Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012 koma aðkomubörn inn á heimilið? „Já, á sumrin tíðkaðist það. Þó frekar hjá mínum yngri systkinum. Það var síður á meðan við eldri vor- um heima. En það var allnokkuð um að það kæmu frændsystkini með yngri systkinunum.“ – Hvenær farið þið elstu systkinin að fara að heiman? „Ætli ég hafi ekki verið orðinn 14 ára þegar ég fór fyrst að heiman. Þá fór ég sem vetrarmaður að næsta bæ, að Gýgjarhóli. En það sást heim að Kjóastöðum frá bænum og ég fékk ákaflega mikinn leiða. Þetta var í fyrsta skipti sem maður fór að heiman. Ég entist illa þarna. Held ég hafi verið þarna bara í þrjá mánuði og fór heim aftur. En fór svo aftur um vorið í mánaðarvinnu í Reykholti á gróðrarstöð við tómatarækt. En var kannski tvö til þrjú ár eftir það heima en síðan eftir það var ég úti- vinnandi.“ – Var mikil vinna á ykkur systk- inunum heima? „Það var bara eins og tíðkaðist í þá daga. Maður gerði það sem maður mögulega gat til að hjálpa til.“ – Var bú foreldra ykkar stórt? „Ætli það hafi ekki verið bara meðalbú. Kannski tvö til þrjú hundr- uð kindur og um tíu kýr. Það var blandaður búskapur.“ Fengu fyrst rafmagn 1968 Rafmagn kom ekki að Kjóastöðum fyrr en árið 1968 og þá kom einnig vegur upp að Gullfossi. „Þá fyrst komust Kjóastaðir í alvöru vega- samband með nýjum vegi upp að Gullfossi. Ég var töluvert lengi á jarðýtu og komst meðal annars í þá vinnu hjá Vegagerðinni, var í tíu ár samtals á jarðýtu,“ segir Ólafur. – Það hefur verið mikið strit hjá móður þinni að elda ofan í allan þenn- an mannskap án rafmagns. „Já, hvað heldur þú. Gamla Sóló- vélin stóð fyrir sínu. Fyrst var eld- húsið uppi og það var verið að þurrka skán til að kynda við. Það var mið- stöð frá Sóló-vélinni gömlu og ég man eftir skánarhraukum þegar ver- ið var að þurrka skán. Síðan var vél- inni breytt í olíuvél og eldhúsið var fært niður í kjallara. Það náttúrlega veitti ekki af plássinu uppi.“ – Mér er sagt að foreldrar þinir hafi verið einstaklega ástfangin alla tíð og mjög náin. „Það gefur augaleið miðað við barnafjöldann,“ segir Ólafur hlæj- andi og bætir við: „Þau voru mjög samtaka í þessu öllu. En við líka bjuggum að því að móðurafi var heima og hann var alveg einstaklega barngóður. Hann hafði gríðarlega mikið að segja í sambandi við uppeld- ið á okkur.“ Sjö systkinanna búa ennþá á svæð- inu, fimm í Biskupstungum og tveir bræðurnir í Hrunamannahreppi. Auk þess býr einn bróðirinn í Hvera- gerði, einn á Vopnafirði, tvær systur í Reykjanesbæ, ein í Borgarnesi og fjögur á höfuðborgarsvæðinu. Hittast alltaf einu sinni á ári – Eruð þið náin og mikið samband á milli innan hópsins? „Þegar við hittumst þá er það mjög svo og við erum alltaf með svo- kallað Kjóamót einu sinni á ári. Gjarnan einhvers staðar nálægt Kjóastöðum. Höfum verið á Geysi hjá frænku okkar sem rak gistiheim- ili. Erum búin að halda þessu í 20 ár, var tuttugasta skiptið í fyrra. Reyn- um að hittast öll og afkomendur og þeirra makar.“ Ólafur segir að systkinin hafi fram til þessa verið fremur heilsuhraust þó að hann sjálfur eigi nú orðið við hjartavandamál að stríða og bíði eftir gangráði. „Manni þótti nóg um þegar maður var krakki, en það er rosalega gaman að eiga öll þessi systkini núna,“ segir Ólafur að lokum. 16 systkini samtals 974 ára í dag  Hæsti heildaraldur íslenskra systkina á lífi í dag  Fæddust á 25 ára tímabili og ólust öll upp saman  Afkomendur foreldranna verða 160 í febrúar  Geta náð samtals 1.000 ára aldri í september 2014 Ljósmynd/Þórlaug Bjarnadóttir Kjóamót 2009 Systkinin hafa hist síðustu 20 árin helgina í kringum 19. júní, en sá dagur er brúðkaupsdagur foreldra þeirra. Efri röð f.v.: Egill, Ólafur, Bárður, Gústaf, Sigríður, Karl, Svanhvít, Eyvindur, Þorvaldur og Loftur. Fremri röð f.v.: Guðmundur, Sigþrúður, Guðrún, Ágústa, Halldóra og Þórey. Afkomendur Jónasar og Sigríðar á Kjóastöðum Hæstur heildaraldur íslenskra systkina sem eru á lífi í dag Aldursbil Heildaraldur 16 systkini frá Kjóastöðum í Biskupstungum 46-71 árs 974 ár 12 systkini frá Kvígindisfelli í Tálknafirði 69-95 ára 958 ár 17 systkini frá Ketilseyri í Dýrafirði 43-66 ára 945 ár 15 systkini frá Brúnastöðum í Flóa 49-70 ára 909 ár Börn: Barnabörn: Barnabarnabörn: Barnabarnabarnabörn: Alls: Kvenkyns: 81 Karlkyns: 78 Samtals: 159 Kvenkyns: 0 Karlkyns: 2 Samtals: 2 Kvenkyns: 50 Karlkyns: 35 Samtals: 85 Kvenkyns: 24 Karlkyns: 32 Samtals: 56 Kvenkyns: 7 Karlkyns: 9 Samtals: 16 Barnmörg Kjóastaðahjónin Jónas Ólafsson og Sigríður Gústafsdóttir. FRÉTTASKÝRING Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Maður á nokkrar eftirminnilegar minningar. En ég held að maður hafi haft ákaflega gott af því. Maður varð náttúrlega að sýna umburðarlyndi. Bærinn var ekki stór sem við vorum í. Ég held að við höfum komist upp í að vera 14 á 60 fermetra gólffleti. Það eru ekki margir fermetrar á mann,“ segir Ólafur Þ. Jónasson, einn sextán systkina frá bænum Kjóastöðum í Biskupstungum, spurður að því hvernig það hafi verið að alast upp í svo stórum systkina- hópi, en systkinin eru öll á lífi og náði hópurinn samtals 974 ára aldri í dag, á sjötugsafmæli Ólafs, en meðal- aldurinn er 61 ár. „Það kom fyrir að það komu gest- ir. Það var vinnumaður og uppeldis- bróðir mömmu var á heimilinu líka. Amma og afi og svo slatti af syst- kinum,“ segir Ólafur um heim- ilishaldið. Foreldrar þeirra hétu Jónas Ólafs- son og Sigríður Gústafsdóttir, en hún lést árið 2011, 91 árs að aldri og Jón- as lést árið 1997, þá 85 ára en 5. des- ember í ár voru 100 ár liðin frá fæð- ingu hans. Jónas og Sigríður hófu búskap á Kjóastöðum árið 1940 og giftu sig 19. júní 1941. Afkomendurnir 159 talsins Systkinin eru fædd á árabilinu 1941 til 1966, eða á 25 árum. Miðað við hefðbundna meðgöngu mun móð- ir þeirra því hafa verið barnshafandi í 144 mánuði eða 12 ár samanlagt ævi sinnar. Árið 1942 eignaðist hún tvo syni sama ár, annan 1. febrúar og svo Ólaf 31. desember. Elsta barnabarn þeirra fæddist 1962 og það yngsta ár- ið 2004, eða með 42 ára millibili. Yngsti afkomandinn, barna- barnabarn, fæddist 8. nóvember á þessu ári og barnabarnabarnabörnin eru orðin tvö. Alls eru afkomend- urnir 159, en 160. afkomandinn fæð- ist í febrúar. Systkinin gætu náð samtals 1.000 ára aldri 17. september 2014 ef þeim endist öllum aldur til. Í viðtali sem Kristín Heiða Krist- insdóttir, blaðamaður á Morgun- blaðinu, tók við Sigríði í júlí árið 2000 sagði hún um barneignirnar: „Ég eignaðist fyrsta barnið þegar ég var 21 árs og næsta barn kom 11 mán- uðum síðar. Síðan fæðast þau hvert af öðru og yngsta barnið fæðist 1966 og þá er ég orðin 46 ára gömul og margföld amma. Það tók mig ekki nema 25 ár að eignast sextán börn, sjö stelpur og níu stráka!“ Spurð að því hvort það hafi ekki verið þreyt- andi að vera sífellt barnshafandi sagði hún svo í sama viðtali: „Ekki var það skemmtilegt, en maður mátti nú ekkert vera að því að hugsa um það, það var svo mikið að gera. Ég átti öll börnin heima nema þau tvö yngstu átti ég hér á Selfossi. Hún Magnhildur á Drumboddsstöðum tók á móti hinum fjórtán heima á Kjóastöðum og hún var alveg yndis- leg manneskja.“ Í fóstri snjóaveturinn mikla Eins og fyrr segir er Ólafur sjö- tugur í dag, en hann er þriðja elsta systkinið. Hann segist ekki ætla að halda upp á tímamótin sérstaklega umfram hefðbundin áramót. „En það má nú kannski búast við því að það komi eitthvað af systkinunum úr næsta nágrenni,“ segir Ólafur sem segist eiga margar minningar úr æsku. Þrátt fyrir mikinn fjölda barna ólust þau öll upp saman. „Ætli ég hafi ekki verið eina syst- kinið sem fór í fóstur í þrjá til fjóra mánuði snjóaveturinn mikla árið 1949. Þá var ég hjá föðursystur í Austurhlíð. Það var mjög eftir- minnilegt,“ segir Ólafur. – Var mikið um að það væru að Í dag eru þrír aðrir systkinahópar sem ná yfir 900 ára samanlögðum aldri. 12 systkini frá Kvígindisfelli í Tálknafirði eru í dag samtals 958 ára, en meðalaldur þeirra er 80 ár. Þau voru 16 árið 1997 og náðu þá samtals 1.066 ára aldri. 17 systkini frá Ketilseyri í Dýrafirði eru sam- tals 945 ára, meðalaldur þeirra 56 ár. 15 systkini frá Brúnastöðum í Flóa eru í dag samtals 909 ára, en meðalaldurinn er 61 ár. Samkvæmt upplýsingum frá Jónasi Ragnarssyni hafa fimm hópar náð yfir þúsund ára sam- anlögðum aldri, en Íslandsmetið eiga 16 systkini frá Gunnlaugs- stöðum í Stafholtstungum sem náðu árið 1991 samanlögðum 1.215 ára aldri, þá á bilinu 63 til 87 ára. 14 systkini frá Byggðarhorni í Flóa náðu árið 1981 samtals 1.009 ára aldri og sama aldri náðu 14 syst- kini frá Seljalandi í Fljótshverfi ár- ið 1983. Árið 1992 náðu svo 15 systkini frá Austur-Hóli í Fljótum 1.008 ára samanlögðum aldri. Hæsta meðalaldur systkina- hóps, yfir 900 ára aldri, eiga 11 systkini frá Bolungarvík sem náðu árið 2009 samtals 937 ára aldri, eða 85 ára meðalaldri. Fimm hópar náð 1.000 árum LANGLÍFIR SYSTKINAHÓPAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.