Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012 3.7. | Árni Steinar Jóhannsson Takk fyrir þitt framlag, Ari Trausti Tveggja turna tal fjöl- miðlanna frá fyrsta degi kosningabaráttunnar gaf auðvitað þann tón að nú skyldi tekist á um blokkir í stjórnmálum en ekki um hæfileika ein- stakra frambjóðenda. 4.7. | Holberg Másson Andefni finnast náttúrulega á jörðinni Gert er ráð fyrir að á næstu árum muni næstu kynslóðir lækningatækja hagnýta sér andefni … 5.7. | Katrín Jakobsdóttir Efling vinnustaðanáms Með þessu var tekið stórt skref til að efla starfsnám í landinu en samtök á vinnu- markaði hafa lengi kallað eft- ir slíkum styrkjum. 6.7. | Anna Bjarnadóttir Fýla út af Fimmvörðuhálsi Ég gerði þau mistök að vera með göngu um Fimmvörðu- háls í ferðaplani sem ég dró upp fyrir svissneska göngu- garpa í vetur. 7.7. | Lýður Þór Þorgeirsson Viðskipti, fjárfestingar og farsæld þjóðar Mikilvægum þjóðþrifamálum er ávallt mótmælt harðlega af íhaldssömu afturhaldi, andstæðingum frjálsra við- skipta og hagsmunagæslu- aðilum eldra skipulags. 9.7. | Sigurbjörn Þorkelsson Verum vinir Fegraðu umhverfi þitt með gjöfum. Stráðu fræjum kær- leika og umhyggju. Og þín verður minnst sem þess sem elskaði. 12.7. | Valgarð Runólfsson Hvar er gullnáma Bakkavararbræðra? Hvaðan koma peningarnir sem bræðurnir eru núna til- búnir að leggja fram til kaup- anna? Er þetta fé sem þeir komu í skjól og hafa getað geymt til „mögru áranna“? 14.7. | Heiðar Guðjónsson Peningaglýja Seðlabankans Ég skora á hagfræðinga Seðlabankans að fram- kvæma þessa útreikninga og skýra mál sitt betur ellegar að draga orð sín til baka. 18.7. | Bjarni Geir Einarsson og Jósef Sigurðsson Lokasvar við skrifum Heiðars Más Guðjóns- sonar Allir þeir sem þekkja innihald hugtaksins um peningaglýju sjá að hér fer því fjarri að hún villi okkur sýn. Við stöndum því fast við fyrri útreikninga okkar. 19.7. | Sigurður Ingólfsson 1 milljarður á ári, í eigu hús- byggjenda, út um gluggann Gleymdist að reikna dæmið til enda? Er verið að taka upp erlenda staðla án skoðunar á áhrifum þeirra hér? Er of seint að leiðrétta reglugerð- ina? 20.7. | Jón Hákon Magnússon Á öðrum ársfjórðungi sögðu 0,1436% sig úr þjóðkirkjunni Hvar er fréttamatið? Myndi frétt um að fleiri hefðu geng- ið til liðs við þjóðkirkjuna á einum ársfjórðungi en sagt sig úr henni hafa birst í miðl- unum? Það tel ég ólíklegt. 21.7. | Orri Hauksson Hagrænt sjálfshól Stjórnvöld hafa í orði kveðnu sagst vilja afnema gjaldeyr- ishöft hið fyrsta. Hefur hugur fylgt máli? 21.7. | Guðmundur Kristjánsson Makríllinn á sig sjálfur Engar sannanir eru fyrir því að makríllinn sem veiðist t.d. vestan Íslands og í græn- lenskri lögsögu sé eign ESB og Noregs. 24.7. | Heiðar Guðjónsson Útúrsnúningar um laun á Íslandi Þetta er þekkt villa í hagfræði og kölluð peningaglýja. Ég skor- aði því á hagfræðingana að sýna fram á villur mínar, ellegar draga fullyrðingar sínar til baka. 26.7. | Elín Hirst Hættuleg ráðagerð Að mínum dómi er rétt fyrir okkur Íslendinga að staldra við og hugsa út í hvílíkt glap- ræði það væri að gera 30 þúsund hektara Íslands að kínversku yfirráðasvæði. 28.7. | Herdís Þorgeirsdóttir Tröllriðna land – sprungið af spillingu Eina von Evrópu í dag er ekki blóðug bylting, ekki sam- þjöppun valds í sterkum leið- toga heldur almenn vitund- arvakning. 30.7. | Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Hver á að eiga Ísland? Einstakir landeigendur og fjárvana sveitarfélög taka ákvarðanir sem varða heild- arhagsmuni lands og þjóðar langt inn í framtíðina. Slíkt er óboðlegt. 3.8. | Ólafur R. Eggertsson Spurningar um Grímsstaði á Fjöllum Hafa sveitarstjórnir pælt í því að þegar einhverju af fólkinu fer að leiðast dvölin þarna uppi í rassgati er því að sjálf- sögðu leyfilegt að flytja til annarra sveitafélaga, því það er jú allt orðið Ís- lendingar eða að minnsta kosti „Ís- landsvinir“? 7.8. | Helgi Ágústsson Frá rómantík til raunsæis – varnarstaða í heilbrigðismálum Í mínum huga eru hags- munir barna og ungs fólks og aðhlynning deyjandi fólks efst á blaði. And- streymi lífsins er marg- víslegt, en við eigum að létta deyjandi fólki og aðstandendum þess kveðju- stundirnar. 7.8. | Olga Helgadóttir Okkar framtíð skiptir máli Með þessum orðum vil ég þakka öllum frambjóð- endum síðustu kosninga fyrir að hafa gefið kost á sér. Ég óska þeim öllum alls hins besta og bjartrar framtíðar. 8.8. | Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Var Jón Sigurðsson jafnaðarmaður? En hvort Jón Sigurðsson var frjálshyggjumaður eða eitthvað annað, jafnvel jafnaðarmaður, skiptir þó kannski ekki öllu máli. Merkimiðar eru ekki það mikilvægasta í sambandi við Jón Sigurðsson. 13.8. | Guðrún María Valgeirsdóttir og Dagbjört Bjarnadóttir Valdníðsla? Um mitt sumar 2011 bár- ust sveitarstjórn Skútu- staðahrepps til umsagnar drög að nefndri reglugerð, en þá leitaði Umhverf- isráðuneytið ekki umsagn- ar hinna sveitarfélaganna, Norðurþings og Þingeyj- arsveitar. 15.8. | Leifur Magnússon Vansagt um Vatnsmýrarskipulag Væri ekki tilvalið að fylla upp í Reykjavíkurhöfn og bjóða einnig þar upp á nokkrar nýjar íbúðablokkir, fyrst greiðar, hagkvæmar og nútímalegar samgöngur við höf- uðborgina skipta engu máli? 16.8. | Njáll Skarphéðinsson Skattlagning ríkisstjórnarinnar Nú þegar ferðamennskan blómstrar sem aldrei fyrr á að drepa þessa vonarglóð í fæðingu. 16.8. | Bjarnheiður Hallsdóttir Á að rota rísandi stjörnu? Hótel og aðrir gististaðir munu verða gjaldþrota, störf í allri ferðaþjónustunni munu tapast, ekki síst úti á landsbyggðinni, þar sem líklegt má telja að dvöl er- lendra gesta á landinu muni styttast, þ.e. gisti- náttum fækka og verða í mestum mæli á höfuðborgarsvæðinu. 16.8. | Jakob Frímann Magnússon Torg þarfnast einnig hirðis Fjölmörg svæði og torg í Reykjavíkurborg hafa lent í millibilsástandi eða bið- stöðu í kjölfar hruns. Góð dæmi um torg, sem fengið hafa að blómstra eftir að hafa verið „tekin í fóstur“, eru Hjartatorg og Ing- ólfstorg. 18.8. | Rósa Guðbjartsdóttir Raunverulega skýringin Landsbankinn setti það skilyrði fyrir þátttöku að 3 milljarðar af erlenda láninu fengjust niðurfelldir en þessu var haldið leyndu fyr- ir bæjarfulltrúum minnihlutans. 23.8. | Gísli Marteinn Baldursson Skipulag Reykjavíkur og Vatnsmýrin Ég saknaði úr grein Leifs heildarsýnar á skipulag Reykjavíkur. Hvar eiga þeir 25 þúsund Reykvíkingar sem bætast við borgina okkar á næstu 20 árum að búa? 24.8. | Þórir N. Kjartansson Á Ísland bara að vera grænt á litinn? Pössum okkur að eyði- leggja ekki þetta sérkenni okkar fagra lands, sem er víðsýnið og allir þeir sem ferðast um landið kunna svo vel að meta. 25.8. | Friðrik Pálsson Þyrmið ferðaþjónustunni Ferðaþjónustan þolir ekki stórskaðlegt inngrip í mark- aðsstarf sitt með þeim hætti sem 18,5% hækkun á vsk. á gistingu mun hafa í för með sér. 25.8. | Gréta Þorbjörg Jónsdóttir Ertu með erfitt eða vanvirkt barn? Barn sem er að kljást við PTSD kemur til með að hafa einkennin áfram á full- orðinsárum og einkenni geta versnað til muna og endað í að einstaklingur getur ekki lok- ið skóla eða unnið. 27.8. | Árni Thoroddsen Gianazza og leitin að gralinu Hafa skal í huga að gralið er það sem flestir menn síst hyggja, þó falið sé fyrir allra augum. 30.8. | Ágúst Þór Árnason Lýðveldið kvatt? Í hita átaka búsáhaldabylt- ingarinnar virðast fjölmarg- ir, bæði leikir og lærðir, hafa litið fram hjá þeirri staðreynd að íslenska stjórnarskráin hlaut nánast einróma stuðning þjóðarinnar við stofnun lýð- veldisins vorið 1944. 31.8. | Janne Sigurðsson Fjarðaál hefur flutt út ál fyrir um 400 milljarða róna á fimm árum Um 40% af heildarútflutn- ingi Íslands er ál, sem er hlutfallslega svipað og út- flutningur sjávarafurða. 31.8. | María Anna Þorsteinsdóttir Er grjótlín Málfríðar munnfríðu fundið? Þá segir frá því að vinkona Málfríðar kennir henni í neyðinni að gera olíu af bergfitu „sem útpressuð er af steinum og kveikir af grjótlíni sem aldrei í eldi brennur.“ 28.6. | Ólafur Hannibalsson Leifar liðins tíma Þóra er rétta manneskjan nú, og sú eina sem er nærri því að fella þetta merki lið- ins tíma, sem vonandi gengur aldrei aftur yfir þessa þjóð. 29.6. | Guðrún Pétursdóttir Ólíku saman að jafna Árið 1996 varði Ólafur Ragnar Gríms- son langhæstri fjárhæð til síns framboðs eða um 90 milljónum króna að núvirði. 29.6. | Herdís Egilsdóttir Von í stað ótta Ég vona að þjóðin beri gæfu til að skilja nauðsyn þeirrar breytingar sem nú býðst með framboði Þóru Arnórs- dóttur. 30.6. | Andrea Jóhanna Ólafsdóttir Tryggjum vandaðra stjórnarfar Nú gengur þjóðin til kosninga og mig langar til að hvetja alla til að kjósa með hjartanu og sannfæringu sinni. 30.6. | Ólafur Ragnar Grímsson Lýðræðishátíð Enn er ólga í efnahags- málum álfunnar og á mörg- um sviðum. Því þarf rödd Íslands að hljóma skýrt. 30.6. | Hannes Bjarnason Á kosningadegi Þjóðin á og hefur valkosti í þessum kosningum. Val- kosti sem snúast um eitt- hvað annað en gamlar átakalínur. 30.6. | Ari Trausti Guðmundsson Nú er lag Samhugur er ferli sem hefst þegar við tökum af- stöðu til ábyrgðar, heið- arleika, mannúðar og jafn- ræðis. Ferlinu lýkur aldrei. Það sjálft er markmið. 30.6. | Þóra Arnórsdóttir Kjósum sátt Endurreisum traust, heið- arleika og umburðarlyndi, ræðum um það sem gerir lífið þess virði að lifa því. Leyfum okkur að vera glöð. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.