Morgunblaðið - 31.12.2012, Side 9

Morgunblaðið - 31.12.2012, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012 Fjölskylduhjálp Íslands ENGINN ÁN MATAR Á ÍSLANDI Söfnunarreikningur Fjölskylduhjálpar Íslands 101 - 26 - 66090, kt 660903-2590. Laugavegi 63 • S: 551 4422 GLEÐILEGT NÝTT ÁR ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA ÚTSALAN HEFST 4. JANÚAR www.rita.is Ríta tískuverslun Gleðilegt ár Opið í Bæjarlind kl. 10-12 í dag Rán var framið í tölvuleikjasal við Frakkastíg um miðjan dag í gær. Ógnaði ræninginn starfsmanni með slökkvitæki og náði lítilræði af pen- ingum úr sjóðskassa. Kristján Helgi Magnússon er starfsmaður í tölvuleikjasalnum Ground Zero þar sem ránið var framið. Greip hann til axar til þess að verjast ræningjanum. „Ég greip í öxi og sagði honum að hypja sig. Hann tók þá til fótanna og hljóp héð- an út með slökkvitækið með sér,“ sagði Kristján í samtali við mbl.is. Samkvæmt lýsingu sem lögreglu var gefin var ræninginn rúmlega tvítugur karlmaður. Telur lögreglan sig vita hver maðurinn er. Sá grun- aði er síbrotamaður og er talinn hættulegur. gudrunsoley@mbl.is Greip til axar gegn manni sem ógnaði með slökkvitæki Aukablað alla þriðjudaga Hundrað þrjátíu og fjögurra ára sögu Álftaness sem sérstaks sveitarfélags lýkur á morgun þegar það sameinast Garðabæ. Það varð til árið 1878 þegar Álftaneshreppi hinum forna var skipt upp í Garðahrepp og Bessa- staðahrepp. Snorri Finn- laugsson, síðasti sveitarstjóri Álftaness, segir að íbúar eigi strax eftir að finna fyrir bættum hag. Ein afleiðingin af fjár- hagsvanda Álfta- ness hafi verið sú að útsvar og ýmis gjöld hafi hækkað. Þau muni lækka nú þegar með sam- einingunni. „Það er augljóslega bjartari tíð framundan. Íbúarnir sýndu að þetta var það sem þeir vildu. Það voru um 88% sem greiddu atkvæði með sam- einingunni. Við erum mjög ánægð með það,“ segir Snorri. Það var haustið 2009 sem sveitar- stjórn Álftaness óskaði eftir aðstoð vegna fjárhagsörðugleika sveitarfé- lagsins. Í febrúar 2010 var fjárhalds- stjórn sett yfir sveitarfélagið til þess að leysa vandann. Á fimmtudag lauk svo fjárhagslegri endurskipulagningu með uppgjöri við lánardrottna. Tókst að lækka skuldir Álftaness um fjóra milljarða. Þær eru nú 3,2 milljarðar króna í stað 7,2 milljarða áður. „Menn hafa náð markmiðum sínum í þágu íbúanna. Við erum mjög ánægð að tekist hafi að koma skikki á fjármálin, bæði skuldirnar og reksturinn. Það má segja að það hafi verið afrek að takast það miðað við þá stöðu sem sveitarfélagið var komið í,“ segir Snorri. Staða sveitarstjóra Álftaness verð- ur ekki lengur til eftir daginn í dag en sjálfur ætlar Snorri að snúa aftur í starf sitt sem fjármálastjóri Steypu- stöðvarinnar þaðan sem hann hefur verið í launalausu leyfi undanfarið. Hann útilokar þó ekki að starfa frek- ar á vettvangi sveitarstjórnarmála í framtíðinni. kjartan@mbl.is Síðasti dagur Álftaness Snorri Finnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.