Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012 Forystumenn ríkisstjórnarinnar þurftu oft að leita út fyrir raðir stjórnarflokkanna til að lenda ekki undir í atkvæðagreiðslum á þinginu. 4.9. | Jón Gunnarsson Ár hinna glötuðu tækifæra Núverandi stjórnvöld hafa sýnt að og sannað með for- gangsröðun sinni hverjar áherslur þeirra eru. Það verður tækifæri fyrir kjós- endur að gera þann reikning upp fljót- lega. 4.9. | Þorbera Fjölnisdóttir Þeir sem neyðast til að eiga bíl Hvernig er öryrkjum ætlað að lifa í þessu landi? 5.9. | Knútur Bruun Ríkisstjórn á villigötum Verði hins vegar fyrirhuguð hækkun vsk á gistingu úr 7% í 25,5% að veruleika glatar greinin samkeppn- ishæfni og afleiðingarnar yrðu verulegur samdráttur tekna bæði til greinarinnar og í ríkissjóð. 5.9. | Stefanía Jónsdóttir Konur Mikið ósköp eruð þið orðn- ar þreytandi með þetta jafn- réttistal ykkar, það er orðið að þráhyggju. Það má bara ekki ráða karlmann í góðu störfin, þá byrjið þið að vola, – hvað um verri störfin, – þar heyrist ekkert í ykkur. 6.9. | Geir Ágústsson Hin svokölluðu frjálshyggjuár Hin svokölluðu frjáls- hyggjuár á Íslandi færðu Ís- land úr sovésku austri í sósíaldemókratískt vestr- ið. Núna þarf raunverulega frjálshyggju. 7.9. | Oddur Helgason og Pétur Pétursson Kirkjugarður Þórunnar hyrnu og kristnisaga Eyjafjarðarsveita Kristnisaga Eyjafjarð- arsveita nær alveg aftur að landnámi og mikill feng- ur væri að nákvæmri vitn- eskju um siði og hætti landnámsfólksins þar. 11.9. | Már Guðmundsson Viðræður um aðild að ESB og valkostir í gjaldmiðils- og gengismálum Ruglað er saman sjálf- stæði bankans til að beita eigin stjórntækjum og því að vera ríkisstjórn til ráð- gjafar í málum sem eru á hennar forræði. 11.9. | Friðrik Eysteinsson Faglegt fúsk? Ofangreind tvö dæmi sýna, að þrátt fyrir hið tvöfalda kerfi dómnefnda og val- nefnda, sem er við lýði í Há- skóla Íslands, er ekki tryggt að faglega sé staðið að ráðningum. 12.9. | Guðrún Ösp Theodórsdóttir Opið bréf til Guðbjarts Hannessonar Í ljósi ákvörðunar þinnar um launahækkun forstjóra Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, sem þú tókst einn, bind ég miklar vonir við þig og þína stjórnunarhætti. 13.9. | Páll Magnússon Svar við bréfi Guðna Ekki kann ég nú við að fara að ræða hér mikið við Guðna um vistaskipti nafngreindra einstaklinga. Finnst það frek- ar ósmekklegt. Þó er það svo að menn geta af ýmsum ástæðum komist á leiðarenda á einhverjum vinnu- stað og hasla sér þá völl á nýjum. 13.9. | Bryndís Jónatansdóttir Konur Er það stefna blaðsins að birta öll þau bréf sem blaðinu berast, óháð því hvort þau séu málefnaleg eða fylgi einhverskonar viðmið- unarreglum sem viðkomandi fjölmiðill setur fyrir því hvað telst til upplýstrar umræðu? 14.9. | Óttar Ólafur Proppé Ástarkveðja til okkar Í samtalinu gerði ég þau mistök að gleyma því að blaðamaðurinn væri að tala við mig sem borgarfull- trúa meirihlutans í borginni og hann skildi orð mín sem svo að ég ætti við að atvinnuátök sem borgin hef- ur staðið fyrir hefðu ekki skilað við- unandi árangri. 15.9. | Hannes Hólmsteinn Gissurarson Hefur atvinnufrelsi stórminnkað á Íslandi? Samkvæmt tölunum frá 2009 hafði atvinnufrelsi á Íslandi hins vegar snarm- innkað. Vísitala þess hafði hrapað úr 7,8 árið 2004 í 6,8 árið 2009. Íslenska hagkerfið var þá hið 70. af 141, þegar miðað var við atvinnufrelsi. 15.9. | Steinn Jónsson Eru bjartari tímar framundan? Það vakti óneitanlega at- hygli þegar það fréttist að velferðarráðherra hefði tek- ið á sig rögg og hækkað laun forstjóra Landspít- alans um 530.000 kr. á einu bretti. 18.9. | Eiríkur S. Svavarsson og Ragnar F. Ólafsson Nokkrar staðreyndir í Icesave-málinu Hvað sem nýstárlegum söguskýringum og gam- alkunnum hræðsluáróðri líður tala staðreyndirnar sínu máli. 20.9. | Guðrún B. Karlsdóttir LSH í „100 húsum á 17 stöðum“ – Hvar eru þau? Ég fann ekki „100 hús á 17 stöðum“ í þessum gögnum, en stækkun spít- alans gæti verið vegna þess að 17 staðir eru utan höfuðborgarsvæðisins. 21.9. | Friðbjörn R. Sigurðsson Ráðherra á villigötum – upplausn á Landspítala Ef rými er til launahækk- ana innan Landspítala, átti þá Björn að vera fyrstur? Er ráðherra misupplýstur um stöðu mála á Landspítala? 22.9. | Arna A. Antonsdóttir Heilbrigðiskerfi í molum – Ríkisstjórn Íslands er ekki með á nótunum Það hefur sýnt sig und- anfarin ár að nægir pen- ingar eru til ef eitthvað vantar til niðurfellingar milljarðaskulda eða gælu- verkefna einstakra manna í ríkisstjórn. Nú er komið að Landspítalanum. 24.9. | Eiður Guðnason Hlífum gerseminni Gálgahrauni – Garðahrauni Við eigum að hlífa þessu ómetanlega svæði. Skað- inn sem ýtur, gröfur og sprengimeistarar vinna við vegagerð verður aldrei bættur. 26.9. | Ingólfur Þórisson Spurningum um Landspítala svarað Greinarhöfundur spyr hvar Landspítali sé með starf- semi. Upplýsingar um starfsstaði eru mjög að- gengilegar á heimasíðu Landspítala. Landspítali er í 100 hús- um á 17 stöðum víðs vegar um höf- uðborgarsvæðið. 27.9. | Adolf Árnason, Heiðar B. Hannesson, Hermundur Guðsteinsson, Ívar Bjarki Hannesson og Magnús Ragnarsson Ástand löggæslumála á Suðurlandi Síðustu ár hefur fjársvelti og misskipt- ing fjármagns til lögreglu komið illa nið- ur á embættum lögreglustjóranna á Selfossi og Hvolsvelli. 28.9. | Sigríður Ásthildur Andersen Örlög 10 þúsund-kallsins Boðuð hefur verið útgáfa á peningaseðli að nafnvirði 10 þúsund krónur. Engu er líkara en að stjórnvöld telji að ráðstöfunartekjur heim- ila hafi almennt aukist og þörf sé á verðmeiri seðlum til þæginda. 28.9. | Johannes Hahn Hvernig Ísland getur haft hag af byggðastefnu ESB Þannig sjáum við fyrir okk- ur að byggðastefnan geti nýst Íslendingum sem skapandi farvegur fyrir fjár- festingar og vöxt. 28.9. | Oddný G. Harðardóttir Prósentureikningur Bjarna Benediktssonar Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem leiðrétta þarf skattaútreikninga tals- manna Sjálfstæðisflokks- ins í efnahagsmálum. 29.9. | Bjarni Benediktsson Að kannast við verk sín Í grein í Morgunblaðinu í gær sakar fjármálaráðherr- ann mig um rangan pró- sentureikning, en misskiln- ingur ráðherrans, Oddnýjar Harðardóttur, liggur í því að hún hefur ekki kynnt sér forsendurnar. 2.10. | Óðinn Sigþórsson Sáttmáli þjóðar ei meir? Öll meðferð meirihluta Al- þingis á stjórnarskrármál- inu er lítilsvirðing við Al- þingi Íslendinga. 3.10. | Júlíus Sólnes Lúxusfangelsi fyrir lúxusfanga Sem sagt, teikningarnar á Íslandi kosta meira en fangelsið í Bandaríkjunum. 5.10. | Elín Káradóttir Rándýr skoðanakönnun í boði vinstristjórnarinnar Ætla menn núna að taka landsbyggðina, pakka henni saman og segja „bless, vilj- um ekki hafa ykkur með“? 5.10. | Þollý Rósmunds Landsbyggð í blóma Mikilvægt er að auðlinda- rentan verði notuð til að efla starfsemi tengda sjáv- arútvegi og landbúnaði til að fjölga störfum á lands- byggðinni. 6.10. | Árni Sigfússon Að byggja sterk börn eða endurbyggja brotna menn Mikil þekking er til um leiðir til að hjálpa börnum alkó- hólista. SÁÁ samtökin hafa öðlast gríðarlega faglega reynslu og þekkingu í að fást við áfengissýki. 8.10. | Þórður Örn Sigurðsson 111. meðferð á skepnum Hundraðasta og ellefta greinin, ef í stjórnarskrá kemst, heimilar nefnilega alþingi og stjórnvöldum fullveldisafsal Íslands til inngöngu í samband á borð við ESB 9.10. | Erling Ásgeirsson Álftanes og Garðabær eru eitt menningarsamfélag Erfitt er að átta sig á þeim forsendum sem lágu að baki skiptingu Álftanes- hrepps hins forna í Garða- hrepp og Bessa- staðahrepp árið 1878. 9.10. | Bryndís Karlsdóttir Gegnsæir vefir Landspítalans Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las grein Ing- ólfs Þórissonar, þar sem hann svarar leit minni að starfsemi LSH í „100 hús- um á 17 stöðum“ var sagan af Nýju föt- um keisarans. 10.10. | Emil Örn Kristjánsson Satt og logið um Orkuveitu Reykjavíkur Það hlýtur að vera „draumadjobb“ að fá að rit- skoða skýrslu um eigin um- deild verk sín áður en hún kemur fyrir almennings- sjónir 11.10. | Lóa Björk Ólafsdóttir Listin að lifa – hugleiðing um líknarmeðferð Þannig getur líknarmeðferð átt við sem varanlegt eða tímabundið meðferð- arúrræði. 12.10. | Jón Steinar Gunnlaugsson Virkir í athugasemdum Reynið að skilja að blaðið er að notfæra sér grunn- hyggni ykkar, takmarkanir og fordóma. 13.10. | Jakob F. Ásgeirsson Nei, nei og aftur nei Flestar fyrirhugaðar breyt- ingar stjórnlagaráðs eru innantómt og illa stílað orðagjálfur sem á alls ekki heima í stjórnarskrá. 15.10. | Ólína Klara Jóhannsdóttir Össur, ekki í mínu nafni Össuri er sama um sann- leikann því hann þarf ekki að lifa við hann líkt og stríðshrjáðir þegnar Ísraels. 16.10. | Timo Summa Innri markaðurinn 20 ára Í þessari viku er því fagnað í ríkjum ESB og EES að 20 ár eru liðin frá því að innri markaður ESB varð að veruleika. 16.10. | Friðbert Traustason Vill Katrín fækka kvennastörfum? Þannig vill Katrín bæta hag erlendu eigendanna, en senda í staðinn til- skipun til stjórnenda banka og tryggingafélaga um að fækka enn störfum í fjár- málageiranum … 17.10. | Kári Gunnarsson Sunnudagur á RÚV Það var því ákaflega viðeig- andi að þeir Þorvaldur Gylfason og Þórólfur Matt- híasson skyldu vera fengn- ir til að leggja málinu lið. Þar sem hráefnið í baksturinn var að uppistöðu til þröngsýni, fáfræði og hræsni, var framlag þeirra félaga eins og jarðarberið ofan á rjómann. 18.10. | Þór Saari Álftanes + Garðabær = Nei takk Vitað er að stór landsvæði á Álftanesi freista verktaka og braskara sem bygging- arland. 20.10. | Gunnar Einarsson Já við sameiningu Til framtíðar litið er ótví- rætt mikill ávinningur af sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga. 23.10. | Áslaug María Friðriksdóttir Á réttri leið? Við viljum öll að hér sé allt á réttri leið. Engan veginn er hins vegar hægt að sjá að áherslur þessarar rík- isstjórnar muni skila okkur í höfn. 25.10. | Geir Waage Kirkja aldanna við aldahvörf Prestaköll og prestssetur úti um landið hafa verið lögð niður í stórum stíl og fjármunirnir verið notaðir til þess að kosta ný embætti og störf í Reykjavík og ná- grenni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.