Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012 Fjölskylduhjálp Íslands ENGINN ÁN MATAR Á ÍSLANDI Söfnunarreikningur Fjölskylduhjálpar Íslands 101 - 26 - 66090, kt 660903-2590. Laugavegi 63 • S: 551 4422 GLEÐILEGT NÝTT ÁR ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA ÚTSALAN HEFST 4. JANÚAR www.rita.is Ríta tískuverslun Gleðilegt ár Opið í Bæjarlind kl. 10-12 í dag Rán var framið í tölvuleikjasal við Frakkastíg um miðjan dag í gær. Ógnaði ræninginn starfsmanni með slökkvitæki og náði lítilræði af pen- ingum úr sjóðskassa. Kristján Helgi Magnússon er starfsmaður í tölvuleikjasalnum Ground Zero þar sem ránið var framið. Greip hann til axar til þess að verjast ræningjanum. „Ég greip í öxi og sagði honum að hypja sig. Hann tók þá til fótanna og hljóp héð- an út með slökkvitækið með sér,“ sagði Kristján í samtali við mbl.is. Samkvæmt lýsingu sem lögreglu var gefin var ræninginn rúmlega tvítugur karlmaður. Telur lögreglan sig vita hver maðurinn er. Sá grun- aði er síbrotamaður og er talinn hættulegur. gudrunsoley@mbl.is Greip til axar gegn manni sem ógnaði með slökkvitæki Aukablað alla þriðjudaga Hundrað þrjátíu og fjögurra ára sögu Álftaness sem sérstaks sveitarfélags lýkur á morgun þegar það sameinast Garðabæ. Það varð til árið 1878 þegar Álftaneshreppi hinum forna var skipt upp í Garðahrepp og Bessa- staðahrepp. Snorri Finn- laugsson, síðasti sveitarstjóri Álftaness, segir að íbúar eigi strax eftir að finna fyrir bættum hag. Ein afleiðingin af fjár- hagsvanda Álfta- ness hafi verið sú að útsvar og ýmis gjöld hafi hækkað. Þau muni lækka nú þegar með sam- einingunni. „Það er augljóslega bjartari tíð framundan. Íbúarnir sýndu að þetta var það sem þeir vildu. Það voru um 88% sem greiddu atkvæði með sam- einingunni. Við erum mjög ánægð með það,“ segir Snorri. Það var haustið 2009 sem sveitar- stjórn Álftaness óskaði eftir aðstoð vegna fjárhagsörðugleika sveitarfé- lagsins. Í febrúar 2010 var fjárhalds- stjórn sett yfir sveitarfélagið til þess að leysa vandann. Á fimmtudag lauk svo fjárhagslegri endurskipulagningu með uppgjöri við lánardrottna. Tókst að lækka skuldir Álftaness um fjóra milljarða. Þær eru nú 3,2 milljarðar króna í stað 7,2 milljarða áður. „Menn hafa náð markmiðum sínum í þágu íbúanna. Við erum mjög ánægð að tekist hafi að koma skikki á fjármálin, bæði skuldirnar og reksturinn. Það má segja að það hafi verið afrek að takast það miðað við þá stöðu sem sveitarfélagið var komið í,“ segir Snorri. Staða sveitarstjóra Álftaness verð- ur ekki lengur til eftir daginn í dag en sjálfur ætlar Snorri að snúa aftur í starf sitt sem fjármálastjóri Steypu- stöðvarinnar þaðan sem hann hefur verið í launalausu leyfi undanfarið. Hann útilokar þó ekki að starfa frek- ar á vettvangi sveitarstjórnarmála í framtíðinni. kjartan@mbl.is Síðasti dagur Álftaness Snorri Finnlaugsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.