Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2012 Stóðhestur Það fylgdu því nokkur átök að bera stærstu mynd sem hefur verið römmuð inn í gler, ljósmynd Hjördísar Árnadóttur, út af innrömmunarstofunni í gær. RAX Mér brá þegar ég las grein eftir Guðna Ágústsson, flokks- bróður minn og fyrrverandi sam- starfsmanns í áratugi, í Morg- unblaðinu hinn 18. desember. Þar segir svo: „Ég fagna því að t.d. Fram- sóknarflokkurinn er búinn að hreinsa sig af ESB „draumnum“ en flokkurinn var grátt leikinn af þeim átökum sem geisuðu um að Brussel yrði æðsta stefnu- mark flokksins. Búið er að rétta kúrsinn af og þingmenn sem studdu aðildina ákveða að hætta.“ Ég er einn af þeim sem telja rétt að halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusambandinu, ljúka þeim og leggja síðan nið- urstöðuna fyrir þjóðina. Ég hygg að sú sé einnig afstaða þeirra þingmenna flokksins sem nú hafa ákveðið að hætta þingmennsku. Um afstöðu mína í hugsanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu fer eftir því hvaða niðurstöðu grundvall- armál varðandi auðlindamál þar á meðal í sjávarútvegi og land- búnaði fá í þessum viðræðum. Ég verð að hryggja Guðna vin minn með því að þrátt fyrir þessa skoðun ætla ég að kjósa flokkinn okkar í vor. Ég ber þá von í brjósti að enn verði ég og skoðanabræður mínir í þessum efnum umbornir í flokknum. Nú eru orðin fjörutíu ár síðan ég hóf fyrst afskipti af stjórnmálum og skiptar skoðanir innan flokksins um stórmál eru ekki nýjar. Hins vegar man ég ekki til þess á þessum langa tíma að í umræðum innan hans hafi verið talað um „hreinsanir“. Ég vona svo sannarlega að Framsókn- arflokkurinn rúmi áfram fólk með mismunandi skoðanir á einstöku málum, jafnvel þótt þau séu stór og hægt sé að ræða þar með yfirveguðum hætti. Með bestu kveðjum. Eftir Jón Kristjánsson »Ég er einn af þeim sem telja rétt að halda áfram við- ræðum um aðild að Evrópusam- bandinu, ljúka þeim og leggja síðan niðurstöð- una fyrir þjóð- ina. Jón Kristjánsson Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Ég ætla að kjósa Framsókn Talið er að um 30% náttúruauðlinda jarðar séu norðan heimskauts- baugs. Með hlýnun jarðar munu skipaleiðir opnast norðaustur og norðvestur fyrir meginlöndin. Þessar tvær staðreyndir hafa leitt til þess að áhugi stór- veldanna á norðurslóðum hefur ekki einungis kviknað heldur hefur þró- unin síðustu þrjú til fjög- ur árin orðið sú að þau leggja sérstaka áherslu á svæðið. Koma Ísdrekans hingað til lands síðastliðið sumar er ekki tilviljun. Heimsókn Hillary Clinton til Grænlands ekki heldur. Né stofnun sendiherraemb- ættis norðurslóða í Singapúr fyrr á árinu. Svo fátt eitt sé nefnt. Mikil tækifæri bíða Þróunin á norðurslóðum býður upp á gríðarlega möguleika fyrir Íslendinga – en aðeins ef við grípum tækifærin og þau liggja einkum í þrennu: Í fyrsta lagi fer þjónusta við fyrirtæki sem hyggjast nýta náttúruauðlindir norð- urhjarans sífellt vaxandi og ef fram held- ur sem horfir verður hún mikil að um- fangi. Talið er að jörð á Grænlandi sé gríðarlega rík af málmum sem nýta megi á hagkvæman hátt. Sá böggull fylgir þó skammrifi að innviðir til að þjónusta námafyrirtæki eru ekki fyrir hendi á Grænlandi nema að litlu leyti. Jafnframt er erfitt að koma þeim við þar sem landið er gríðarstórt og þakið íshellu eins og allir vita. Ísland hentar aftur á móti vel til að þjónusta þessa starfsemi. Undanfarin 20 ár hafa flugvélar sem stunda bergmáls- mælingar t.a.m. verið gerðar út frá Ak- ureyri, auk þess sem stór hluti vöru- og sjúkraflutninga með flugi til Grænlands er stundaður þaðan. Hafnaraðstaða fyrir norðan og austan er góð og öll þjónusta fyrir hendi. Olíuleit við Austur-Grænland, á Drekasvæðinu og jafnvel Gammasvæð- inu þegar fram í sækir mun krefjast mik- illa aðfanga og þjónustu. sett þar en á SV-horninu. Það vantar ör- yggisstuðning við flug og skipasiglingar á svæðinu. Þá er nokkuð augljóst að vilji borgaryfirvalda til að banna hern- aðartengd tæki og tól innan borgarmark- anna útilokar Reykjavík frá verkefninu. Utanríkisráðuneytið hefur hér mikið verk að vinna og ætti að gefa því mun meiri vikt en ESB-gæluverkefnum í ljósi gríð- arlegra hagsmuna Íslands til langrar framtíðar. Vonandi breytist það í lok apríl á næsta ári. Rannsóknir á norðurslóðum Það voru framsýnir einstaklingar sem stóðu að stofnun Vilhjálms Stefánssonar um norðurslóðarannsóknir fyrir 15 árum. Þekking á norðurslóðum er orðin umtals- verð á Íslandi og er talið að um 80 manns starfi á Akureyri við rannsóknir á svæð- inu og reki þaðan alþjóðleg verkefni, s.s. PAME og CAFF. Ísland er fámennt land og eðli máls samkvæmt eru fjármunir af skornum skammti. Því skýtur það skökku við að Alþjóðastofnun HÍ og félagsvís- indadeild HÍ skuli ætla að setja á stofn rannsóknarstofu í norðurslóðamálum. Það þynnir út það góða starf sem nú er unnið á sviðinu og leiðir til þess að slag- kraftur okkar verður minni en ella. Það er einföld staðreynd í rannsóknum að þekk- ing á jafnvíðfeðmu málefni byggist upp með stærðinni. Því eigum við Íslendingar ekki að dreifa kröftunum. Við eigum að nota takmarkaða fjármuni á einum stað en ekki mörgum. Alþjóðastofnun, eins ágæt og hún er, gæti stuðlað að öflun gagnlegrar þekkingar á öðrum sviðum. Það er ómögulegt að hún hramsi til sín takmarkaða sjóði sem beinast að rann- sóknum á norðurslóðum. Þetta tækifæri eiga Íslend- ingar að nýta sér. Jafnframt eru miklar fiskiauðlindir undir ísnum sem nýta má í framtíð- inni. Það var því ekki klókt hjá atvinnumálaráðherranum þeg- ar hann lokaði á landanir grænlenskra skipa síðasta sumar. Viðbrögð Grænlend- inga voru að semja við Kín- verja um að senda verk- smiðjuskip á svæðið til að taka við aflanum. Vonandi verður hægt að snúa ofan af þessari einfeldningslegu ákvörðun ráð- herrans í lok apríl á næsta ári. Í öðru lagi virðast möguleikar til um- skipunar varnings frá Asíu og N-Ameríku innan seilingar eins og koma Ísdrekans bar með sér. Bráðnun íss leiðir til þess að siglingaleiðir til Asíu norðan við Rússland stytta leiðir fyrir varning gríðarlega. Þessa staðreynd eiga Íslendingar að nýta sér. Finnafjörður er t.a.m. ákjósanlegur staður fyrir umskipunarhöfn. Þar er að- djúpt og nægt landrými. Sveitarfélög á svæðinu hafa undirbúið þessa hugmynd vel en stuðning vantar algjörlega frá stjórnvöldum. Mikilvægt er að grípa gæs- ina og hefja undirbúning og markaðs- setningu hugmyndarinnar með nauðsyn- legum stuðningi stjórnvalda. Lítil sveitarfélög hafa ekki bolmagn til þess ein. Þá er vert að minnast á að einkafyr- irtæki á Akureyri sem og á landsvísu hafa bundist samtökum um að markaðssetja Eyjafjörð sem valkost fyrir þjónustu- miðstöð á norðurslóðum, án þess að til þess hafi komið opinber stuðningur. Hug- urinn til þessa merkilega verkefnis breyt- ist vonandi í lok apríl á næsta ári. Í þriðja lagi gefur þróunin á norð- urslóðum mikil tækifæri í geó-pólitískum skilningi. Bæði hvað varðar öryggi á svæðinu og þá aðstöðu sem Íslendingar komast í gagnvart stórþjóðunum. Hér eru sameiginlegir hagsmunir Bandaríkjanna og Íslands augljósir. Í öryggismálum er borðleggjandi að miðstöð björgunar á norðurslóðum ætti að vera á Íslandi og þá náttúrulega á Akureyri og Egilsstöðum. Í tengslum við það mætti hugsa sér að Landhelgisgæslan væri e.t.v. betur stað- Eftir Tryggva Þór Herbertsson » Þróunin á norður- slóðum býður upp á gríðarlega möguleika fyrir Íslendinga – en aðeins ef við grípum tækifærin … Tryggvi Þór Herbertsson Höfundur er prófessor í hagfræði og þingmaður. Norðurslóðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.