Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012 Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Íslensk hönnun og framleiðsla www.facebook.com/solohusgogn Kæru landsmenn! Óskum ykkur gleðilegra hátíðar og farsældar á komandi ári Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Blikur virðast vera á lofti í efnahags- lífi Egyptalands en seðlabankinn þar í landi hefur nýlokið uppboði á 74,9 milljónum dollara úr varaforða bank- ans. Seldi bankinn dollarana á genginu 6,2425 á móti egypska pundinu. Á föstudag hafði egypska pundið veikst um 1,8% úr 6,1858 niður í 6,3041 gagnvart dollarnum. Fréttastofa Bloomberg segir upp- boðið hafa verið hugsað til að stemma stigu við ört minnkandi gjaldeyris- forða Egyptalands. Var forðinn kom- inn niður fyrir jafnvirði 15 milljarða dala, sem dugar fyrir innflutnings- þörf þriggja mánaða og þykir hættu- lega lítill forði að mati stjórnvalda. Segir Bloomberg jafnframt að uppboðinu hafi verið ætlað að koma í veg fyrir að fjárfestar veðji með því á að egypsk stjórnvöld gengisfelli pundið. Haldið fast í gjaldeyrinn Á laugardag beindi seðlabankinn þeim tilmælum til Egypta að fara sparlega með erlendan gjaldeyri og styðja innlenda framleiðslu. Egypska pundið var bundið við bandaríkjadollar til ársins 2003 þeg- ar gjaldmiðillinn var settur á hand- stýrt flotgengi. Egyptar eru mjög háðir ýmsum innflutningi og er þjóð- in t.d. stærsti innflytjandi heims á hveiti. Nýkjörinn forsætisráðherra lands- ins, Hesham Qandil, mun í janúar halda áfram viðræðum við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn um fyrirhugað lán að andvirði 4,8 milljarða dala. Eru vonir bundnar við að lánið muni hjálpa til við að örva efnahag Egypta- lands sem ekki hefur verið með sterkasta móti síðan Hosni Mubarak var komið frá völdum. Fjárhagsleg aðstoð og lán frá Alþjóðabankanum, Evrópusambandinu og Þróunar- banka Afríku eru í bið þangað til lending næst í viðræðunum við AGS. Á fjárhagsárinu sem endaði í júní óx efnahagur Egyptalands um 2,2% samanborið við 5% vöxt árið fram að uppreisninni sem kom Mubarak frá völdum. Egyptaland fellur nú í sama rusl-lánshæfisflokk og Grikkland og Pakistan. AFP Sveiflur Egypska pundið er á handstýrðu flotgengi. Er hætta talin á að fjárfestar veðji gegn gjaldmiðlinum sem myndi auka enn frekar á efnahagsvanda landsins. Myndin er tekin á hlutabréfamarkaðinum í Kairó í nóvemberlok. Gjaldeyriskreppa í upp- siglingu í Egyptaland  Egypski seðlabankinn selur dollara og hvetur almenning til að fara sparlega með gjaldeyri  Beðið eftir niðurstöðu samninga við AGS um stórt lán Bandaríski bílarisinn Ford Motor Co seldi 7% fleiri bíla á þessu ári en því síðasta, samtals um 2,2 milljónir farartækja. Kom þetta fram í tilkynningu sem Ford sendi frá sér á laugardag. Er þetta ann- að árið í röð sem Ford nær að rjúfa tveggja milljóna bíla múrinn. Þrátt fyrir að salan vestanhafs hafi aukist milli ára er aukningin minni en heildarvöxtur í bílasölu á árinu, sem stefnir í að verða 13%. Verður árið 2012 það þriðja í röð- inni sem bílasala í Bandaríkjunum eykst um tveggja stafa prósentu- tölu, að því er segir í frétt Reut- ers. Fyrr á árinu gaf Ford til kynna að vænta mætti þess að fyrirtækið myndi missa markaðshlutdeild, bæði þar sem framleiðslugeta Ford geti ekki haldið í við mikla eftirspurn á markaðinum og einnig vegna minnkandi áhuga neytenda á pallbílum sem hafa verið mikil- vægur hluti af framleiðslu Ford. ai@mbl.is AFP Afköst Starfsmenn koma rafhlöðu fyrir í rafbíl í verksmiðju Ford í Michigan. Salan hjá Ford hefur ver- ið góð en fyrirtækið misst hlutdeild. Markaðs- hlutur Ford fer minnkandi  Seldu 2,2 milljónir bíla í BNA en halda ekki í við ört vax- andi markað Óróleiki hefur verið meðal inn- og út- flytjenda vestanhafs síðustu vikurnar vegna yfirvofandi verkfalls hafnar- verkamanna vítt og breitt um austur- strönd Bandaríkjanna. Nú virðist þó hægt að anda léttar því útlit er fyrir að samkomulag sé að nást milli verkamanna, flutninga- fyrirtækja og hafnarstjórnenda. Í tilkynningu sem ríkissáttasemj- ari Bandaríkjanna sendi frá sér á föstudag segir að sátt hafi náðst um 30 daga frestun á verkfalli sem hefði annars hafist á sunnudag. Ef komið hefði til verkfallsins hefði það getað lokað mörgum lykilhöfnum Banda- ríkjanna, s.s. í Boston, New York og New Jersey. Fresturinn nær til 28. janúar og á þá samningaviðræðum að vera lokið að fullu. Átti að vernda starfsmenn gegn gámavæðingu Deilt er um fyrirhugað þak á greiðslur til hafnarverkamanna sem byggjast á þyngd farmsins sem ferj- aður er með gámum um hafnar- svæðið. Í drögum að nýjum samningi hefur fyrirhugað þak verið fellt burt að sögn talsmanns verkamanna. Að sögn fréttastofu NBC er um að ræða greiðslur sem kynntar voru til sögunnar árið 1960 til að hindra að hafnarverkamenn myndu bera skarðan hlut frá borði með vaxandi gámaflutningum. Síðan þá hefur það vörumagn sem fer um hafnir á austurströndinni margfaldast og var t.d. 50 milljón tonn árið 1996 en 110 milljón tonn árið 2011. Jafngildir þyngdargreiðslan um 15.500 dölum að meðaltali á hvern hafnarstarfsmann eða tæpum tveim- ur milljónum króna á gengi dagsins í dag. ai@mbl.is Verkfalli hafnarverkamanna afstýrt  Hart deilt í Bandaríkjunum um þyngdar- greiðslur frá árinu 1960  Þyngdarálagið nemur að jafnaði tæpum tveimur milljónum króna á hvern hafnarstarfsmann AFP Farmur Vöruhöfnin í Miami, Flórída. Ef komið hefði til verkfalls hefði það raskað mjög allri framleiðslu og verslun, sérstaklega á austurströndinni. - með morgunkaffinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.