Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012 LINNETSSTÍG 2 | SÍMI: 565-4854 Mánudag - Föstudag 11:00 - 18:00 | Laugardagur 11:00 - 14:00 w w w . s i g g a o g t i m o . i s Handsmíðað í Hafnarfirði síðan 1993 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Icelandair réð nýlega 18 flugmenn til starfa og Norlandair áformar að ráða 3-4 flugmenn, að því er kom fram í nýju fréttabréfi Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna (FÍA). Nýliðarnir hjá Icelandair hefja þjálfun í byrjun ársins 2013 og hefja störf í vor þegar hópur flugmanna sem nú er í uppsögn verður aftur kominn til starfa. Þeir koma m.a. frá öðrum íslenskum flugfélögum sem þurfa að ráða nýja flugmenn í stað þeirra sem fara til Icelandair. Kjartan Jónsson, framkvæmda- stjóri FÍA, sagði þessar ráðningar vera mjög jákvæðar fyrir flug- mannastéttina. „Það sem er jákvæð- ast er að þetta er vöxtur innan frá en byggist ekki á leiguflugi eða flugi fyrir aðra eins og einkenndi vöxtinn fyrir hrun,“ sagði Kjartan. „Við er- um fullir bjartsýni. Það eru mjög já- kvæðar horfur í fluggeiranum ef þær verða ekki eyðilagðar með skattlagningu.“ Icelandair auglýsti í fyrra eftir flugmönnum og barst þá vel á annað hundrað umsókna, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa félagsins. Icelandair réði þá tíu nýja flugmenn til starfa og nú átján til viðbótar úr hópi umsækjenda frá því í fyrra. Félagið stefnir að því að bæta tveimur flugvélum inn í leiða- kerfi sitt og stækka það um ein 15%. Nýlega kom fram að Icelandair hyggist ráða um 60 nýjar flug- freyjur og flugþjóna og sóttu um 1.400 manns um störfin. Næsta sumar munu um 700 flugfreyjur og flugþjónar starfa hjá Icelandair. Áætlun til Constable Point Flugfélagið Norlandair á Akur- eyri hyggst hefja áætlunarflug til Constable Point (Ittoqqortoormiit) í Grænlandi í mars 2013. Það er aðal- ástæða þess að félagið ætlar að bæta við 3-4 flugmönnum, að sögn Friðriks Adolfssonar fram- kvæmdastjóra. Áætlunin verður í samvinnu við Flugfélag Íslands og verður hún Reykjavík - Akureyri - Constable Point og farmiðar seldir í gegnum sölukerfi Flugfélags Ís- lands. Undanfarin ár hefur Norlandair rekið King Air 200 flugvél í sam- vinnu við Mýflug. Norlandair ætlar að taka hana yfir á sitt flugrekstr- arleyfi. King Air flugvélin og Twin Otter flugvélar verða notaðar í áætlunarflugið auk leiguflugvélar frá Flugfélagi Íslands yfir háanna- tímann. Um 90% af flugi Norlandair er á Grænlandi. Félagið flýgur þar m.a. fyrir danskar ríkisstofnanir, danska herinn, vísindamenn og námafélög. Hjá Norlandair starfa nú 18 starfs- menn. Tveir flugmenn sem sagt var upp eru að koma aftur og því stefnir í að starfsmönnum fjölgi um 5-6 alls. Fleiri störf fyrir flugmenn  Icelandair réð nýlega 18 flugmenn og Norlandair ætlar að bæta við 3-4 flugmönnum  Mjög jákvæðar horfur í fluggeiranum, að sögn framkvæmdastjóra FÍA Morgunblaðið/Ernir Fleiri flugmenn Icelandair er í sókn og réð nýlega 18 flugmenn. Til stendur að ráða 3-4 í viðbót. „Við erum að bíða eftir því að niður- staða komi í kærumálinu áður en við göngum frá samningi við verktakann,“ segir Hreinn Haraldsson vega- málastjóri um lagningu nýs Álftanes- vegar. Íbúar í Prýðishverfi í Garðabæ sendu í nóvember stjórnsýslukæru til Úrskurðarnefndar umhverfis- og skipulagsmála á þeirri forsendu að framkvæmdaleyfi væru fallin úr gildi. Áður hafði meirihluti bæjarráðs Garðabæjar hafnað því að fram- kvæmdaleyfin, sem gefin voru út árið 2009, væru fallin úr gildi. Fáist grænt ljós fyrir fram- kvæmdum verður, að sögn Hreins, samið við Íslenska aðalverktaka (ÍAV). Tvær kærur hafa komið upp í að- draganda að lagningu vegarins. Ís- lenskir aðalverktakar kærðu útboð á nýjum Álftanesvegi. Loftorka átti lægsta tilboðið í útboðinu en ÍAV það næstlægsta. Úr varð að tilboð Loft- orku var dæmt ógilt. Að sögn Hreins var munurinn á boðunum 80-90 millj- ónir. Í framkvæmdafréttum frá árinu 2012 segir að búist sé við framlagi frá Garðabæ upp á 550 milljónir til verks- ins og að framkvæmdum ljúki árið 2014. Nokkrar tafir hafa orðið á fyrir- ætlunum vegna kæranna tveggja. Mun áður ósnortið hraun raskast við gerð vegarins. vidar@mbl.is Bíða niður- stöðu stjórn- sýslukæru „Þetta er með því hressilegra sem við höfum gert, það verður mikil sveifla á okkur,“ segir Stefán R. Gíslason, söngstjóri Karlakórsins Heimis í Skagafirði, en nk. laugar- dagskvöld, 5. janúar, efnir kórinn til árlegrar þrettándahátíðar í menningarhúsinu Miðgarði. Kór- inn stendur á tímamótum en 28. desember sl. voru 85 ár liðin síðan Heimir var stofnaður. Er hann með elstu karlakórum landsins. „Svífðu með“ er yfirskrift þrett- ándahátíðar að þessu sinni. Ræðu- maður kvöldsins verður Einar K. Guðfinnsson þingmaður. Fyrir hlé verða sungin nokkur sígild karla- kórslög, sem hafa verið í mestu uppáhaldi Heimismanna. Einsöng syngja Óskar Pétursson og Ari Jóhann Sigurðsson. Eftir hlé verður tekin léttari og suð- rænni sveifla með nokkr- um innlendum og erlend- um slögurum í flutningi kórsins og söngvaranna Guðrúnar Gunnarsdóttur og Óskars. Sjö manna hljómsveit leikur undir, skipuð Stefáni, nokkrum félögum í kórnum og blástursleikurunum Sveini Sig- urbjörnssyni og Guðbrandi Guð- brandssyni. Á dansleik að tón- leikum loknum leika Grétar Örvarsson og Vilhjálmur Guð- jónsson og með syngja Guðrún og Óskar nokkur lög. Heimismenn ætla síðan að fara með þessa dagskrá víðar um land á nýju ári, m.a. í Hofi á Akureyri 17. febrúar og sunnan heiða fyrstu dagana í mars. Stefán útilokar ekki enn fleiri tónleika. bjb@mbl.is Stefán R. Gíslason tók við Heimi að nýju í haust eftir ársleyfi. Hann hefur verið söngstjóri nær óslitið síðan 1985, eða í bráðum 30 ár. Lengst hef- ur Jón Björnsson frá Hafsteinsstöðum stjórnað kórnum samfellt, eða nærri 40 ár. Spurður hvort hann ætli að stjórna Heimi næstu 15 árin, til aldarafmælis kórsins, hlær Stefán og bætir við: „Þá verð ég nú bara 73 ára, þannig að það er aldrei að vita.“ Stefán segir góðan anda vera í kórnum, hann hafi fengið sjö unga söngfélaga í haust og nokkra „gamla“ sem sneru aftur, eins og þá Álftagerð- isbræður. Meðalaldurinn hefur samt sem áður lækkað tölu- vert. Elsti kórfélaginn, Árna Bjarnason á Uppsölum, er 81 árs og yngstur er Guðjón Ólafur Guðjónsson, 18 ára. Ungir og aldnir komnir inn STEFÁN R. GÍSLASON TEKINN VIÐ KÓRNUM AÐ NÝJU Stefán R. Gíslason Ljósmyndir/Hjalti Árnason Karlakór Heimismenn standa fyrir árlegri þrettándahátíð í Miðgarði 5. janúar nk., nýlega orðnir 85 ára. Sveifla og sígild lög á þrettándahátíð Heimis  Karlakórinn Heimir 85 ára  Tónleikarnir víðar um land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.