í far- arbroddi, þáverandi varaformann flokksins og formann Dagsbrúnar, gengu til liðs við kommúnista og stofnuðu með þeim Sameining- arflokk alþýðu, Sósíalistaflokk. Jón naut almennrar virðingar, annarra en kommúnista, þótti yf- irvegaður og öfgalaus. Í sinni síð- ustu og kannski frægustu ræðu á róstusömum Dagsbrúnarfundi í Gamla bíói, skömmu fyrir andlát sitt, sagði Jón m.a.: „Það er hið hættulegasta ævintýri fyrir íslenska alþýðu, að taka sér merki mannanna frá Moskvu í hönd og ganga með það út í baráttuna. Undir því merki mun hún bíða ósigur og falla.“ Merkir Íslendingar Jón Baldvinsson 95 ára Brynleifur Sigurjónsson 90 ára Líney Bogadóttir Sigurður Jónsson 85 ára Kristinn Sæmundsson Reinhard V. Sigurðsson 80 ára Kristín E. Sigurðardóttir Sigrún G. Gústafsdóttir 75 ára Einar Þórarinsson Erla Ingileif Björnsdóttir Sigurbjörg Jónsdóttir Svava Kristín Svavarsdóttir Sveinn Sveinsson 70 ára Ásbjörn Jóhannesson Hafsteinn Engilbertsson Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Magnús Þorsteinsson 60 ára Ásgeir Ingi Jónsson Bragi Árnason Erna Guðmundsdóttir Guðlaugur R. Magnússon Irja Maríanna Baldursdóttir Karl Emil Gunnarsson Magnús Þór Indriðason Margrét Þórðardóttir Ósk Matthildur Guðmundsdóttir Pétur Andrés Pétursson Ragnar Árnason Stanislawa Osipowska 50 ára Ágúst Björn Birgisson Árni Einarsson Ásmundur Þór Hreinsson Erla Björk Ingibergsdóttir Guðlaug Þóra Sveinsdóttir Hildur Erlingsdóttir Hugrún Guðmundsdóttir Jón Bragi Arnarsson Jón Garðar Sigurjónsson Pornsawan Somphakdee Sveinn Grímsson Úlfar Randver Úlfarsson 40 ára Anna María Pitt Aðalsteins Ágústa Ýr Þorbergsdóttir Ásta Gísladóttir Björn Guðsteinsson Friðrik Þór Einarsson Lars Jóhann Imsland Hilmarsson Pálmi Steingrímsson Sonja Arnarsdóttir Sylwester Malinowski Torfi Ragnar Vestmann Tryggvi Rúnar Guðmundsson 30 ára Adam Krzysztof Rejs Björg Eir Birgisdóttir Guðni Sigurðsson Helgi Bárðarson Laufey Karitas Einarsdóttir Sigurveig Ósk Gunnarsdóttir Stígur Reynisson Sunneva Torp Vaida Sakalauskaite Viktoras Kaubrys Til hamingju með daginn 30 ára Kristbjörg ólst upp á Akranesi, hefur ver- ið búsett í Reykjavík frá 1999, lauk námi sem áfengis- og vímuefnaráð- gjafi hjá SÁÁ og hefur starfað hjá SÁÁ á öllum starfsstöðvum frá 2004. Dóttir: Jóhanna Brynja Njálsdóttir, f. 2002. Foreldrar: Jóhanna Guð- rún Gísladóttir, f. 1960, húsfreyja í Frakklandi, og Magnús Arinbjarnarson, f. 1960, tæknimaður. Kristbjörg Halla Magnúsdóttir 40 ára Þorsteinn ólst upp á Kotströnd í Ölfusi, er þar búsettur og starfar við íþróttamannvirki Hveragerðisbæjar. Maki: Rúna Einarsdóttir, f. 1974, nemi. Börn: Gunnar Ingi Þor- steinsson, f. 1996, og Rut Þorsteinsdóttir, f. 2007. Foreldrar: Ómar Ellerts- son, f. 1948, starfsmaður hjá Póstinum, og Sigríður Gunnarsdóttir, f. 1949, starfsmaður hjá ISS. Þorsteinn Ingi Ómarsson 30 ára Hlynur lauk BS- prófi í líffræði, MSc-prófi í umhverfis- og auðlinda- fræði og stundar dokt- orsnám í líffræði við HÍ. Maki: Helga Ýr Erlings- dóttir, f. 1983, hjúkr- unarfræðingur. Dóttir: Kristín Edda, f. 2010. Foreldrar: Sigríður Ingi- björg Jensdóttir, f. 1950, tryggingafulltrúi, og Bárð- ur Guðmundsson, f. 1950, byggingafulltrúi. Hlynur Bárðarson Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is ERT ÞÚ MEÐ VERKI? Stoðkerfislausnir hefjast 15. janúar - skráning hafin. Hentar þeim sem eru að glíma við einkenni frá stoðkerfi og vilja læra á sjálfan sig og finna sín mörk í hreyfingu. • Mán., mið. og fös. kl. 15:00 og 16:30. • Mat og ráðgjöf sjúkraþjálfara ásamt kennslu í réttri líkamsbeitingu. • Fyrirlestrar um verki, svefntruflanir og heilbrigðan lífstíl. • 8 vikna námskeið. • Verð: 39.800 kr. (19.900 kr. á mánuði). Betri heilsa borgar sig! Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is „Allir verkir hafa minnkað. Ég var áður alltaf svo þreytt og alltaf að leggja mig. Mér finnst satt að segja að allir sem eru að finna til verkja ættu að koma hingað. Hreyfingin hefur líka áhrif á alla starfssemi líkamans og svo er þetta gott fyrir sálina. Mér líður miklu betur og ég er ákveðin í að halda áfram.“ Sólveig Guðmundsdóttir Þjálfari: María Jónsdóttir, sjúkraþjálfari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.