Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 30
30 STJÓRNMÁL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012 Á ramót marka nýtt upphaf og að þessu sinni gefur nýja árið okkur tækifæri til að ráðast í miklar og að- kallandi úrbætur. Það er mikilvægt að nýja árið og það kjörtímabil sem þá hefst nýtist vel. Þegar við lítum yfir undanfarin ár sjáum við að ef teknar hefðu verið skynsamlegar og rökréttar ákvarðanir í sam- ræmi við aðstæður í samfélaginu gætum við verið komin langt á leið með að byggja upp almenna velferð í landinu. Við sjáum reyndar líka að það hefði getað farið verr ef ekki hefði verið kom- ið í veg fyrir mjög óskynsamlegar ákvarðanir. Ákvarðanir skipta máli og það skiptir miklu máli hvaða stefna ræður för við stjórn landsins. Glötuð tækifæri vegna skorts á nauðsynlegri rökræðu Það eru margar ástæður fyrir því að undanfarin ár hafa reynst ár glataðra tækifæra en stór hluti skýringanna liggur í því að hér hefur ekki átt sér stað sú pólitíska rökræða sem er nauðsynleg þegar takast þarf á við stór úrlausnarefni. Tilgangur lýðræðislegra stjórnmála er sá að menn leggi fram ólíkar hugmyndir og meti kosti þeirra og galla, velji svo skyn- samlegustu lausnirnar og framkvæmi í samræmi við það. En þegar að mikið lá við að stjórnmálin tækjust á við erfið úrlausn- arefni með skynsamlegustu lausnunum virkuðu stjórnmálin ekki. Þess í stað hafa undanfarin ár verið undirlögð af ímyndarstjórn- málum. Í stað lýðræðislegrar rökræðu hefur orðræðan verið allsráð- andi. Heita má að „orðræði“ hafi leyst lýðræði af hólmi. Til að út- skýra hvað ég á við er við nefni ég þrjú dæmi:  1. Nýir stjórnmálaflokkar Hefðbundnir stjórnmálaflokkar hafa legið undir ámæli á und- anförnum árum fyrir eitt og annað sem yfirleitt er lýst með margendurteknum frösum: Sérhagsmunagæsla, flokksræði, klíkustjórnmál, foringjaræði, leyndarhyggja o.s.frv. Því er auk þess haldið fram að flokkarnir séu meira og minna allir eins. Í umræðu hafa þeir meira að segja verið sameinaðir í einn flokk undir nafninu Fjórflokkurinn. Fjölmiðlar og álitsgjafar gera kröfunni um breytingar hátt undir höfði. Brellum þeirra sem skilgreina sig sem „eitthvað ann- að“ er hampað en málefnalegar tillögur eða umbætur innan flokka fá litla athygli. Mantran er sú að það þurfi eitthvað nýtt. Eitthvað lýðræðislegt, gagnsætt, með áherslu á persónukjör, valddreifingu o.s.frv. Svo birtast ný framboð sem kynna sig sem einmitt þetta, eitthvað nýtt, lýðræðislegt og opið. Framboð sem leitast við að haka við alla frasana í málflutningi sínum. En hvað kemur svo á daginn? Nýju framboðin standa í stöðugum hrossa- kaupum við ríkjandi stjórnvöld og þeim er stjórnað af fámennum hópum sem velja alla frambjóðendur í öllum kjördæmum. Hjá einu af nýju framboðunum voru allir frambjóðendur valdir af sérstakri nefnd sem heitir Nefndin. Annað framboð hafði skipt um nafn og aðildarfélög fjórum sinnum þegar síðast var talið. Hjá þriðja framboðinu reyndist málefnaleg samstaða engin þeg- ar á reyndi og jafnvel stofnandinn hefur dregið sig í hlé. Þessu er hampað sem svarinu við kröfunni um lýðræði, gagnsæi, persónukjör og opin stjórnmál og gagnrýni er með minnsta móti enda ráða frasarnir för en ekki innihaldið. Raunin er sú að stjórnmálaflokkar eru ekki í eðli sínu góðir eða slæmir. Þeir eru verkfæri lýðræðisins, sem hægt er að fara vel með eða illa. En ef þeir eiga að geta gegnt hlutverki sínu svo að lýðræðið virki verða menn að líta til þess fyrir hvað þeir standa í raun en ekki bara hvaða frasa þeir nota.  2. Stjórnarskráin Eftir áramót hefst á ný umræða um stjórnarskrá lýðveldisins. Hún hefur fram að þessu fyrst og fremst farið fram á grundvelli orðræðu fremur en rökræðu. Í stað þess að meta lagaleg áhrif hverrar greinar, eins og nauðsynlegt er, hefur umræðan verið sett í það far að þeir sem ekki vilji samþykkja ákveðna tillögu að stjórnarskrá nánast umræðulaust séu andstæðingar almanna- hagsmuna. Þetta er kaldhæðnislegt í ljósi þess að stjórnarskrá er ætlað að verja almannahagsmuni með því að skapa stöðugleika óháð dæg- ursveiflum og lýsa grunnstoðum réttarríkisins. Réttarríkinu er ætlað að verja almenning á grundvelli laga og lýðræðis og hemja það vald sem ræður umræðunni á hverjum tíma. Að undanförnu hafa flestir helstu sérfræðingar á sviði stjórn- skipunar varað við því hvernig haldið hefur verið á stjórnarskrár- málinu. Það sama á við um fulltrúa úr stjórnlagaráði, ekki hvað síst formann ráðsins. En jafnvel það dugar ekki til þegar orðræð- an hefur tekið völdin. Hver sem leyfir sér að setja fram rökstudda gagnrýni sætir árásum. Alþingi ber hins vegar skylda til að hlusta á ábendingar og aðvaranir sérfræðinga. Það á sérstaklega við um stjórn- arskrána. Flýtir vinnu við nýja stjórnarskrá ávísun á réttaróvissu Það er fráleitt að hægt sé að ljúka vinnu við nýja stjórnarskrá nú þegar 27 þingfundadagar eru eftir fram að kosningum. Af- rakstur slíkra vinnubragða myndi skapa margra ára réttaróvissu og ótal ófyrirsjáanleg vandamál. Skynsamlegast er að nýta næstu mánuði til að ná samstöðu um ákveðnar breytingar og halda svo áfram að loknum kosningum á grundvelli þeirrar vinnu sem er komin af stað.  3. Evrópusambandið Hér á landi hefur í nokkur ár staðið einstök og oft á tíðum furðuleg umræða um Evrópusambandið. Fáir hafa þó beitt sér fyrir aðild að ESB. Í stað þess er spurt: „Er ekki skynsamlegast að klára samningaviðræður og taka afstöðu til samningsins þegar hann liggur fyrir, gefa þjóðinni lýðræðislegt tækifæri til að taka upplýsta afstöðu, á þjóðin ekki rétt á því?“ Þetta fellur allt vel að orðræðunni, hakað er við öll helstu stikkorðin; þjóðin, tækifæri, réttur, lýðræði, upplýst, viðræður, samningur. Málflutningur þessi byggist hins vegar ekki á innhaldi eða rök- um. Jafnvel Evrópusambandið sjálft hefur reynt að útskýra mál- ið. Leiðarvísir ESB varar við því að talað sé um samninga- viðræður enda gefi það til kynna að verið sé að semja um eitthvað. Raunin sé að viðræðurnar snúist um það með hvaða hætti umsóknarríkið ætli að laga sig að reglum ESB. Þetta hefur síðan verið áréttað með bréfaskriftum. Hver er raunveruleikinn? Stjórnvöld sem sækja um aðild að ESB lýsa með því yfir vilja til að ganga í sambandið. Viðræð- urnar fjalla svo um það með hvaða hætti kröfur ESB um aðlögun verði uppfylltar. Umræða um könnunarviðræður til að sjá hvað er í boði svo hægt sé að taka „upplýsta afstöðu“ eru móðgun að mati ESB. Fleiri tækifæri en nokkur önnur þjóð í Evrópu Að sjálfsögðu hefur fólk ólíkar skoðanir á því hvort Ísland ætti að ganga í ESB og á að sjálfsögðu að vera frjálst að því hvar í flokki sem það stendur. En þegar þeir sem komu í veg fyrir að þjóðin yrði spurð hvort stjórnvöld ættu að sækja um aðild að ESB láta eins og þeir séu sérstakir talsmenn lýðræðis beita þeir innihaldslausri orðræðu en ekki rökum. Slíkt er skaðlegt hvort sem menn vilja ganga í ESB eða ekki. Mistökin undanfarin ár og skaðleg pólitísk stefna hafa verið samfélaginu dýr. Engu að síður stendur Ísland frammi fyrir meiri tækifærum en nokkur önnur þjóð í Evrópu. Látum stjórn- málin á nýju ári ekki snúast um innihaldslausa orðræðu. Einbeit- um okkur að því að leysa hin óleystu vandamál íslenskra heimila og atvinnulífs hratt og vel. Ef skynsemi og rökhyggja fá að ráða för á nýju ári og nýju kjörtímabili getum við nýtt tækifærin svo að allir Íslendingar fái notið raunverulegrar velferðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins Morgunblaðið/Kristinn Lýðræði taki við af „orðræði“ „Mistökin undanfarin ár og skaðleg pólitísk stefna hafa verið samfélaginu dýr. Engu að síður stendur Ísland frammi fyrir meiri tækifærum en nokkur önnur þjóð í Evrópu. Látum stjórnmálin á nýju ári ekki snúast um innihaldslausa orðræðu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.