Morgunblaðið - 31.12.2012, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.12.2012, Qupperneq 1
 Stofnað 1913  306. tölublað  100. árgangur  TÍMAMÓT ÁR NÝRRA LEIÐTOGA, HVAR Á TRÚIN HEIMA? ERUM VIÐ AÐ VERÐA AÐ MANNVÉLUM? FRÉTTALJÓSMYNDIR OG SKOPMYNDIR ÁRSINS Morgunblaðið/Árni Sæberg Gleðilegt nýtt ár  Engin systkini eru eins gömul samanlagt og börn hjónanna Jón- asar Ólafssonar og Sigríðar Gúst- afsdóttur frá Kjóastöðum í Biskupstungum, enda eru þau hvorki meira né minna en sextán talsins. Þriðja elsta systkinið, Ólafur, er sjötugur í dag, og er heildar- aldur systk- inanna því nú heil 974 ár. Endist þeim aldur til geta þau náð þúsund ára aldri sam- tals í september árið 2014. Afkomendur hjónanna á Kjóa- stöðum eru nú komnir á annað hundraðið en það 160. fæðist í febr- úar. Þeirra á meðal eru tvö barna- barnabarnabörn. »6 Börnin frá Kjóa- stöðum fagna 974 ára afmæli sínu Hjónin á Kjóastöðum. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þrátt fyrir að mikil samtöl hafi átt sér stað á milli fulltrúa ASÍ og Samtaka atvinnulífsins að undan- förnu vegna endurskoðunar kjara- samninga, hafa þær litlum árangri skilað enn sem komið er. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur samninganefnd launþegasam- takanna m.a. lagt fram hugmyndir um mögulegar leiðir til að styrkja kaupmátt þeirra hópa sem ekki hafa notið launaskriðs á árinu, þannig að þeir fái einhverjar viðbót- arlaunahækkanir. Samið hefur verið áður um slíkt fyrirkomulag sem nefnt hefur verið baksýnisspegill og felur í sér launatryggingu til að bæta laun þeirra sem setið hafa eft- ir. Þó að meginforsenda gildandi samninga haldi um að kaupmáttur hafi aukist á samningstímabilinu er viðurkennt að fjölmennir hópar hafa ekki notið þess. Þrjár vikur til stefnu Hefur komið til tals sú krafa af hálfu launþegaforystunnar að verði samningum ekki sagt upp verði samningstíminn styttur og kjara- samningar á almennum vinnumark- aði gildi aðeins til 1. september næstkomandi. Að óbreyttu renna samningarnir út 31. janúar 2014. Auk þessa hafa komið upp hug- myndir um mögulega hækkun á lág- markstekjutryggingu í dagvinnu til að bæta kjör hinna lægst launuðu. Boðað hefur verið til formanna- fundar á vettvangi ASÍ 7. janúar þar sem fara á yfir stöðuna í við- ræðunum en skv. heimildum blaðs- ins eru þó fremur litlar líkur taldar á að línur verði farnar að skýrast þá. Aðeins þrjár vikur eru til stefnu því ef segja á samningunum upp þarf ákvörðun um það að liggja fyr- ir 21. janúar. Rætt um að samningar renni út 1. september  Hugmyndir um launaviðbót til þeirra sem setið hafa eftir Búast má við áframhaldandi ófærð víða um land í dag en spáð er norð- an- og norðvestanátt og snjókomu eða éljum norðantil á landinu. Annríki var hjá björgunarsveitum í gær og var sjúklingur fluttur sjó- leiðina frá Flateyri inn í Holt þar sem tekið var á móti honum með sjúkrabíl. Þurfti að ryðja í gegnum nokkur snjóflóð á leið tiĺÍsafjarðar. Þá dró björgunarsveitin Ernir á sjó bát sem strandaði í Bolungarvík. »2 Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Á Ísafirði Enn kyngir niður snjó. Þung færð og óveður M Á N U D A G U R 3 1. D E S E M B E R 2 0 1 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.