Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012
✝ Ragnar FreyrOlsen fæddist í
Reykjavík 9. júní
1991. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu 27.
nóvember 2012.
Foreldrar hans
eru Halldóra Stef-
ánsdóttir, f. 15. júní
1972, og Karl Hin-
rik Olsen, f. 11.
ágúst 1971. Fóstur-
og uppeldisfaðir Ragnars Freys
er Freyr Jónsson, f. 19. sept-
ember 1971. Systir Ragnars
Freys er Tanja Rún Freysdóttir,
f. 4. maí 2000. Foreldrar Hall-
dóru eru Ágústa Jónasdóttir, f.
4. október 1953, og Stefán
Hjaltason, f. 11.
apríl 1953. For-
eldrar Freys eru
Guðný Alfreðs-
dóttir, f. 17. janúar
1948, og Jón Krist-
inn Haraldsson, f.
10. júní 1947.
Unnusta Ragn-
ars Freys er
Martha Sif Jóns-
dóttir, f. 27. maí
1991. Foreldrar
Mörthu Sifjar eru Margrét Ósk
Arnarsdóttir, f. 4. september
1972, og Tryggvi Eiríksson, f. 9.
október 1971.
Útför Ragnars Freys fór fram
í Fossvogskapellu 7. desember
2012.
Elsku Ragnar. Þegar okkur
afa barst sú fregn að þú værir
dáinn urðum við agndofa og
sorgmædd. Bráðkvaddur aðeins
21 árs.
Þú áttir allt lífið framundan,
ástfanginn, trúlofaður og farinn
að búa. Þetta sýnir okkur hvað
lífið getur verið hverfult. Þú
varst alltaf svo kátur, ljúfur og
vildir allt fyrir alla gera. Það var
sama við hvað þú vannst, varst
hörkuduglegur og allir báru þér
söguna vel.
Systir þín og frændsystkini
litu upp til þín enda varstu alltaf
góður við þau. Þau eiga erfitt
með að skilja að þú sért dáinn.
Það ríkir mikil sorg hjá for-
eldrum þínum, systur og hjá
okkur öllum. Þín er sárt saknað.
Þú varst flottur strákur. Við eig-
um fullt af minningum um þig
sem við yljum okkur við. Við
elskum þig. Hvíl í friði.
Amma Ágústa og afi Stefán.
Það var rétt fyrir árslok árið
1990 að mamma kallaði á okkur
bræður, þá 13 og 14 ára, inn í
eldhús og sagðist hafa fréttir að
færa okkur. Mikil alvara var í
röddinni og vissum við ekki hvað
við ættum von á því alvaran var
svo mikil. Mamma sagði okkur
loksins að Halldóra systir ætti
von á barni. Mikil gleði og til-
hlökkun vaknaði hjá okkur
bræðrum við þessar óvæntu
fréttir því Halldóra systir var
aðeins 18 ára.
Ragnar Freyr kom í heiminn í
júní árið eftir og man ég hvað ég
var ánægður með þennan litla
frænda minn. Ekki leið á löngu
þar til hann fluttist ásamt Hall-
dóru systur heim til okkar og
bjuggum við saman í þónokkurn
tíma. Minningarnar eru margar
frá þeim tíma enda mjög
skemmtilegt að fá einn lítinn
grallara á heimilið og vorum við
Jonni bróðir duglegir að passa
hann. Eitt skipti er mér mjög
eftirminnilegt þegar við bræður
vorum að reyna að fá Ragnar til
að borða en áhuginn fyrir því að
borða var ekki mikill hjá litla
manninum. Við ákváðum því að
skella spagettí í skál með slatta
af tómatsósu og leyfa Ragnari að
mata sig sjálfan. Úr þessu varð
hið skemmtilegasta sýning enda
Rangar glaður með að fá að
borða sjálfur með höndunum þó
svo að matur hafi farið á mun
fleiri staði en bara upp í munn
enda varð allt andlitið á Ragnari
og nánasta umhverfi í tómat-
sósu.
Ragnar var skemmtilegur,
hress og uppátækjasamur. Hann
hafði mikinn áhuga á dýrum og
vann á tímabili sem ungur ung-
lingur í dýrabúð þar sem mikill
áhugi var á að safna sér eðlum.
Eðlusafnið varð nokkurt og
fannst Valdimari syni mínum
ansi gaman að koma og skoða
eðlurnar hjá stóra frænda. Ófáar
myndir eru til af þeim frændum
saman og var Ragnar mjög góð-
ur við litla frænda sinn enda
mátti sjá aðdáunina í augunum á
þeim litla. Ragnar vildi allt fyrir
alla gera enda ljúfur og góður
drengur.
Komið er að leiðarlokum og
finnst manni bæði óréttlátt og
óskiljanlegt að ungur maður sé
tekinn burt í blóma lífsins en
eitthvað stærra og meira hlut-
verk hefur beðið hans á öðrum
stað. Ragnars er sárt saknað og
yljum við okkur við minningarn-
ar sem við eigum í hjartanu.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Sigurður Stefánsson.
Elsku yndislegi Raggi minn,
ég trúi ekki að þú sért farinn frá
okkur. Þú varst svo ungur og
áttir allt lífið framundan, þú og
Martha með þessi frábæru plön
um framtíð ykkar.
Það er mikill missir að hafa
misst þig frá okkur, og ég þakka
fyrir alla þá tíma sem við áttum
saman. Við vorum saman á erf-
iðum og góðum tímum, en það
sem skipti máli er að við vorum
saman ég, þú, Þorkell og
Martha. Gleymi aldrei þegar við
ætluðum í sund ég og þú og
fleiri. Þann daginn hugsa ég oft
til í dag, og ég gleymi ekki þegar
þið krakkarnir komuð að sækja
mig í vinnuna og vinkona okkar
var í svínabuning. Allt sem okk-
ur datt í hug að gera var bara
fáranlegt, en samt svo ótrúlega
skemmtilegt. Það er alveg öm-
urlegt að hafa misst þig Raggi,
og ég veit að þín er sárt saknað
af öllum.
Ég man hláturinn þinn sem
ég elskaði og röddin þín, þetta
verður allt í minningum mínum
að eilífu. Ég veit að þú ert stór
missir fyrir Mörthu mína, sem
elskar þig meira en allt. En við
erum samt heppin af hafa fengið
að eiga allan þann tíma með þér
sem við höfðum, sem hefði getað
verið lengur.
Við vorum með svo mörg plön
alltaf, skemmtileg plön. Þú varst
alltaf til staðar fyrir mann og
maður gat alltaf leitað til þín ef
það var eitthvað. Ég talaði við
þig jafn mikið og ég talaði við
Mörthu, þegar ég hringdi þá
hringdi ég ekkert bara í Mörthu,
ég hringdi í Ragga og Mörthu,
ég talaði við þig eins og vinkonu
mína, þú varst náttúrulega besta
vinkona mín líka eins og ég sagði
við þig, þú varst alltaf einn af
stelpunum líka. Það var alltaf
hægt að segja þér allt, og þú
varst nú ekki hræddur við að
segja þínar skoðanir á hlutunum,
það er það sem ég dýrkaði svo
mikið við þig, líka var það að þú
varst svo hreinskilinn, og góður.
Reyndir að segja hlutina á fal-
legan hátt, í staðinn fyrir að slá
mann utan undir með orðum.
Stundum þurftirðu nú að
hrista mann til að láta mann
fatta hvað maður var vitlaus, ég
skil ekki að ég sé að skrifa minn-
ingargrein um þig Raggi. Ég tal-
aði við þig fyrir ekkert það löngu
síðan í símann, og við spjölluðum
um allt og ekkert í svona
klukkutíma, og ég er svo fegin
að ég talaði við þig í símann. Það
var svo fyndið að tala við þig, þú
sagðir alltaf svo skemmtilega frá
hlutunum.
Þú lifir í minningum mínum
elsku Ragnar Freyr minn. Ég
elska þig og sakna þín.
Votta fallegu vinkonu minni
Mörthu og fjölskyldu þinni sam-
úð mína.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín vinkona,
Guðrún María.
Ragnar Freyr
Olsen
✝
Elskuleg eiginkona mín, dóttir mín, móðir
okkar og amma,
BRYNHILDUR ÓLAFSDÓTTIR,
Kögurseli 4,
Reykjavík,
lést á líknardeild LSH þriðjudaginn
18. desember.
Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 4. janúar kl. 15:00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á styrktarfélagið Göngum saman
(www.gongumsaman.is eða sími Krabbameinsfélagsins:
540 1990).
Þór Ottesen Pétursson,
Ólafur Ingvarsson,
Áslaug Þórsdóttir, Viktor Örn Guðlaugsson,
Brynja Þórsdóttir,
Bjarki Þórsson,
Hallbjörn Eðvald Þórsson, Helena Eydís Ingólfsdóttir,
Hera Karín og Eydís Agla.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓHANN SVAVAR HELGASON,
Blöndubakka 7,
Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar sunnudaginn
23. desember á hjúkrunarheimilinu Skjóli,
Reykjavík.
Jarðarförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju
föstudaginn 4. janúar kl. 13.00.
Ellen Marie Sveins,
Þorbjörg Rósa,
Guðrún Ásta, Guðmundur Pálsson,
Sveindís Anna, Arnar Sveinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURVIN JÓNSSON
matsveinn,
er látinn.
Útför hans verður gerð frá Áskirkju 3. janúar
kl. 15.00.
Oddný Lína Sigurvinsdóttir,
Guðbjörn Magnús Sigurvinsson, Þórunn Einarsdóttir,
Viktor Jón Sigurvinsson, Ólína Sverrisdóttir,
Sigurvin Heiðar Sigurvinsson, Auður Auðunsdóttir,
Jón Ásgeir Sigurvinsson, Elínborg Sturludóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir og afi,
HANNES KRISTMUNDSSON,
Borgarheiði 13h,
Hveragerði,
lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði
þriðjudaginn 25. desember.
Hann verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laugardaginn
5. janúar kl. 14.00.
Sigurbjörg Gísladóttir,
Kristmundur Stefán Hannesson,
Sigurður Elí Hannesson, Helena Sif Ericson
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KAREN GUÐLAUGSDÓTTIR
frá Húsavík,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, hinn
27. desember. Jarðarförin fer fram frá
Húsavíkurkirkju laugardaginn 5. janúar
klukkan 14.
Sigurlaug N. Þráinsdóttir, Guðbjörn B. Bjarnason,
Jónína Sigurðardóttir,
Ásgerður B. Sigurðardóttir, Páll G. Sigurðsson,
Hanna Maídís Sigurðardóttir, Ólafur Jensson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR ÞÓR
SIGURBJÖRNSSON,
Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi,
áður Suðurgötu 64,
lést á Sjúkrahúsi Akraness 26. desember.
Útförin auglýst síðar.
Sigurður Villi Guðmundsson, Dagbjört Friðriksdóttir,
Þórunn Guðmundsdóttir, Bjarni Ásmunds,
Vilhjálmur Þór Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir,
Salvör Guðmundsdóttir, Stefán H. Stefánsson,
Sigurbjörn Guðmundsson, Svandís Ásgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
BRYNJA GUNNARSDÓTTIR,
Högsäter, Svíþjóð,
lést á líknardeild Uddevalla Sjukhus 19.
desember 2012.
Bragi Antonsson,
Kristjana Ingibjörg, Ólafur Guðjón,
Thelma Björk, Hanna Hansson,
Mathilda, Adele og Ellen.
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
GUÐRÚN SAMÚELSDÓTTIR,
Borgarbraut 52, Borgarnesi,
sem andaðist á Landspítalanum í Fossvogi
laugardaginn 29. desember,
verður jarðsungin frá Borgarneskirkju
laugardaginn 5. janúar kl. 15.00.
Halldór Sigurðsson,
Guðmundur Skúli Halldórsson,
Samúel Halldórsson,
Guðbjörg Halldórsdóttir.
Alltof seint
frétti ég, að vinur
minn og fyrrverandi félagi,
Adólf Adólfsson, væri allur.
Ekki er nema mánuður síðan
við hittumst á förnum vegi og
þá lék allt í lyndi að mér virtist.
Nú þegar líður á ævikvöldið
gerist það æ oftar að jafnaldrar
manns hverfa óvænt yfir móð-
una miklu.
Sérstaka ástæðu sé ég til að
minnast Adólfs, því að hann var
einstakur öðlingur, hvers
manns hugljúfi, einn þeirra
sem alla tíð unnu starf sitt af
hæversku og í kyrrþey en af
samvizkusemi og vandvirkni.
Við áttum samleið í starfi um
11 ára skeið, þegar hann var
fulltrúi við sýslumannsembætti
Þingeyinga og bæjarfógeta-
embætti Húsavíkinga á árunum
1974 til 1985. Samstarf okkar
var slíkt að þar bar aldrei
fölskva á.
Marga ferðina fórum við
saman um stórbrotið landslag
Þingeyjarsýslna í embættiser-
Adólf Adólfsson
✝ Adólf Adólfs-son fæddist í
Ólafsvík 4. janúar
1942. Hann lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans 10.
desember 2012.
Útför Adólfs fór
fram frá Neskirkju
20. desember 2012.
indum, hvort held-
ur var á sumardegi
eða í ófærð á vetr-
um, svo sem til
Svalbarðseyrar,
Grenivíkur, í Mý-
vatnssveit, á
Grímsstaði á Fjöll-
um, á Kópasker,
Raufarhöfn og
Þórshöfn. Umdæmi
sýslumannsemb-
ættisins er frá yztu
nesjum og inn til jökla jafnstórt
Ísraelsríki.
Adólf var ávallt reiðubúinn
til að leysa hvers manns vanda
og því einstaklega vel látinn af
Húsvíkingum og öðrum Þing-
eyingum. Má segja um hann
eins og um annan góðan mann,
að hann var bæði staðarbót og
hýbýlaprýði. Í kaffistofunni var
hann sólargeislinn sem létti fé-
lögum sínum lundina.
Á árinu 1985 skildi leiðir
okkar, þegar ég fluttist til
Akraness en hann til Bolung-
arvíkur. En um okkur eins og
svo marga aðra sem á yngri ár-
um héldu til starfa úti á landi
lágu leiðir að lokum aftur sam-
an í suðvesturhorninu.
Ég votta eftirlifandi eigin-
konu, Moniku Magnúsdóttur og
fjölskyldu þeirra, mína dýpstu
samúð. Blessuð sé minning
hans.
Sigurður
Gizurarson.