Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012 Evrópuvaktin telur yfirgnæf-andi líkur á að forysta VG ætli sér að halda óbreyttri stefnu í að- ildarmálum að ESB fram yfir kosningar. Þetta er svo sérkennileg lending af hálfu þessa flokks að vaktin reynir að finna skýringu:    Meginástæðan hlýtur að vera sú,að forystumenn VG vilji ekki rugga bátnum sem þeir eru í með Samfylkingunni og geri sér vonir um að núverandi ríkisstjórn sitji áfram eftir kosningar með aðstoð þriðja aðila.    Að einhverju leyti fer ekki á millimála, að hluti af forystusveit VG er einfaldlega orðinn aðildar- sinnaður og athyglisvert að þar eru fremstir í flokki pólitískir erfingjar gömlu kommúnistanna í Sósíalista- flokknum en það er önnur saga.    Ætla má að þetta fólk hugsi semsvo að sá fórnarkostnaður sem VG verði að taka á sig til að tryggja áframhaldandi aðild að rík- isstjórn sé sá, að missa töluverðan kjósendahóp ekki sízt af lands- byggðinni yfir til Framsóknar- flokksins.    En þá er spurningin þessi, semætla mætti að forysta VG verði að svara á flokksráðsfundi snemma í janúar:    En hvað ef svo skyldi fara vegnamargvíslegra duttlunga á hinu pólitíska sviði, að VG eigi ekki kost á aðild að ríkisstjórn eftir kosningar?    Hefur þá ekki miklu verið fórnaðfyrir ekki neitt?“    Og því miður fyrir VG virðistsvarið liggja í augum uppi. Eitruð fórn? STAKSTEINAR Veður víða um heim 30.12., kl. 18.00 Reykjavík -3 skýjað Bolungarvík -5 snjókoma Akureyri -3 snjókoma Kirkjubæjarkl. -1 léttskýjað Vestmannaeyjar -1 skýjað Nuuk -11 heiðskírt Þórshöfn 2 léttskýjað Ósló 2 skúrir Kaupmannahöfn 3 skúrir Stokkhólmur 2 alskýjað Helsinki 1 skýjað Lúxemborg 6 skýjað Brussel 7 léttskýjað Dublin 7 skýjað Glasgow 5 skýjað London 10 léttskýjað París 10 skýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 5 skúrir Berlín 6 skýjað Vín 2 skúrir Moskva -7 alskýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 3 skýjað Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 15 léttskýjað Róm 11 heiðskírt Aþena 11 skýjað Winnipeg -11 alskýjað Montreal -12 skafrenningur New York 0 léttskýjað Chicago -5 léttskýjað Orlando 7 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 31. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:20 15:43 ÍSAFJÖRÐUR 12:04 15:09 SIGLUFJÖRÐUR 11:48 14:51 DJÚPIVOGUR 10:59 15:03 Gleðileg jól og farsælt komandi ár Takk fyrir viðskiptin á liðnum árum SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 FACEBOOK.COM/GLERAUGNAMIDSTOÐIN Arnór K. Hannibals- son, prófessor emeritus í heimspeki við Háskóla Íslands, andaðist að heimili sínu, Hregg- nasa í Kjós, föstudag- inn 28. desember, 78 ára að aldri. Hann fæddist að Strandseljum Í Ögur- hreppi 24. mars 1934, sonur hjónanna Hanni- bals Valdimarssonar, verkalýðsleiðtoga, þingmanns og ráð- herra, og Sólveigar Ólafsdóttur. Arnór var kvæntur Nínu Sæunni Sveinsdóttur (f. 1935), viðskipta- fræðingi og framhaldsskólakennara. Börn þeirra eru Ari, Kjartan, Auð- unn, Hrafn og Þóra. Þau skildu árið 1995. Arnór lauk meistaraprófi í heim- speki og sálfræði frá Moskvuháskóla 1959 og lagði síðan stund á framhaldsnám í heimspeki við há- skólana í Kraká og Varsjá í Póllandi. Næstu árin stundaði Arnór ýmis störf á Ís- landi, m.a. sem rithöf- undur, ritstjóri og for- stöðumaður Listasafns ASÍ. Árið 1969 hélt Arnór til Fribourg í Sviss og stundaði rannsóknir við háskól- ann þar og 1970 hóf hann doktorsnám í heimspeki við háskólann í Edinborg og lauk þaðan doktorsprófi 1973. Hann var skipaður lektor í heim- speki við Háskóla Íslands árið 1976, dósent árið 1983 og prófessor 1989. Hann lét af störfum við Háskóla Ís- lands á sjötugsafmælisárinu 2004. Eftir hann liggja nokkrar bækur. Má þar nefna Valdið og þjóðin - safn greina um Sovétríkin, Moskvulín- una, Heimspeki félagsvísinda og Rökfræðilega aðferðafræði. Arnór beitti sér fyrir sjálfstæði Eistlands, Litháens, Króatíu og ann- arra smáríkja sem liðið höfðu undir oki kommúnismans. Hann var ræðismaður Litháens á Íslandi og veittu litháísk stjórnvöld honum heiðursorðu fyrir framlag hans til samskipta ríkjanna í heim- sókn Daliu Grybauskaite, forseta Litháens, til Íslands. Arnór var afkastamikill fræðimað- ur og eftir hann liggur fjöldi bóka og fræðigreina um ýmis fræði. Þá þýddi hann nokkur verka Platóns og Dostojevskís. Arnór sinnti fræða- störfum til dauðadags og vann m.a. að bók um sögu Póllands og útgáfu kennslurita í heimspeki, en Arnór var lengi eini löggilti skjalaþýðand- inn og dómtúlkurinn úr pólsku hér á landi og lagði hann sig fram um að efla tengsl Íslands og Póllands. Andlát Arnór K. HannibalssonEinungis þrjú skip voru til sjós í gærkvöldi samkvæmt vaktmanni á Vaktstöð siglinga. Til samanburðar voru rúm 1.100 skip á sjó í sumar þegar best lét. Um er að ræða einn togara, einn línubát og eitt skip sem var á siglingu. Að sögn vakt- manns gerir slæmt tíðarfar það að verkum að menn sitji heima. Enn er nokkur undiralda og býst hann ekki við því að skipum muni fjölga mikið á sjó um áramótin. vidar@mbl.is Einungis þrjú skip á sjó í gærkvöldi Um 400 lítrum af olíu var stolið úr þremur bifreiðum Slysavarna- félagsins Landsbjargar sem stað- settar voru við Granda í fyrrinótt. Tjónið er tæpar 100 þúsund krónur. „Það sem er alvarlegast í þessu er að mannslíf eru í húfi og þá geta mínútur skipt miklu máli,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upp- lýsingarfulltrúi Landsbjargar. Stálu 400 lítrum af olíu frá Landsbjörg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.