Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 33
18.2. | Jóhann Ísberg Guðríður og vondu karlarnir Það sem fer alveg fram hjá Guðríði er að ekki snýst allt um hana heldur er hér undir orðstír farsæls embættismanns sem ekkert hefur til saka unnið. 18.2. | Axel Kristjánsson Ólögleg gengistryggð lán Hvaða meðferð fá þeir, sem þegar er búið að ganga að á grundvelli ólöglegra láns- samninga, selja eignir þeirra, taka bú þeirra til gjald- þrotaskipta o.s.frv.? 22.2. | Einar K. Guðfinnsson Mistök og endurtekið efni Það er orðið algjörlega aug- ljóst mál að veigamikil mis- tök voru því gerð við stofnun nýju bankanna. 23.2. | Unnur Brá Konráðsdóttir Töfralausnin ESB? Rétt er að stefna að því að uppfylla Maastrichtskilyrðin. Ekki til að taka upp evru heldur vegna þess að þau eru í raun lýsing á heilbrigðu hagkerfi. 24.2. | Björn Líndal Stöðvum aðförina Aðförin að Gunnari Andersen er ekki til þess fallin að skapa traust. Þvert á móti er hún til þess fallin að rýra traust á ís- lenskum ráðamönnum. 24.2. | Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Hugmyndabaráttan sjaldan mikilvægari Hinn síungi Heimdallur hefur sinnt mikilvægu og vanda- sömu hlutverki um að vinna ungt fólk til fylgis við sjálf- stæðisstefnuna 25.2. | Sigrún Ágústa Bragadóttir Aðkoma stjórnmálanna að LSK Tap LSK hefði orðið 914 milljónir ef ekki hefði verið gripið til neyðarráðstafana. Ákæran vekur spurningar um aðkomu stjórnmálanna. 27.2. | Hlynur Jónsson Um Kastljós, Árna Pál og Arion banka Drómi er aðili að öllum skuldaúrræðum sem sett hafa verið á vettvangi lána- fyrirtækja undanfarin ár og teygir sig langt til að mæta þörfum lántakenda. 28.2. | Pétur Hafstein Þjóðkirkja og stjórnarskrá Það nægir ekki að leggja fram tillögu að nýrri stjórn- arskrá þar sem engu er sleg- ið föstu um þjóðkirkju á Ís- landi, eins og stjórnlagaráð leggur til. 28.2. | Kjartan Örn Kjartansson Gunnar Þ. Andersen – Hæfur og heiðarlegur Alla tíð, bæði í leik og í starfi, hefur Gunnar sýnt að hann er afar mikilhæfur, aðgætinn og grandvar, lítillátur og óvenju siðprúður og þekki ég engan mann lengur, sem ég treysti betur en Gunnari til allra hluta. 33 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012 3.3. | Helgi Magnússon Páskabrella súkkulaðiforstjóra Sá grunur læðist að manni að umhyggja hans beinist eink- um að eigin rekstri og tekju- öflun þar sem einskis er svif- ist til að vekja á sér athygli. 5.3. | Ragnar Önundarson Neyðarlögin björguðu Íslandi, ekki Steingrímur J. Sigfússon Hvernig sem fer verður dóm- ur sögunnar sá að neyð- arlögin hafi verið grundvöll- urinn að endurreisn landsins. 6.3. | Einar Pétursson Helgi í Góu og Helgi M. Helgi M. segir að Góufor- stjórinn hafi með þessari auglýsingu verið með ótta- legan dónaskap við fólkið í landinu. Þvílíkt bull. 7.3. | Gísli Vilhjálmsson Helgar deila Ádeila Helga Vilhjálmssonar er beitt og í stað þess að fagna ábendingunni fer Helgi Magnússon að tala um bíla- mál sem í raun koma þessu máli ekkert við. 8.3. | Sigurður Kári Kristjánsson Flýtimeðferð dómsmála Enn bíða einstaklingar og fyr- irtæki eftir því að endanleg niðurstaða fáist um afdrif lánasamninga þeirra. 8.3. | Illugi Gunnarsson „Ástæðulaust að halda viðræðum áfram“ Framkvæmdastjórn ESB hef- ur bent á í skýrslu sinni, frá október 2011, um umsókn- arferli Íslands, að íslensk lög um fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi samrýmast ekki lögum ESB um þetta efni. 9.3. | Oddný G. Harðardóttir Vaxtabætur – stuðningur við skuldug heimili Þær breytingar sem gerðar voru á úthlutun vaxtabóta voru tvímælalaust til bóta og beindu fjármunum að þeim sem voru í verstri stöðu og í samræmi við vilja og yfirlýsingar stjórnvalda. 12.3. | Ólína Þorvarðardóttir Dýrafjarðargöng brýnasta framkvæmdin Dýrafjarðargöng eru forsenda allra áætlana um eflingu sveitarfélaga, upp- byggingu atvinnulífs, þjónustu og opinberrar stjórnsýslu á Vestfjörðum. 13.3. | Helgi Seljan Öðruvísi mér áður brá Og ekki batnar það, þegar greint er frá því að neyzla áfengis aukist eftir því sem konur séu menntaðri. 14.3. | Sveinn Valfells Icesave og traust Alþingis Greinilegt er af því sem op- inberlega er vitað um þetta eina mál, Icesave, að Stein- grímur J. Sigfússon verð- skuldar að vera ákærður fyr- ir Landsdómi. 14.3. | S. Ingibjörg Jósefsdóttir Góð hvatning getur skipt máli Sem skólastjóri í unglinga- skóla hef ég mikla trú á ís- lenskum ungmennum. Mér þykja þau skemmtileg, skap- andi, klár og þau hafa sterka samfélagsvitund. 17.3. | Gunnar Bragi Sveinsson og Sigurður Ingi Jóhannsson Sjávarútvegsstefna Framsóknarflokksins Eitt mikilvægasta verkefnið er að ná sátt um skyn- samlegt og þjóðhagslega hagkvæmt fiskveiðistjórn- unarkerfi sem skili þjóðinni hagsæld. 19.3. | Birgir Ármannsson Störfum í landinu hefur ekki fjölgað Það er ekki nóg að tala um að fjölga beri störfum ef raunveruleg stefna stjórn- valda og lagasetning á Al- þingi miðar í aðra átt. 21.3. | Tryggvi Felixson Þjórsárver eru þjóðargersemi sem ekki má spilla Vonandi verður sú ramma- áætlun sem væntanlega kemur til umfjöllunar Alþing- is nú á vorþingi til þess að stoppa öll virkjunaráform. 22.3. | Elín Pálmadóttir Bílaferju þörf úr Vesturbæ Þrátt fyrir hagræðingu og sparnað verður þó ekki hjá því komist að gera ráð fyrir að allur þessi íbúafjöldi á Sel- tjarnarnesinu og Vesturbæ, auk þungaumferðar af Grandanum, þurfi að komast að heiman. 24.3. | Óli Björn Kárason Stjórnmálaflokkar á framfæri ríkisins Kjósandi sem berst gegn Sjálfstæðisflokknum er skyldaður til að greiða til flokksins og fjármagna starf- semi hans. 24.3. | Jón Bjarnason Danska ríkisstjórnin milli steins og sleggju í makríldeilunni ESB hefur sett skilyrði fyrir samningum við Íslendinga um makrílveiðar sem eru með öllu óaðgengilegar og myndu kosta þjóðarbúið milljarða í töpuðum tekjum. 27.3. – Kristján Möller Alþingi setti Norðfjarðargöng í forgang Framkvæmdir við Norðfjarð- argöng áttu að hefjast fyrr en við Dýrafjarðargöng, enda er framkvæmdin talsvert brýnni. 27.3. | Gísli Páll Pálsson Gjaldþrota á hjúkrunarheimili Það er heldur nöturlegt að sá aðili sem hjúkrar og sinnir velferð heimilismannsins skuli einnig vera settur í þá ömurlegu aðstöðu að þurfa að gera skjólstæðing sinn gjaldþrota. 29.3. | Ragnheiður Elín Árnadóttir Af þingstörfum Nú er orðið ljóst að viðræð- unum lýkur ekki fyrir kosn- ingar eftir ár, og því má bú- ast við að þetta ferðalag allt, sem hefur verið bæði dýrt og tímafrekt, verði til einskis farið. 29.3. | Heiða Guðný Ásgeirsdóttir Bóndinn og Búlandsvirkjun Allt tal um fjölmörg störf á uppbyggingartíma virkjunar- innar er að mínu mati hjómið eitt. 31.3. | Atli Gíslason og Jón Bjarnason Rangfærslur forsætisráðherra Lengst af þeim tíma sem Jón Bjarnason sat í embætti ráðherra var heildarend- urskoðun fiskveiðistjórn- unar stýrt af forsætisráð- herra. 2.4. | Sóley S. Bender Kjarni málsins Það er mikilvægt að heil- brigðisstarfsfólk vinni vel saman að því meginmarkmiði í þessu máli að stuðla að kyn- heilbrigði unglingsins. 2.4. | Tómas Ingi Olrich Summa diplómatískra lasta Með framferði sínu kemur sendiherra ESB fram við Ís- lendinga eins og þjóðin sé ekki sjálfstæð og fullvalda. 2.4. | Sigurður Árni Þórðarson Þjóðkirkja til góðra verka Verkefnin eru mörg. Þau krefjast sam- stöðu og einingar. Kirkjan er farvegur möguleikanna og nú er tími tækifæranna. Ég býð mig fram til þjónustu. 5.4. | Hanna Birna Kristjánsdóttir Stefna ríkisstjórnarinnar skaðar Reykjavík Á hverjum stað, í hverju byggðarlagi, er ákall um aðr- ar áherslur í atvinnumálum. 7.4. | Birgir Tjörvi Pétursson Til varnar eignarrétti í sjávarútvegi Það að ríkið sé á hinn bóginn eigandi allra gæða, úthluti þeim til nýtingar gegn him- inháu gjaldi, stýri svo tak- mörkuðum nýtingarrétti að auki með reglusetningu og eftirliti, er í anda róttækrar ríkisforsjárstefnu. 11.4. | Sigurður Oddsson Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum Skyldu þeir vera syndlausir sem ausa skítnum yfir Gunn- ar Andersen? 12.4. | Einar S. Hálfdánarson Lausnin er nýliðun Nýliðun er, að því er virðist, orðið yfir að menn sem ekki hafa fengist við útgerð, en hafa á því mikinn hug að stunda útgerð, „komist að“. 12.4. | Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Katrín Jakobsdóttir verði forseti Íslands Katrín Jakobsdóttir, ég bið þig að íhuga af alvöru að gefa kost á þér til embættis for- seta Íslands. 13.4. | Heiðrún Lind Marteinsdóttir Á fyrirtæki þitt 440 milljónir til að fleygja út um gluggann? Stjórnendur fyrirtækja eru oft og tíðum ómeðvitaðir um að samningar, skilmálar eða hátt- semi þeirra eru ekki í samræmi við kröfur samkeppnislaga. 14.4. | Ólöf Nordal Brjótumst úr fjötrunum Það er grundvallarverkefni allra stjórnmálamanna að auka hagsæld heimilanna. Allt annað má bíða. Við þurfum að fjárfesta í ungu kynslóðinni. 14.4. | Agnes M. Sigurðardóttir Það sem augað sér Þjóðkirkjan er öllum opin og innan hennar rúmast allir. 14.4. | Ásmundur Þór Sveinsson Ofsaakstur í Vesturbæ Umræddur glæfraakstur raskar næturró íbúa í stórum hluta Vesturbæjar og stofnar lífi vegfarenda í hættu. 17.4. | Jakob Björnsson Heildstæð orkustefna fyrir Ísland er löngu tímabær Það er vissulega vel að von er á heildstæðri orkustefnu fyrir Ísland. Hún er löngu orðin tímabær. 18.4. | Tryggvi Þór Herbertsson Fall Fjallabyggðar Óbeit vinstrimanna á útgerð- armönnum mun leiða til falls staðanna sem sjóinn sækja. 19.4. | Brynjar Níelsson Mál að linni Ólafur Börkur hafði átt lang- an og farsælan feril sem dómari auk framhaldsmennt- unar og því fullkomlega hæf- ur til að gegna starfi hæsta- réttardómara. Morgunblaðið/Kristinn Í apríl sýknaði Landsdómur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra af öllum helstu ákæruatriðum Alþingis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.