Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vegir voru víðast ófærir á norðan- verðum Vestfjörðum í gærkvöldi. Hnífsdalsvegur, vegurinn um Súða- víkurhlíð, vegurinn til Flateyrar, Gemlufallsheiði og vegurinn til Suður- eyrar voru þannig lokaðir. Óvíst er hvenær vegirnir verða opnaðir aftur en almannavarnanefnd Vestfjarða fundar um það fyrir hádegi í dag hvort óhætt sé að ryðja vegi. Víða eru mikil snjóþyngsli en Veðurstofan spáði samfelldri hríð að mestu frá norðan- verðum Vestfjörðum og austur á Vopnafjörð til morguns. Björgunarsveitir flytja fólk Rýmingar vegna snjóflóðahættu frá 27. desember voru áfram í gildi á upp undir 20 stöðum á Vestfjörðum í gærkvöldi, að sögn lögreglunnar á Ísafirði, og fluttu björgunarsveitir starfsfólk sjúkrahúsa til og frá vinnu. Hættustigi vegna snjóflóða var lýst á Patreksfirði, Hnífsdal, Ísafirði og Súðavík en óvissustig vegna snjóflóða var á sunnanverðum Vestfjörðum, norðanverðum Vestfjörðum og á Mið- Norðurlandi. Fjöldi snjóflóða féll á Vestfjörðum en ekki var vitað um verulegt eignatjón. Um hundrað metra snjóflóð féll í Kjálkafirði og var það allt að þriggja metra djúpt á köflum. Siglufjarðarvegur lokaður Á Austurlandi var ófært á Vopna- fjarðarheiði, Möðrudalsöræfum og í Jökuldal. Siglufjarðarvegur utan Fljóta var lokaður vegna snjóflóða- hættu og líka Ólafsfjarðarmúli. Óveðrið setti raforkudreifingu úr skorðum víða á Vestfjörðum. „Það er fyrirsjáanlegt að ef við náum ekki að tengjast Mjólkárvirkjun á morgun [í dag] þá muni álagið á raf- orkukerfið aukast út af gamlársdegi. Við hvetjum fólk því til þess að spara rafmagnið meðan á keyrslu dísilvara- aflsstöðva stendur. Það er ómögulegt að segja til um hvenær raforkukerfið kemst í lag,“ sagði Halldór Magnús- son, framkvæmdastjóri rafveitusviðs Orkubús Vestfjarða, um stöðuna í gærkvöldi. Sáu varaaflsstöðvar Ísafirði og Bol- ungarvík fyrir orku. Þá fór rafmagn af á Patreksfirði og í nærsveitum á laug- ardag þegar raflína milli Mjólkár- virkjunar og Tálknafjarðar slitnaði. Um 1.200 manns voru þá án rafmagns áður en varaaflsstöð var gangsett. Fjöldi bæja var án rafmagns vegna óveðursins, m.a. í Árneshreppi, í Gils- firði í Reykhólahreppi og í Bjarnar- firði á Ströndum. Aðstæður til viðgerða eru slæmar en í gærkvöldi spáði Veðurstofan meiri snjókomu á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Draga átti úr úrkomu með deginum en spáð er éljagangi á Norðausturlandi í kvöld. Þakplötur flettust af Eignatjón varð við bæinn Efri- Rauðsdal við Patreksfjörð þegar hluti þaks á gistihúsi rifnaði af í blindbyl að- faranótt laugardags og fram eftir laugardeginum. Þá fuku bárujárns- plötur af vinnuskúr við bæinn og skemmdu nálæga bíla. Rafmagnslaust var á bænum í gær og notuðust ábúendur við kertaljós. „Það er ekki hægt að mjólka. Það er það versta við þetta. Við erum með 24 kýr,“ sagði Nanna Jónsdóttir, bóndi á Efri-Rauðsdal. Þá fór 10 metra hátt mastur fyrir örbylgjusendingar á hliðina í Flatey og bátur til að flytja kindur fauk upp í kletta á eynni, að sögn Gyðu Steins- dóttur, bæjarstjóra í Stykkishólmi. Þakplötur fuku af húsum í Stykkis- hólmi en eignatjón þar var lítið. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Snjómokstur á Ísafirði Samgöngur fóru úr skorðum og knýja þurfti varaaflsstöðvar á Vestfjörðum í gær. Þá var víða snjóflóðahætta. Ófært víða um landið  Áfram útlit fyrir slæma færð á V- og Norðurlandi  Rýmingar vegna snjóflóða- hættu á Vestfjörðum enn í gildi  Orkubú Vestfjarða hvetur til orkusparnaðar „Hagvaxtarhorfur hér á landi eru bjartari en meðal annarra iðn- væddra ríkja,“ skrifar Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra í ára- mótagrein í Morgunblaðinu í dag. Steingrímur J. Sigfússon atvinnu- vegaráðherra ritar einnig grein og skrifar að ríkisstjórninni hafi tekist það ætlunarverk sitt að endurreisa Ísland eftir hrunið. „Meginmark- miðið hefur tekist, Ísland er á réttri leið,“ skrifar hann. Afturhald eða uppbygging Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar hins vegar að „stór orð en litlar efndir [hafi] verið stef ríkisstjórnarinnar allt þetta kjörtímabil“. Í vor verði kosið um hvort „haldið skuli áfram á braut skattahækkana og aftur- halds“, eða hvort sótt skuli „fram í krafti athafnafrelsis“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir ríkisstjórnina einnig. Mistök undanfarin ár hafi verið dýr. Margrét Tryggvadóttir, formað- ur þingflokks Hreyfingarinnar, seg- ir brýnt að „skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð“. »26-31 Ólík sýn á þróun þjóðmála  Forystumenn flokka gera upp árið Morgunblaðið/Kristinn Alþingi Fast hefur verið tekist á í þingumræðum í haust og vetur. Maðurinn sem lést í köfunarslysi í Silfru á Þingvöllum á föstudag hét Björn Kolbeinsson. Björn var fædd- ur 25. júlí árið 1977 og var ókvæntur og barnlaus. Hann starfaði sem sérfræðingur hjá EFTA með aðsetur í Genf en dvaldi hér í jólafríi hjá foreldrum sínum og systkinum. Lést í Silfru Morgunblaðið kemur næst út fimmtudaginn 3. janúar 2013. Öflug fréttavakt verður á fréttavef Morgun- blaðsins mbl.is á gaml- ársdag, nýársdag og 2. jan- úar, frá morgni til kvölds. Lesendur eru hvattir til að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Þjónustuver áskrifenda verður opið á gamlársdag frá kl 7-13. Það verður opnað aftur miðvikudaginn 2. janúar kl. 8. Sími þjónustuvers er 569-1100 og netfang askrift@mbl.is. Blaðberaþjónustan verður opin á gamlársdag kl. 5-11. Hún verður opnuð aftur miðvikudaginn 2. janúar kl. 8. Netfang blaðberaþjónustu er bladberi@mbl.is. Hægt er að bóka dánartilkynningar á mbl.is. Símanúmer Morgunblaðsins er 569-1100 og aðalnetfang blaðsins er ritstjorn@mbl.is. Öflug fréttaþjónusta mbl.is um áramótin Morgunblaðið/ÞÖK Að sögn helstu söluaðila flugelda hjá björgunar- sveitum og íþróttafélögum landsins hefur flug- eldasalan gengið vel í ár, þrátt fyrir að óveðrið um daginn hafi sett strik í reikninginn. „Það er ágætis hljóð í mínu fólki, en megnið af flugeldasölunni fer alltaf fram á gamlársdag,“ segir Ólöf Snæhólm hjá Landsbjörg. Þá hjálpi það sölunni almennt séð ef veðurspáin á gamlárskvöld sé góð. „Almenningur sýnir það enn og aftur að hann kann að meta þessi störf hjá björgunarsveitunum,“ segir Ólöf en flug- eldasalan stendur undir stærstum hluta af rekstrar- kostnaði þeirra. sgs@mbl.is Morgunblaðið/Ómar „Ágætis hljóð í mínu fólki“ Örugg Þau Heiðdís Hrönn og Tryggvi Jóhann máta öryggisgleraugu hjá skátunum í Kópavogi fyrir áramótin. „Ég myndi ætla að þetta væri úr- komumet en þó með fyrirvara um skekkjur í mælingum. Það ættu ekki að vera neinar stórar skekkjur í mælingunni,“ segir Óli Þór Árna- son, veðurfræðingur hjá Veður- stofu Íslands, um vísbendingar um að úrkomumet hafi fallið í Reykja- vík á föstudaginn var. Bráðabirgðatölur benda til að úrkoma hafi mælst 70,4 mm á föstudeginum, tala sem ekki fæst staðfest fyrr en 2. janúar. Óli Þór lýsir mælingunum svo: „Annars vegar er um ræða sjálf- virka mæla og svo mannaðan mæli sem er tæmdur tvisvar á sólar- hring. Sá síðarnefndi gefur 70,4 mm á heilum sólarhring, sem hefst kl. níu að morgni. Veðurfræðingar munu þurfa að skoða af hverju sjálfvirku mælarnir benda til minni úrkomu en mannaða stöðin. Ef mælingin verður staðfest verður metið slegið um 14 mm og það er töluverð aukning. Mannaði mæl- irinn á að gefa rétta útkomu og miðað við það er metið vel slegið.“ Úrkomumet í Reykjavík? VÍSBENDINGAR UM AÐ METIÐ HAFI FALLIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.